Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 45
53
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001
DV Tilvera
Generali-EM á Tenerife 2001:
Myndasögur
Tvöföld
slemmu-
sveifla
Danska sveitin í opna flokknum
mátti bíta í það súra epli að vera að-
eins þrjú vinningsstig frá því að
komast í heimsmeistaramótið á Bali
í haust.
Reyndar var franska sveitin líka
nálægt hnossinu en hana vantaði
aðeins fimm vinningsstig.
Samt virðist sem spilaguðinn hafi
ekki verið fráhverfur Dönum að
öllu leyti ef marka má eftirfarandi
spil frá leik þeirra við gestgjafana,
Spánverja.
A/Allir
♦ -
*KG1063
♦ ÁKD875
* 32
« ÁKDG9
* 54
* 4
* KDG97
* 873
w Á98
+ 10
4- Á108654
N
V A
S
* 106542
** D72
+ G9632
í opna salnum sátu n-s Danirnir
Bruun og Blakset en a-v Spán-
verjarnir Lantaron og Goded. Eins
og margir aðrir voru Spánverjarnir
með í vopnabúrinu gervisögn sem
lýsti hendi með 5-5 í rauðu litunum
og opnunarstyrk. Þetta þykir bráðs-
niðugt en það hvarflar samt að mér
að þarna sé verið að taka dýrmætt
sagnrými af sjálfum sér um leið og
andstæðingunum.
Stefán
Guöjohnsen
skrifar um bridge
En hvað um það, sagnirnar gengu
þannig:
' AUSTUR SUÐUR VESTUR NORÐUR
pass pass 2 4 * 3 ♦
4* 4* 5» 5*
pass pass 6 ** pass
pass 6 4 dobl pass
pass pass
Þessi samningur virðist í fljótu
bragði ekki eiga mikla möguleika
nema austur spili út..., já, laufás. í
sjálfu sér er útspiliö ekki óeðlilegt
eftir sagnröðina en það var hins
vegar mjög óheppilegt. Bruun
trompaði í blindum, fór heim á
trompás og kastaði þremur hjörtum
úr blindum í laufin. Síðan trompaði
hann hjarta og spilaði síðan tígul-
gosa til að forðast það aö austur
kæmist inn til að trompa út. Síðan
víxltrompaði hann afganginn af
slögunum og skrifaði 1210 í sihn
dálk.
í lokaða salnum sátu n-s Spán-
verjarnir Knap og Wasik en a-v
Schaltz-hjónin. Nú voru sagnir
fremur á hefðbundnum nótum:
AUSTUR SUÐUR VESTUR NORÐUR
pass pass 1 *» 2 v *
2*** 34 4» 4 +
pass pass 5 + 5 4
pass pass 6 pass
pass dobl Allir pass.
visir.is
Notaðu visifingurínn!
Myndgátan hér
* Michaels = spaði og láglitur
** Góð hækkun í hjarta
Peter Schaltz trompaði spaðaásút-
spilið og var ekki í vafa hvernig
hann ætti að spila. Hjörtun urðu að
liggja 3-2 og hann spilaði þvi hjarta
á ásinn, síðan tígultíu. Auðvitað átti
suður að leggja gosann á en hverj-
um dettur í hug að sagnhafi láti tí-
una róa yfir? Reyndar ætlaði Peter
aö taka níuna einspil sem var eina
spilamennskan sem dugði. Að suður
skyldi ekki leggja gosann á var bara
bónus. Nú svínaði Peter hjartagosa,
trompaði síðan tígul og trompaði
spaða heim.
Síðan tók hann trompið af suðri
og lagði upp. Tólf slagir og önnur
1210 til Dana sem græddu 20 impa á
spilinu.
Breiðvíkingur