Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 DV Tilvera 37 Till Lindemann söngvari Sprakk í loft upp, brann og mund- aöi eldvörpu meöan á tónleikunum stóö. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Ekki sáu allir jafnvel þaö sem fór fram á sviðinu Kom sér vel aö geta verið á öxlum einhvers. Hljómborðsleikari Rammstein Christian „Fiake“ Lorenz var ein aöalsprauta sveitarinnar. Þýska slóí Rammstein kom, sá Sjaldan gerist það að uppselt sé í Höllina tvo daga í röð á tónleika með sömu hljómsveit en það tókst þýsku hljómsveitinni Rammstein sem hélt tvenna tónleika fyrir Islendinga um helgina. Það má með sanni segja að Rammstein hafl náð að trylla lýðinn með magnaðri sviðsframkomu. Eld- vörpur, sprengingar og flugeldar voru meðal þess sem áhorfendur fengu að sjá, sem og söngvara sveitarinnar springa í loft upp á miðju sviðinu. Á íýrri tónleikunum hitaði Ham upp fyr- ir þá þýsku en rokksveitin Kanada á þeim seinni. Það var greinilegt að ung- mennin, sem troðfylltu Laugardals- höllina, voru aðeins komin til að hlýða á eina sveit en það var Rammstein. stálið gegn og sigraði í Höllinni Eftir mikla eftirvæntingu stigu þeir þýsku á svið og hófu tveggja tíma sýn- ingu þar sem aldrei var slegið af. Rammstein heillaði áhorfendur upp úr skónum sem stóðu á öndinni á meðan á leik sveitarinnar stóð og virtust kunna vel textana við lög sveitarinnar og tóku vel undir. Rammstein kom svo fram eftir tvöfalt uppklapp, með ís- lenskan fána, og sagði Till Lindemann söngvari að Rammstein elskaði ísland og þakkaði fyrir undirtektimar á prýð- isgóðri íslensku: „Takk fyrir“. Ramm- stein-tónleikamir verða þeim lengi í minni sem lögðu leið sína í dalinn um helgina enda er hér á ferð ein magnað- asta tónleikasveit sem leikið hefur á ís- landi. -HÞ Þjóðleg í framan íslenski fáninn var aö venju áberandi á þjóðhátíöardaginn. Þessi börn létu sér ekki nægja aö veifa fánanum heldur prýddi hann einnig andlit þeirra. Götuleikhús Þessir ungu menn mynduöu aftur- hluta risastórrar rollu sem rölti í hægöum sínum niöur Laugaveginn. Þegar á leiö liöaöist kindin í sundur og partarnir fóru hver sína leið. Beðið í ofvæni Börn og fullorönir söfnuöust saman á Hlemmi meö blöðrur og fána eins og vera ber á þessum degi. Síöan var fariö í skrúögöngu niöur í miöbæ þar sem hægt var aö finna sér ýmistegt til dundurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.