Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Page 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
DV
9 baiur • 70 (JS/15L
ViðbtmuA. Ott V*fi Skpc
Karbr. Men
b*,V 126
■ 65 2i 119
Kouur. Ladteh.
■ b9,íU 126
DV-MYNDIR EINAR J.
Golfskáli í fjósinu
Halldór Guönason rekur golfvöllinn á
Flúöum ásamt elginkonu sinni og
þau hafa nú innréttaö gamla fjósiö
sitt sem golfskála.
aö sögn Halldórs hefur völlurinn
fengið raikið af stórum trjám að gjöf
frá eigendum garðyrkjustöðva í ná-
grenninu. „Við höfum fengið tré sem
eru farin að skyggja á gróðurhúsin."
Þegar ákveðið var að stækka völlinn
upp í átján holur fékk klúbburinn að
taka þátt í skjólbeltaræktun hjá Suð-
urlandsskógum og lagðir hafa verið
fimm kílómetrar af skjólbeltum í
kringum nýju brautirnar.
Það eru ekki bara golfáhugamenn
sem geta heimsótt golfskálann því
þar verður hægt að kaupa sér veit-
ingar í sumar og jafnvel eitthvað
yfir vetrartímann. „Skálinn hefur
líka verið notaður fyrir fermingar-
veislur í sumar og er bókaður fyrir
eina veislu til viðbótar," segir Hall-
dór að lokum.
-MA
y
Atjan holu golf-
völlur á Flúðum
haldin mót á vellinum og i sumar
verða til að mynda fjögur opin mót
auk innanfélagsmóta.
Annað slagið hefur verið boðið upp
á kennslu á golfvellinum og einmitt
þegar blaðamaður heimsótti Flúðir
var enski golfkennarinn Denise
Hastings að kenna nokkrum galvösk-
um golfurum. Denise er ein af stofn-
endum evrópsku kvennamótaraðar-
innar og kenndi í þremur klúbbum á
ferð sinni hér á landi. Halldór var
sjálfur búinn að fara í smáþjálfun hjá
Denise og segir að það hafi verið mjög
lærdómsrikt. „Ég og dóttir min höf-
um síðan á vorin boðið sveitungun-
um upp á byrjunarkennslu," segir
Halldór.
Skjólbelti í kringum
brautirnar
Töluvert er af trjám á vellinum og
Víösýnt af veliinum
í upphafi voru félagsmenn golf-
klúbbsins eingöngu heimamenn en
síðan hefur hann stækkað með ár-
unum og i dag eru um sjötíu manns
í klúbbnum. „Á undanfornum árum
hefur verið mikið um að sumarbú-
staöafólk hér í kring hafl gengið i
klúbbinn," segir Halldór. Völlurinn
er bæði á flötum fyrir neðan skál-
ann en einnig er spilað uppi á hæð
þar sem mjög fallegt útsýni er yfir
sveitina og næsta nágrenni, til að
mynda yfir í Skálholt. Reglulega eru
Kylfingar í kennslu
Annaö slagiö er boöiö upp á golfkennslu á vellinum og þessir spilarar voru í læri hjá breska golfkennaranum
Denise Hastings.
páska. „Það má Golfvöllurinn
segja að áhuga- Á þessu korti
málið hafi orðið má sjá hvernig
að atvinnu hjá golfvöllurinn
mér,“ segir Hall- lítur út.
dór og bætir við
að nú hafi hann
hins vegar orðið minni tíma til spila
sjálfur þar sem reksturinn er alltaf
að verða tímafrekari.
í dag, laugar-
dag, mun Golf-
klúbburinn
Flúðir fagna þvi
að búið er að
stækka golfvöll-
inn að Efra-Seli
í átján holur og í
tilefni af stækk-
uninni verður
veglegt vígslu-
mót. Halldór
Guðnason og
eiginkona hans,
Ástríöur Guðný
Danielsdóttir,
sjá um rekstur
vallarins sem
fyrst var spilað
á fyrir sextán
árum. Þau hjón-
in hafa einnig
innréttað glæsi-
legan golfskála í
gamla fjósinu
sínu og var
hann opnaður
um síðustu
Kynlrf
Leikföng
Ragnheiður
Eiríksdóttir
skrifar
um kynltf
Nú er sumarið heldur betur kom-
ið, sólin yndisleg og skín á okkur,
strákar hálfberir í malbikunar-
vinnu og stelpur í pilsum, örugglega
margar nærbuxnalausar. Sumarið
fylfir mann af bjartsýni og bernsku,
við verðum ung í annað sinn og
tekst aðeins oftar að leyfa leikgleð-
inni að leika lausum hala heldur en
á myrkum vetrardögum. Borgin
iðar, útikaffihús hafa aldrei verið
fleiri, leikfangaverslanir fyrir full-
orðna hafa aldrei verið fleiri og úr-
val leikfanganna aldrei meira. Því
er ástæða nú sem aldrei fyrr til að
bregða sér í bæjarleið, drekka einn
latte og heimsækja svo eina leik-
fangabúð. Nú á dögum þykir það
sjálfsagður hlutur og allra síst
perralegt að eiga viðskipti við þess-
ar verslanir enda eru þær flestar
mjög snyrtilegar, algjörlega faglegar
og starfsfólkið fádæma liðlegt. Þess
vegna er algjörlega ástæðulaust að
vera með feimni eða pukur í tengsl-
um við þær. Ég get meira að segja
upplýst að upp á síðkastið virðist
kvenfólk hafa verið að taka við sér
og nú eru það konur og pör sem
mynda um 70% viðskiptahópsins.
Fyrir óvana kann úrvalið í dóta-
búðunum að virðast yfirþyrmandi
en engin ástæða er til að örvænta
því pistill dagsins inniheldur
skyndinámskeið um vinsælustu teg-
undir kynlifsleikfanga. Þvi má
reyndar bæta við að starfsfólk búð-
anna bítur ekki (a.m.k. ekki við-
skiptavini) heldur svarar öllum
spurningum eftir bestu getu og
brosir svo blítt.
Leikfang fyrir konur
Þó að páskarnir séu löngu liðnir
er eggið enn þá hámóðins. Eggiö er
eins og nafnið gefur til kynna egg-
laga titrari hvers titringur er knú-
inn af tveimur rafhlöðum af AA-
stærð sem smellt er í fjarstýring-
una. Eggið hefur nýverið eignast
marga ættingja til dæmis þráðlausa
eggiö sem býður upp á þann mögu-
leika að mótaðili í kynlifinu stýri
titringnum úr nokkurri ijarlægð,
pínueggið sem er agnarsmár og
hljóðlátur stautur sem titrar af
undraverðum krafti og geimeggið
sem er þakið geimhúð sem jafnvel
lýsir i myrkri. Eggin eru sum fjarri
því að vera egglaga en eiga það sam-
eiginlegt að vera litlir titrarar,
venjulega með snúru og fjarstýr-
ingu í öðrum endanum. Eggin má
nota hvar sem er á líkamann en
margar konur njóta þess sérstak-
lega að láta þaö nema við snípinn
eða leggangaopið. Þó svo að eggið sé
hér talið til kvenleikfanga er full
ástæða til að hvetja karlmenn til að
vera ekki feimnir við það og prófa
til að mynda að örva pung eða kóng
með seiðandi titringnum.
Leikfang fyrir karla
Nafnið er kannski drepfyndið en
runkhólkar eiga nú auknum vin-
sældum að fagna meðal viðskipta-
vina kynlífsdótabúðanna. Nú þarf
ekki lengur að kaupa heila plast-
konu ellegar afsteypu af skauti held-
ur er hægt að fá handhæga runk-
hólka úr ýmsum efnum og í alls
konar litum. Þetta eru sem sagt
hólkar sem limnum er smeygt inn í
og svo er látið til skarar skríða.
Þetta er í raun bara millistykki sem
nota má til tilbreytingar í runki.
Gatið í hólkinum er venjulega haft
frekar þröngt svo að haldið um lim-
inn verður þétt og gott. Best er að
nota sleipiefni með svona græju því
að gúmmíefnið í hólknum getur
annars virkað of stamt og rifið
óþægilega bæði í húð og hár.
Leikfang fyrir pór
Þó svo að skemmtilegt geti verið
að gamna sér saman með egg eða
annan titrara eru líka til leikföng
sem eru sérhönnuð til notkunar fyr-
ir pör í sameiningu. Vinsælustu
leikföngin í þessum flokki eru lík-
lega titrandi tippahringir sem eru
ætlaðir til að auka á unað pars í
samfórum. Um er að ræöa hring úr
teygjanlegu gúmmí- eða silíkonefni
sem smeygt er utan um reðurrótina
og svo er lítill titrari eða egg fest á
efri hluta hringsins þannig að í
djúpum samförum hittir titringur-
inn á sníp konunnar. Hringurinn
utan um liminn þrengir að rótinni
og getur þannig hjálpað til við að
viðhalda góðri stinningu í lengri
tima en ella. Þess ber þó að geta að
svona hringi ætti aldrei aö nota
lengur en hálftíma í senn vegna
hættu á æðaskemmdum í kjölfar
þrengslanna.
Jæja, elskumar, þá er bara að
drífa sig út i búð og halda áfram að
njóta sumarsins!
Ragnheióur Eiríksdóttir er
hjúkrunarfrœðingur og leik-
fangaséni