Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 40
48 LAUGARDAGUR 28. MARS 2001 Tilvera Ágúst Ásgeirsson F1 sérfræðingur: Telur titilinn í höfnáMonza Ágúst Ásgeirsson hefur ver- ið landsmönnum kunnugur fyrir fleira en að vera íslands- meistari í langhlaupum því undanfarin ár hefur hann ver- ið maðurinn á bak við For- múlu 1 vef Mbl.is. DV spurði hann nokkurra spurninga varðandi Formúlu 1. Sextíu stig eftir í pottin- um og Michael Schumacher með 37 stiga forskot, getur einhver stöðvað hann og Ferrari úr þessu? „Líklega ekki. Ég bind þó enn vonir við aö David Coult- hard hleypi spennu í keppn- ina um heimsmeistaratitil ökuþóra svo hún verði ekki búin löngu fyrir mótslok. En til þess þarf hann að vinna flest mótanna sem eftir eru og miöað við hve Ferrari-bíllinn hefur verið sprækur á árinu hljómar það meira sem óskhyggja en raunhæfur möguleiki. Mér finnst meiri likur á að Schumacher verði krýndur heimsmeistari í Monza!“ Hvað hefur verið að hjá McLaren? Og er David Coulthard megnugur að berjast við Schumacher um titilinn? „Coulthard og Mika Hakkinen hefðu tvímælalaust slegist við Schumacher ef McLaren-bíIlinn hefði verið í lagi frá fyrsta móti. Á það hefur vantað og þróun bílsins á undirbúningstímanum eitthvaö misheppnast. Eftir að vængaflið batnaði og bílar McLaren virtust orðnir áþekkir Ferrari tók misheppnuð gripstýring að gera ökuþór- unum grikk til skiptis." Hvaða ökumaður hefur komið þér mest á óvart á tímabilinu? „Kimi Ráikkönen hefur komið mér einna mest á óvart sakir mun betri frammistöðu en maður bjóst við. Ég hélt að Juan Pablo Montoya myndi afreka meira en hann hefur gert. Þá hefur Jenson Button valdið mér vonbrigðum, ég hélt mikið upp á hann í fyrra en líklega skrifast slakt gengi á brösugan Benetton-bílinn." Áfall í Formúlu 1, Heinz H. Frentzen rekinn frá Jordan. „Algjörlega óskiljanlegt en þeir sem þekkja Eddie Jordan eru ann- arrar skoðunar svo líklega hefur þetta eitthvað með skapgerð hans og stjórnarhætti að gera. Frentzen hefur að visu ekki unnið stig í sjö mótum í röð en ég held það hafi meira með bilinn að gera því Heinz- Harald er afburða ökuþór, samanber 1999. Þegar á móti blæs held ég líka að ekki sé rétt að reka ökuþórinn og Jordan hafði framlengt samning hans fyrir mánuði.“ Hverju spáir þú um mannabreytingar fyrir næsta ár? „Óbreytt skipan virðist ætla að verða hjá Ferrari, McLaren.Willi- ams, Sauber, BAR og Jagúar. Jean Alesi vill keppa áfram fyrir Prost en fjárhagsmál gætu leitt til annars. Ætli Trulli verði ekki áfram hjá Jordan þótt Benetton eigi rétt á honum, ekki síst vegna brottfarar Frentzens. Áleitin spurning er þó hvort Benetton og Jordan skiptist á Trulli og Button. Ég hef ekki trú á að Zonta verði fastur ökuþór hjá Jordan nema þá að hann borgi mjög með sér. Ég myndi frekar veiða Fernando Alonso frá Minardi væri ég Eddie Jordan, þar er mikið efni á ferð. Og semjist ekki með Hakkinen og McLaren, sem er fjar- stæðukennt, opnaðist pláss fyrir Frentzen hjá Benz-knúna liðinu fremur en Alexander Wurz.“ Formúlu 1 vefur mbl.is hefur verið mjög vinsæll, hvernig varð hann að veruleika? „Ætli vefurinn skrifist ekki á mig, ég hef séð um hann og skrifaö frá byrjun. Ég hef starfað á Fréttavef Morgunblaðsins frá upphafi og í ljósi vinsælda formúlunnar í Sjónvarpinu stakk ég upp á því að við hleyptum af stað sérstökum vef um íþróttina til að svala frétta- og upplýsingaþrá formúluunnenda. Hann hóf göngu sína rétt fyrir upp- haf keppnistímabilsins 1999. Góðar mótttökur hafa hvatt okkur til dáða í þeim efnum en formúluvefurinn er fjölsóttari en allar síður Fréttavefjarins nema forsíða mbl.is og innlenda fréttasíðan." -Ómar 1. Michael Schumacher 84 1. Ferrari 118 2. David Coulthard 47 2. McLaren 66 3. Rubens Barrichello 34 3. Williams 46 4. Ralf Schumacher 31 4. Sauber 19 5. Mika Hákkinen 19 5. Jordan 15 6. Juan Pablo Montoya 15 6. BAR 12 7. Nick Heidfeld 10 7. Jaguar 5 8. Kimi Raikkonen 9 8. Prost 3 9. Jarno Trulli 9 9. Arrows 1 10. Jaques Villeneuve 7 10. Benetton 1 Schumachers - jafnar hann met Alains Prosts á morgun? Stærsti og magnað- asti sirkus heimsins er nú staddur í Þýska- landi og mun sirkus- stjórinn ræsa á Hoc- kenheim-ring-brautinni tólftu keppni Formúlu 1-mótaraðarinnar í ár. Langt inni í skóginum við hlið lítils þorps í suðurhluta landsins er þessi 6,823 km langa braut sem hefur verið hluti af sögu Formúlu 1 síðan 1970 er Jochen Rindt sigraði á Lotus 72C-bíl sínum. Þetta er ein hraðasta og lengsta brautin á dagatalinu og hefur hún mátt sæta gagnrýni af hálfu Bemie Ecclestone fyrir legu sína sem hefur neytt brautareigendur til breytinga sem koma munu í gagnið fyrir næsta ár. Hafa þeir með því tryggt sér Formúlu 1 fyrir næstu sjö ár. Núverandi lega brautarinnar er i raun eins og tvær ólíkar brautir. Löngu beinu kaflamir sem hverfa inn í skóginn og svo „statium" og ráshluti hennar (sjá graf). Þetta krefst tveggja stillinga á bílana eins og gefur að skilja. Til að fá góðan hraða innan trjánna þarf litla væng- pressu en öfugt á hinum hluta braut- arinnar. Þetta setur ökumenn og keppnislið í vanda, því eru æfmga- tímar fostudags og laugardags mikil- vægari en oft áður. Hockenheim-ring er þekkt fyrir að vera vélabani. Ástæðan er löngu kaflamir þar sem bílamir ná allt að 340 km/klst. þar sem vélamar eru í fullri gjöf 60% af hverjum hring. Álagið á bremsur er líka mikið því til að minnka þennan gífurlega hraða á örfáum metmm niður í 90 km/klst„ fyrir krókbeygj- urnar þrjár sem eru milli beinu kafl- anna, þarf öflugt og endingargott bremsukerfl. Þjóðverjar brjálaðir í Formúíu 1 Ef Formúla 1 er vinsæl á íslandi þá er hún hrikalega vinsæl í Þýska- landi. Þá ekki síst vegna þjóðarhetju þeirra, Michaels Schumachers, sem er á góðri leið með að tryggja sér fjórða titilinn og getur um helgina jafnað met Alains Prosts og unnið sinn 51. sigur. Einnig hefur bróðir hans, Ralf, verið að koma sterkur inn. Þeir Nick Heidfeld og hinn nýrekni Jordan-ökumaöur, Heinz Harald Frentzen, era líka vinsælir. Þýskir bilaframleiðendur, Mercedes og BMW, eru risar í Formúlu 1 og eiga ekki síst sinn þátt í vinsældum kappakstursins í landinu. Fyrir þennan mikla áhuga hefur Ecclesto- ne launað Þjóðverjum með tveimur „heima“-keppnum á ári og eru þeir eina þjóðin utan ítala sem njóta þess heiðurs. Núrburgring hefur verið fastur hluti af dagatali Fl síðan 1951, er Alberto Ascari sigraði á Ferrari 375, og nýja Núrburg síðan 1997. Stemningin á Hockenheim er alltaf mikil í áhorfendastúkunum þar sem rauðu blysin til heiðurs rauðklæddu hetjunni eru áberandi. Þjóðverjar era líka duglegir að heimsækja ná- grannakeppnimar í Belgíu, Austur- riki og jafnvel alla leið niður til ítal- íu. Þeir era sannarlega Formúlu- óðir. Stigakeppnin orðin aukaatriði Þrátt fyrir spennandi keppnir á þessu tímabili er ekki hægt að segja að sama spennan sé í stigakeppninni. Michael Schumacher hefur nú 37 stiga forskot á David Coulthard með 84 stig á móti 47 stigum Skotans. Það er nánast því ekkert sem getur kom- ið í veg fyrir að heimsmeistarinn þrefaldi lyfti þeim fjórða á næstu vik- um. Jafnvel áður en september lýk- ur. Michael Schumacher hefur að- eins fallið út í einni keppni og í öll- um hinum hefur hann lent ýmist í fyrsta eða öðra sæti. Sex sinnum ver- ið fyrstur, fjóram sinnum annar. Hver getur keppt við svona ótrúlegan árangur? Ekki McLaren-ökumaður- inn David Coulthard. Hann gerði út um titilbaráttu sína á Silverstone fyr- ir hálfum mánuði með aulalegum mistökum í ræsingu er hann ók i veg fyrir Jarno Trulli í fyrstu beygju. „Hann er ekki í keppni um heims- meistaratitilinn og á að vikja,“ sagði númer 4 um Jordan-ökumanninn en svona tala ekki sannir keppnismenn. Coulthard virðist líka vera farinn að sætta sig við að þetta sé ekki hans ár. LAUGARDAGUR 28. MARS 2001 49 Tilveral Hann ætlar að taka eina keppni í einu og er farinn að stefna á annað sætið. „Það eru sex keppnir eftir á FIA Formúlu 1- mótaröðinni og við hjá McLaren ætlum að byggja ofan á ann- að sætið sem við höldum bæði í öku- manns- og liðakeppn- inni.“ Eini maðurinn sem virðist hafa sama hraða og snilld og Michael Schumacher er sá sem sannarlega flaug i síðustu keppni á Silfursteins-braut- inni. Mika Hákkinen sýndi loks sitt rétta andlit og er greini- lega engu búinn að gleyma og er von- andi kominn í gírinn á ný. Tíu keppnum of seint. „Sigurinn á Silver- stone er mér mikils virði og sannaði að ég er jafnákveðinn að vinna og áður,“ segir kappinn sem sigraði síð- ast á Hockenheim árið 1998. „Þessi braut er mikil áskoran sem býður upp á nokkra möguleika á framúr- akstri. Andrúmsloftið er líka frá- bært. Maður heyrir lætin í áhorfend- um þegar maður kemur inn á „stadi- um“-hlutann og er það mjög óvenju- legt í Formúlu l.“ Ferrari með mikla forystu Staða Ferrari er orðin nokkuð sterk ef litið er á forskotið í stiga- keppninni, þegar komið með 118 stig á móti 66 stigum McLaren. Þeir ítölsku hafa verið jafngóðir á öllum brautum í sumar og virðast enn vera að sækja í sig veðrið þvi þeir hafa verið að þróa nýja vél sem hugsan- lega verður notuð í keppninni á morgun. „Við prófuðum vélina í síð- ustu viku og fóram 73 hringi og allt fór vel. Þetta er ekki ný vél heldur þróun frá þeirri gömlu og ég held að við getum notað hana í keppninni um helgina. Endahraðinn er alltaf mjög mikilvægur á Hockenheim og ég tel að við og vélin komum til með að gera góða hluti um helgina," sagði brasilíski ökumaður Ferrari-liðsins, Rubens Barrichello, fyrir helgi. Hann átti einn eftirminnilegasta sigur síð- ari ára er hann ræsti í átjánda rás- stað, vann sig upp á léttum bíl - setti hraðasta hring og þegar það byrjaði að rigna á seinni hluta keppninnar hélt hann áfram án þess að fara inn á regndekk og sigraði. Ófeiminn grét hann á verðlaunapallinum og var borinn í gullstól af McLaren-félögun- um sem komu í öðru og þriðja sæti. Hann var ekki eins glæsilegur, sigur fyrrum nr. 2 ökumanns hjá Ferrari, Eddie Irvine, árið 1999. Mika Salo, sem þá ók í stað Michaels Schumachers, „gaf‘ íranum fyrsta sætið. Irvine ætlar að leggja allt í söl- umar með Jagúar í timatökum í dag og ekki síst í keppninni á morgun þar sem hann vonast til að rafeinda- búnaður bílsins hjálpi honum. „Hoc- kenheim er ekki mjög krefjandi frá sjónarhóli ökumannsins. Bara fara á fullu niður beinu kaflana og afgang- urinn snýst um gripið út úr hægu beygjunum. Og með það í huga þá virðist sem gripstýringin geti orðið mikilvæg og okkar kerfr virðist virka mjög vel.“ Skarð fyrir skildi Sú ákvörðun Eddies Jordans að reka Heinz H. Frentzen, aðalöku- mann sinn til þriggja ára, kemur mörgum gersamlega í opna skjöldu. En árangur Frentzens og Jordan-liðs- ins hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og hafa þeir verið slegnir út af Sauber sem er reyndar að eiga sina bestu keppnistíð í sögu liðsins. Prufuökumaður Jordans, Ricardo Zonta, sem ók í stað Frentzens í Kanada, tekur sæti hans um helgina og það sem eftir er tímabilsins. Staða Frentzens í Formúlu 1 er í uppnámi og óvíst hvort nokkurt lið sér sér hag í að ráða hann. Ekki er víst að þjón- ustu hans verði vænst nokkurs stað- ar í framtíðinni. En það var sárt fyr- ir kappann að vera rekinn með skömm og ekki síst nokkrum dögum fyrir heimakappakstur sinn. -ÓSG Ostkurve Legnd brautar: 6.825k m Jim Clark Kurve Eknir hringir: 45 hringir/ 307.125 km Clark Ostkurve 6 Ayrton Senna Kurve _ Nordkurve Sachs Agip Kurve Siidkurve Hockenheim , Lítil vængpressa... - ...hraðari bilar • Framúrakstur mögulegur s ■ Áætlanir til aö breyta (stytta) brautina • Krappar beyjur • Mikiö dekkjarslit [hoc. Upprifjun á 2000 Tími (rásmark) Brautarmet 2000 Rubens Barrichello 1:25:34.418 4 Mika Hakkinen +0:07.452 3 David Coulthard +0:21.168 5 Jenson Ðutton +0:22.685 7 Mika Salo +0:27.112 6 Pedro De ia Rosa +0:29.079 11 Keppnistími (klst:mln.sek) Tímamunur og hraöi í timatökum 2000 Hraðasti hringur Rubens Barrichello 235.570 km/klst (hringur 20) 1:44.300 sek. Ráspóll: David Coulthard 1:45.697 sek. Svona er lesið o) Gir Timamarkmið Svæði Samanlagt —| Hraði Togkraftur Númerbeyju —g P3: Fislchella 229.347km/h Pole: Coulthard 232.456 km/klst P6:Trulli P£ De la Rosa P< Hakklnen P2: M Schumacher 227.852 km/klst 227.951 km/klst 229.279 km/klst 229.491 km/klst Graflk: © Russell Lewis & SFAhönnun _______________________ AFtFtOWSJT COMPAQ. yfirburðir Taeknival Nákvæmnin fyriröllu Hversu oft höfum við heyrt ökumenn kvarta yfir þvi að eiga erfitt með að koma afli vélanna almenniiega niður í hjól? Gripstýringin hjálpar að sjálfsögðu en þetta er flóknara en svo. Að meta vilja hægri fótar ökumanns yfir í vélarorku er erfiðara en í fljótu bragði virðist. En enn og aftur kemur rafmagnið til hjálpar. I einfaldri mynd byrjar aflstýringin á bensínstiginu (1) , síðan safnar stjórntölvan upplýsingum frá vél -- (2) , girkassa (3), - £ og drifi (4). mlðstöð en láta þér ekki detta /: ‘ I hug að það fækki víralögnum i bllnum sem búinn er yfir 200 skynjurum. Raflögnin I „venjulegum" F1 - bíl er yfir 1000 m og tekur vanann fagmann yfir fimm daga að leggja og tengja. Ve"juie Venjuleg stilling gefur, ekki ólikt og I fjölskyldubíl, V stööuga og jafna inngjöf. Inngjöf (%) Að hemja yfir 800 hestöfl í næmum og viðkvæmum bíl kallar á meira en bara að „stiga i botn". Að stilla bensíngjöfina er jafn mikilvægt og aðra hluti í uppsetningu bílsins. Staða fótstigs Skynjai Sieðl, fastur við fótstlglð, ákvarðar styrk merkls. , Til að henla hinum /i mismunandi brautum og ökumönnum er hægt \ n. að finstilla styrk \ inngjafar I stjóm- . \ tölvu. Samspilið milii stöðu fótstigs og áfls —getur verið breytilegt milli •'TTf.-t keppnisbrauta. Stjórntölva verður að ,vita“ um allar ójöfnur á yfirborði brautanna. Með þvi er hægt að þurrka út allar "óþarfa" hreyfingar á fótstigi. Næmari Grafík: © Russell Lewis & SFAhönnun I stuttu máli í hverjum F1 bil er um það bil 1 km af rafmagns- leiðslum. í einum löngum vír mundi það ná héðan ... Stíglaus skynjari (inngjafar-mælir) nemur hreyfingar fótstigsins og sendir jafnóðum merki til stjórntölvu. Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.