Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Qupperneq 12
12
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
DV
Ungur Timothy McVeigh:
Grét svo dögum skipti
yfir dauðum kettlingum
Timothy McVeigh er mesti
fjöldamoröingi sem Bandaríkin
hafa alið af sér. Hann var fær um að
myrða 168 manns iðrunarlaust og
hann var tekinn af lífí á mánudag-
inn án þess að tapa andlitinu. En
það sem mestan ugg vekur er ekki
grimmdin og vægðarleysið sem
McVeigh sýndi með verknaðinum,
heldur hversu líkur venjulegum
Bandaríkjamanni hann var. Margir
samferðamenn hans lýsa honum
sem viðkunnanlegum og umhyggju-
sömum og fréttamenn hafa margir
furðað sig yfir gáfum hans og orð-
færi. Hann var alla tíð með fullu
viti og með röksemdafærslum
reyndi hann að réttlæta að hann
drap á annaö hundrað manns. í
hans eigin augum gerði hann ekk-
ert rangt.
Tim var tilfinninganæmt ung-
menni sem var hrekkt á salerninu í
bamaskólanum og hann grét svo
dögum skipti þegar nágranni hans
drekkti kettlingum í tjörn nærri
heimili hans. Röð atburða leiddi til
þess að McVeigh varð ekki venju-
legur Bandaríkjamaöur heldur hat-
aður fjöldamorðingi. 27 ára gamall
tók hann nefnilega upp á því að
hlaða sendibil þremur tonnum af
sprengiefnum og leggja honum fyrir
framan alríkisbyggingu í Okla-
homa. Tilgangurinn var að koma
höggi á ríkisstjórnina og drepa fjög-
ur til fimm hundruð manns.
-
Erlent fréttaljós
Heft fjölskylda og byssuæði
Fjölskylda Tims litla McVeigh
var tilflnningalega heft og sjálfur
sagðist hann muna litið eftir tjá-
skiptum á milli foreldra hans. Þeir
skildu þegar hann var ellefu ára
gamall og honum
var gert að
velja á milli
föður
Timothy McVeigh
Hanrt er mesti fjöldamorðingi Bandaríkjanna en passar engan veginn inn í ímynd hins ógeðfellda og blóðþyrsta morðingja. Fólk spyr sig hvernig maður
sem ekki er vitskertur getur sannfært sjálfan sig um að hann verði að sprengja upp byggingu með hundruðum mannslífa og iðrast ekki, jafnvel þó
eigi að lífláta hann fyrir það.
hjá stráknum sem átti sér hliðstæðu
meðal hægri sinnaðra öfgamanna.
Hann fann snemma þörf til að verj-
ast óvini og 14 ára gamall sagði
hann félögum sínum að hann væri
síns og móður. Tvær systur hans
völdu móður sína en hann valdi föð-
ur sinn og sagðist ekki vilja að
pabbi sinn væri einn. 22 árum síðar
neitaði Timothy McVeigh að faðma
föður sinn í fangelsinu í síðasta
heimsóknartíma fyrir aftökuna.
Tim náði góðu sambandi við einn
fjölskyldumeðlim og það var afi
hans. Hann kenndi barnabaminu
að skjóta úr riffli og kom af stað
brennandi byssuáhuga
aö byrgja sig upp með vopnum og
mat ef ske kynni að kommúnistar
gerðu kjarnorkuárás eða yfirtækju
landið. Síðar fann hann sér
nýjan óvin.
Hatur á stjórnvöldum
Þáttaskil urðu í lífi McVeighs
þegar hann skaut og drap íraskan
hermann af tæplega tveggja kíló-
metra færi í Persaflóastríðinu. Það
olli honum samviskubiti og fyllti
hann reiði.
Honum
þótti sem
Banda-
ríkja-
menn
væru að
ifSHip
Mm
*• -j**
.
Arfleiö McVeighs
Timothy McVeigh drap 168 manns þegar hann sprengdi upp byggingu alríkisins í Okiahomaborg 1995. Hann var að vonast til að ná að sprengja bygg-
inguna alla niöur og drepa fjögur til fimm hundruö manns. Hann sagöi fólkið vera hluta af hinu illa stórveldi og þurfa aö deyja, líkt og í Dauöastjörn-
unni í Star Wars.
kúga vanmáttuga íraka, líklega á
svipaðan hátt og þegar hann var
kúgaður í skólanum forðum. Auk
þess hafði hann áhyggjur af því að
Sameinuðu þjóðirnar, sem Banda-
ríkjaher þjónaði í Persaflóastríðinu,
væru í þann mund að sölsa undir
sig heiminn. Sú skoðun er dæmi-
gerð fyrir hægri sinnaða öfgahópa
sem eru dreifðir um miðvesturhluta
Bandarikjanna. Þeir einkennast af
vænisýki og andúð gagnvart stjórn-
völdum og sjúklegum áhyggjum af
því að lifa af. Til að skapa sér öryggi
og sjálfstæði sanka hóparnir að sér
skotvopnum og æfa sig í hernaði.
Hvatinn að áherslunni á hernað var
að verjast stjómvöldum, sem sýnt
höfðu fádæma harðræði þegar þau
slátruðu öfgahópum í Waco og Ruby
Ridge. Upp úr þessum jarðvegi
spratt hugmyndafræði Timothys
McVeighs sem lét hann finna sig
knúinn til að sprengja alríkisbygg-
inguna í Oklahomaborg.
McVeigh var dyggur aðdáandi
Star Trek sjónvarpsþáttanna og sá
útópíska stjórnskipan heimsins í
þeim. Hann þóttist hafa réttlætingu
fyrir sprengjuárásinni í Oklahoma í
Star Wars kvikmyndunum þar sem
Dauðastjarna hins illa keisaradæm-
is var sprengd í lokin, við mikinn
fognuð áhorfenda, enda var heimin-
um bjargað frá hinu illa. ÍDauða-
stjörnunni var starfsfólk sem eng-
ann drap og var ekki vopnað. Fólk-
ið var hins vegar mikilvægt fyrir
starfsemi keisaradæmisins. Að mati
McVeighs, og liklega flestra áhorf-
enda var fólkið óhjákvæmilegur
fórnarkostnaður þess að bjarga
heiminum frá hinu illa. Starfsfólkið
í alríkisbyggingunni var að mati
McVeighs sambærilegur fórnar-
kostnaður.
Byggt á Reuter, CNN o.fl.