Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 13
13
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001
I>V
Afgerandi augnablik
Boulevard Diderot -1969.
vinfengi við marga helstu rithöfunda og mann-
vitsbrekkur Frakka og fylgdist með skrifum
þeirra. Cartier-Bresson var sem sagt ekki bara
með Leicuna sína á lofti í tíma og ótíma heldur
með öll skilningarvitin móttækileg.
Skilvirk fjölhæfni
Ef til vill er það einmitt þessi vöntun á viösýni
sem stendur ljósmyndun okkar íslendinga fyrir
þrifum. Til dæmis þykja mér jafnvel listfengustu
ljósmyndarar okkar lítið skeyta um það sem aðr-
ir listamenn í þjóðfélaginu eru aö fást við. En
það er önnur saga.
Óvenjuleg er líka skilvirk fjölhæfni Cartier-
Bressons. Þar á ég við að hann hleypur ekki úr
einu i annað, heldur tekur sér góöan tima til að
gaumgæfa ákveðin viðfangsefni, skoða þau út frá
öllum hliðum. Þannig
verða til mannlífsseríur,
portrettmyndir, næstum
óhlutbundnar komposi-
sjónir og heimildamyndir
sem allar bera vitni titt-
nefndri skarpskyggni og
djúpristum mannskiln-
ingi Cartiers-Bressons.
Áttatíu og þrjú „afger-
andi augnablik" Cartiers-
Bressons er nú að finna í
Ljósmyndasafni Reykja-
víkur (til 29. júlí), þangað
sem allt áhugafólk um
innihaldsrík myndverk
og fágaða myndbyggingu
ætti að skunda. Það fer
ákaflega vel um myndirn-
ar á þessum fallega stað,
auk þess sem gnótt upp-
lýsinga um þær er að
finna allt um kring.
Sýningin er hingað
komin fyrir frumkvæði
Listasafnsins á Akureyri,
sem „frumsýndi" Cartier-
Bresson fyrir nokkrum
vikum, en um það hefði
aö ósekju mátt geta í inn-
gangi sýningarskrár. Og
tvö smáræði til viðbótar:
í erlendum fagbókum um
ljósmyndir er yfirleitt tal-
aö um „afgerandi augna-
blik“ Cartiers-Bressons
sem „decisive moments“
ekki „decisive instants".
„Posthumous-sýning“ er
einfaldlega „minningar-
sýning". Sjálfur er Carti-
er-Bresson enn sprelllif-
andi og helgar sig teikn-
ingu.
Aðalsteinn Ingólfsson
Rue de Rivoli. Le Louvre -1952.
Henri Cartier-Bresson er
tvímælalaust meðal helstu
ljósmyndara vorra tíma. Það
er nánast sama hvort litið er
til fréttaljósmyndunar, heim-
ildaljósmyndunar, portrett-
ljósmyndunar eða meðvitaðr-
ar „listljósmyndunar", alls
staðar gætir áhrifa hans í
einhverjum mæli. Því hefur
raunar verið haldið fram að í
bestu myndum Cartiers-
Bressons sé að finna hina
einu sönnu ljósmyndalegu
fullkomnun, skrásetningu at-
burða þar sem mætast það
sem ljósmyndarinn nefndi
„afgerandi augnablik" og ei-
lífðin. Með „afgerandi" er átt
við þau augnablik þegar mað-
urinn eða hlutirnir eru þeir
sjálflr í æðra veldi, ef svo má
segja, sjá Michel litla Gabriel
með vínflöskurnar (1952),
elskendurna aö kyssast á
Boulevard Diderot (1969) eða
guðhrætt fólkið sem kyssir
hendur kardinálans Pacelli
(1938). Ljósmyndirnar telja
okkur trú um það að Michel
verði aldrei glaðhlakkalegri,
elskendumir ástfangnari né
kaþólikkarnir fjálglegri en
akkúrat á því augnabliki þeg-
ar þær voru teknar. Cartier-
Bresson hefur meira að segja
verið lýstur höfundur að
ímynd sjálfrar Parisarborgar
á tuttugustu öld sem er ekki
lítið hrós.
Um leið skapar Cartier-
Bresson „afgerandi augna-
blikum" sínum skýra um-
gjörð sem tryggir læsileika
þeirra um ár og síö, hvernig
sem veröldin veltist og breyt-
ist, umgjörð sem tekur mið af
formgerð endingarbestu
myndverka listasögunnar.
Víösýnin er lykillinn
Kannski er einmitt þetta
síðastnefnda, víðsýnin, lykill-
inn að listrænum þroska
Cartiers-Bressons og yfir-
burðum hans meðal ljós-
myndara. Hann gekk að
sönnu í smiðju annarra ljósmyndara, snillinga á
borð við Atget, Kértesz, Brassai og Munkasci. En
ekki er síður mikilvægt að sem myndasmiður
hlaut hann eldskím sina hjá listmálaranum
André Lhote (þar sem hann var hugsanlega sam-
skipa Gunnlaugi Blöndal árið 1927) og við upphaf
ferils síns leitaði hann m.a. fanga í súrrealískum
málverkum de Chiricos. Annar áhrifavaldur var
súrrealíski listamaðurinn og ljósmyndarinn
Man Ray, auk þess sem samvinna Cartiers-
Bressons og kvikmyndaleikstjórans Jeans Ren-
oirs hafði mikil áhrif á listræna sýn og þjóðfé-
lagsviðhorf þess fyrmefnda. Báðir höfðu brenn-
andi áhuga á mannfólkinu, á gamalli og nýrri
myndlist og einstakt auga fyrir því hvernig þjóð-
félagsbreytingar. endurspeglast í hversdagsleg-
ustu viðburðum. Að auki var Cartier-Bresson í
Jean-Paul Sartre -1945-46.
mannsgaman
Bak við baksviðið
1979. Gæti hafa gerst í mars. Það voru góðir
tímar í menntaskóla og lífið leið áfram í hlut-
lausum gír. Leiklistin heillaði dálítið meira en
bóknámiö og gott ef svo var ekki um allar listir
og lystisemdir þessa skrýtna heims. Var dögun-
um saman ekki með bókum, en þess meiri rænu,
og taldi mig geta gagnast allri veröldinni eins og
ungra manna er siður. Þar á meðal að leika,
leika vel - og helst engin smáhlutverk. Leika all-
an tilflnningaskalann, geisla af skapbrigðum.
Síðar vissi ég raunar að ég var slakur leikari,
kannski ekki beint skelfilegur, en hefði getað
orðið miðlungsleikari á lágu kaupi með góðri æf-
ingu og tilsögn. Og starfað sem ráðgjafi.
Man enn þá einbreiðan veginn norður Höfða-
ströndina og út Fljótin þar sem brúarkjaftarnir
gleyptu rútuna eins og kvikindi í hriðarbylnum.
Fyrsta leikferðalagið. Þaö var hemlað fyrir utan
félagsheimilið á Sigluflrði. Leikfélag Menntaskól-
ans komið í síldarbæinn, fullnuma í fræknu leik-
verki. Búningamir að mestu heimasaumaðir og
leikmyndin fengin úr geymslum manna og músa.
Lýsingin hrá.
Sýningin hófst klukkan átta þetta vetrarkvöld
þegar forvitiö fólk af Tröllaskaga hafði komið sér
fyrir í stólunum sem sneru inn fjörðinn. Strákur-
inn ánægður með sig í hléi og fannst ekki úr vegi
að að lauma sér út um branddymar baka til og
kveikja sér í sígarettu til að svæla burtu fiðrild-
in í maganum. Drap í og sneri húninum, en
hurðin sat fost í falsinu. Bankaði, en enginn
heyrði af því leiksýningin var hafm að nýju meö
hávaða og látum. Bankaði aftur og heldur fastar.
Gilti einu.
Kom ekki meira inn á sviðið á Sigló. Útilokað-
ur. Og það var kalt. -SER.
_________________Menning
Umsjön: Sigtryggur Magnason
Yndislegt eldgos -
óblíð náttúra
Annað tölublað
TMM, Tímarits um
menningu og mannlíf,
er komið út. Fyrsta
tölublað hins nýja
TMM vakti mikla at-
hygli og er nú haldiö
áfram þar sem frá var
horflð. Meðal þess sem fjallað er um í
blaöinu eru viðhorf íslendinga til nátt-
úrunnar, af hverju við tölum um óbliða
náttúru og yndisleg eldgos. Þeirri
spurningu er meðal annars velt upp
hvort við séum komin úr tengslum við
náttúruna.
Sólmundur Ari Björnsson skrifar
skemmtilega og fróðlega grein um hag-
fræði kynlífsins. Borgar sig að halda
fram hjá og hver er kostnaðurinn við
makaleit og kynlíf. Hjónabandið er við-
skiptasamningur sem ætti að fara í um-
hverfismat.
Björn Th. Björnsson rifjar upp her-
námsárin, Ármann Jakobsson skrifar
um Dagfinn dýralækni og al-
heimstungumálið og sigursagan úr smá-
sagnasamkeppni strik.is er birt. Auk
þeirra sem upp hafa verið taldir kom
við sögu Auður Jónsdóttir Bukowski,
Leni Riefenstahl og Jónas Hallgrímsson.
Ljósmynd, hug-
mynd, heimsmynd,
sjálfsmynd
■ Út er komin ljós-
myndabókin Menning
í myndum sem er
samstarfsverkefni,
Menningarborgarinn-
ar, Morgunblaðsins og
Prentsmiðjunnar
Odda. Um er að ræða
ljósmyndaannál
menningarársins 2000 sem ljósmyndar-
ar Morgunblaðsins hafa fest á filmu.
Umsjón með útgáfunni hafði Svanhildur
Konráðsdóttir en myndaritstjórn var í
höndum Einars Fals Ingólfssonar.
Texti bókarinnar er á íslensku og
ensku og rita Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og Páll Skúlason
háskólarektor ávörp.
Menningarárið
gert upp
A fóstudagmn var boðað til fundar
þar sem menningarárið 2000 var gert
upp. Margar fróðlegar tölur komu upp
úr hatti Menningarborgarinnar, meðal
annars kom í ljós að heildarvelta verk-
efna hennar var um tveir milljarðar
króna. Aðsókn var fimmfóld íbúatala
landsins og fjöldi framkvæmdaaðila rif-
lega 20 þúsund. Fjöldi viðburða var
2.549 og var framlag M2000 rúmlega 367
milljónir króna.
Allt um tvíbura
Uppeldi hefur gefið
út bókina Tvíburar
eftir Guðfinnu Eydal
sálfræðing. í bókinni
er fjallað um tvíbura
frá fósturskeiði til
fullorðinsára. Tvíbur-
ar er fyrsta bókin á ís-
lensku sem fjallar um
tvíbura. Byggist hún á
reynslu höfundar (en Guðfinna á sjálf
tvíbura), viðtölum við tvíbura og for-
eldra þeirra ásamt viðtölum við sér-
fræðinga. í bókinni er leitast við að
svara spurningum á borð við: Skiptir
máli hvor fæðist á undan? Hvað er sér-
stakt við að vera tvíburi? Á að skilja
börnin aö í skóla? og Gilda sérstakar
reglum um uppeldi tvíbura?
Dvergasteinn ad
nýju
Mál og menning hef-
ur að nýju gefið út
verðlaunabók Aðal-
steins Ásbergs Sigurðs-
sonar, Dvergastein, en
fyrir hana hlaut Aðal-
steinn 1. verðlaun í
samkeppni AB árið
1991. Sagan segir frá
sumarævintýrum Uglu.
Bókin hefur farið víða en hún var til
dæmis gefin út hjá CDR-forlaginu í Dan-
mörku.
TVÍBURAR