Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 24
44 í f iö Fenris var fyrst sýnt árið 1985 í tilefni af alþjóðlegu ári unglinga á vegum Sameinuðu þjóðanna en það voru Danir sem áttu frumkvæðið að því að ungir leikhópar á Norður- löndum sameinuðust um leiksýn- ingu sem síðan hefur verið viðhald- ið með nýjum sýningum að jafnaði annað hvert ár undir nafni Fenris. Leikklúbburinn Saga er áhuga- leikklúbbur ungs fólks á Akureyri og hefur um árabil tekið þátt í Fenris en auk þeirra taka þátt leik- hópar frá Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum (fyrir Finnland), Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Leik- stjóri allra leikhópanna er Agnar Jóns Egilsson. Styrktist í trúnni á leikhús- formin „Það sem kom mér mest á óvart var að þetta skyldi vera hægt en þegar ég hitti hópnn allan í fyrsta sinn í íþróttahúsi í Humlebek þá tókst á innan við klukkutíma að ná að búa til hóptilfmningu þannig að þau voru öll eins og hugur manns. Þetta gerði það að verkum að ég styrktist í trúnni á leikhúsformin," segir Agnar sem hefur síðan fyrir áramót verið á flakki milli þessara sjö landa norðursins og leikstýrt samtals hundrað manns sem í sum- ar munu sameinast í leikferð um Norðurlöndin í einu stóru kröftugu leikverki sem heitir „Tabú“ og verður frumsýnt i Iþróttahúsi Gler- árskóla á Akureyrir fyrstu helgina í júlí í sumar. Eftir að þessi fjöl- menni hópur ungra áhugaleikara hefur flakkað um ísland í rútum með leikmynd tabú á toppnum, ligg- ur leiðin um borð í Norrænu og er næsti viðkomustaður Norræna hús- ið í Færeyjum. Með Tabú á toppnum - Hvað er að vera tabú? „Krakkarnir ákváðu eftir að hafa unnið þemavinnuna saman að viðfangsefnið að þessu sinni skyldi vera tabú og hræðsla við hið óþekkta. Tabú er það sem ekki Bíógagnrýni DV-MYND EÓ Leikstjóri í sjö löndum „Þaö sem kom mér mest á óvart var aö þetta skyldi vera hægt, “ segir Agnar Jón Egilsson leikstjóri. má tala um og það sem á að þagga niður og það er heldur ekki auð- veldasta líkamlega tjáningarform- ið fyrir áhugaleikara þannig að þau gáfu sér undirþemu. Það er nefnilega mjög mismundandi hvað er tabú í hverju landi, t.d. er kyn- líf ekkert endilega tabú í einu landi en er það í öðru. Svo geta trúarbrögð verið tabú í einu landi meðan sagan er tabú eins og við fundum hjá dönsku og sænsku krökkunum sem líta á seinni heimstyrjöldina sem hluta af upp- runa sínum og vilja helst ekki tala um þann hluta sögunnar. íslenski leikhópurinn valdi trúarbrögð sem undirþema tabú og byrjuðu að vinna með satanisma og trúar- brögð sem þau ekki þekkja og hafa þess vegna fordóma gagnvart. Það endaði með því að við bjuggum bara til nýja trú og spunamir þeirra ganga út á trú sem ekki er leyfð og hvernig samfélagið er ekki tilbúið að samþykkja trúar- brögð fólks, ekki vegna þess að það þekki til þeirra heldur bara vegna þess að þau eru öðruvlsi." Talar tungum - Á hvaða tungumáli er hægt að leikstýra svona fjölþjóðlegum hóp? „Ég er nú ekkert voðalega dug- legur i dönskunni en hef í gegnum tiðina aflað mér smá sænskukunn- áttu. Þannig að ég flakka á milli þess að tala tala íslensku með sænskum og dönskum hreim og smá sænsku eða dönsku inn á milli. Ég hef samt komist aö því að það er eiginlega best að nota það sem ég kalla skandinavískt kropp- sprog, þá notar maður alla vöðvana í andlitinu, tunguna, hendurnar og baðar út öllum öng- um, þannig nær maður líka best til þeirra sem eru lengst í burtu, þetta er jú svo stór hópur“, segir Agnar og bætir við að krakkarnir sjálfir séu algjörir snillingar í að finna upp einhvern samskiptamáta. -W Sam-bióin/Háskóiabíó/Laugarásbíó: Ofurmenni - lífs og liðin Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 DV Tilvera ■ MEÐ VIFIÐ I LUKUNUM - FOR- SYNING Gamanleikritið Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Cooney verður forsýnt í kvöld klukkan 20 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Þór Tulinius og þýðandi Árni Ib- sen. Miðaverð er 1000 krónur á for- sýningu. ■ HEFND KYNJAFRÆÐIKENNAR- ANS Rannsóknastofa í kvennafræö- um stendur fýrir dagskrá í Hlaðvarp- anum klukkan 20 í kvöld. Bonnie Morris, doktor I kvennasögu og pró- fessor við George Washingon há- skóla í Bandaríkjunum, treður upp með einleikinn „Hefnd kynjafræði- kennarans". Leikritiö er skopádeila á hinar Ijölmörgu klisjur um kvenna- fræði og femínisma. Ollum opið, aö- gangur ókeypis. Fundir ■ KYNNING A NAMI I HEIMSPEKIDEILD fer fram á 2. og 3. hæð í Nýja Garöi í dag kl. 15-18. Þar er hægt að fræöast um nám í íslensku, sagnfræði, heimspeki, táknmálsfræði málvísindum, bókmenntafræði, ensku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku, spænsku, ítölsku, frönsku, latínu, grísku og rússnesku. ■ KYNNING Á NÁMI í GUÐFRÆÐIDEILD fer fram í stofu V á 2. hæð í aöalbyggingu Háskóla Islands milli kl. 15 og 18 í dag. Þeir ^ sem hafa áhuga á guðfræði eða djáknanámi ættu að skella sér. Krár ■ ROKK OG ELEkTRÓNIK Það verður góð blanda af gæðarokki og úrvals elektrónik á Gauknum í kvöld. Þar koma fram Noise og Skurken. Noise er rokktríó úr Vesturbænum sem keppti í úrslitum í Músíktilraunum. Skurken er rafónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum. Hann ætlar að frumflytja nýtt efni í kvöld á Gauknum. Sýningar ■ MOSÁIK í LISTHUSÍ ÖFEIGS Hópur kvenna sem kallar sig Mosaik 2001 er með sýningu á verkum sínum í Listmunahúsi Ófeigs viö Skólavörðustíg. Þar eru myndir og munir skreyttir mósaíki. ■ FANGAR ANDRÚMSLOFT j LJOSMYND Hoilenska listakonan Fenki Kuiling er með Ijósmyndasýningu í Gallerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg. Myndirnar hefur Fenki tekiö á íslandi og í þeim reynir hún að gefa í skyn tilveru hluta sem eru ekki endilega til staðar í verkunum. ■ LÍFSINS BRAIIT í GALLERÍ LIST Ninný sýnir verk, unnin meö olíu og akrýllitum á striga, í Gallerí List, Skipholti 50d. Sýningin ber yfirskriftina Lífsins braut. ■ BÁTASÝNING Öldungurinn Diörik Jónsson sýnir bátamódel sem hann hefur smíðað á undanförnum árum að Dalbraut 27. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-16. Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is Samnorræni leikhópurinn Fenris frumsýnir Tabú á íslandi í júlí: Best að nota skand- Með þróaðri tölvutækni hafa tækni- brellur í kvikmyndum tekið hröðum framfórum. Um leið og eitthvað nýtt lítur dagsins ljós þá fréttist að von sé á nýrri tækni sem tekur nýrri fram. Þessi keppni hjá risunum í Hollywood um að vera alltaf með það nýjasta og besta í tæknibrellum kemur í veg fyr- ir að mikið sé lagt i söguna sem verið er að segja. Það er hvorki tími né pen- ingar til fyrir slíkt og staðreyndin er að eftir því sem tæknibrellumar verða fullkomnari þá kostar meira að nýta þær til fúllnustu. The Mummy Returns er dæmigerð kvikmynd þar sem öllu er kostað í út- lit og brellur og sagan látin sitja á hakanum og er því ekki merkileg þeg- ar kafað er í hana. í myndinni hefur samt tekist að nýta tæknina á já- kvæðan hátt svo úr verður fjörug og spennandi kvikmynd sem rekur ekki aðeins ættir sínar til forverans, The Mummy, heldur einnig Indiana Jones myndirnar, en þær kvikmyndir eru ágæt viðmiðun þar sem í þeim var reynt, um leið og tæknin var nýtt til hins ítrasta, að segja skemmtilega sögu. The Mummy varð óvænt ein vin- sælasta kvikmynd ársins 1999. Það kom því fáum á óvart að framhald . yrði gert enda úr nógu að moða og all- ar aðalpersónurnar í fullu fjöri eftir að á næstu dögum mun koma upp á yfirborð jarðar hinn fimm þúsund ára gamli Sporðdrekakóngur. Er kraftur hans svo mikill að hann færi létt með að ná yfirráðum á jörðinni. Þetta vita Rick og Evelyn ekki í fyrstu en komast fljótt að raun um sannleikann þegar reynt er að stela armbandinu frá þeim. Leikurinn berst síðan til Egyptalands þar sem ævintýrið fer að taka á sig mynd. Það er til lítils að reyna að fá ein- hvern botn í söguna enda skiptir það kannski ekki svo miklu máli. Við erum stödd í ævintýraheimi þar sem lög og reglur lúta öðrum lögmálum. Það sem skiptir máli er að það tekst vel að skapa ævintýraheiminn, allt keyrt á miklum hraða og engar vand- ræðalegar uppákomur. Leikarar gera það sem til af þeim er ætlast. Það er helst að sá litli húmor sem krydda á söguna fer fyrir ofan garð og neðan i öllum látunum. Að öðru leyti er The Mummy Retums hin skemmtilegasta afþreying og miðað við vinsældirnar þá megum við eiga von á þriðju múm- íumyndinni eftir um það bil tvö ár. Leikstjóri og handritshöfundur: Stephen Sommers. Kvikmyndataka: Adrian Biddle. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikarar: Brend- an Fraser, Rachel Weisz, John Hannah, Arnold Wosloo og Patricia Velasquez. Leika tónlist eftir konur Trio Nordica flytur tónlist eft- ir þrjár konur á Tíbrár tónleik- um í Salnum í kvöld sem hefjast kl. 20.00. Þær eru: Karólína Eiríksdóttir, Clara Wieck Scumann og Elfrida Andrée. Trio Nordica skipa: Auður Haf- steinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Mona Sand- ström píanó. Leikhús inavískt kroppsprog - segir Agnar Jón Egilsson sem leikstýrir sjö leikhópum í sjö löndum Fornleifafræðingar og ævintýrafólk Rachel Weisz, John Hannah og Brendan Fraser í hlutverkum sínum. mikil ævintýri. Svo er kosturinn við múmíur að það er alltaf hægt að vekja þær aftur upp frá dauðum þó kyrfilega hafi verið frá þeim gengið. Þessi kostur er nýttur í The Mummy Retums, sem gerist nokkrum árum eftir að fyrri myndinni lauk, árið 1933. Nú eru Rick (Brendan Fraser) og Evelyn (Rachel Weisz) gift og eiga soninn Alex (Freddie Boath) sem hef- ur erft ævintýraþrána frá foreldrum sinum. Bróðir Evelyn, Jonathan (John Hannah), er fjórði fjölskyldu- meðlimurinn og sá sem á að koma með húmorinn í söguna. Eftir rugl- ingslega byrjun sem gerist fyrir utan Kafró er haldið heim á leið með skrín sem inniheldur armband sem ef því er beitt rétt mun gera það að verkum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.