Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 11
11
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
Skoðun
þess að svo sé. Og er nú svo komið að
foreldrar eru strax farnir að hafa
áhyggjur af því við fæðingu fyrstu
dóttur sinnar að þeir hafi engin
efni á að kosta allar brúðkaups-
veislurnar hennar í framtíðinni.
Er minn tími komínn?
Við lifum á einnota tímum. í
gamla daga var flest gert til að
endast, „made to last,“eins og Bret-
inn segir. Buxur, vesti, brækur og
skór. Og hrærivélar og hjóna-
bönd. Og lambhúshettur. Ég
á lambhúshettu sem ég
fékk í sjö ára af-
mælisgjöf og
hrærivélin vinninginn á báðum
sviðum.
Fyrir tvemur árum tók ég viðtal
við gamlan bónda sem gekk daglega í
með öllu óslitinni skyrtu sem hann
hafði keypt í kaupfélaginu fyrir 51
ári. Hann er enn i skyrtunni sinni en
kaupfélagið er ekki lengur til nema í
skötulíki. Og yfirleitt er komið gat á
olnboga nútímaskyrtunnar jafnvel
áður en þær detta úr tísku og það er
ekki langur tími.
í gamla daga entust hjónaböndin
ekki síður en reiðhjólin og skyrturn-
ar og hrærivélarnar. Menn héngu
kannski ekki alltaf í þeim himinsæl-
ir, en létu sig flestir hafa það, vitandi
að sjaldan var í skárri hús að venda.
Nú eru menn aftur á móti margir
farnir að leggja drög að því að losa
sig við makann á leiðinni niður
kirkjutröppurnar, ef menn hafa ekki
þegar gert það í steggjar- ellegar
gæsaveislunni skömmu áður. Að
minnsta kosti benda tölur um meðal-
talsendingu hjónabanda á íslandi til
nota enn.
En kannski var þetta allt alls ekki
svona gott og ekki svona endingar-
gott. Kannski voru allir skapaðir
hlutir síbilandi í gamla daga en mað-
ur kýs fremur að muna það sem hélst
heilt og entist.
Minningar eru auðvitað aldrei
raunsönn endursköpun á þeim veru-
leika sem var, heldur aðeins óljós
endurómur af tónlist liðins tíma,
stundum eitthvað allt annað lag, eða
með öllu óþekkjanlegt í nýrri útsetn-
ingu eða sérviskulegri túlkun flytj-
anda
Kannski vill tíminn bara ekki
tengja sig við mig eða a.m.k. ekki
tæknin. Kannski er minn timi ekki
kominn. Og kannski kom hann án
þess ég tæki eftir því og fór aftur án
þess ég yrði hans var.
Kannski er ég bara að verða gam-
all. Og staðfesti þá um leið á persónu-
legan hátt þá kenningu sem haldið er
fram í þessum pistli, að endingartím-
anum hafi hrakað í nútímanum.
Þannig hafa stjómtæki líkt og
vaxtahækkanir ekki haft jafnmik-
il áhrif hér og í nágrannalöndun-
um.
Almenningur hefur farið sínu
fram og tiplað fram á ystu nöf frá
því að sögur hófust. Offjárfesting í
blikkbeljum er eitt sögulegasta
dæmið. Lántakendur spyrja ekki
um vexti.
Breyttir tímar?
En nú er komin vísbending um
breytta tíma. í DV í fyrradag kom
fram aö sólarlandaferðir landans
muni dragast saman um heil
15-20% frá fyrra sumri en sam-
felld aukning hafði orðið í þessum
ferðalögum um margra ára skeið.
Þetta eru söguleg tíðindi því það
hefur hingað til ekki stöðvað
þorra þjóðarinnar i ákvarðana-
töku að eiga engan pening.
Ef hugarfarsbreytingin er hafin,
gefur það vonir um góð fyrirheit.
Hundruð milljóna munu sparast í
gjaldeyri þetta sumariö vegna þess
að íslendingar átta sig á að nú er
ekki rétti tíminn til að liggja á
baöströndinni.
íslendingar hafa varið góðærinu
illa. Þeir hafa ekki notað hagsæld-
artímabilið til að létta á skuldum
og búa í haginn fyrir framtíðina
heldur þvert á móti.
Ekkert grín
Það er ekkert grín að stýra efna-
hagsmálum þjóðar sem liflr bara
fyrir einn dag í einu og hvort sem
lendingin veröur hörð eða mjúk
þá eru sum mál þannig að fólkið í
landinu verður að taka þau í eigin
hendur og axla ábyrgð.
Það er ekki hægt að skella
skuldinni endalaust á stjórnvöld
þegar þjóðin lendir í erfíðleikum. í
flestum tilvikum er um að ræða
sjálfskaparvíti þótt örsmár hluti
þjóðarinnar sé illa settur án þess
að geta nokkuö að því gert.
Sólarflug á ekki upp á pallborö-
ið í sumar, enda höfum við ekki
efni á því. En það að horfast í
augu við staðreyndir er einmitt
vísbending um það að landsmenn
sjái nú til sólar sem aldrei fyrr.
Þrátt fyrir 15-20% samdrátt i sól-
arlandaflugi og samdráttarskeið
sem vara mun misserum saman
að mati Þjóðhagsstofnunar. Þetta
er ljós í myrkrinu öllu.
Ferðalandið kalda
Ritstjórnarbréf
íslendingar standa frammi fyrir
undarlegum vanda. Á næstu árum
koma til landsins fleiri erlendir
ferðamenn en land og þjóð ráða við.
Fram að þessu hafa landsmenn ver-
ið harla kátir yfir því hvað erlend-
um ferðamönnum hefur fjölgað
hressilega frá einu ári til annars.
Og montnir grípa ráðamenn til orða
eins og „sprengingar í ferðaþjón-
ustu“ og tala gjarna á þann veg að
lengi taki landið við.
Já, það er gaman að lifa, ekki síst
á ferðalögum, með fínan kost og fal-
legt útsýni.
Skrifari þessara orða man þá tíð
um seinni hluta síðustu aldar þegar
hann reit af nokkru stolti um mikla
fjölgun erlendra ferðamanna hér á
landi elds og isa, gott ef fjöldi þeirra
á hverju ári færi ekki brátt upp fyr-
ir 120 þúsund manns, næstum helm-
ing landsmanna. Þetta var á
bernskutímum íslenskrar ferða-
þjónustu þegar landsmenn hugsuðu
að mestu í gildum sinna gömlu tíða
- og ferðaþjónusta sem nafn á at-
vinnugrein var vart eða ekki til.
Ferðamenn þóttu furðulegt fólk.
við náttúru íslands, ekki ósvipað og
gert hefur verið um aðra mikilvæga
auðlind landsins, sem sjávarauð-
lindin er? Þetta eru áleitnar spum-
ingar og tímabærar og þeim mun at-
hyglisverðara er, hversu fáir spyrja
þeirra.
Fólk í ferðaþjónustu er af alvöru
farið að ræða þann möguleika aö
ein milljón erlendra ferðamanna
komi til íslands innan tiltölulega
fárra ára, ef til vill innan hálfs ann-
ars áratugar. Þetta þýddi þrefalt
fleiri ferðamenn en nú koma til
landsins á hverju ári. Fyrr var
minnst á skrif þess sem þetta ritar
frá þvi á árum áður þegar ferða-
menn voru rösklega 100 þúsund. Og
þótti mikið. Þá grunaði engan heil-
vita mann að fjöldinn myndi þre-
faldast á næstu fimmtán árum. Það
hefði þótt hlægileg spá.
Ein milljón ferðamanna
Núna, í dögun nýrrar aldar, eru
landsmenn reynslunni ríkari og eng-
inn hlær að spám i þá veru að fjöldi
erlendra ferðamanna kunni að þre-
faldast á næstu fimmtán árum. Og
enginn, í besta falli afskaplega fáir,
leiðir að því hugann að þetta kunni
að vera óæskileg þróun. Rétt eins og
á fyrri árum fiskveiða okkar flnnst
okkur í lagi að sækja og fara að vild.
Fáir, aðeins einstaka maður, tala i þá
veru að íslenska náttúran sé jafntak-
mörkuð auðlind og fiskimiðin um-
hverfis landið.
Vitaskuld er íslensk náttúra við-
kvæm eins og annað lífríki hér við
ysta haf. Það þekkja þeir sem landið
byggja og reyndar mestur ef ekki
nær allur fjöldi erlendra ferðamanna
sem fer um landið af mikilli virðingu
fyrir eðli túndrunnar. Milljón manns
og helmingi fleiri fætur munu kosta
sitt. Þessi milljón mun ekki aðeins
skilja eftir sig griðarmikla fjármuni,
næstum 100 milljarða, heldur líka
þung spor. Staðir sem eru þegar
orðnir ásetnir munu láta mjög á sjá.
Þá verður orðið fuUseint að spyrja.
„Þolir landið meiri
átroðning? Á að tak-
marka fjölda fólks á við-
kvcemustu svœðin? Á
með öðrum orðum að
setja reglur um um-
gengni fólks við náttúru
íslands, ekki ósvipað og
gert hefur verið um aðra
mikilvœga auðlind
landsins, sem sjávarauð-
lindin er. “
breyst frá því íslendingar komu
sælubrúnir heim með fyrstu pullur
landsins í handfarangri. Þeir eru
meira á ferðinni, utan lands sem
innan. Þeir eru famir að fara langt-
um meira um eigið land en áður og
fara oftar á ári út fyrir bæjarmörk-
in en áður tíðkaðist. Það sem voru
sumarbústaðir eru orðnir heilsárs-
bústaðir. Og þeir sem hafa ekki að-
gang að fóstum bústöðum fara um á
forláta tjaldvögnum sem eru margir
orðnir svo stórir að kalla verður
fellihýsi.
í lok venjulegrar helgar á vor-
mánuðum hlykkjast umferðin út úr
sveitinni tU borga og bæja. Fólk
sækir frið sinn út í náttúruna og
kann að meta alla þá þjónustu sem
farið er að bjóða upp á í dreifðum
byggðum landsins. Þar á hug-
myndaflugið sér engin takmörk. Og
þar gildir að hugsa öðruvísi. Það
sem áður þótti furðulegt, þykir nú
frábært: Bændur bregða búi í nýrri
merkingu og hendast með aðkomu-
fólki niður erfiðustu ár og breyta
fjósum sínum í golfskála og túnum í
leikandi velli.
Landið meira notað
Landið er langtum meira notað
en verið hefur. Og þar skipta lands-
menn miklu og útlendingar æ meira
máli. Stóra spurningin er hins veg-
ar hvar og hvort við viljum setja
mörkin í þessum efnum. Áætlanir
Ferðamálaráðs gera ráð fyrir þvi að
um 320 þúsund gestir komi til Is-
lands í ár, tugþúsundum fleiri en
landsmenn eru. Fjölgun þessara
gesta hefur verið ævintýraleg á síð-
asta áratug og ef fram heldur sem
horfir þarf að grípa til enn sterkari
lýsingarorða eftir nokkur ár.
Fram að þessu hefur umræðan
um erlenda ferðamenn snúist um þá
peninga sem þeir skilja eftir \ land-
inu þegar þeir fara héðan. Gæði
ferðaþjónustunnar hefur ekki skipt
mestu máli, heldur hitt að hafa pen-
inga af þessu ágæta fólki. Og er þar
vissulega eftir miklu að slægjast. Á
síðasta ári eyddu ferðamenn 30
milljörðum króna á ári. Það eru
tífold loðnuverðmæti. Gengisþróun
bendir til þess að hlutfallsleg eyðsla
útlendinganna aukist hressilega á
þessu ári.
Nokkrar lykiispurningar
í þessari umræðu gleymast
nokkrar lykilspumingar. Athyglis-
vert er hversu fáir halda þeim á
lofti: Viljum við fleiri ferðamenn?
Þolir landið meiri átroðning? Á að
takmarka fjölda fólks á viðkvæm-
ustu svæðin? Á með öðrum orðum
að setja reglur um umgengni fólks
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
itoðarritstjóri
Stórskrýtíö fólk!
Á þessari tíð, upp úr 1975, voru
það nánast einvörðungu sérvitring-
ar sem sóttu landið heim á illa heit-
um sumardögum. Altént gátu
heimamenn ekki ráðið annað úr
augnaráði þessa fólks en þar færi
stórskrýtiö fólk. Fólk sem gekk um
á stórum skóm í hnébuxum og tók
myndir í gríð og erg af sjálfsögðustu
hlutum. Gjama miðevrópskt mið-
stéttarfólk með miðlungs tekjur sem
önglaði saman afgangspeningum
sínum og flaug til þessarar hreinu
meyjar Evrópu til að draga að sér
andann djúpt.
Þetta var á þeim árum sem Guðni
í Sunnu og Ingólfur í Útsýn fluttu
heilu flugfarmana af íslenskri þjóð
á strendur Spánar og skiluðu kaffi-
brúnum heim. Öllum heilvita ís-
lendingum var fyrirmunað að skilja
af hverju fólk gat kosið að fara úr
hlýju í kulda í fríi sínu og þramma
um vegaleysur á meðan hægt var að
fá sína sangríu á sundlaugarbakk-
ann. Þetta var á þeim tímum þeg-
ar svo fáir útlendingar komu til
íslands á hverju ári að auð-
veldlega var hægt að hlæja að
þeim dátt.
Gerbreyttir tímar
Ferðamennska
hefur ger-