Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Qupperneq 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 I>V Dvölin gestun- um mikils virði Botni eru alls þrettán tals- ins og skipta þeir meö sér vöktum. „Starfið hér er ákaflega gefandi og hjá flestum sé ég framfarir milli ára. Það sýnir okkur að þjónusta við fatlaða á Akureyri er góð,“ bætir hún við. Margt er til gamans gert á Botni. „Við erum mikið á ferðinni og í sumar höfum við til dæmis farið til Hríseyjar, í báts- ferðir inn að Hólavatni og einnig i Kátar stelpur Dís Pálsdóttir, starfsstúlka í Botni, ásamt þeim Láru Magnúsdóttur og Maríu Rún Guömundsdóttur. „Dvölin ergestum ákaflega mikils virði, “ segir forstöðumaöurinn. styttri skemmtireisur, til dæmis i Kjamaskóg, Vaglaskóg, Leyningshóla og til Dalvíkur," segir Hrönn. Reynt er að fara í sund daglega og einnig eru hestar á staðnum í flórar af þessum sex vikum. Þá er teymt undir gestunum á Gamla- Jarpi, traustum bamahesti sem fer aldrei hraðar en fetið. Seta á hesti þjálf- ar vel jaínvægisskyn gestanna, en einnig gerir útiveran þeim gott - rétt eins og öll veran í sveitasælunni á Botni. -sbs - innlit í sumarbúðir fyrir fatlaða að Botni í Eyjafjarðarsveit „Dvölin hér er gestunum ákaflega mikils virði, bæði er það tilbreytingin og einnig reynum við að gera sitthvað skemmtilegt með þeim sem þjálfar þau og styrkir á ýmsa lund,“ segir Hrönn Haraldsdóttir sem er forstöðumaður sumarbúðanna að Botni í Eyjafjarðar- sveit. Þær em starfræktar í um sex vikur á sumri hverju en þangað koma fatlaðir einstaklingar, flestir Akureyr- ingar ungir að áram, til dvalar í eina til þrjár vikur. Margir hafa komið sumar eftir sumar. Þeir sem dveljast á Botni eiga allir við einhvers konar andlega fótlun að stríða og sumir einnig líkamlega. „Dvöl í sumarbúðum stendur öllum fótluðum sem búa í foreldrahúsum á Akureyri til boöa, annaðhvort hér eða á Vestmannsvatni í Aðaldal. Þetta er gestunum og foreldrum þeirra mikils virði," segir Hrönn. Starfsmennimir á MYND SBS Meö hressum strákum „Starfið hér er ákaflega gefandi, “ segir Hrund Hauksdóttir. Hún er hér með tveimur hressum strákum sem dveijast í sumar í Botni, þeim Bald- vini Steini Torfasyni og Guð- mundi Rúnari Bjarnasyni. A Gamla-Jarpi Hestamennskan þjálfar gestina í Botni ákaflega vel, ekki síst jafnvægisskyn þeirra. Hér sést Hrafnhildur Sigurvinsdóttir á hestbaki og ánægjusvipurinn ieynir sér ekki. Kynlrf Ilmur úr krika Ragnheiöur Eiríksdóttir skrifar um kynlíf Nú er sumar, gumar eru glaðir og graöir og ekki síður sprundirnar. Þó svo að kvikasilfrið í íslenskum hitamælum skríði sjaldan upp fyrir töluna tuttugu látum við það ekkert á okkur fá og göngum um hæfilega léttklædd eins og á að gera þegar dagatalið segir sumar. Aldrei fáum við að sjá meira hold á fornum vegi, strax og sólin glennir sig hið minnsta flettir hver einasti kjaftur sig klæðum og kastar sér svo á nær- liggjandi grasblett. Skemmtilegast er að koma niður í bæ þar sem búk- arnir liggja í normaldreifingu um allan Austurvöll, rónar og annað ógæfufólk í jaðri, nýríkir verðbréfa- buxnalallar á hinum endanum og almennur pöpull allt á milli. Sum- um finnst kynlíf og samdráttur manna í millum aukast til muna yfir sumarmánuðina og eflaust hef- ur allt þetta holdsins flagg sitthvað að segja í því máli. Þó er annar hlut- ur sem tengist nektinni sem er lík- lega mikilvægari en hið sjónræna áreiti. Það eru ferómónin, lyktar- laus boðefni sem hver einstaklingur gefur frá sér og hafa áhrif á aðra einstaklinga í umhverfinu. Menn og dýr Ferómón hafa lengi verið þekkt fyrirbæri í dýraríkinu. Hrygna gef- ur frá sér ferómón sem fær svilfisk- inn til að fjórfaldast á einni nóttu. Drottningin í býflugnabúi kemur í veg fyrir að hinar kvenflugurnar í búinu verði kynþroska með ferómónum sem hún dælir út í um- hverfið. Margar tegundir dýra, allt frá úlfum til uxa, nota ferómón í þvagi til að merkja sér landsvæði. Dýr nema ferómón frá öðrum dýr- um með litlu lífíæri í nefholinu sem kallast á erlenda tungu „vomerona- sal organ“ en á íslensku plógs- og neflíffæri (afskaplega þjált heiti sem öðlingurinn hann Aðalsteinn hjá Orðabók Háskólans hjálpaði mér að finna). Lengi vel var haldið að hjá mannfólki hætti þetta liffæri að virka skömmu eftir fæðingu og þess vegna værum við hafin yfir áhrif þessara lyktarlausu boðefna. Þetta var þó afsannað af prófessornum David Berliner fyrir rúmum 30 árum, hann komst að því að frá þessu líffæri liggja taugabrautir upp i heila, þannig að nú er vitað og við- urkennt að ferómón hafa bein áhrif á hegðun manna líkt og annarra dýra merkurinnar. Nærbolir í kössum Þekktasta dæmið um áhrif ferómóna er þegar konur sem eru í nánu daglegu samneyti, s.s. á heim- ili eða vinnustað, verða smám sam- an samtíða. Tíðahringir þeirra still- ast saman fyrir áhrif ferómóna. Á þessu fyrirbæri gerði dr. Winnifred Cutler fræga tilraun kring um 1970 en hún uppgötvaði líka að konur sem komust reglulega í snertingu við ilm úr handarkrika karlmanns höfðu reglulegri tíðahring en konur sem gerðu það ekki. í annarri sviss- neskri rannsókn, sem ef til vill var ekki sérlega lekker í framkvæmd, voru konur látnar þefa af óhreinum nærbolum karlmanna sem voru vandlega varðveittir i loftþéttum kössum. Eftir þefprófið voru þær beðnar að meta hvaða ilmur þeim þótti mest örvandi kynferðislega. Þær konur í tilrauninni sem voru frjóar völdu ilm þeirra manna sem höfðu ónæmiskerfi sem ólíkast þeirra eigin - voru sumsé líklegast- ir til að leggja til gen sem gætu sem best tryggt afkomu afkvæmanna. Konur sem voru á hinn bóginn á pillunni, og þar með ekki frjóar, völdu hins vegar karlana með ónæmiskerfi sem líkust þeirra eig- in. Svissnesku vísindamennirnir ályktuðu að með því væru konurn- ar að velja þá sem væru sem líkast- ir þeirra eigin Qölskyldumeðlimum og þar með ólíklegastir til að gera tilraun til að sá sínu sæði í þeirra líkama. Sumsé konur sem eru á pill- unni halda sig heima hjá pabba gamla en við hinar förum á Hverfis- barinn að leita að slæmu strákun- um! Taktu mig, tarfur Hver kannast til dæmis ekki við að hafa fundið fyrir einkennilegu aðdráttarafli annars einstaklings, einhvers sem er kannski ekki einu sinni hugguleg/ur eða aðlaðandi að öðru leyti en samt er það eitthvað, eitthvað sem er ekki hægt að út- skýra sem dregur okkur að þessum aðila svo undrun má sæta. í svona tilfellum má nærri slá því föstu að þar séu ferómónin að verki. Allir á Netið í Ameríku hafa verið sett á markað nokkur ilmvötn sem eiga að líkja eftir ástarferómónum mann- anna. Dr. Winifred, sem gerði hand- arkrikarannsóknina sem nefnd er hér að ofan, sá fljótlega að á ferómónum væri hægt að græða fúlgur og stofnaði „The Athena Institute" sem sérhæfir sig í fram- leiðslu ástaraukandi ilmefna. í rannsókn sem stofnunin stóð fyrir kom í ljós að 74% þeirra sem próf- uðu að nota ilmefnin fundu mark- tæka aukningu á keleríi, kossum og kynlifi. David Berliner, faðir plógs- og neflíffærisins, er líka kominn á fullt í bissness og framleiðir nú ilm undir heitinu Realm. Og þá er bara að skella sér á góða leitarvél á Net- inu ... Ragnheiður Eiríksdóttir er vellyktandi hjúkrunarfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.