Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 X>V Helgarblað Fjöldahreyfinq « sértrúarsofnuoi Forn kínversk fræði Li Hongzhi, eða meistari Li stofnandi Falun Gong, segir að samtökin byggist á ævafornum kín- verskum fræðum sem stuðla að ræktun líkama og sálar. Fræðin höfðu einungis borist frá lærimeistara til lærlings í margar aldir þar til hann byrjaði að kenna almenningi þau árið 1992. eða íur [ dag er talið að rúmlega eitt hundr- að milljón manns iðki Falun Gong. Af þeim eru sjötíu milljónir í Kína. Iðkendur Falun Gong neita því að um trúarbrögð sé að ræða. Stjórnvöld í Kina segja aftur á móti að iðkendurnir séu hjörð í hættulegum sértrúarsöfnuði sem líkja má við áhangendur Davids Koresh í Waco, Aum í Japan og Hliði himinsins en allir þessir söfnuðir hafa stuðlað að dauða fjölda áhang-enda sinna. Ágreiningur um túlkun Eftir að Li Hongzhi fór að kenna fræðin skráir hann samtökin hjá opin- berum aðilum. Falun Gong lenti fljót- lega upp á kant við stjórnvöld vegna mismunandi túlkunar á hugmyndafræði samtakanna. Skömmu síðar fara stjóm- völd að hafa áhyggjur af vinsældum Falun Gong og hversu margir meðlimir flokksins aðhyllast hugmyndafræðina. Li Hongzi til Bandaríkjanna Li Hongzhi yfirgaf Kína 1996 og flutti í Bandaríkjanna þar sem hann heldur fyrirlestra um Falun Gong. Kínverska stjórnin segir að hann hafi stungið af og lifi nú í vellystingu fyrir peningana sem hann hafði af saklausu fólki. Mótmæli og refsiaðgerðir 25. apríl 1999 söfnuðust tíu þúsund meðlimir Falun Gong saman fyrir fram- an höfuðstöðvar komúnistaflokksins í Peking. 9. maí sama ár voru þrír stúd- entar reknir úr skóla fyrir að iðka Falun Gong. Iðkendur Falun Gong segja að skipulagðar ofsóknir hefjist um svipað leyti. Fólk er handtekið og efni tengt Falun Gong gert upptækt. Samtökin bönnuð Stjórnvöld bönnuðu Falun Gong í Kína 22. júlí 1999. Samtökin voru sökuð um lygar og að grafa undan stjórnvöld- um í landinu. Nokkrum dögum síðar var gefin út handtökuskipan fyrir Li Hongzi og hann sagður bera ábyggð á dauða fjölda fólks vegna lyga um lækninga- mátt Falun Gong. Morð eða sjálfsmorð Fyrir nokkrum árum kveiktu fimm fé- lagar Falun Gong í sér á Torgi hins himneska friðar til að mótmæla ofsókn- um stjórnvalda. Síðastliðin tvö ár hafa stjórnvöld í Kína lagt mikla áherslu á að útrýma samtökunum í landinu og brugðist hart við ef iðkendur Falun Gong safnast saman. Fyrir skömmu greindu stjórnvöld frá því að tíu meðlimir samtakanna hefðu framið sjálfsmorð á bak við lás og slá. Iðkendur Falun Gong saka stjórn- völd aftur á móti um morð og nauðg- anir. -Kip Falun Gong til íslands: Streitulosun fyr- ir líkama og sál „Falun Gong eða Falun Dafa er kerfi sem er ætlað að fága og styrkja lík- amann, hugann og andann," segir Lili- an Staf sem hefur iðkað Falun Gong í nokkur ár. Lilian er hér á landi í fríi en ætlar að bjóða upp á þriggja daga nám- skeið í fræðunum. Fimm einfaldar æfingar Falun Gong er upprunið í Kína og er stundum sagt vera fomt afbriðgi af Qi- gong sem er kínversk útgáfa af jóka. Það var fyrst kynnt almenningi árið 1992 og er nú iðkað af meira en eitt hundrað milljón manns í fjörutíu lönd- um. Lilian segir að Falun Gong byggist á fimm einfóldum æfingum þar sem lögð er áhersla á að styrkja hjartað og hug- ann. „Æfingamar stuðla að streitulos- un og alhliða líkamlegu og andlegu heilbrigði. Iðkendur verða heilbrigðari, umburðarlyndari og heiðarlegri og eru betur undir það búnir að þola steituna sem fylgir daglegu lífi.“ Að sögn Lilians henta æfmgarnar fólki á öllum aldri og getur fólk stund- að þær í hóp eða eitt sér. „Samfara auk- inni samhyggð og umburðarlyndi stuðlar reglubundin iðkun Falun Gong að hugarró og jafnvægi í samskiptum fólks.“ Ekkert gjald fyrir kennslu Lilian segir að Kínverjinn Li Hongzhi hafi byrjað að kenna fólki hreyfingamar i Falun Gong árið 1989. „Þetta var litill hópur fólks sem hittist reglulega í almenningsgarði. Hópurinn stækkaði ört og rannsóknarstofnun á vegum ríkisins fékk áhuga á hugmynd- inni og gerði ýmiss konar athuganir og mælingar á fólkinu. Eftir þriggja ára athuganir komst Rannsóknarstofnunin að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri Samsæris- kenning um Falun Gong „Persónulega held ég að stjórn- in í Kína sé hrædd um að Falun Gong geti orðið stjórnmála- afl í landinu. Stjómin er búin að gera sér upp einhvers konar samsæriskenn- ingu um að Li Hongzhi eða aðrir iðkendur. Falun Gong geti notað fjöldann sem aðhyllist hreyfmguna til að steypa komúnista- flokknum af stóli. Það er fleira fólk í Kína sem iðkar Falun Gong en er skráð í komúnistaflokkinn og það eru líka GUANGTONG Ll- ANGJI FA Æfmgin blandar sam- an ytri og innri orku. Orkustreymiö í gegn- um skrokkinn er mik- iö og iðkendur hreinsa líkamann á skömmum tíma. 4. FALUN ZHOUTIAN FA Himnesk hringrás Falun gerir orkunni kleift aö flæöa fram og til baka milli yin og yang. Orkan leiðréttir og kemur jafnvægi á starfsemi líkamans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.