Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 7
7 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001___________________________________________________________________________ DV Fréttir Brúarsmíði á íslandi 2001: Nýjar brýr á Gilsá, Hengi- fossá og Bessastaðaá MYND G.BENDER Mikiö mannvirki Framkvæmdir standa yfir viö breikkun brúarinnar á Gljúfurá í Húnaþingi. DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON. Stórvirkur Guðbjartur Hannesson tekur fyrstu skóflustunguna að síðasta áfanga Grundaskóla með stórri vélskóflu enda stórvirkur og dugmikill skóla- maður á ferö. Fyrsta skóflu- stungan tekin að síðasta áfanga Grundaskóla PV. AKRANESI:___________________ ! Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi, tók í dag fyrstu skóflustunguna að síðasta áfanga j Grundaskóla en nýja byggingin á að þjóna miðstiginu. Þar verða tíu kennslu- stofur auk hópherbergja, sérkennsluað- stöðu og tveggja kennslustofa fyrir kennslu á vegum Tónlistarskólans. Einnig mun bókasafnið fá auki5,rými. Með þessum áfanga mun skólinn verða fullbyggður samkvæmt upphaf- legri áætlun og skólinn einsettur frá hausti 2002. Loftorka sér um alla fram- kvæmdina eins við Brekkubæjarskóla en sú framkvæmd gengur samkvæmt áætlun. Þar er verið að vinna að frá- gangi í nýbyggingu og um leið er verið að bæta aðstöðu kennara í eldri hluta skólans, stækka bókasafn og setja upp tölvuver fyrir heila bekkjardeild. Þegar nemendur mæta 27. ágúst þá verður gjörbreytt aðstaða og skólinn einsetinn. -DVÓ Allnokkrar brúarframkvæmdir verða á þessu sumri á vegum Vega- gerðar ríkisins samkvæmt vegaá- ætlun 2000 til 2004 en í sumum til- fellum er framkvæmdaár ekki það sama og fyrsta ár fjárveitingar þar sem fjárveitingar dreifast yfirleitt á fleiri en eitt ár. Á Suðurlandi verð unnið við brú- argerð á hringvegi við Djúpá í Fljótshverfi, Laxá í Fljótshverfi, Brúará í Fljótshverfi og Þverá. Framkvæmdir við Þjórsá verða á árunum 2002 til 2003. Á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu verða fram- kvæmdir á hringvegi við gatnamót hringvegar og Víkurvegar, á Reykjanesbraut viö gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar og við gatnamót Reykjanes- brautar og Lækjargötu f Hafnar- firði. Framkvæmdir við gatnamót Reykjanesbrautar og Kaldárselsveg- ar hefjast árið 2002 og lýkur árið 2003. Á Vesturlandi verður unnið á Snæfellsnesvegi við breikkun brú- arinnar yfir Langá en aðrar brúar- framkvæmdir verða við Urriðaá, Kaldá, Núpá, Bjarnafossá og Hraun- hafnará. Á Vestfjörðum verður unn- ið á Djúpvegi við Múlaá og ísafjarð- ará. Á Norðurlandi vestra er verið að breikka brúna á hringveginum yflr Gljúfurá á mörkum Vestur- og Aust- ur-Húnavatnssýslu. Laxá á Þverár- fjallsvegi verður brúuð. Á Norður- landi eystra hefjast framkvæmdir við Rifós í Kelduhverfi á árinu 2002, sem og við Svarfaðardalsá á Tungu- vegi og Hofsá á Skíðadalsvegi en í ár verður unnið við Svalbarðsá í Þistilfirði. Á Austurlandi verður unnið við Hólmsá á hringveginum, Norðfjarð- ará á Norðfjarðarvegi, Eyvindará á Seyðisfjarðarvegi og Gilsá, Hengi- fossá og Bessastaðaá á Upphéraðs- vegi en framkvæmdir við Jökulsá á Fljótsdal munu standa í ár og á ár- inu 2002. -GG Sól' og öryggisfilma • Stórminnkar sólarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri • Útilokar nánast útfjólubláa geisla og upplitun • Eykur öryggi f fárviðmm og jarðskjálftum • Eykur öryggi gegn innbrotum • Brunavarnarstuðull er F 15 • Einangrar gegn kulda, hita og hávaða • Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerflísum í andlit • Gerir bílinn/húsið glæsilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi sími 544 5770 ----7”----------- (J r val — gott í hægindastólinn HRÓI HÖTTUR 10 ÁRA • HRÓI HÖTTUR 10 ÁRA • HRÓI HÖTTUR 10 ÁRA ’Gildir á öllum Hróa Hattar pizzustöðum, gildir ekki með öðrum tilboðum, giidir ekki í heimsendingu, gildir til 28. júní 2001 pm<m Reykjavík/Kópavogur sími 55 44444 Vesturbær/Reykjavík sími 562 92 92 Hafnarfjörður sími 565 2525 Reykjavík: Fákafen 11, Langirimi 21, Hringbraut 119 Kópavogur Smiðjuvegur 2 Hafnarfjörður Hjallahraun 13 Akranes Skólabraut 14 sími 431 1200 Vestmannaeyjar Skólavegur 1 sími 481 3160 Selfoss Austurvegur 22 sími 482 2899 ísafjörður Mánagata 1 sími 456 5525 Motel Venus v/Borgarfj.brú sími 437 2345 Hunl35 -fjölskylda af tómatvörum UMBUÐALAUSNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.