Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 28
Helgason hf
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FVrirmynd-
artónleikar
Á annan tug þúsunda fólks á ýms-
um aldri lagði leið sína í Laugardals-
höll um helgina til að berja þar aug-
um og hlusta á tónlist þýsku rokk-
hljómsveitarinnar Rammstein.
Uppselt var á hvora tveggju tón-
leikana og komust færri að en vildu.
Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að
tónleikamir hefðu farið mjög vel
fram og tónleikagestir verið til mikill-
ar fyrirmyndar. Ölvun var ekki al-
menn. Á fóstudagskvöld var ráðist á
þrjá unga drengi sem höfðu hitt rokk-
goðin þýsku fyrir utan Laugardals-
höll fyrir tónleikana fyrr um kvöldið
og fengið eiginhandaráritun þeirra.
Tösku sem geymdi m.a. miðann dýr-
mæta var stolið og hafðist ekki upp á
þeim sem þama vora að verki -gk
Hundur beit barn
Hundur sem beit bam á þjóðhátíðar-
skemmtun á Viðistaðatúni í Hafnar-
firði í gær var umsvifalaust svæfður.
„Þaraa vora vinkonur á ferð með
böm sín og átti önnur hundinn. Eftir
að hundurinn hafði bitið bam vinkonu
hundeigandans varð að samkomulagi
þeirra í milli að fara rakleitt með
hundinn til dýralæknis og aflífa hann.
Það var gert,“ sagði lögregluþjónn í
Hafnarfirði en hundurinn var af blönd-
J uðu kyni. -EIR
16. júní dansleikurinn:
í sparifötun-
um í sundlaug
Hinn landsfrægi 16. júní dansleikur,
sem er árviss atburður á Suðureyri við
Súgandafjörð og hefur haldið vöku fyr-
ir mörgum löggæslumanninum, fór
betur í þetta sinn en oft áður. Er því
helst þakkað að sýslumaður hækkaði
aldurstakmark úr 16 árum í 18 ár.
„Þetta kom ekki að sök því yngri
krakkamir vora flestir fyrir sunnan
að hlusta á Rammstein," sagði varð-
yjf- stjóri á ísafirði. „Hins vegar var veðr-
ið svo gott að þegar dansleiknum lauk
klifruðu gestir yfir sundlaugargirðing-
una á staðnum og stungu sér til sunds
í sparifótunum. Þurftum við að draga
minnst 20 manns upp úr lauginni enda
átti hún að vera lokuð.“ -EIR
Miöbærinn:
Ein lögga á
móti þúsund
Þrjátíu lögregluþjónar stóðu fasta
vakt í miðbæ Reykjavíkur við upphaf
kvöldhátíðarhaldanna í gær. Hafði lög-
reglan ráðagerðir uppi um að tvöfalda
þá tölu ef á þyrfti að halda og sækja þá
'aút lögregluþjóna í önnur hverfi. Lætur
því nærri að einn lögregluþjónn hafi
verið á móti hverjum eitt þúsund gest-
um sem í miðbænum vora. -EIR
DVJvlYND ÞÖK
Hljómsveitin Rammstein trylltl íslenska áhangendur sína í Höllinni á laugardagskvöldió
Uppselt var á tvenna hljómleika sveitarinnar á föstudag og laugardag og komust færri aö en vildu. Seldust miöar á svörtum markaöi fyrir svimandi upphæðir
og heyröist nefnt aö menn heföu þargreitt allt aö 15 til 70 þúsund krónur fyrir miðann. - Sjá nánar um tónleikana á bls. 37.
Ógnvekjandi tölur sem endurspegla gróft ofbeldi og alvarleg fíkniefnabrot:
Fimmtán sitja inni fyrir
manndráp eða tilraun
- þriðji hver fangi situr inni vegna fíkniefnabrota - jafngildir fjórum knattspyrnuliðum
FANGELSIÐ UTLA-HRAUf\
Óviðkomandi
stranglega bannai
aðgangur
Meira en einn af hverjum tíu
föngum sem sitja f fangelsi á ís-
landi hafa framið manndráp eða
gerst sekir um að hafa gert tilraun
til slfks með sannanlegum hætti.
Þetta eru 11,3 prósent allra fanga.
Einn af hverjum þremur, sem af-
plána refsidóma í dag, situr hins
vegar inni vegna fíkniefnabrota.
Þetta eru ógnvekjandi tölur sem
endurspegla greinilega gróft of-
beldi í islensku þjóðfélagi sem,
eins og mörg dæmi á meðal fimmt-
ánmenninganna, sannar að þau
eiga sér gjarnan stað samfara
flkniefnaneyslu.
Væri safnað í fótboltalið í fang-
elsum landsins myndu þeir sem
eru dæmdir fyrir flkniefnabrot
geta myndað fjögur slík lið eða því
sem næst því þeir eru 43. Alls sitja
133 fangar inni, þar af eru 17 í
gæsluvarðhaldi - einn vegna
manndráps,
Atli Helgason,
sem bíður eft-
ir að Hæsti-
réttur kveði
upp endanleg-
an dóm í hans
máli.
Frá því í
júlí 1999 hafa
sex menn ver-
ið dæmdir í
fangelsi fyrir
manndráp
tvö málanna
eru kennd við Leifsgötu en hin viö
Engihjalla, Espigerði, Njarðvik og
Öskjuhlíð.
Senn verður réttað á ný í sjö-
unda manndrápsmálinu á þessu
tæplega tveggja ára tímabili og er
það kennt er við Bláhvamm í Þing-
eyjarsýslu.
Ekki óhagstæður
samanburður
Sé síðasti áratugur skoöaður
hafa tæp tvö manndráp verið
framin að meðaltali á ári á íslandi.
Fimm hafa áttu sér stað á árinu
2000 en til samanburðar voru fjög-
ur framin árið 1991 og þrjú árið
1992. Engin manndráp voru hins
vegar framin á árunum 1994, 1995
og 1998.
Þrátt fyrir að 15 morðingjar eða
menn sem gerðu tilraun tii slíks
(3) sitji inni nú eru manndráp á Is-
landi í raun sjaldgæf, sé geröur
samanburður á milli landa.
Á íslandi voru 1,8 manndráp
framin á ári síðasta áratug. Þetta
þýðir 0,7 manndráp á hverja 100
þúsund íbúa. Sama tala á við í
Finnlandi en 4,27 manndráp eru
framin á hverja 100 þúsund ibúa í
Danmörku - sjö sinnum fleiri en
hér á landi. í Bretlandi er talan
2,6, 4,11 í Frakklandi, 7,41 í Banda-
ríkjunum en 2,64 í Noregi.
Kólombía á sennilega metið. Þar
voru 59 manndráp framin á hverja
100 þúsund fbúa, áttatíu og fjórum
sinnum fleiri en á íslandi á síðasta
áratug. -Ótt
Forsætisráðherra með nýjan málshátt:
Aldrei heyrt
„Ég hef aldrei heyrt þetta. Ég giska
á að hér sé um að ræða íslenska þýð-
ingu á erlendum málshætti," sagði
Jón G. Friðjónsson prófessor um
málshátt sem Davíð Oddsson notaði í
þjóðhátiðarræðu sinni á Austurvelli í
gær. Þar sagði Davíð orðrétt: „Þegar
þú ert kominn ofan í holu þá áttu að
hætta að moka.“
Jón G. Friðjónsson prófessor, sem
er höfundur bókarinnar Mergur
málsins, sem fjallar um íslensk orð-
tök, sagðist þó vel skilja hvað forsæt-
isráðherra hefði átt við:
- segir prófessor
Davíð Oddsson
„Þegar þú ert kominn ofan i holu þá
áttu að hætta aö moka. “
þetta
„Hann er að segja að menn eigi að
sjást fyrir því moki þeir of djúpa holu
getur bakkinn hrunið yfir þá. Hann
hefði náð svipaðri merkingu með ís-
lenska málshættinum „Vandratað er
meðalhófið" eða þá farið allt aftur til
13. aldar þar sem stendur í Jónsbók:
„Allmjótt er mundangshófið."
Jón sagði að nýr málsháttur for-
sætisráðherra væri góður og gegn-
sær. Það væri svo almennings að
ákveða hvað lifði og hvað ekki í þess-
um efnum. Fagna bæri þó allri góðri
þróun tungumálsins. -EIR
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560