Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 5 I>V Fréttir VG og Samfylkingin: Vilja helst stilla upp eigin lista Samfylkingarfélag Akureyrar hefur ákveðið að bjóða fram í næstu sveitar- stjómarkosningum vorið 2002. Félagið hefur ákveðið að leita eftir því hvort skapast geti breið samstaða fólks á vinstri væng stjómmálanna á Akureyri og því markmiði telur Samfylkingarfé- lagið að ekki verði náð nema með þvi að sameina krafta félagshyggjufólks. Jón Ingi Cæsarsson, formaður Sam- fylkingarfélags Akureyrar, segir að vilji sé til að kanna hvort ekki sé um sameig- inlegan málefnagrundvöll að ræða. Samfylkingin telur að saga bæjarmála á Akureyri hafl einkennst af gríðarlegum styrk Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks til skiptis og því þurfi félags- hyggjufólk að breyta. Valgerður Jónsdóttir, formaður kjör- dæmisráðs VG í Norðurlandi eystra, segir að VG ætli að ræða við Samfylk- inguna en mun fleiri VG-fylgjendur á Akureyri séu fylgjandi því að fara fram einir með lista. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og formaður VG, segir það alls ekki yfir- lýstan vilja VG að fara fram einir með lista við næstu sveitarstjómarkosningar þó sá andi svífi nokkuð yfir vötnum. -GG Marel fær nýsköpunar- verðlaun Flæðilina Marels hlaut CFIA-nýsköp- unarverðlaunin 2001. CFIA-sýningin var haldin í Rennes í Frakklandi og vom þar samankomnir framleiðendur tækja til vinnslu matvæla. Flæðilína Marels hlaut nýsköpunarverðlaun sýningarinn- ar og tók Þorvaldur Tryggvason frá Marel France við verðlaununum. FlæðiIInan er eitt af flaggskipunum í framleiðslu Marels og hefur vakið verð- skuldaða athygli, bæði í fisk-, kjöt- og kjúklingaframleiðslu. Notkun Marel- flæðiltnunnar gefur meiri verðmæti af sér vegna bættrar meðferðar hráefnis, styttri vinnslutíma, meiri sveigjanleika við ákvörðun vinnsluleiða og meiri framleiðslugetu starfsmanna. Segja má að verðlaunin séu enn ein hvatningin til starfsmanna Marels og viðurkenning á hugviti og nýsköpunar- vinnu fyrirtækisins. -GG Stofnuö 1918 Rakarastofan Klapparstfg Sími SS1 3010 Borgarstjórinn í Reykjavík Áætluð verklok eru í lok september. ENDURNÝJUN PÓSTHÚSSTRÆTIS Þriðjudaginn 19. júní hefjast framkvæmdir við endurnýjun Pósthússtrætis frá Kirkjustræti og norður fyrir Austurstræti. Óhjákvæmilegt er að loka þessum hluta götunnar fyrir akandi umferð meðan á framkvæmdum stendur. ÚTSALA fatnadur og pelsar PEISINN Kirkjuhvoli - sími 552 0160 -þar sem vandlátir versla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.