Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 X>v ________________________________________________________________________________________ Helgarblað af þýska orrustuskipinu Bismarck 24. maí 1941. Þegar H.M.S. Hood, stolt breska flotans, var skotið niður: Orrustan viö ísland - eini eftirlifandi skipverjinn minntist félaganna við vota gröf H.M.S. Hood Þetta flaggskip breska flotans var sannarlega tignarlegt fley. Breska orrustubeitiskipið Hood, eða „Mighty Hood,“ eins og Bretar kölluðu það, var stolt breska flotans og frægasta herskip síns tíma. Ferli þess lauk í seinni heimsstyrjöldinni þegar það var skotið niður þann 24. maí 1941 á Grænlandssundi vestur af íslandi af þýska orrustuskipinu Bismarck. Með Hood fórust 1.415 manns, aðeins þrir komust lífs af og er einn þeirra enn á lífi. Sjónvarpsstöðin Channel 4 gerði út leiðangur á dögunum til að leita að hinu sokkna stolti Breta. Á mánudag fundu þeir flak skipsins eftir nokkra leit þar sem það liggur á 3000 metra dýpi á Grænlandssundi um 250 sjómílur í hávestur af Reykjanesi. Eini eftirlifandi skip- verjinn, Ted Bricks, hélt á staðinn frá Grindavík með lóðsinum frá Vestmannaeyjum á þriðjudag. Eftir um 25 tíma siglingu var komið að þeim stað þar sem Hood sökk. Þar var haldin minningarathöfn um skipsfélaga hans á Hood. Minning- arskildi með nöfnum skipverjanna sem fórust með H.M.S. Hood var komið fyrir með aðstoð kafbáts við flak skipsins á fimmtudag. Krans var einnig lagður á hafflötinn yfir flaki herskipsins. Meira en 10.000 menn gegndu her- þjónustu um borð í Hood á árunum 1920 til 1941. Árið 1975 stofnuðu fjöl- margir þeirra, ásamt skipasmiðum og þeim þrem sem komust lífs af í síðustu sjóferð skipsins, samtökin „H.M.S. Hood Association." Stolt Breta Kjölurinn að Hood var lagður 1. september 1916. Skipið var síðan sjósett 22. ágúst 1918. Hood var 262,2 metrar að lengd og 32,2 metrar á breidd og búið átta 15 þumlunga (38 cm) fallbyssum. Hood var nokkru lengra en öflugasta orrustuskip Þjóðverja, Bismarck. Hood taldist vera 43.144 tonn við venjulegar að- stæður en 49.136 tonn fulllestað. Ganghraði skipsins var 30-31 hnút- ur. Það hafði aðeins einu sinni tek- ið þátt í hernaðarátökum áður en það mætti örlögum sínum vestur af íslandi. Það var árið 1940 er skipið skaut á franska flotann fyrir utan strönd Norður-Afríku skömmu eftir að Frakkland féll í hendur Þjóðverj- um. Stolt þýska flotans Bismarck var hleypt af stokkun- um 14. febrúar árið 1939 og ávarpaði Hitler sjálfur mikinn fjölda fagn- andi áhorfenda. Bismarck hafði þá verið í smíðum í Hamborg síðan 1936. Skipið var 251 metra langt og 36 metra breitt um miðjuna. Vegna ákvæða samkomulags sem gert var í London 1935 um hemaðaruppbygg- ingu Þýskalands var Bismarck opin- berlega ekki talið nema 35 þúsund lestir að stærð. Skipið var þó í raun ólestað 41.700 tonn en fullhlaðið 50.900 tonn. Það var vel vopnað og m.a. búið átta 15 þumlunga faUbyss- um í fjórum byssuturnum eins og Hood og hafði sex flugvélar um borð. Hámarkshraði var 30 hnútar. Það sem skipti þó einna mestu máli varðandi styrk Bismarcks var brynvörn skipsins. Á síðum þess og fallbyssuturnum var 30 sentímetra þykk brynvörn úr sérhertu stáli. Áhöfnin á Bismarck var rúmlega 2.200 manns og meðalaldur áhafnar var 20 ár þegar það lét úr höfn. Skipherra var Ernst Lindemann sem þótti djarfur og var reyndur sérfræðingur í skottækni. Ætlunin var að senda Bismarck ásamt nýju beitiskipi, Prinz Eugen, og beitiskipunum Scharnhorst og Gneisenau út á Atlantshaf í það sem kallað var Rínaræfing. Schamhorst varð þá fyrir vélarbUun og var úr leik og Gneisenau varð fyrir tund- urskeyti og laskaðist i loftárás Breta þar sem það lá í höfninni í Brest. Hugmyndir komu þá upp um að fresta fór Bismarck þar tU syst- urskip þess, Tirpiz, yrði ferðafært. Raeder aðmíráll tók það ekki í mál. Bismarck sigldi þvi út á Eystrasalt úr höfninni í Gotenhafen að kvöldi 18. maí 1941 ásamt Prinz Eugen. Þá var í fyrsta sinn í styrjöldinni gefin skipun um að þýsk herskip legðu til atlögu við flota andstæðinganna ef nauðsyn krefði. Bretar fréttu af brottför skipanna í gegnum dulmálsskeyti andspyrnu- manna og það reyndar á undan Hitler. Bresk könnunarflugvél náði myndum af skipunum inni á firði fyrir sunnan Bergen 21. maí. Tveim dögum síöar varð önnur vél vör við að skipin voru farin. Hood til íslands Breski heimaflotinn var þá með aðsetur á Scapaflóa og var ákveðið að reyna að hefta för þýsku herskip- anna. Glænýtt orrustuskip, Prince of Wales (44.400 tonn) og orrustu- beitiskipið Hood voru send af stað til íslands ásamt sex tundurspillum. Ætlunin var að gæta siglingaleiða báðum megin við ísland. Degi seinna hélt orrustuskipið King Ge- org V, flugmóðurskipið Victorious, og orrustuskipið Repulse ásamt nokkrum minni beitiskipum og tundurspillum á haf út í sama til- gangi. Mikil leit var gerð að þýsku her- skipunum sem nú laumuðust suður með ísröndinni milli íslands og Grænlands. Það var svo 23. maí að beitiskipið Suffolk kom auga á Bis- marck og Prinz Eugen með nýrri ratsjá sem dró 13 sjómílur. Suffolk og systurskip þess Norfolk veittu þýsku skipunum eftirfór. Á sama tíma var bresku herskipunum með Hood í farabroddi stefnt til móts við þýsku skipin. Skömmu eftir miðnætti laugar- dagsins 24. maí var skipun gefin af Holland, varaaðmíráli Breta, um að búast til atlögu. Klukkan 5.53 riðu fyrstu skotin af frá skotturnum á framþilfarinu á Hood með miklum drunum. Síðan tóku byssurnar á Prince og Wales við. Klukkan 6.01, þegar fjarlægö Bis- marck frá Hood var minna en 16,7 km, hitti fimmta skothrinan frá Bis- marck í þessari orrustu í Hood miö- skips. Esmond Knigt, liðsforingi og yfirmerkjamaður á Prince of Wales, lýsir því sem næst gerðist er þýsku herskipin svöruðu skothríðinni. Knight sá nú fallbyssurnar á Bis- marck spúa eldi og kolsvörum reyk. „Sprengikúlurnar komu þjótandi og lét i þeim eins og neðanjarðarlest væri að nálgast. Dynurinn varð sí- fellt meiri og virtist fylla loftið. Hann þagnaði skyndilega um leið og fyrstu vatnssúlurnar risu rétt aftan við Hood. Snöggir hvellir rufu drun- urnar frá Bismarck öðru hverju er sprengikúlur frá Prinz Eugen sprungu beint yfir okkur og helltu sprengjubrotum yfir þilfarið og sjó- inn umhverfis skipiö." Hood sprengt í tætlur Þá dundu ósköpin yfir Hood. Sprengikúla frá Bismarck hæfði skotfærageymsluna. Knigt og aðrir í áhöfn Prince of Wales sáu að mikil sprenging varð um borð í Hood um miðbik skipsins. Bjartar eldtungur og ljósleitir reykjarbólstrar stigu til himins. Stór flikki þeyttust logandi upp í loftið. „Ég trúði ekki minum eigin augum. Hood sprakk bókstaf- lega í tætlur." Af 1.418 manna áhöfn komust að- eins þrír af. Þýsku skipin héldu nú uppi stöðugri skothríð á Prince of Wales. Sprengikúla lagði stjórnpall- inn í rúst og ýmist drap eða særði alla sem þar voru. Esmond Knigt missti sjónina. Prince of Wales var þá siglt úr skotmáli þýsku skip- anna. Þrátt fyrir yfirburði þýsku skip- anna hafði tekist að laska olíugeymi á Bismarck með þeim tveim sprengikúlum sem hæfðu skipið. Það var svo að morgni miðviku- dagsins 27. maí 1941 að örlög Bis- marck voru ráðin. Þá var reynt að koma skipinu til viðgerða í Frakk- landi. Bismarck var síðan sökkt eft- ir þungar árásir flugvéla og skipa undan strönd Frakklands. Náðar- höggið kom klukkan 11.01 með tund- urskeyti frá herskipinu Dorsetshire. Af rúmlega 2200 manna áhöfn björg- uðust aðeins 110 skipverjar. Heimildir: H.M.S. Hood Associ- ation, Naval Historical Center, The Battleship Bismarck. Loggbók H.M.S. Suffolk, Rit AB - Heimsstyrj- öldin 1939-1945. -HKr. Bismarck í orrustunni við ísland Hood verður fyrir skoti og springur í loft upp Skotiö á Hood. Myndin er tekin frá þýska herskipinu Viö hliöina á Hood, sem er á kafi í reykjarmekki, sést Prinz Eugen. breska herskipiö Prince of Wales. Bismarck stolt þýska flotans Skipinu var hleypt af stokkunum 14. febrúar áriö 1939 og sökkt meö tundurskeyti frá herskipinu Dorsetshire 27. maí 1941.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.