Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001
37
X>V_______________________________________________________________________________________Helgarblað
DVJilYND GVA
I stjórn aödáendaklúbbs
■Davíö telur augljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari úr borgarmálunum til Samfylkingarinnar: „Össur Skarphéðinsson hefur sagt að hún muni koma inn í
Samfylkingarhópinn um næstu þingkosningar. Össur er svili Ingibjargar og i stjórn aðdáendakiúbbs hennar og ekki færi hann að skaða hana aö gamni sínu. “
þaö. Þessir karlar sátu allir eins og
ekkert hefði gerst og dæmin eru
fleiri. Albert Guðmundsson, Jón
Sólnes, Árni Johnsen, allir sjálf-
stæðismenn, öxluðu á hinn bóginn
ábyrgð."
- Menn segja aó endurskoða þurfi
starfsemi Framkvœmdasýslu ríkis-
ins vegna þessa múls.
„Það er augljóst að það þarf að
endurskoða þá starfsemi."
Ábyrgöarlaus R-listi
- Vikjum afi borgarmúlum. Þaö er
rœtt um brotthvarf þitt úr stjórnmál-
um en þaó er líka mikiö skrafaó um
aó Ingibjörg Sólrún muni fara úr
borginni. Finnst þér liklegt aó hún
muni leiða R-listann og fara svo til
Samfylkingarinnar?
„Ég tel það augljóst. Össur Skarp-
héðinsson hefur sagt að hún muni
koma inn í Samfylkingarhópinn
um næstu þingkosningar. Össur er
svili Ingibjargar og í stjórn aðdá-
endaklúbbs hennar og ekki færi
hann að skaða hana að gamni sínu.
Þetta er fólk sem talar saman. Ef
þessi orð eru ekki algjör heimska
hjá Össuri, sem ég vil ekki ætla
honum, þá er þetta meðvituð og út-
hugsuð tilkynning. Það merkilega
er hins vegar að ef Ingibjörg hyrfi
úr stóli borgarstjóra og spurt væri
hverju hún hefði fengið áorkað í
átta ár þá þyrftu menn að rannsaka
það mjög nákvæmlega. Ekki man ég
eftir neinu. Jú, það er að vísu rétt
og sanngjarnt að gleyma ekki hol-
ræsaskattinum og hrikalegri
skuldasöfnun borgarinnar. Annað
sé ég ekki að hún muni skilja eftir
sig.“
- Hvernig líkar þér frammistaóa
R-listans á kjörtímabilinu?
„R-listinn hefur þá stefnu að taka
ekki ábyrgð á einu né néinu. Ég skil
ekki af hverju þetta fólk vill vera í
meirihluta því það þykist engu
stjórna. Segir að allt sem aflaga fer
sé ríkinu að kenna. Áðan vorum við
aö tala um ábyrgð. R-listinn bauð
fram tvo vafasama karaktera í sið-
ustu borgarstjórnarkosningum og
nálægt 8000 manns úr stuðnings-
mannaliðinu var svo ofboðið að þeir
strikuðu þá út. Ekki voru þeir látn-
ir hætta þótt kæmi á daginn að flest
var rétt sem sagt var. Þvert á móti.
Þeir voru gerðir að borgarráðsfull-
trúa og forseta borgarstjórnar. Þetta
er munurinn á viðbrögðum Sjálf-
stæðisflokks annars vegar og
vinstra fólks hins vegar. Þaö talar
mikið um siðbót en tekur ekki
ábyrgð á neinu þegar það sjálft á í
hlut.“
- Er forystukreppa í röóum sjálf-
stœóismanna í borginni?
„Mér fmnst Inga Jóna standa sig
afar vel og hafa gert góða hluti í
stjórnarandstööu. Hún fær ekki
sömu athygli og borgarstjórinn fær.
Það er ekkert óeðlilegt. Borgarstjór-
inn á að fá athygli, það er eðli
starfsins.
Hins vegar er Ingibjörg Sólrún
eini stjórnmálamaðurinn sem fjöl-
miðlar spyrja aldrei gagnrýninna
spurninga. Miðað við það kemur
mér á óvart að í skoðanakönnunum
skuli staða D- og R-lista vera svo
jöfn.“
- Myndiróu vilja missa Björn
Bjarnason úr stóli menntamálaráó-
herra í borgarstjórasœti?
„Nei. Við Bjöm höfum starfað
afar vel saman. Hann er einn öflug-
asti ráðherra sem við höfum séð til
lengi. Annað er að í öllum sínum
miklu önnum skrifar hann
skemmtilegustu pólitísku skýringar
sem nú eru skrifaðar. Hann er ekk-
ert að setja sig í hátignarlegar stell-
ingar heldur skrifar út frá sínum
bæjardyrum. Ég þarf ekki að vera
sammála hans niðurstöðu, en það
breytir engu um að ég dáist að hon-
um fyrir að gera þetta og skammast
mín nokkuð fyrir að gera ekkert af
þessu sjálfur."
Get ekki fundfö til öfundar
- Já, hvað með þig. Þú hefur sagt
að þú hafir ekki áhuga á aö skrifa
ævisögu þína. Verður þú ekki seinna
að gera upp stjórnmálaferil þinn að
einhverju leyti í rituóu mál?
„Það má vera að maður eigi að
gera það. Það er sagt að þegar
stjórnmálamenn eldist taki þeir að
hugsa um það hvernig andi þeirra
muni svífa yfir vötnum þegar búið
er að hola þeim niður í jörðina. Ég
er ekki kominn á þennan aldur og
treysti sagnfræðinni til meta þetta
rétt.“
- Nú segir Hallgrímur Helgason í
einstaklega skemmtilegri grein i
Weekendavisen aö hér sé efna-
hagslœgð vegna þess að þú sért upp-
tekinn við aö skrifa jólabók sem
þjóóin bíði eftir með óþreyju.
„Þetta er fallega sagt af honum en
ég hef lent í því að tíminn sem ég
ætlaði að nota til að ljúka skriftun-
um hefur farið öðruvísi en ég ætl-
aði. Þetta hefur verið erfiður vetur,
mál hafa hlaðist upp og tíminn orð-
ið naumari fyrir vikið. Ég vona að
mér takist að klára smásagnasafnið,
sakamálasagan er flóknari."
- Erfiö mál segirðu, hvaöa mál
var erflðast?
„Það hafa ýmis mál verið erfið
eins og ég sagði en ég er ánægður
með dóm héraðsdóms í sjómanna-
og útgerðarmálinu. Frá því sá dóm-
ur féll hefur ekki verið rætt við
stjórnarandstöðuna sem hélt því
fram að það að setja lög á sjómanna-
verkfallið væri stjórnarskrárbrot.
Óðinn Jónsson, fréttamaður á RÚV,
mætti á sínum tíma, eins og jafnan,
eins og hann væri blaðafulltrúi Öss-
urar, og Össur sagði lögin vera brot
á stjórnarskránni. Eftir dóminn hef-
ur Össur ekki verið spurður um
niðurstöðu héraðsdóms. Skrýtið."
- Smásagnasafn þitt, Nokkrir góó-
ir dagar án Guðnýjar, er aö koma út
í Þýskalandi. Bíðuröu ekki spenntur
eftir erlendum dómum?
„Nei. Ég geri það nú ekki vegna
þess að ég geri mér ekkert alltof
háar hugmyndir um mig sem rithöf-
und. Það er bara gaman að sjá bók-
ina koma út og ég get þá sent þýsku-
mælandi vinum mínum eintök."
- Fœr Kohl eintak?
„Hann fær örugglega eintak. Og
Schröder ábyggilega líka. Ég verð
úti á einhverjum kynningarfundi en
ég veit ekki hvort ég mun lesa upp
á þýsku, Ég var í menntaskóla ein-
hver lélegasti þýskunemandi sem
sögur fara af.“
- Einhvern tíma kemur aó því aö
þú hefur meiri tima fyrir sjálfan þig.
Hefuróu þá áhuga á því að skrifa
meira en þú hefur gert?
„Já, ég hef mikinn áhuga á því ef
ég verð ekki alveg búinn aö tapa
skáldgáfunni.“
- Þú hefur náð ansi langt í lífinu.
Ertu ekki sáttur og ánœgóur meó þitt
lífshlaup?
„Ég hef alltaf verið sáttur og
ánægður hvar sem ég hef verið. Þeg-
ar ég var barn var ég sannfærður
um að það leikfang sem ég lék mér
með þá stundina væri það fallegasta
sem nokkur ætti í lífinu. Þegar móð-
ir min hafði saumað á mig fót upp
úr kápu af sér eða buxum af afa var
ég sannfærður um að enginn ætti
aðrar eins flikur. Þannig hef ég allaf
verið og þess vegna kvíði ég ekki til-
veru minni þegar ég fer héðan. Ég
mun örugglega sannfæra mig um
það á hálfum mánuði að það sem ég
sé þá að fást við sé það skemmtileg-
asta af öllu. Ég ímynda mér aldrei
að eitthvað sé betra hjá öðrum. Ég
get ekki fundið til öfundar. Mér
finnst ég eiga það besta sem til er.
Bestu móður í heimi. Bestu eigin-
konu í heimi. Yndislegasta land í
heimi. Þegar Guðni kom heim frá
Kentucky, eftir að hafa verið í út-
reiðartúr með Jóni Baldvini í 40
stiga hita, sagði hann að ein mesta
auðlind íslendinga væri kuldinn. Þá
hugsaði ég: Alltaf hittir Guðni
naglann á höfuðið. Kuldi og trekkur
íslands, gulls ígildi.
Ég vona að þessi eiginleiki minn
sé ekki of ruglandi fyrir þjóðina, en
sem persónulegur eiginleiki er
hann afskaplega góður. Ég segi eins
og gamla fólkið: Ef maður heldur
heilsu þá kvíðir maður ekki neinu.
Ég er svo sannfærður um að þjóðin
geti án mín verið að ég mun ekki
hafa samviskubit þegar ég fer. Það
hefur sem betur fer ekki enn flögrað
að mér að ég sé ómissandi. Ég ít-
reka að þann dag sem þau einkenni
koma fram þá eiga menn að samein-
ast gegn mér og sparka mér eins
langt út í hafsauga og þeir geta.
Engir menn eru jafn óþolandi og
þeir sem halda að þeir séu
ómissandi."