Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Side 25
29 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 20ul DV Tilvera Sómi á fleygiferð á sjávarútvegssýningu: Jennifer med nýja hárgreiðslu Latínubomban Jennifer Lopez er bara eins og ný manneskja þessa dagana. Hún er komin með nýja hárgreiðslu og nýjan kærasta. Þá er búið að frumsýna nýja mynd með henni, ný plata er komin út og stúlkan er búin að fá nýtt starf í sjónvarpi. Þegar Jennifer og kærastinn, gógódansarinn Chris Judd, mættu á frumsýningu Englaaugna á dögun- um ráku margir upp stór augu. Filmstjarnan var nefnilega í svo stuttu pilsi að annað eins hafði ekki sést lengi. Og krullaður makkinn vakti ekki síður athygli viðstaddra. Penn er hrifinn af Nicholson Bandaríski leikarinn og leikstjór- inn Sean Penn fer ekki dult með hrifningu sína á stórleikaranum Jack Nicholson. „Ég elska hann, hann er stærsta gjöf lífs míns,“ hrópaði leikarinn upp yfir sig á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar var Sean Penn að kynna nýjustu kvikmyndina sína, The Pledge. Að sjálfsögðu fer Nicholson með aðalhlutverkið í henni. The Pledge er tryllir um leit upp- gjafa lögreglumanns að morðingja lítils barns. Myndin tekur þátt í að- alkeppninni í Cannes. REM-söngvari út úr skápnum Michael Stipe, forsöngvari rokksveitarinnar REM, hefur viður- kennt að hafa átt í ástarsambandi við annan karlmann undanfarin þrjú ár. Stipe hefur til þessa þagað þunnu hljóði yfir vangaveltum manna um kynhneigð hans. Hann sagði hins vegar i viðtali við Time á dögunum að kominn væri tími til að opna sig. „Fyrst fannst mér þetta bara mitt einkamál en núna finnst mér það hafa verið hugleysi að leyna því,“ sagði söngvarinn og bætti við að kærastinn væri stórkostlegur. Á fimmtán tímum til Færeyja og eyjaskeggjar féllu í stafi „Siglingin gekk að óskum. Við fengum góðviðri þar til við áttum örfáar sjómílur eftir til Færeyja. Þá voru nokkur vindstig á móti,“ segir Óskar Guðmundsson, forstjóri Báta- smiðju Guðmundar, sem sigldi Sómabátnum Bjargey við þriðja mann frá íslandi til Færeyja um helgina til að sýna bát sinn, Sóma 960, á sjávarútvegssýningu í Rúna- vik í Færeyjum. Eins og DV greindi frá lögðu Hafnfirðingarnir Óskar forstjóri og Valdimar Long báta- smiður, ásamt Grímseyingnum Sig- urði Bjarnasyni, af stað um helgina en þá vonuðust þeir til þess að ferð- in tæki um 30 tíma. Nú er komið á daginn að þeir þurftu aðeins um helming þess tíma. Öílug staðsetningartæki og stað- góð siglingafræðiþekking tryggði að þeir félagar fóru stystu leið til eyj- anna. Reyndar höfðu þeir tekið með tvöfalt meira af olíu í öryggisskyni en ekki þurftu þeir á varabirgðun- um að halda. Um 30 Sómabátar eru í Færeyjum gríðarlegur áhugi á bátnum," segir hann. Sómi 960 gengur 30 sjómUur. Lík- lega er þarna um íslandsmet að ræða því meðalhraði Bjargeyjar á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Færeyja var 25 sjómUur. Óskar og félagar snúa heim um næstu helgi og enn með tvöfaldar ol- íubirgðir í öryggisskyni. Forstjór- inn segist vona að ferðin eigi eftir að skila sér í sölu á bátum. „Ég er bjartsýnn á að selja báta Færeyja. Þeir þekkja -'uðvitað Sómann vel og ... *»» Sölhí / ^at’ jt urinn Hetjur hafsins Óskar Guömundsson forstjóri og féiagar hans sigldu Sómabáti sínum á mettíma milli ianda. Feröin gekk aö óskum og þeir njóta nú lífsins gæöa í faömi Færeyinga. þannig að þessi gerð báta er eyja- skeggjum að góðu kunn. Óskar seg- ir bátinn hafa vakið mikla athygli og mikU ásókn sé í að fara í prufu- siglingu. „Færeyingar falla í stafi. Það er feUur ~~~ svo sannarlega i kramið hjá þeim. Þetta er alveg druUugott hér hjá frændum vorum Færeyingum," segir Óskar sem að lokinni Færeyjaferðinni afhendir nýjum eigendum í Grímsey bátinn. -rt Kíkt í Kistuna Kistan.is, vefrit um listir og menningu, var opnuð á ný eftir miklar breytingar og endurskipu- lagningu á laugardaginn. Athöfnin fór fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og var það Sigurbjörn Einarsson biskup sem smellti á músina og opnaði vefritið formlega. Á eftir fór fram dagskrá þar sem fram komu meðal annars kanadíski tónlistarmaðurinn Bill Bourne og Illugi Jökulsson sem flutti fyrsta pistil Kistunnar. Einar og Einar Einar G. Pétursson hjá Árnastofnun og Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guö- fræöi, voru viöstaddir opnun hins nýja rits. DV-MYNDIR EINAR J. Kistan opnuö Sigurbjörn Einarsson biskup opnar Kistuna formtega meö aöstoö Matthíasar Viöars Sæmundssonar. Spekingar spjalla Ævar Kjartansson guöfræöinemi og Þorgeir Þorgeirson rithöfundur ræöa málin. Tveir úr heimi tónlistarinnar Kanadíski þjóölagasöngvarinn Bill Borne ásamt Ólafi Þóröarsyni tónlistar- manni. Geri kynnir nýja plötu Kryddpían okkar fyrrverandi, hún Geri Halliwell kynnti nýja plötu sína í London um daginn. Geri hefur af þvi tilefni lýsti yfir stuöningi viö Verka- mannaflokkinn en áöur var hún ákaf- ur stuðningsmaöur járnfrúarinnar Thatcher. Matthías Viöar Sæmundsson, stofnandi Kistunnar, Geir Svansson, ritstjóri vefritsins, og Viöar Hreinsson frá Reykja- víkur-Akademíunni bera saman bækur sínar. • Stórminnkar sólarhita ■ Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri ■ Útilokar nánast útfjólubláa geisla og upplitun ■ Eykur öryggi í fárviðrum og jarðskjálftum • Eykur öryggi gegn innbrotum ■ Brunavarnarstuðull er F 15 • Einangrar gegn kulda, hita og hávaða • Glerið verður 300% sterkara ■ Minnkar hættu á glerflísum í andlit Gerir bílinn/húsið glæsilegra GLÓIHF ipavogi síml 544 5770 _____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.