Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 10
Hrein og klár bylting Með Kárcher 5500 AquaSelect ryksugunni Engir ryksugupokar • Ryksugað í gegn um vatn * HreinsarEEEEE3 óhreininda • Bjargvættur þeirra sem þjást af rykofnæmi • Engin ólykt meðan ryksugað er • Hreinn útbiástur I ! 10 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 X>V Fossett fer hvergi Loftbelgur bandaríska milljóna- mæringsins Steves Fossetts rifnaði í gær og gerði drauma hans um að verða fyrstur til að fljúga einn í loft- belg kringum heiminn að engu. Útlönd M^jor styður Portillo 3 sínum við Michael flokksins. Enginn hefur boðið sig fram gegn honum ennþá. Kynlíf meö 12 ára 42 ára kona mætir fyrir rétt í Ósló á morgun fyrir að stunda kyn- líf með 12 ára nágrannadreng. Hann var félagi barnsins hennar en hún ól honum bam. Kosningasigur kóngsins Útgönguspár í búlgörsku þing- kosningunum bentu til þess að flokkur Simeons II, fyrrverandi konungs landsins, ynni sigur með yflr 40 prósentum atkvæða. Ef svo fer að Simeon verði forsætisráð- herrann er hann fyrsti kóngur í fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu til að snúa aftur til valda. Óttast um G8 fund í ljósi óeirða andkapítalista vegna fundar ESB í Gautaborg eru ítalir óttaslegnir yfir komandi fundi G8- ríkjanna í Genoa í júlí. Sobero lík- lega látinn Margt bendir til þess að Bandaríkja- maðurinn Guill- ermo Sobero, sem íslamskir uppreisn- armenn á Filipps- eyjum tóku í gísl- ingu ásamt á þriðja tug manna, hafi sannlega verið tekinn af lífi. Frels- aðir gíslar segja hann hafa verið fjarlægðan úr hópi annarra gísla. Ólaöur niöur í mánuö Geðsjúkur maður var ólaður niður í 28 daga samfellt á geðsjúkrahúsi í Danmörku í vor. Hann hafði verið fluttur þangað nauðugur, var talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Páfi hugsar til flóttafólks Jóhannes Páll páfi annar vill að riki heims opni dyr fyrir flótta- mönnum en þeir eru taldir um 22 milljónir í dag. Þeim hefur fjölgað griðarlega upp á síðkastið. Líkkistur til leigu írskt fyrirtæki útfararstjóra hef- ur brugðið á það ráð að leigja út líkkistur fyrir útfarir. Sérstakur kassi er settur inn í líkkistuna sem síðan er brenndur með líkinu. Monsúnregniö drepur Dauði 65 Indverja síðustu tvær vikur hefur verið rakinn til gríðar- legra monsúnrigninga. Hætta er nú á að fjöldi stífla bresti en helliregni er spáð næstu daga. Skakki turnlnn réttur af Miöaldaklæddir piltar standa vakt fyrir framan Skakka turninn í Písa sem var opinberlega opnaöur á ný um helgina eftir viögeröir en óttast var aö hann félli. Hann veröur opnaöur fyrir almenning í nóvember og á að standa í aö minnsta kosti 300 ár enn. Sýrlenski herinn yfirgefur Beirút í dag munu sýrlenskar hersveitir algerlega yfirgefa Beirút, höfuðborg Líbanons. Sýrlendingar hemámu borgina snemma í borgarastríðinu í Líbanon sem varði frá 1975 til 1990. Síðan þá hefur kristni minnihlutinn í landinu mótmælt veru hersins harðlega en þar til nú hafa um 35 þúsund hermenn verið í landinu. Vitni segja tugi skriðdreka hafa far- ið yfir landamæri Líbanons til Sýr- lands um helgina. Nú stendur yfir mikil endurröð- un á her Sýrlendinga í Líbanon og mun henni ljúka í varnarlínu í aust- urhluta landsins. Sýrlendingar neita því alfarið að vera að draga sig aftur vegna utan- aðkomandi pressu. Þeir segjast hafa bjargað sjálfstæði og einingu lands- ins þegar borgarastríðið stóð yfir. Líbönsk yfirvöld hafa fagnað her- flutningunum og segja þá fyrsta skrefið í átt að betri tengslum ríkj- anna.Vaxandi andstaða hefur verið við veru hersins í landinu. MMC Galant 2,0 stw, nýskráður 6/97, ekinn 70 þús., blár, sjálfskiptur, fjarstart. Verð 1.350 þús. M Benz C-220 station Elegance, nýskráður, 8/97, ekinn 245 þús., dökkgrænn, CD, spólvörn, leður, viðhaldið hjá Ræsi, gott eintak. Verð 1.750 þús. Porsche 944, árg . '90, ekinn 146 þús., beinskiptur, CD, vínrauður, gott eintak. Verð 1.050 þús. MMC Pajero 2,8, intercooler turbo dlsil, nýskráður, 12/98, ekinn 68 þús., sjálfskiptur, leður, topplúga, 33“ breyt- ing, einn með öllu. Verð 2.980 þús. Toyota Hilux D/C 2,4 turbo dísil, nýskráður 3/00, ekinn 20 þús., svar- tur, álfelgur. Verð 2.050 þús. Cadillac sedan de Ville 4,9, nýskráður 7/92, ekinn 70 þús., sjálfskiptur, dökkblár, einn með öllu (innfluttur nýr af umboði). Verð 1.990 þús. MMC Pajero 2,5 dísil, turbo, inter- cooler, 5 glra, nýskráður 3/97, ekinn 118 þús., blár. Verð 1700 þús. Ath skipti á Terrano II eða dýrari Pajero dísil. MMC Pajero V-6, 24 v., nýskráður 8/00, ekinn 12 þús., einn með öllu. Verð 4.520 þús. Og verðið er aðeins 28.555,' J) Vatnssíu 2) Sía fyrtr mcöalstíyrar ognir 3) HEPA jínkomosút 4) ÚtbíAsturssíu Umboösaðilar víöa um iand V KKRCHER SKEIFAN 3E-F • SÍMI 581 2333/581 2415 • WWW.RAFVER.IS SP-FJÁRMÖGNUN HF Skoðaöu vefinn okkar www.sp.is Friðvænlegt í Makedóníu Vopnahlé í Makedóníu heldur að mestu þrátt fyrir dálitlar skærur fyrir utan höfuðborgina Skopje. Bæði albanskir uppreisnarmenn og stjórnarher Makedóna hafa lýst yfir vopnahléi og báðar fylkingarnar eru jákvæðar á friðartillögur Boris Trajkovskis forseta. Þær miða að því aö flestir skæruliðar sem af- vopnast verði ekki sóttir til saka og Albanir hljóti meiri lýðréttindi en hingað til. ‘uisXfeh.í^GGllnjQiiD Opið virka daga 10-19. SUÐURNESJUM SÍMI 421 4888-421 5488 Toyota Landcruiser 4,2, turbo. dísil .GX, nýskráður 3/94, ekinn 150 þús., 5 gíra, grár, 38“ breyting. Verð 2.450 þús. Galloper 2,5, intercooler, turbo, dlsil, nýskráður 6/98, ekinn 60 þús., sjálf- skiptur, CD, hvítur. Verð 1.690 þús. MMC Pajero 2,8, intercooler, turbo, dfsil, 9/99, ekinn 30 þús., silfurgrár, sjálf- skiptur, CD, álfelgur, 31“ dekk. Verð 3.000 þús. Toyota Landcruiser 3,0 GX, turbo, disil, nýskráður 4/00, ekinn 24 þús., sjálfskiptur, topplúga, CD, krókur, varadekkshlíf. Verð 3.530 þús. Niðurstaðan í Gautaborg: Tugur ríkja viö þröskuld ESB Austur-Evrópuríki hafa ástæðu til bjart- sýni eftir leiðtogafund Evrópusambandsins í Gautaborg sem lauk á laugardag. Stefnt er að því að aðildarviðræðum við þróuðustu ríkin sem nú vilja í ESB verði lok- ið 2002 og að þau verði orðin aðildarlönd í byrj- un árs 2004, eða eftir um tvö og hálft ár. Þetta er skammur tími í stjórn- un ríkja og hafa leiðtog- ar þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild lýst því yfir að mikið erfiði sé fram undan. Snör hand- Göran Persson Forsætisráöherra Svía er enginn dvergur. tök þarf til að uppfæra lög landanna til staðla ESB, auk þess sem um- hverfið þarfnast í mörgum tilfellum hreinsunar og koma þarf á stöðugu efnahagslífi. Sagt er að ESB, sem nú eru 15 ríki í, geti tekið við tug nýrra aöildarríkja fyrir kosningarnar til Evrópuþingsins árið 2004. Ríkin sem talin eru eiga mesta möguleika á aðild eru: Tékkland, Pólland, Ungverjaland, Eystra- saltslöndin 3, Slóvakía, Slóvenía, Malta og Kýp- ur. Búlgaría og Rúmenía hafa einnig sótt um aðild, en sökum fátæktar er talið að þau eigi litla möguleika í fyrstu at- rennu. Þar með er í reynd ver- ið að blása á höfnun íra i þjóðaratkvæðagreiðslu á því að ESB verði stækk- að. Þrátt fyrir óeirðir í Gautaborg þykir Svíum hafa tekist vel til með sex mánaða forystu sína hjá ESB sem Belgar taka við eftir tvær vikur. Þetta þykir til tíðinda, enda var Svíum lýst sem dverg í ut- anríkismálum áður en þeir tóku for- ystuhlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.