Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 21
21
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
margir háttsettir meðlimir flokksins
sem stunda æflngamar.
Falun Gong er ekki stjórnmálaafl
heldur mannræktarhreyfing og póli-
tískar skoðanir fólks eru einkamál
hvers og eins, þannig að að stjómin
hefur ekkert að hræðast."
Ofsóknir
Samkvæmt upplýsingum sem er að
finna á heimasíðunni www.falinin-
fo.net skipaði Jiang Zemin forseti svo
fyrir að Falun Gong skyldi vera útrýmt
í Kína fyrir 1. október árið 2000. Það
tókst ekki. Þúsundir iðkenda héldu
áfram að mæta á Torg hins himneska
friðar og mótmæla banni stjómarinnar
á friðsamlegan hátt.
Frá þvi að samtökin voru bönnuð 22.
júlí 1999 hafa rúmlega tvö hundmð og
flmmtíu meðlimir Falun Gong látist af
völdum pyntinga í fangelsi. Meira en
þúsund manns hafa verið dæmdir í allt
að 18 ára fangelsi eða lokaðir inni á
geðveikrahælum og rúmlega tíu þús-
und sendir í endurhæflngu á vegum
flokksins.
Ennfremur segir að kínverska
stjómin dreifi röngum upplýsingum
um iðkendur Falun Gong og að stuðn-
ingsmenn þeirra í Evrópu hafl orðið
fyrir óþægindum og jafnvel verið hótað
öllu illu af útsendurum stjórnarinnar í
Peking.
Meölimir Falun Gong fremja
ekki sjálfsmorð
„Það urðu margir hissa þegar stjóm-
in í Kína hélt því fram að iðkendur
Falun Gong hefðu framið
fjöldasjálfsmorð í fangelsi.
Þetta stenst ekki þvi ein af
grunnhugmyndum Falun
Gong er að taka ekki líf,
hvorki sitt né annarra.
Á blaðamannafundi í
tengslum viö atburðinn
var talsmaður stjómarinn-
ar spurður hvemig yfir-
völd gætu haldið því fram
að saklaust fólk sem væri
pyntað og drepið í fangelsi
hefði framið sjálfsmorð.
Svarið sem fékkst var á þá
leið að stjómin hótaði
fóngunum lífláti ef þeir
skrifuðu ekki undir yfir-
lýsingu sem fordæmdi
Falun Gong. Ef þeir neita
áfram að skrifa undir jafn-
gildir það sjálfsmorði því
þeir vita að þeir verða
drepnir."
Námskeið í
Hljómskálagaröinum
Lilian Staf mun, ásamt
fleiri kennurum, verða
með kynningamámskeið á
aðferðum og heimspeki
Falun Gong í Hljómskála-
garðinum, undir styttunni
af Jónasi Hallgrímssyni,
klukkan 18:00 í dag. Lilian
verður sjálf með svipað
námskeið á sama stað og
tíma 31. júlí.
-Kip
t>. ancNIUNli JIAUHI FA
Þessi æfing eykur aft og styrkir „gong“ orku. Iðk-
endur virkja Falun með búddískum handahreyf-
ingu. Mjög mikil orka safnast í kringu fólk á með-
an það gerir þessa æfingu. Henni var lengi haldið
leyndri fyrir almenningi.
Falun Gong bannað í Kína:
Hættulegur sér-
trúarsöfnuður
Kínversk stjórnvöld bönnuðu
starfssemi Falun Gong í Kína 22.
júlí 1999 og sökuði Li Hongzhi,
stofnanda samtakanna, um að
ljúga að almenningi og grafa und-
an stjórninni. í yfirlýsingu stjórn-
arinnar var sagt að samtökin
væru bönnuð vegna þess að kín-
versk alþýða krefðist þess.
Gervivísindi
Stjórnvöld hófu snemma af-
skipti af Li Hongzhi og Falun
Gong. Árið 1996 birti Guangming
Daiiy, eitt stærsta dagblað í Kína,
langa grein þar sem bók Li, Zhu-
an Falun, var fordæmd sem
þvæla og gervivísindi. I apríl
tveimur árum seinna var greint
frá þvi í fjölmiðlum í Kina að
nokkrir meðlimir Falun Gong
hefðu látist eftir að þeir neituðu
læknisaðstoð af trúarlegum
ástæðum og mánuði síðar var
sagt frá læknisnema sem lamast
við iðkun Falun Gong.
„The Killer Cult“
Samkvæmt skilgreiningu stjóm-
valda í Kína er Falun Gong hættu-
legur sértrúarsöfnuður sem stefnir
lífi og heilsu meðlima sinna í
hættu og aö Li Hongzhi hafi ein-
ungis áhuga á að hagnast sem mest
á samtökunum til að geta lifað rík-
mannlegu lífi það sem eftir er æv-
innar.
í sendiráðum Kína um allan
heim er hægt að nálgast upplýsing-
ar um afstöðu stjórnarinnar til
samtakanna. Stjómvöld hafa gefið
út fjölda bæklinga og að minnsta
kosti tvo mynddiska sem fjalla um
Falun Gong. Á diskunum, sem því
miður eru á kínversku og nefnast
„Falun Gong - The Killer Cult“ og
„The Lesson And Price of Evil
Cults" eru myndir sem sýna Li
Hongzhi „lækna“ safnaðarmeðlimi
með handayfirlagningu og trúar-
hita. í framhaldi af því eru viðtöl
viö fársjúkt fólk sem hefur yfirgef-
iö samtökin og leitaö sér lækninga
á sjúkrahúsi. Diskarnir sýna
einnig myndbrot þar sem hermenn
berjast við að slökkva eld á fólki
sem kveikti í sér á Torgi hins
himneska friðar til að mótmæla
banni stjórnarinnar á Falun Gong.
Þar má einnig sjá hræðilega
brunnin lík sjálfsmorðssveita
Falun Gong.
Stjórnvöldum er alvara
Kínversk stjómvöld hika ekki
við að kalla Falun Gong sértrúar-
söfnuð og líkja söfnuðinum við
fylgjendur Davids Koresh í Waco
og Aum í Japan sem olli dauða
fjölda saklausra borgara með því
að sleppa saríngasi í neðanjarðar-
kerfi Tokyo-borgar fyrir nokkrum
árum.
Aðgerðir kínverskra stjórnvalda
sýna ótvírætt að þau taka Falun
Gong alvarlega, hvort sem það
stafar af umhyggju fyrir velferð
fólksins eða einhverri annarri
ástæðu. -Kip
Amnesty International:
Ofsóknir gegn
Falun Gong
Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdótt- Kínversk
ur, forstöðumanns íslandsdeildar stjórnvöld
Amnesty International, hafa með- hafa hert að-
limir Falun Gong verið handteknir, gerðir gegn
hlotið óréttláta dómsmeðferð og ver- Falun Gong
ið fangelsaðir og pyntaðir af stjórn- og eru hundr-
völdum í viðleitni þeirra til að uð meðlima í
stööva starfsemi samtakanna. endurhæf-
Kínversk stjórnvöld bönnuðu ingu um óá-
Falun Gong í Kína í júlí 1999 og er kveðinn tíma
talið að 93 iðkendur hafi látist í ásamt nokkur
fangelsi. Sum dauðsföllin eru rakin hundruö þús-
til sjálfsmorða en önnur eru talin und öðrum
stafa af meiðslum sem fangarnir landsmönn-
hlutu þegar matur var neyddur ofan um.
í þá. Flest eru þó rakin til pyntinga. -Kip
Torg hins himneska frlðar
Stór hóþur iökenda Falun Gong var handtekinn á Torgi hins
himneska friðar 1. janúar 2001.
Sérstaklega snyrtilegt
Sigrún Jóhannsdóttir og Heiöar Alexandersson að Englavegi 71 á Selfossi
fengu viðurkenningu fyrir sérstaklega snyrtilegan garð. Það sem vekur ekki
síst athugli er baklóðin sem er búið að ieggja mikla vinnu í.
Skrautblómin sól-
vermd í hlýjum garði
- fallegustu garðar á Suðurlandi verðlaunaðir.
Það hefur stundum verið haft á
orði að á Selfossi sé einhver falleg-
asti og gróðursælasti bær landsins -
og sagt hefur verið að þar fari fólk í
gróðurstörfin áður en það flytur inn
í nýbyggð hús sín. í Sveitarfélaginu
Árborg - sem Selfoss er nú orðinn
hluti af - hefur til fjölda ára
tíðkast að velja á sumri
hverju fallegustu garðana
og veita eigendum þehra.
viðurkenningu. Fjölmargar
ábendingar bárust um-
hverfisnefnd sveitarfélags-
ins þegar skera átti úr um
fallegustu garðana að þessu
sinni, enda eru víða „...
skrautleg suðræn blóm, /
sólvermd í hlýjum garði“
,eins og Jón Helgason yrkir
í Áföngum. Niðurstaðan
varð loks sú að þrír garðar
á Selfossi fengu viðurkenn-
ingu í ár og einn á Stokks-
eyri og annar á Eyrar-
bakka.
Afreksvöllur -
en nú unaðsreitur
Meðal þeirra i Árborg sem fengu
viðurkenningu fyrir fallegan heim-
ilisgarð voru hjónin Hafsteinn Þor-
valdsson og Ragnhildur Ingvarsdótt-
ir sem búa að Engjavegi 28 á Sel-
fossi. „Við höfum ekki lagt miklar
rækt við garðyrkjustörfin fyrr en
nú á allra síðustu árum eftir að við
hættum að vinna,“ segir Ragnhildur
Ingvarsdóttir. Þau Hafsteinn fluttu
inn í hús sitt fyrir réttum fjörutíu
árum og segir Ragnhildur að lengi
Blómstur í Baugstjörn
Fanney Stefánsdóttir og Guðjón Þór
Emilsson í garðinum sínum að Baug-
stjörn 29 sem fékk viðurkenningu
fyrir ungan garð í mikilli uppbyggingu
með mikla framtíðarmöguleika.
framan af hafi garðurinn góði verið
íþróttavöllur fyrir krakkana í hverf-
inu. „Þau gátu hvergi annars staðar
verið að leika sér.“ - En garðurinn
kom þó að góðu gagni þannig, enda
hafa börn Ragnhildar og Hafsteins
verið mikið afreksfólk í íþróttum,
þeirra á meðal er Vésteinn Haf-
steinsson kringlukastari.
Hafsteinn segir að í garðinum
góða séu ýmsar trjáplöntur, svo sem
birki og barrtré en einnig mikið af
sumarblómum. „Stjúpurnar eru fal-
legastar,“ segir hann - og bætir við
að í garðinum hafi hann sett upp
sólpalla og á veggi hafi hinn drátt-
hagi húsamálari Selfyssinga, Her-
bert Granz, málað landslagsmyndir.
Einnig hefur Hafsteinn í garðinum
gömul amboð og eftirlíkingu af
gömlum íslenskum torfbæ - og
kveðst með því vera að rifja upp
gamla daga í sveitinni heima.
Glæsilegar garöyrkjustöðvar
Þá afhenti Samband sunnlenskra
kvenna í vikunni viðurkenningu til
eigenda fjögurra snyrtilegustu garð-
yrkustöðvanna í Árnessýslu. Þær
viðurkenningar fóru að þessu sinni
til Áslaugar Sverrisdóttur og Sveins
Á. Sælands sem reka garðyrkjustöð-
ina Espiflöt í Hrunamannahreppi;
Ragnars Kristjánssonar og Mildrid
Irene Steinberg í Flúðasveppum;
Guðjóns Birgssonar og Helgu Karls-
dóttur á Melum á Flúðum og Helgu
Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggerts-
sonar að Kjarri í Ölfusi. -NH/-sbs
Vel gróinn
Garður Hafsteins Þorvaldssonar og Ragnhildar
Ingvarsdóttur við Engjaveg á Selfossi. Vel gró-
inn og ákaflega snyrtilegur eldri garður sem
áður var íþróttavöllur.
Glæsilegar garðyrkjustöðvar
Eigendur fjögurra snyrtilegustu garöyrkjustöövanna í Árnessýslu, ásamt for-
ystukonum Samþands sunnlenskra kvenna er, samþandið verölaunaði þá.