Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV Helgarblað Christian litli heldur fast um fingur móðurömmu sinnar þegar hún gefur honum pelann. Hann er einungis fjögurra mánaða og ham- ingjusamur og ánægður í fanginu á ömmu sinni. Hann hefur enga hug- mynd um að hann er munaðarlaus. Móðir hans er látin, faðir hans er í fangelsi og þar verður hann um langa hríð vegna þess að hann myrti móður Christians litla. Foreldrar Christians, Christine og Josef Held, höfðu einnig verið hamingjusöm. Þegar stóri og sterki vinnumaðurinn i sögunarverk- smiðjunni kvæntist fyrir fjórum ár- um sætustu og glaðlegustu þjón- ustustúlkunni á kránni í bænum Gstatterboden í Austurríki voru all- ir íbúarnir sammála um að þau yrðu fyrirmyndarhjón. Flestir íbú- anna höfðu verið í brúðkaupsveislu þeirra eða heyrt sagt frá henni. Menn höfðu sjaldan séð hamingju- samari brúðhjón en Christine og Josef Held. Og þau undu glöð við sitt. Ham- ingjan virtist fullkomin þegar Christine varð barnshafandi. Bæði hlökkuðu þau ólýsanlega mikið til þess að verða foreldrar. Josef lang- aði til að eignast strák en var í raun Sérstæö sakamál ............... alveg sama þótt barnið yrði stúlka. Mestu máli skipti að bamið yrði heilbrigt. Christine fæddi son og Josef var himinlifandi. Þar til sonur hans fæddist hafði hann haft brennandi áhuga á mótorhjólum og tekið þátt í Vinnufélagarnir gerðu Josef Held lífið leitt: Stríðnin leiddi til harmleiks Stolt Josefs Josef var öllum stundu á Harleyinum sínum þar til sonur hans kom í heiminn. Þá lagöi hann hjölinu. öllum samkomum mótorhjólaáhuga- manna með Christine á aftursæt- inu. Nú var þessum kafla í lífi hans lokiö. Hann fægði stóra og glæsilega Harley Davidson-hjólið sitt í síðasta sinn og setti klossa undir það. Nú snerist allt um Christian litla. Ósáttur við aðdáun annarra karla Það varð einnig breyting á lífi Christine. Þau höfðu rætt um fjár- málin og komist að þeirri niður- stöðu að ef þau spöruðu svolítið meira gæti Christine hætt í vinn- unni á kránni og helgað litla synin- um allan sinn tíma. Josef viður- kenndi fyrir sjálfum sér að það væri einnig af annarri ástæðu sem það hentaði honum að Christine hætti á kránni. Það dáðust nefnilega margir að henni á kránni. Og Josef var ekki sáttur við að karlkyns við- skiptavinir horfðu á konuna hans með lostafullu augnaráði. Hann var afbrýðisamur. Hann gerði sér grein fyrir þvi og jafnframt að afbrýði- semi hefði aldrei neitt gott í fór með sér. En þar sem Christine var hætt að vinna hafði hann að minnsta kosti ekki lengur ástæðu til að vera afbrýðisamur. Eða svo hélt hann. Hann hafði ekki reiknað með vinnufélögunum sem vissu um veika punkta hans, ást hans á Christian litla og afbrýðisemi. „Hverjum er hann eiginlega lík- ur, hann Christian litli? Þér eða konunni þinni?“ áttu vinnufélag- arnir til að spyrja með sakleysis- svip. Þaö kom fát á Josef. Sjálfur var hann alveg hrekklaus og skildi ekki slægðina í spurningum vinnufélag- anna. „Hann líkist líklega öðru hvoru okkar,“ svaraði hann. Þegar hann kom heim þetta kvöld horfði hann með athygli á son sinn og spurði því næst Christine: „Hverjum er hann eiginlega likur?“ „Þetta kvöld rifust Christine og Josef í fyrsta sinn heiftar- lega. Josef gat ekki trúað því að Christine hefði aldrei verið honum ótrú og að barnið ætti ekki ann- an föður. Og vinnufé- lagarnir létu ekki af stríðni sinni. Þeir sögðu að Christine væri alltof falleg fyrir hann.“ Afi og amma meo Christians litla Foreldrar Christine, Friedrich og Maria Nadler, tóku Christian litla að sér. Yfirvöld eiga eftir aö taka ákvöröun um örlög hans. Christine svaraði brosandi: „Hann líkist þér, elskan mín. Þú ert jú faðir hans.“ Josef gleymdi alveg stríðni vinnu- félaganna. En þeir gleymdu honum ekki. „Þorirðu að láta Christine vera aleina heima allan daginn?" spurðu þeir. „Hvað eigið þið við? Hún er með Christian litla.“ „Nú, já, reyndar." Vinnufélögunum reyndist ekki erfitt að leika sér að Josef og þeir héldu áfram. „Er Christine aftur ein heima all- an daginn?“ „Já, það er hún.“ „Ég myndi nú ekki vera svona viss um það. Maður veit aldrei upp á hverju svona ungar giftar konur geta fundið." „Hvern fjandann áttu við?“ spurði Josef. „Ekkert sérstakt en ég myndi nú rannsaka það.“ Sæt og glöð þjónustustúlka Christine var sætasta og glaðværasta gengilbeinan á kránni. Margir karlkyns viöskiptavinanna litu hana hýru auga. Afbrýðisamur Josef Held þjáöist af hræöiiegri abrýöisemi. Josef ók heim þennan dag og fannst hann vera alger bjáni þegar hann sá að Christine var að fást við heimilisstörfin og sinna syninum þeirra unga. En háðsglósur vinnufélaganna höfðu fest rætur. Afbrýðisemi hans braust út. Þegar Christine kom einn daginn með barnavagninn í heim- sókn í sögunarverksmiðjuna leit einn vinnufélaganna í vagninn og sagði stríðnislega við Josef: „Það er nú ekki beinlínis hægt að segja að það sé eins og honum hafi verið snýtt út úr nösinni á þér.“ Þetta kvöld rifust Christine og Josef í fyrsta sinn heiftarlega. Josef gat ekki trúað því að Christine hefði aldrei verið honum ótrú og að barn- ið ætti ekki annan föður. Og vinnu- félagarnir létu ekki af stríðni sinni. Þeir sögöu við Josef að hann hlyti að sjá að Christine væri alltof falleg fyrir hann. Hún léti sér ekki nægja verkamann í sögunarverksmiðju. Þeir bættu við að augljóst væri að krakkinn væri ekki hans. Svona héldu þeir áfram í tvær vikur og á hverju kvöldi reifst Josef við Christine þegar hann kom heim um allt sem félagamir höfðu reynt að telja honum trú um. Vaknaði í svitabaði eftir martröð Fimmtándu nóttina vaknaði Josef Held í svitabaði eins og venjulega ilI'lHl'lI'lllílli eftir sömu martröðina sem hann hafði oft fengið að undanförnu. Hann dreymdi að Christian væri allt í einu farinn að tala og segði við hann: „Farðu, þú ert ekki pabbi minn.“ Josef vakti Christine, sem lá sof- andi við hlið hans, og öskraði: „Nú vil ég fá að vita sannleikann. Hver er faðir drengsins?“ Hann hristi Christine sem sagði hálfsofandi við hann: „Það ert þú. Þú veist að ég hef aldrei elskað ann- an en þig.“ Josef var orðinn bilaður af af- brýðisemi og í eyrum hans hljómaði þetta eins og lygi. Hann kýldi kon- una sína í höfuðið með krepptum hnefa. Christine missti meðvitund við þungt höggið og Josef dró hana fram á baðherbergisgólfið. Þar lagði hann hana í baðkerið og skrúfaði frá krananum. Þegar kalt vatnið streymdi á Christine komst hún til meðvitundar og spurði skelfingu lostin: „Hvað ertu að gera, elskan mín? Mér er ískalt." ístað þess að svara lagði Josef stóra hönd sína yfir andlit Christine og þrýsti höfði hennar undir vatnið. Hún barðist örvæntingarfullt en hann var of sterkur. Hann tók ekki hönd sína frá andliti hennar fyrr en hún var orðin hreyfingarlaus. Josef hafði drekkt konunni sem hann elskaði svo heitt. Josef Held bíður nú dóms sem vafalaust verður lifstíðarfangelsi. Á meðan hvílir Christian litli í fangi ömmu sinnar. skelfilegu leyndarmáli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.