Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Page 43
51
LAUGARDAGUR 16. JUNI 2001
Reylgavúairborg
Borgarverkfrœðingur
Lóðir fyrir leiguhúsnæði í
Grafarholti
Reykjavíkurborg auglýsir eftir
umsóknum um byggingarrétt á þremur
lóðum í Grafarholti. Lóðunum verður
úthlutað til þess að á þeim verði reist
fjölbýlishús með leiguíbúðum. Askilið er,
að Félagsþjónustan í Reykjavík hafif.h.
skjólstœðinga sinnaforgangsleigurétt að
allt að 20% íbúða á hverri lóð.
Um er að ræða þessar lóðir:
• Þórðarsveig 1-9,
• Þorláksgeisla 6 — 18 og
• Þorláksgeisla 20 - 34.
Borgarráð mun gefa fyrirheit um úthlutun bygg-
ingarréttar á ofangreindum lóðum ef fullnægjandi
umsóknir berast. Núgildandi deiliskipulag á
lóðunum verður endurskoðað að höfðu samráði
við væntanlega lóðarhafa áður en formleg úthlut-
un byggingarréttarins fer fram.
Umsækjendur skulu leggja fram með umsóknum
sínum stutta greinargerð og gögn, sem veita upp-
lýsingar um starfsemi umsækjanda á sviði hús-
bygginga eða húsnæðismála, um fjármögnun
fyrirhugaðra framkvæmda, fyrirhugað rekstrar-
fyrirkomulag leiguíbúðanna, áætlað leiguverð
íbúða eða viðmiðunargrundvöll leigu og annað,
sem máli kann að skipta. Umsækjendur skulu
vera reiðubúnir til að gefa nánari upplýsingar
um fjárhagsstöðu. Athygli er vakin á því, að
endumýja þarf eldri umsóknir.
Um lóðimar gilda sérskilmálar, auk þeirra skil-
mála sem að öðm leyti gilda um lóðir í Grafarholti,
og fást þeir afhentir á skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð.
Brýnt er fyrir umsækjendum að kynna sér
rækilega þá skilmála, sem um lóðimar gilda.
Umsóknum skal skila til skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, fyrir kl. 16:00 föstudaginn
29. júní 2001.
Nánari upplýsingar em veittar í síma 563 2300.
Borgarverkfrœðingurinn í Reykjavík
I>V
Tilvera
Steinunn Osk Brynjarsdóttir hárgreiðslunemi:
„Móöirin kom rétt fyrir kiukkan 18 og var auövitaó alveg hissa á góöri mætingu, hún gekk inn í eidhús og spuröi mig
hvaöa fnyk legöi um íbúöina. „Þaö er bara eins og veriö sé að bræöa gúmmíhanska, “ sagöi hún
meö vantraust í röddinni. “
Veislugestir
reknir út á svalir
Steinunn Ósk Brynjarsdðttir, hár-
greiðslunemi á Mojo, er matgæðingur
vikunnar að þessu sinni. Hún segir nóg
að gera í hárgreiðslugeiranum enda ís-
lendingar duglegir að rækta útlitið.
„Þetta er mjög skemmtilegt starf og
nauðsynlegt að vera vel vakandi fyrir
nýjum línum og tískunni sem er í gangi.
Ég er mjög heppin því á minni stofu
sækjum við mikið námskeið og áhuginn
er mikill hjá starfsfólkinu við að gera
sem best. Mórailinn á stofum skiptir
miklu máli því ef maður er að vinna
með áhugasömu fólki þá myndast hvetj-
andi stemning sem er alveg nauðsynleg
í þessu fagi,“ segir Steinunn.
Að eigin sögn er hún frekar fyrir létta
matseld en auðvitað horfi hún oft á
girnilegar myndir í uppskriftabókum en
þá frekar með það í huga að einhver
annar myndi elda fyrir hana.
Öll af vilja gerð
„Hvað matargerð varðar þá held ég
að hörmungar mínar í matargerð hafi
náð hámarki í fyrra. Þannig var mál
með vexti að ég var í sumarfríi og vin-
kona mín átti afmæli. Mamma hennar
hringdi 1 mig daginn áður og sagðist
ætla að baka köku og einhvers konar
rétt, fara með heim til vinkonu minnar,
bjóða nánustu vinum og ættingjum og
koma henni á óvart þegar hún kæmi
svoi heim kl. 18.
Ég var ekki lengi að bjóðast til að
létta undir með henni og bauðst til þess
að sjá alfarið um matseldina þar sem ég
væri í sumarfríi. Ég fékk uppskriftabók
að láni hjá mömmu og fyrir valinu varð
súkkulaðiterta og heitur skinkuréttur.
Á afmælisdaginn fór ég heim til vin-
konu minnar þegar ég vissi að hún var
komin í vinnuna, ég byrjaði á því að
taka til og gera fint svo ég ætti nú ekk-
ert eftir þegar matseldin hæfist. Ég átti
von á gestunum kl. 17.30 svo ég byrjaði
á matreiðslunni kl. 15.
Skipulagið fór út um þúfur
Ég hitaði skinkuréttinn í ofninum og
setti hann svo inn í ísskáp þar sem ég
ætlaði að hafa hann þar til gestina bæri
að garði. Þá ætlaði ég að setja yfir hann
ost og aftur inn í ofn.
Skipulagið var svona nokkurn veg-
inn í lagi hjá mér þar til bjailan hringdi
klukkan 17. Það reyndust vera amma
hennar og tvær móðursystur sem
ákváðu að koma strax eftir vinnu.
Það vantaði ekki hrósið hjá þeim og
þær sögðu að þetta hefði þær nú aldrei
grunað, að sjá mig við eldavélina.
Súkkulaðikakan var komin inn í ofn
þegar gestimir vildu fá kaffi, mér fannst
þetta orðið heldur mikið „prógramm"
og það var ekki til að bæta það þegar
amman vildi fá te, sem ég fann svo eftir
mikla leit innst inni í skáp.
Ég vissi ekki á hverju ég ætti að byrja
þar sem kakan var alveg að verða tilbú-
in inni í ofninum og ég átti eftir að bera
fram þessar „kaffipantanir".
Til að koma öllu í röð og reglu ákvað
ég að skella réttinum með ostinum inn í
ofn síðustu mínútumar með súkkulaði-
kökunni.
Of góð mæting
Byrjar bjallan að hringja og fleiri
gestir bættust við og ég var orðin eins
og brjálæðingur þar sem ég hentist á
milli kaffivélarinnar, stofunnar og úti-
dyranna. Allir vildu kaffi og þama vom
komnir einir 15 manns. Auðvitað átti
vinkona mín ekki svo mikið af kafriboll-
um svo ég var farin að láta fólk drekka
kaffi úr mjólkurglösum.
Móðirin kom rétt fyrir klukkan 18 og
var auðvitað alveg hissa á góðri mæt-
ingu, hún gekk inn í eldhús og spurði
mig hvaða fhyk legði um íbúðina. „Það
er bara eins og verið sé að bræða
gúmmíhanska," sagði hún með van-
traust í röddinni.
Ég tók snögglega við mér og hentist
inn í eldhús, ég hafði gleymt kökunum
og réttinum inni í ofni. Ég rykkti upp
ofninum og það kom mesti reykur sem
ég hef á ævinni séð. Ég slökkti allsnar-
lega á hitanum og hljóp út úr eldhúsinu.
Mér brá enn meir þegar ég sá mömmu
vinkonu minnar halda fyrir augun þar
sem hún sagði að sig logsviði. Veislu-
gestir voru reknir út á svalir þar sem
reykjarmökkurinn dreiföi sér sífellt
meir og meir og ætlaði ekkert að linna.
Allir gluggar opnaöir
Þetta var hörmulegt, ég hefði getað
farið að grenja þegar ég horfði á veislu-
gestina forviða úti á svölum, svo ég tali
nú ekki um háaldraða ömmu hennar
sem nú þurfti að styðja úti á svölum, eft-
ir að hafa verið svo stolt af mér 15 min-
útum áður.
Ég opnaði alla glugga íbúðarinnar
(sem er nú ekki stór) og í því kemur vin-
kona mín heim. Ég hélt hún myndi ær-
ast úr hlátri þegar hún sá dauðskelkaða
stemninguna úti á svölum og mig með
flöktandi handklæði um aila íbúð að
reyna að reka reykinn út.
Skemmtilegasti afmælisdagurinn
Þegar mesti reykurinn var farinn og
vinkona mín enn þá í hláturskasti kikt-
um við á fyrirbærin í ofninum. Ég er
ekki að grínast, þetta var hrikaleg sjón
að sjá, við stóðum í svona 5 mínútur og
horfðum á „atriðið" inni i ofninum
þangað til vinkona mín öskraði af
hlátri. Ég hafði gleymt að taka plastlok-
ið ofan af skinkuréttarílátinu og það
hafði bráðnað yfir réttinn og kökumar
sem voru á hæðinni fyrir neðan. Þetta
var agalegt. Það var viðbjóðslegasta fýla
sem ég hef á ævinni fundið í marga
daga á eftir í íbúðinni.
Vinkona mín segir að þetta sé
skemmtilegasti afmælisdagur hennar
hingað til og það verði eflaust ekki hægt
að toppa hann.
Ég þarf vart að taka fram að ég hef
ekki verið beðin um aðstoð hjá þeirri
fjölskyldu við matseld eftir þetta,“ sagði
Steinunn að lokum. -klj
Nonnapylsur
10 SS-pylsur
Season All-krydd
rauðlaukur
kínakál
kokkteilsósa/pítusósa
10 pylsubrauð
Pylsurnar er kryddaðar með Season
Ail-kryddinu og grillaðar. Rauðlaukur-
inn og kínakálið er brytjað niður, látið í
pylsubrauðin og þvínæst sósan og síðast
pylsan.
Hakk og spaghetti
hálfur pakki spaghetti
salt og olía
400 g nautahakk steikt á pönnu
Oscar-spaghettisósa
1/2 glas af vatni
hvítlaukur
tómatmauk eftir smekk
Spaghettíið er soðið í vatni með salti
og olíu. Nautahakkið er steikt á pönnu
og þegar það er búið er allt sett á pönn-
una og látið malla.
I