Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 Fréttir I>V Geysilegur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt 17. júní: Fólskulegar árásir og fjöldaslagsmál - hundrað útköll og 20 manns gistu fangageymslur Geysilegur erill var hjá lögregl- unni í Reykjavík í fyrrinótt. Voru útköll rétt tæplega hundrað talsins og þeir sem gistu fangageymslur um nóttina voru yfir 20. Þrír menn gerðu mjög fólskulega árás á mann fyrir utan veitingastað- inn Kaffi Thomsen í Hafnarstræti í Reykjavík í gærmorgun. Þeir slógu hann í götuna og gengu síðan í skrokk á honum og spörkuðu í hann ítrekað. Árásin náðist á myndavél og voru þremenningamir handteknir skömmu síðar og færðir til yfirheyrslu. Fómarlambið var hins vegar flutt meðvitundarlaust og illa slasað á slysadeild. Þessi árás var hluti íjöldaslags- mála fyrir utan veitingastaðinn og virðist sem óvenju illa hafi legið á mörgum höfuðborgarbúanum í fyrrinótt og menn hafi þurft að fá útrás með fólskuverkum. Þannig var einn laminn í andlitið með bjór- flösku á veitingastað og skarst hann illa. Árásarmaðurinn komst undan en lögregla vissi hver átti í hlut og hugðist heimsækja hann í gær. Þá var í gærmorgun tilkynnt um að nokkrir menn hefðu gengið í skrokk á einum á Laugavegi. Tveir voru handteknir vegna þess máls en fóm- arlambið flutt á sjúkrahús. Þá lagðist drukkinn maður til sunds i Reykjavíkurhöfn og þurfti að sækja hann á gúmmíbát og flytja á slysadeild. Þrír bílar voru rispaðir og skemmdir við Hverfisgötu og í Túna- hverfi. Tveir voru teknir með flkni- efni, annar á skemmtistað en hinn í miðborginni. Maður var staðinn að innbrotstilraun skammt frá lögreglu- stöðinni og handtekinn. Kveikt var í ruslagámi við Bústaðaveg og loks má minnast á unga konu sem lögreglan hafði afskipti af fyrir utan veitinga- stað og hugðist aka heim svo hún gæti hvílt sig. í stað þess að þiggja hjálpina brást konan ókvæða við og lauk samskiptum hennar og lögreglu á þann veg að hún „fékk“ aö sofa á lögreglustöðinni. Loks má geta þess að hópur ung- linga veittist að ferðafólki frá S-Am- eríku í miðbæ Reykjavíkur og voru m.a. brotin gleraugu í þeim rysking- um. Ástæða þeirrar árásar mun hafa verið sú að unglingarnir héldu að ferðafólkið væri hópur nýbúa frá Taílandi. -gk Mælskusnillingur dúxaði: Aðeins 29 prósent stúdenta MA karlmenn Menntaskólanum á Akureyri var slitið 17. júní í íþróttahöllinni að venju. 127 nemendur settu upp hvítu kollana. Þaö vekur athygli að meirihluti stúlkna var stærri en nokkru sinni fyrr í sögu skól- ans sem spannar á aöra öld, 90 af 127. Þrátt fyrir það kom dúx MA í ár úr röðum karlpeningsins, það var Hjálmar Stefán Brynjólfsson frá Reykhúsum 1 í Eyjafjarðarsveit með einkunnina 9,2. Hjálmar Stef- án varð landsþekktur í vetur fyrir þátttöku sina í spurningakeppni framhaldsskólanema og það aö verða útnefndur ræðusnillingur ársins í mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskólanna en MA bar sigur úr býtum í þeirri keppni. -GG DV-MYND BRINK Frá útskriftarhátíð Menntaskólans á Akureyri Alls settu 127 nemendur upp hvítu kollana í íþróttahöllinni á Akureyri á þjóðhátíöardaginn. Hátíðarræða forsætisráðherra á Austurvelli: Ræðan er óábyrgt tal - segir formaður BSRB Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Austurvelli að morgni þjóðhá- tíðardagsins að siðan þjóðhátíðardag- inn árið 2000 hefði gefið á bátinn í efnahagslífi þjóðarinnar en flestir erf- iðleikarnir nú væru heimatilbúnir. „Tveggja mánaða kennaraverkfall, lengsta sjómannaverkfall í síðari tíma sögu og erfið lagasetning til að binda enda á það, niðurskurður á aflaheimildum og gengisveltingur með tilheyrandi verðbólguhviðu er varla sérstakt fagnaðarefni og óþarfi að gera of lítið úr því. Það er á hinn bóginn varasamt að gera of mikið úr því tímabundna andstreymi sem við höfum mætt. Orðtakið segir: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Með öðrum orðum, gerðu ekki illt verra, málaðu ekki skrattann á vegginn," sagði forsætisráðherra, Davíð Oddsson, m.a. á Austurvelli. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður BSRB, segir að for- sætisráðherra hafi talað með léttúð og á óábyrgan hátt um verkfallsbar- áttu fólks. „Ríkisstjómin á að líta sér nær þegar talað er um tíð verkfóll. Staðreyndin er sú að stórir hópar hafa nánast farið ránshendi um ís- lenskt efnahagslíf og þar vísa ég til braskaranna sem hafa starfað í skjóli ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þeg- Davíö Oddsson flytur 17. júní ávarp sitt til þjóöarinnar á Austurvelli. Ögmundur Jón- asson, þingmaö- ur Samfylkingar- innar og formaö- ur BSRB. ar hann beinir nú spjótum sínum að láglaunahópum á Islandi er ég ekki alveg viss um hvaða orð eru nógu sterk um það,“ segir Ögmundur Jón- asson. -GG DV-MYND NG Daníel G. Ingimundarson á Grænu þrumunni Prolong-umboðiö í Skútuvogi hélt kynningu á smurbætiefni sínu í Skútuvogin- um sl. laugardag. Við það tækifæri ók Daníel á Grænu þrumunni sinni yfir fjóra fólksbíla en flestir torfærujepparnir í DV-torfærunni nota þetta smur- bætiefni á bílana. Nýsköpun í evrópsku samhengi: Hólar miðstöð umræðunnar Leiðir til nýsköpunar i evrópsku samhengi og miðlun tækni og þekking- ar og möguleikar á fjármögnun verða ræddar á ráðstefnu að Hólum í Hjalta- dal sem hefst í dag, 18. júní, kl. 13.00. Fyrirlesarar verða Paul Sarson, sem fjallar um hagnýtingu nýjunga og leiðir í þróunar- og markaðsstarfi í Bretlandi, Dennis Mason, sem fjallar um fjármögn- un nýjunga og samstarfsverkefni fyrir- tækja í Evrópu. Tomas Olofsson kynnir nýsköpunarumhverfi og ráðgjöf fyrir frumkvöðla í Svíþjóð auk þess að Qalla sérstaklega um stuðning við fyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu og mögu- leika á styrkjum til nýsköpunar. Gianluca Salvatori ræðir um þróun og miðlun tækniþekkingar á Ítalíu og sam- starfsnet fyrirtækja og Bjami Jónsson, verkefhisstjóri TEURPIN hjá Hólaskóla, kynnir verkefni um samstarf Evrópu- þjóða um miðlun og hagnýtingu þekk- ingar og tækni á milii rannsóknarstofn- ana og fyrirtækja. -GG Undirskriftasöfnun Hafin er undir- skriftasöfhun þar sem Ámi Sigfússon, fyrr- um borgarstjóri I Reykjavík og nú fram- kvæmdastjóri Tækni- vals, er hvattur til framboðs í næstu for- setakosningum: „Þetta er ekki gert með mínu sam- þykki,“ sagði Ámi Sigfússon í gær- kvöldi en neitaði því ekki aðspurður að hann hefði heyrt af tilburðum í þessa átt áður. „Ef um væri að ræða forseta Hins íslenska bókmenntafélags kæmi þetta ef til vill til greina." Síðasta fórnarlambið látið Jón Börkur Jónsson lést sL laugar- dagskvöld, 18 ára að aldri. Hann var einn þeirra sex sem voru um borð í flug- vélinni sem hrapaði í Skerjafirði um síðustu verslunarmannahelgi. Nú eru allir látnir sem vora i flugvélinni, fimm farþegar og flugmaðurinn. Bílvelta við Jökulsárbrú Bílvelta varð á þjóðvegi 1 skammt frá Jökulsárbrú á áttunda tímanum á laug- ardagskvöldið. Þrennt var í bflnum og var ökumaður fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynning- ar. Bíllinn er mikið skemmdur. Borgarlistamaður Kristján Davíðsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlista- maður Reykjavíkur árið 2001 við hátíðlega athöfn i Höfða í gær. Viðurkenningin er veitt árlega reykvísk- um listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Bílvelta við Hafravatn Þrír vom fluttir á slysadeild í Reykja- vík eftir að bíll, sem þeir vom i, valt við Hafravatn snemma í gærmorgun. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn var einn þremenninganna fastur í bifreið- inni en honum tókst að bjarga út án þess að kaila til tækjabíl. Fólkið var nokkuð slasað en ekki talið í lífshættu. Krækti í síma og úr Bíræfnir þjófar geta verið á ferðinni jafnt að degi sem nóttu eins og sýndi sig í austurhluta Reykjavíkur um helgina. Þar sat húsráðandi i stofú sinni þegar hann sá hönd koma skyndilega inn um opinn glugga og hrifsa til sín farsíma og úr sem vom innan seflingar. Húsráð- andi brást við og reyndi að hafa uppi á hinum biræöia þjófi en hafði ekki er- indi sem erfiði. Ungur ökuþór í bílveltu Þrettán ára gamail ökumaður, sem lögreglan á Selfossi hafði gefið merki um að stöðva bifreið sína á Eyrarbakka- vegi skammt frá Litla-Hrauni í fyrri- nótt, gerði það ekki en velti þess í stað bílnum skömmu síðar. Hann slapp ómeiddur úr veltunni en bifreiðin, sem er nýleg jeppabifreið, er talin ónýt. Bif- reiðin var í eigu foreldra drengsins og hafði hann skiljanlega tekið hana ófrjálsri hendi, enda ekki fermdur. Bílvelta á Öræfum Kona á ferð með tvö börn varð fyrir því að velta bifreið sinni á Mývatnsör- æfum á laugardag, skammt frá brúnni yfir Jökulsá. Konan var flutt með sjúkrabifreið til Akureyrar en var ekki talin mjög alvarlega slösuð. Bömin sak- aði hins vegar ekki. -W/gk/EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.