Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Page 8
Viðskipti___________________________________________ Umsjón: Viöskiptablaðíö ^ Launahækkanir á Islandi úr takti við önnur lönd - undirrót viðskiptahallans, gengissigsins og verðbólgunnar Launaþróun i iðnaði i nokkrum löndum 1) ísland: Heildarniöurstaöa Kjararannsóknarnefndar Heimildir: DA Lönstatistik, nr. 1, juni 2002 Kjararannsóknarnefnd, júni_2001. Hagstofa íslands Launahækkanir hér á landi hafa verið algjörlega úr takti við flest þau lönd sem við berum okkur saman við milli þessa árs og síð- asta árs. Þetta er þó ekki eina tímabilið þar sem launahækkanir á íslandi hafa verið ríflegar en laun hafa hækkað mjög mikið frá árinu 1996 þegar laun tóku kipp frá því sem áður hafði verið á tíunda áratugnum og byrjuðu að hækka mjög mikið. í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn gaf út sökum þess að verðbólgan rauf 12 mánaða verð- bólgumarkmið bankans kom fram að þessar launahækkanir, sem hafa verið miklu ríflegri en launa- hækkanir á Norðurlöndunum, Evrópu og Bandaríkjunum, hafa átt hvað mestan þátt í þeim við- skiptahalla, gengissigi og verð- bólgu sem landinn hefur verið að horfa upp á síðustu mánuði. Samtök atvinnulífsins í Dan- mörku sendu nýlega frá sér yfirlit yfir launaþróun í nokkrum ríkjum frá 1. ársfjórðungi siðasta árs til 1. ársfjórðungs þessa árs. Löndin í samanburðinum eru 11 mikilvæg- ustu viðskiptalönd Danmerkur. Launabreytingar í þessum ríkjum voru að meðaltali um 3% á þessu tímabili sem er svipuð niðurstaöa og ársfjórðunganna á undan. Fram kemur í frétt frá Samtök- um atvinnulífsins að launabreyt- ingar voru mestar í Finnlandi, eða um 5%, og hafa vaxið töluvert frá árunum á undan þegar þær voru á bilinu 3-4%. Frakkland kemur þar fast á eftir meö 4,8%. í Noregi og Hollandi hafa launabreytingar einnig farið vaxandi. Launabreyt- ingamar fóru hins vegar minnk- andi í flestum stóru ríkjanna, þ.e. Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bret- landi og Japan. í meðfylgjandi súluriti hefur launabreytingum á íslandi verið bætt við, skv. niðurstöðum Kjara- rannsóknamefndar. Þar kemur berlega í ljós að ísland sker sig verulega úr með margfalt meiri launabreytingu á þessu tímabili en að meðaltali í samanburðarríkjun- um. Eins og áður hefur komið fram á vef SA er meginskýringin á óvenjumikilli hækkun á íslandi á þessum tíma sú að tvær hækkanir vegna kjarasamninga áttu sér stað á umræddu tímabili. Því má búast við að þessi munur minnki veru- lega í næstu mælingum. Á hinn bóginn er það staðreynd að launa- breytingar, skv. mælingum Kjara- rannsóknarnefndar, hafa verið á bilinu 6-9% á síðustu árum eða tvöfalt til þrefalt meiri en að jafn- aði í helstu viðskiptalöndum. Á myndinni er einnig sýnd verðbólga á tímabilinu mars 2000 til mars 2001 skv. samræmdri neysluverðsvísitölu. í löndunum með mestu launabreytingarnar (utan íslands), Finnlandi, Frakk- landi og Bretlandi, óx kaupmáttur launa umtalsvert, og nokkuð í Danmörku og Noregi. í öðrum löndum stóð kaupmáttur í stað eða minnkaði örlítið. Vaxandi alþjóö- leg verðbólga undanfama mánuði hefur rýrt kaupmátt bæði austan hafs og vestan. Sem fyrr sker Is- land sig hins vegar úr í saman- burðinum en hérlendis óx kaup- máttur langt umfram verðlagsþró- un á þessu tímabili, eða um rúm- lega 9% sem er þrefalt meiri aukn- ing en þar sem hún er mest í sam- anburðarlöndunum. Skýrr gerist Workplace- ■ ■ Æ" J* ■■■ Workplace Systems Plc. í Bret- landi hefur gert samning við Skýrr hf. um sölu og dreifingu á Work- place. Workplace er háþróað kerfi fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir sem heldur utan um tímaskráning- ar starfsmanna, viðveru, vaktaáætl- anir og skipulagningu vakta. I frétt frá Skýrr hf. kemur fram að kerfið er mjög öflugt og hrað- virkt og byggir á lausnum frá Oracle með Oracle-gagnagrunn sem undirlag. Workplace er afar sveigj- anlegt kerfi sem setja má upp bæði sem sjálfstætt kerfi eða sem viðbót við Oracle e-Business Suite-starfs- manna- og launakerfi ásamt Oracle- flárhagskerfinu. Workplace er veflægt kerfi og einn helsti styrkleiki þess felst í hversu notendavænt það er. Lögð er rík áhersla á sjálfsafgreiðslu, þannig að bæði yfirmenn og al- mennir starfsmenn geti notað öflug skýrslugerðartól til aö nálgast þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang að. í kerfinu er lögð áhersla á skil- virkni upplýsinga (hraða, bestun lausna, bæði með tilliti til vinnuafls og þjónustu), sveigjanlegan vinnu- tíma, stuðning við opinberar laga- setningar (t.d. tilskipanir Evrópu- sambandsins) og skipulagningu á starfsemi með tilliti til vinnuafls. Auk þess er hægt að tengja skipu- lagningu á starfsemi við annan bún- að fyrirtækja og stofnana, svo sem tæki og húsnæði. , i'j’ki jjérvænt um cinlivcm SjfftaþiiltiÍKlihunitl 'É;.'(ÍW pwáir AJuííum áffnps! Flugleiðir selja hlutabréf í France Telecom og flugvélavarahluti - 515 milljón króna söluhagnaður Flugleiöir selja Flugleiöir hafa gengiö frá sölu flugvélavarahluta meö 230 milljóna kröna sölu- hagnaöi. Fyrst og fremst er um aö ræöa sölu á hreyfli í Boeing 737-400. Hlutabréf Flugleiða í flarskipta- fyrirtækinu France Telecom hafa verið seld með 285 milljóna króna hagnaði. Sala Flugleiðabréfanna í France Telecom var hluti af sölu á hlutabréfum fleiri flugfélaga í fyrir- tækinu. Flugleiðir eignuðust þessi hlutabréf þegar France Telecom keypti flarskiptafyrirtækið Equant sem Flugleiðir áttu hlut í. France Telecom greiddi Flugleiðum og öðr- um flugfélögum fyrir Equant með eigin bréfum. Fjarskiptafyrirtækið Equant var dótturfyrirtæki SITA, flarskiptafyr- irtækis flugfélaga, og flugfélög eign- uðust hlut í Equant í hlutfalli við viðskipti sín við SITA á tilteknu árabili. Þá hafa Flugleiðir gengið frá sölu flugvélavarahluta með 230 milljóna króna söluhagnaði. Fyrst og fremst er um að ræða sölu á hreyfli í Boeing 737-400-flugvél. Flugleiðir hafa fækkað í Boeing 737-flota sín- um undanfarin ár og á næsta ári fara tvær síðustu vélar félagsins þeirrar gerðar úr flotanum. Því hef- ur verið unnið að sölu hluta af vara- hlutalager þessarar flugvélagerðar þar sem verðmestu hlutimir eru varahreyflar. Mikil aukning húsbréfaútgáfu í júní Heildarflárhæð sam- þykktra lána í húsbréfa- kerfinu í júní var 2.777 milljónir króna sem er 35,7% aukning frá júní í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins er heildarflárhæð samþykktra lána nánast sú sama og á fyrri hluta síðasta árs. Heildarflárhæð sam- þykktra lána hækkar mik- ið i júní þrátt fyrir að flöldi innkominna um- sókna um húsbréfalán fækki um 8,6% frá þvi i júní í fyrra. Áætlað markaðsverð húsbréfa, sem gert er ráð fyrir að gefin verði út í tengslum viö þessi lán, er 2.488 milljónir í júní samanborið við 1.834 milljónir í júní í fyrra. Það jafngild- ir einnig 35,7% aukningu á milli ára. Áætlað markaðsverð útgefinna húsbréfa fyrstu sex mánuði ársins er 13.317 milljónir króna samanbor- ið við 13.832 milljónir á fyrri helm- ingi síðasta árs. Þróunin vonbrigði Þróunin í húsbréfaútgáfu síðustu tvo mánuði verður að teljast nokkur vonbrigði en aukin ásókn í húsbréf gefur til kynna að ekki sé að draga úr umsvifum í byggingafram- kvæmdum. Framan af ári var samdráttur í heildarflárhæð samþykktra húsbréfalána og var um að ræða yfir 20% sam- drátt bæði í mars og apríl sl. frá sömu mánuðum árið áður. í maí reyndist heildarfiárhæð samþykktra húsbréfalána hins vegar 13,9% meiri en í mai í fyrra og eins og áður segir er aukningin í júni 35,7%. Á heildina litið er heildar- flárhæð samþykktra húsbréfa- lána það sem af er ári nánast sú sama og á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs en áætlað markaðsverð er örlítið lægra vegna aukinna affalla af húsbréfum. Athygli vekur aftur á móti að flöldi innkominna umsókna um húsbréfalán dregst saman um tæp 8% sem gefur til kynna að hver lántakandi sé að fá hærra húsbréfa- lán en í fyrra að jafnaði. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 5000 m.kr. Hlutabréf 70 m.kr. Húsbréf 2900 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Baugur 32 m.kr. © íslandsbanki 7 m.kr. © Flugleiðir 4 m.kr. MESTA HÆKKUN © Össur 1,1% o o MESTA UEKKUN © Flugleiðir 4,1% © Íslandssími 3,6% © Pharmaco 1,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1042 stig - Breyting © 0,03 % T-Mobile ætlar að vaxa og lækka verð Þýska far- símafyrirtækið T-Mobile, sem er dótturfélag Deutsche Tel- ekom, ætlar að lækka verð og halda áfram að stækka með kaupum á öðr- um farsímafyr- irtækjum. Með því vonast stjóm- endur T-Mobile til að geta ógnað yf- irburðastöðu breska farsímafélags- ins Vodafone á Evrópumarkaði. Rene Obermann, sem stýrir rekstri T-Mobile í Evrópu, segir að ástæða sé fyrir T-Mobile að hafa áhyggjur af langtíma-samkeppnis- stöðu gagnvart Vodafone. Til þess að treysta hana sé nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut að stækka T-Mobile og að lækka verð. Þessi stefna kemur nokkuð á óvart því á fiármálamörkuðum hafði almennt verið búist við að T- Mobile myndi draga úr vexti en ein- beita sér að því að ná tökum á nú- verandi starfsemi í kjölfar 25 millj- arða dollara yfirtöku á bandaríska farsímafélaginu VoiceStream. Hægir á hag- vexti í Kína Hægt hefur á hagvexti í Kína á öðrum ársflórðungi þar sem dregið hefur úr eftirspum eftir útflutningi alþýðulýðveldisins. Talið er að verg landsframleiðsla hafi aukist um 7,8% á öðrum ársflórðungi á árs- grundvelli. Hagvöxtur á fyrsta árs- flórðungi var 8,1%. Útflutningur dróst saman í júní í fyrsta skiptið í tvö ár og var undir- rótin að því minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Japan. Á fyrri helmingi ársins jókst útflutningur um 8,8% samanborið við 38,3% aukningu á sama tímabili árið 2000. Útflutningur nam alls einum flórða af landsframleiðslu Kína í fyrra. 17.07.2001 kl. 9.1S KAUP SALA WlfiPollar 102,690 103,210 fesÍSPund 143,250 143,980 O±0Kan. dollar 66,850 67,260 BSpönsk kr. 11,7380 11,8030 i i-t—INorsk kr 10,9550 11,0150 ; SSsænsk kr. 9,5050 9,5570 H—^FI. mark 14,6941 14,7824 ÍFra. franki 13,3191 13,3991 : (_J Belg. franki 2,1658 2,1788 Q! Sviss. franki 57,7700 58,0900 | QhoII. gyllini 39,6456 39,8838 ^ ”ÍÞýskt mark 44,6702 44,9386 jit. líra 0,04512 0,04539 (£jAust. sch. 6,3492 6,3874 ’ j Port. escudo 0,4358 0,4384 14-, ,Spá. peseti 0,5251 0,5282 ; i_*Jjap. yen 0,81770 0,82260 i |_Vjírskt pund 110,933 111,600 SDR 127,7700 128,5300 : EUecu 87,3673 87,8923 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.