Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 8
8
_________________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
Útlönd ____________________ ____________________________________________________________ X>V
Hiti í Dúmunni
Ríkisstjórn Rússlands vill koma á
frjálsum viöskiptum meö land.
Slagsmál í rúss-
neska þinginu
Mikið uppnám var í neðri deild
rússneska þingsins, Dúmunni, þeg-
ar frumvarp um frjálsa sölu land-
eigna var tekið til atkvæðagreiðslu í
gær. Frjáls sala á landi hefur verið
bönnuð frá tíma Sovétríkjanna en
það eru stjórnvöld sem standa bak
við frumvarpið um breytingu núna.
Stjómarandstæðingar með komm-
únista i fararbroddi segja ríkis-
stjórnina vera að selja móðurlandið.
Þeir óttast að landið verði keypt
upp ódýru verði af fáum efnamönn-
um og fátækir bændur missi þar
með afkomu sína.
Mikill æsingur var í þinginu og
einn stjórnarandstæðingur var
fluttur á spítala með of háan blóð-
þrýsting. Þá slógust tveir þingmenn
áður en stjórnarandstæðingar
gengu út úr þinghúsinu og neituðu
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Hetja reyndist
skúrkur og bófi
Venesúelskur vörður sem verð-
launaður var fyrir að bjarga pening-
um undan ræningjum í brynvörð-
um peningaflutningabíl er nú eftir-
lýstur fyrir rán á andvirði rúmlega
570 milljóna króna. Vörðurinn
komst í hann krappan þegar honum
tókst að hrekja á brott ræningja í
síðasta mánuði og var hann verð-
launaður með 150 þúsund krónum
fyrir. Vinnuveitendur skúrksins
viðsjáverða hafa lagt 7,4 milljónir
króna til höfuðs honum. Hetjan
fallna er talin hafa hent peninga-
pokunum aftan úr brynvarða bíln-
um til vitorðsmanna sinna og stokk-
ið svo sjálfur á eftir þeim.
Gyanendra konungur
Var litinn grunsemdaraugum eftir
fjöldamorö á konungsfjölskyldunni.
Nýr konungur
Nepals hlýtur lof
Gyanendra, nýr konungur
Nepals, hlýtur lof fyrir meðhöndlun
sína á eftirmálum fjöldamorðanna á
konungsfjölskyldunni fyrir tveimur
vikum. Nefnd, skipuð af honum,
komst að þeirri niðurstöðu í gær að
Dipendra krónprins hefði framið
fjöldamorðin sem skiidu 9 ættingja
hans eftir í valnum, þar á meðal
konungshjónin. Mikil óvissa hefur
verið meðal almennings í Nepal um
hver hafi staðiö að morðunum, enda
lýstu stjórnvöld því yfir að byssa
hefði bilað og skotið á fjölskylduna.
Gyanendra var illa tekið við vígslu
sína sem konungur en er nú kom-
inn í náðina.
Bush bætir ímynd
sína í Evrópuferð
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta virðist hafa tekist að bræða
hjörtu Evrópumanna ef marka má
algera viðhorfsbreytingu sem orðið
hefur gagnvart honum. í stað þess
að vera kallaður treggáfuð brúða ol-
íubaróna er honum nú hrósað sem
heillandi, hnyttnum og jafnvel gáf-
uðum.
Ensk dagblöð eru sérstaklega hrif-
næm fyrir Bush og kallar The Sun
heimsókn hans til Evrópu fullkom-
inn árangur. Daily Telegraph réðst á
Svía fyrir að setja sig á háan hest
fyrir framan hið góðviljaða stór-
veldi. Hið þýska Suddeutsche Zeit-
ung kallaði Bush „stjóra" í fyrirsögn
og sagði hann heillandi en harðan og
að ekki ætti að vanmeta manninn,
því hann gæti náð fram hverju því
sem hann beitir sér fyrir.
Jafnvel Frakkar. voru ánægðir
meö Bandaríkjaforsetann. Hins veg-
ar voru ítalir fastir við sinn keip
þegar dagblaðið Corriere della Sera
kallaði hann barnalegan kúreka og
ýjaði að fávisku hans.
George Bush
Forsetinn þakkar pólskri stúlku fyrir
blómvönd meö Texas-kveöju í Varsjá.
Oröstír hans í Evrópu hefur vaxiö í
ferö hans síöustu daga.
Bush var vel tekið þegar hann
kom til Póllands í gær og átti hann
ánægjulegar stundir með Alexander
Kwasniewski forseta, sem lýsti yfir
stuðningi sínum við eldflaugavama-
kerfi Bandaríkjamanna. Einungis
lítils háttar mótmæli voru við komu
hans.
Bush mærði Pólland og sagði það
leiðarljós í lýðræðisátt. Þá talaði
hann fyrir stækkun Nató og Evr-
ópusambandsins í austurátt. Bush
sagði Rússa ekkert hafa að óttast í
þeim efnum, hann væri forseti frið-
elskandi þjóðar sem vildi hag Rússa
sem vænstan.
Næsti áfangastaður í ferð Bush er
Ljubljana í Slóveníu þar sem hann
hittir Pútín Rússlandsforseta að
máli. Málefnin á dagskrá verða
stækkun Nató til austurs og eld-
flaugavamakerfið, en Rússar hafa
fylkt sér saman með nágrönnum
sínum í Mið-Asíu í andstöðu við
kerfið. Einnig munu þeir ræða deil-
una í Mið-Austurlöndum og efna-
hagsmál, svo eitthvað sé nefnt.
Miöbær Gautaborgar
Óeiröir andkapítalista og andstæöinga hnattvæöingar geröu miöborg Gautaborgar aö vígvelli í gærdag. Svíum er afar
brugöiö yfir hamaganginum og Tony Blair, forsætisráöherra Breta, segir ofbeldisfulla óróaseggi afvegaleiöa aöra mót-
mælendur. Þeir höföu lofaö friösamlegum mótmælum í gær, eftir átök á fimmtudag.
Andstæðingar hnattvæðingar mótmæla:
Skrílslæti í Gautaborg
skyggja á fund ESB
Andstæðingar alþjóðavæðingar
og andkapítalistar gengu berserks-
gang um miðborg Gautaborgar í
gær í tilefni fundar Evrópusam-
bandsins í borginni. Þúsund manna
lögreglulið réð lítið við ástandið og
neyddist til að eftirláta mótmælend-
unum 25 þúsund heilu göturnar, þar
af nokkrar helstu verslunargötur
borgarinnar.
Hundruð mótmælenda tóku þá
upp á því að brjóta rúður í alþjóð-
legum fyrirtækjum í miðbænum,
svo sem skyndibitastað MacDon-
alds. Auk þess hlóðu þeir varöeld úr
kaffihúsastólum og braki og hentu
múrsteinum í bíla. Mótmælendum-
ir komust þó ekki að ráðstefnumið-
stöð fulltrúa Evrópusambandsins,
þar sem lögregla stóð í vegi fyrir
þeim.
Anna Lindh, utanríkisráðherra
Göran Persson
Forsætisráöherra Svíþjóöar segir
mótmælendur vinna gegn lýöræðis-
þróun meö ofbeldi.
Svíþjóðar, segir óeirðirnar vera
hörmulegar og dómsmálaráðherra
landsins hefur hætt við utanlands-
för til að setja af stað rannsóknar-
nefnd um málið. Svíar eru almennt
felmtri slegnir yfir því að svona
nokkuð skuli gerast í landinu.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, vottaði sænskum yfir-
völdum samúð sína fyrir það sem
þau hafa þurft að umbera. Hann
sagði mótmælendur vera afvega-
leidda af ofbeldisfullum óróaseggj-
um. Leiðtogar ESB-ríkjanna 15
ræddu framtíð sambandsins og
væntanlega stækkun þess.
í skugga höfnunar íra í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á því að sambandið
verði stækkað lýsa þeir því yfir að
ekki sé rétti tíminn til að æða út í of
háfleygar umræður um framtíð
þess, heldur sé rétt að fara sér hægt.
Aftökur geðveikra hætti
Mary Robinson,
fulltrúi mannrétt-
indamála hjá SÞ,
hvetur Bush Banda-
ríkjaforseta til að
stöðva aftökur á
andlega sjúkum
föngum. Hún biður
hann um að gera
dómstólum stefnu stjórnarinnar
ljósa.
Ljósmynduðu innbrotið
Tveir norskir innbrotsþjófar fóru
illa að ráði sínu þegar þeir tóku
myndir af hvor öðrum við innbrot.
Lögreglan var við það að leggja inn-
brotsmálið niður þegar myndir af
þeim rótandi í skúffum og skápum
fundust í flkniefnabæli og voru þeir
handteknir í kjölfarið.
Viðræöur í Palestínu
Öryggisfulltrúar Palestínumanna
og ísraela hittust í gær undir hand-
leiðslu Bandaríkjamanna til að
meta árangurinn af vopnahléi síð-
ustu daga. Þrátt fyrir vopnahléið og
tilslakanir ísraelshers héldu smá-
skærur áfram.
Svíar hrifnir af Danmörku
Þrír af hverjum fjórum ibúum á
Skáni í Suður-Svíþjóð ætla yfir Eyr-
arsundsbrúna til Danmerkur i sum-
ar. Danir eru hins vegar ekki jafn
hrifnir af frændþjóðinni og fara
hvergi.
Hraðferð að ákæru
Fimm stórir hópar
innan indónesíska
þingsins vilja hraða
ferli sem miðar að
ákæru á hendur Ab-
durrahman Wahid
forseta fyrir embætt-
isglöp. Margar
I ákvarðanir hans undanfarið hafa
| þótt róttækar og ólýðræðislegar,
meðal annars sú að reka 7 ráðherra.
SÞ hirða vopn í Kosovo
Alþjóðlegar lögreglusveitir Sam-
einuðu þjóðanna gerðu upptæk
skotfæri og hundruð vopna í flutn-
ingabíl á leið inn í Kosovo. Hann
fannst yfirgefinn í bílaröð við landa-
mærin að héraðinu.
Reynir að ráða morðingja
Hæstiréttur
ísraels frestaði
gildistöku ráðn-
ingar Ariels Shar-
ons forsætisráð-
herra á nýjum yf-
irmanni aðgerða
gegn hryðjuverk-
um. Hann hefur
játað að hafa myrt
palestínska fanga sem voru í haldi
hans árið 1984.
Réttað í Dando-málinu
Réttarhöld standa nú yfir i máli
bresku sjónvarpskonunnar Jill
Dando, sem var myrt fyrir utan
heimili sitt árið 1999. Líkur eru á
því að atvinnumorðingi hafi framið
morðið.
Slappi af gagnvart hassi
Lögreglan í Lundúnum hefur lýst
því yflr að hún muni slappa af gagn-
vart þeim sem hafa undir höndum
kannabisefni. Þeim verður veitt
munnleg áminning en engin kæra
lögð fram.