Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Page 50
58 « LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 Tilvera i>V lí f iö E F T I R V I N N U Austfirsku meistararnir í dag verður opnuð stór mynd- listarsýning að Skriðuklaustri í Fljótsdal sem ber heitið Aust- flrsku meistaramir. Þar em verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Svavar Guðnason, Finn Jónsson, Jón Þorleifsson, Nínu Tryggva- dóttur, Gimnlaug Scheving, Ingi- berg Magnússon, Elías B. Hall- dórsson, Tryggva Ólafsson, Höskuld Bjömsson og Dunga- non. Djass JAZZ A JOMFRUNNI A þriðju tón- leikum sumartónleikaraöar veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu kemur fram tríó söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur. Með Krist- jönu leika Agnar Már Magnússon á píanó og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Aðgangur er ókeypis. DJASS í JAPIS I dag kl. 14 leika þeir Oskar Guöjónsson saxófónleik- ari og Eyþór Gunnarsson pianóleik- ari saman nokkur af ástsælustu lög- um Jóns Múla Árnasonar í Japis á Laugavegi 13 og eru allir velkomnir. Klassík TONLEIKAR j LANGHOLTSKIRKJU Crown College kórinn frá Minnea- polis, heldur tónleika í Langholts- kirkju kl. 17. Kórinn er þekktur fyrir vandaðan flutning á tónlist frá ólík- um tímabilum og fer árlega í tón- leikaferðir um Bandaríkin. Stjórnandi er David W. Donelson. Kabarett HUOÐVERK I NYLISTASAFNINU I dag koma fram Siguröur og Arnar Guöjónssynir, Vitascope, Club Bevll. TÓNLEIKAR í ARBÆJARSAFNI Fyrstu tónleikar sumarsins í Arbæj- arsafni. I dag kl. 14 ætla þau Elfa Rún Kristinsdóttir, Ingrid Karlsdótt- ir, Helga Þóra Björnsdóttir og Árni Björn Arnason að spila á fiölur og píanó. Einnig veröur fjölbreytt dag- skrá fyrir börn. Opnanir DJÁSN OG DÝRLEG SJÖL er heiti sýningar sem veröur opnuð í Hand- verkl og hönnun, Aöalstræti 12, 2. hæö, í dag klukkan 16. ÓLÖF BJÖRK Í GALLERÍ KLAUSTRI l,dag er opnunardagur sýningar Olafar Bjarkar Bragadóttur í Gallerí Klaustri aö Skriöuklaustri í Fljótsdal. A sýningunni eru Ijósmyndir í lit, teknar a markaönum í Montpellier ÍSuður-Frakklandi. ÞORRI HRINGSSON í LÓNKOTI í dag opnar Þorri Hringsson listmálari sýningu á vatnslitamyndum I Gallerí Sölva Helgasyni aö Lónkoti í Skaga- firöi. ÞRJÁR STÖLLUR í SAFNAHÚSINU I dag klukkan 16 opna þær Anna S. Hróömarsdóttir, Bryndís Siemsen og Dösla - Hjördís Bergsdóttir syningu í Safnahúsinu Sauöárkróki. Þar eru verk unnin í leir, olíu á striga, hveraleirlit, vatnslit, gifs, blý- ant og pappír. DAUÐINN í FRUMSKÓGINUM í INNSYNI Ragna Hermannsdóttir myndlistarmaöur opnar í dag sýn- ingu á bókverki sínu, „Dauöinn í frumskóginum" í glugganum Innsýni aö Skólavöröustíg 22c. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is DVWNDIR EVA Fjölskyldan í Breiöumörk Edith, Patrick, Sigrún og Norbert meö Veron, Tess og Tý. Sigrún Helgadóttir ræktar eðalketti í Hveragerði: Líkist framúrstefnutónlist þegar hundarnir taka undir mjálmið PV, HVERAGERDI:______________ Sannarlega er engin lognmolla á heimili Sigrúnar Helgadóttur við Breiðumörk í Hverageröi. Það þarf þolinmæði og umburðarlyndi til þess að standa í dýrarækt og báða kostina hefur Sigrún í ríkum mæli. Hún á þrjá hunda, sem láta hana óspart vita ef gesti ber að garði. Týr er annar af tveimur Cihuahua hundum í eigu Sigrúnar en Ekta- Jökull, stór, gulur og kátur Labrador, er einn afkastamesti verðlaunahafi á heimili Sigrúnar. Hann hefur unnið til margra bikara og verðlaunapeninga á sínum þriggja ára „starfsferli". Aðal- og eð- aldýrin eru þó kettir en Sigrún hóf kattarækt þegar hún fluttist til Hveragerðis fyrir um þremur árum. Sigrún hefur ætíö verið mikill dýravinur og látið sig varða með- ferð og uppeldi dýra. Ræktunarnafn kattaræktar Sigrúnar er „Ljósálfa" og hefur hún ræktað síamsketti og norska skógarketti undir því nafni: „Ég er þó að hætta ræktun síams- katta og býst við að snúa mér alfar- ið að ræktun norsku skógarkatt- anna. Báðar tegundirnar eru mjög góðar, þótt ólíkar séu, og hafa af- kvæmi jafnt og foreldrar hlotið fjöldann allan af verðlaunum á sýn- ingum. En eftir að ég flutti i minna húsnæði hér get ég ekki haft svo mörg dýr,“ segir Sigrún. Kattarækt krefst bæði þolinmæði og hlýju til þess að kettimir verði góðir. Feld- urinn þarf að vera fullkominn, eyr- un, andlitslögun, lengd rófu og ekki sist skapgerð - allt þetta er tekið fyrir og dæmt á sýningum. Ég hef verið mjög heppin með mína ketti sem hafa unnið til margra mismun- andi verðlauna.“ Ekki tóm ánægja Tvær verðlaunalæður, þær Villi- mey (norskur skógarköttur) og Dimma (síams), áttu kettlinga um svipað leyti fyrir skömmu og mikið hefur verið um að vera á heimili Sigrúnar að undanfömu, kettlingar og mjálm í dúett eða tríett í hverju horni. „Rödd Ljósálfa-síamskatt- anna er afar frábrugðin þeirra norsku og heyrast þeir fyrrnefndu iðulega kalla „Maammaa“ (dimm- um rómi) og við upphaf máltiöar segja þeir iðulega „NammNamm". Norsku kettirnir hafa aftur á móti „pínulitla" rödd og það er sann- kölluð nútíma sinfónía þegar mikið er um að vera, ekki síst þegar hundamir taka undir.“ Tess litla (Chi- huahua) gaut fjórum hvolpum skömmu eftir got beggja læðanna. Tess er mjög veikbyggð og lítil og Sigrún hafði aldrei ætlað henni það erfiða verk að fæða hvolpa. Þó slys- aöist svo til og þótt fæðingin hafi gengið þokkalega er því miður ekki hægt að segja það sama um framhaldið. „Þegar Ijóst varö Eöalkettir Norskir skógarkettiingar geta haft mislit augu eins og sjá má á öörum kettlingnum. J.__________ Clhuahua-hvolpur Hvolparnir voru fyrirburar sem liföu þaö ekki af aö móöir þeirra gat ekki mjólkaö þeim. að Tess gat ekki mjólkað hvolpun- um bjargaði Villimey, þessi ljúfa læða, fyrsta sólarhringnum með því að gefa hvolpunum af spena en allt kom fyrir ekki og þó við reyndum að gefa þeim úr pela gekk það ekki upp. Nú eru þeir allir farnir og það ríkti mikil sorg á heimilinu.“ Sig- rún segir, að annað gotið, hjá síam- slæðunni Dimmu, hafi ekki verið af ásettu ráði frekar en hjá Tess en þar hafi allt gengið að óskum. Ljósálfarnir urðu því finir hjá báð- um læðunum. Stór fjölskylda Sigrún er fædd á Eyrarbakka en flutti til Stokkseyrar tíu ára gömul. Hún giftist ung og flutti til Reykja- víkur með fyrri eiginmanni síðum aðeins sextán ára. Síðar bjó hún um tíma í Þýskalandi eftir að hún gift- ist síðari manni stnum sem er Þjóð- verji. Hún er nú fráskilin, á fimm börn og búa þrjú þau yngstu hjá henni en hin í Reykjavík. „Þau sem búa í Reykjavík koma oft í heim- sókn til mín og bamabörnin fimm hafa mjög gaman af því að hitta mig og dýrin mín. Ekki síst nú nýverið, þegar kettlingamir voru allir hjá mér.“ Sigrún er haldin slæmri liðagigt og hefur sjúkdómurinn m.a. mikil áhrif á sjón hennar en hún vill sem minnst ræða um sjúkdóminn. Hún er hörð af sér, tekur lífinu yfirleitt með ró og lætur gigtina þó ekki koma í veg fyrir að hún sjái um böm sin, baki, eldi, þvoi og sinni öðrum heimilisstörfum, utan dyra sem innan. Eins og þeir vita sem til þekkja getur verið mikið verk að sinna unglingum en börn Sigrúnar, sem heima eru, eru Patrick, 10 ára, Edith, 14 ára, og Norbert, 15 ára. „Þetta er oft erfitt en starfið er gefandi, ef starf skyldi kalla,“ segir Sigrún. „Ég á það til að bindast kett- lingunum tilfinningalega, eins og öðrum mínum dýrum, og þegar þeir fara frá mér tekur það mig oft lang- an tima að jafna mig. Maður sér hvern persónuleika hver köttur geymir og ráðleggur væntanlegum eiganda í samræmi við það. Ég læt aldrei kettlinga frá mér ef mér líst ekki á fólkið sem skoðar þá til eign- ar.“ -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.