Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 46
54
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001
Islendingaþættir________________________________________________________________________________________________________r>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára________________________
Lára J. Árnadóttir,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Guöbjörg J. Runólfsdóttir,
Auðsholti, Selfossi.
80 ára________________________
Hulda Guðlaugsdóttir,
Víðimel 42, Reykjavík.
75 ára________________________
Kristjana Kristjánsdóttir,
Sóltúni 11, Reykjavík.
70 ára________________________
Rudolf Ásgeirsson,
Laugarnesvegi 116, Reykjavík.
Arnþór Kristjánsson,
Rfuhvammi 37, Kópavogi.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Breiövangi 22, Hafnarfirði.
Hulda Jóhannsdóttir,
Hjallalundi 20, Akureyri.
Guðborg Sigtryggsdóttir,
Leirubakka 2, Seyðisfirði
Margrét Karlsdóttir,
Fossheiði 40, Selfossi.
60 ára________________________
William Sigurjón Tracey,
Hvassaleiti 153, Reykjavík.
Valur Helgason,
Vesturhúsum 14, Reykjavík.
Valdimar H. Jóhannesson,
Brekkutanga 1, Mosfellsbæ.
Arndís Óskarsdóttir,
Framnesi, Skagafirði.
50 ára________________________
Agnethe J. Aðalsteinsdóttir,
Hverafold 66, Reykjavík.
Hafsteinn Ellertsson,
Lóuási 30, Hafnarfirði.
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir,
Austurtúni 4, Hólmavík.
Steinfríður Alfreðsdóttir,
Bakkavegi 3, Þórshöfn.
40 ára________________________
Jóhann Jóhannsson,
Kvistalandi 16, Reykjavík.
Kristín Þorgrímsdóttir,
.undahólum 2, Reykjavík.
athleen Valborg Clifford,
arðhúsum 4, Reykjavík.
mna Margrét Einarsdóttir,
oðatúni 24, Garóabæ.
gnr.r Kári Sævarsson,
.yngbrekku 15, Húsavík.
Útför eiginkonu minnar,
Halldóru Vagnsdóttur, fer
fram í ísafjaröarkirkju
miövikudaginn 1. ágúst
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Þingeyr-
arkirkjugarði.
F.h. barna, tengdabarna, barnabarna.
Jón Þorsteinn Sigurðsson
Brekkugötu 24
Þingeyri
Hulda Gísladóttir frá Skógargerði, Spít-
alavegi 21, Akureyri, og Hulda Björg
Stefánsdóttir, Hrafnagilsstræti 14, Akur-
eyri, veröa jarðsungnar frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast þeirra er bent á
Heimahlynningu á Akureyri eöa Krabba-
meinsfélag Akureyrar.
Jóhann Guðmundur Jóhannsson, Byrgi,
Akureyri, fyrrum bóndi að Giljum, Vestur-
dal, veröur jarósunginn frá Goödalakirkju
þriðjudaginn 31. júlí kl. 14.00.
Pálmi Gíslason, Eikjuvogi 25, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfiröi mánudaginn 30. júlí kl.
15.00. Blóm og kransar eru vinsamleg-
ast afþakkaöir en þeim, sem vilja minn-
ast hans er bent á Landssamtök hjarta-
sjúklinga.
Svanhild J. Ágústsson, Bauganesi 7,
Reykjavik, veröur jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 30. júlí kl.13.30.
Brynhildur Eyjólfsdóttlr, Arnbjargarlæk,
Þverárhlíð, andaðist á Sjúkrahúsi Akra-
ness þriðjudaginn 24. júlí.
Ottó Sigurðsson, bakarameistari frá
Neskaupstað, lést á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 25.
júlí.
Guðriður BJörg Sörladóttir, frá Önundar-
firöi, síöast til heimilis í Hátúni lOb,
Reykjavík, lést á Landspítalanum viö
Hringbraut miðvikdaginn 25. júlí.
Valdimar H. Jóhannesson
framkvæmdastjóri
Valdimar Hergils Jóhannesson
framkvæmdastjóri, Brekkutanga 1,
Mosfellsbæ, verður sextugur í dag,
28. júlí.
Nám og starfsferill
Valdimar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp en dvaldi nokkuð í
Danmörku. Hann var í sveit Borgar-
firðinum og á Héraði í 5 sumur, auk
fjölbreyttra starfa til lands og sjávar
öll skólaárin. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1962, tók upphafsprófm
í læknisfræði og viðskiptafræði við
HÍ og dvaldi við nám í Sorbonne.
Valdimar var blaðamaður á Vísi
1964-73 og fljótlega ritstjómarfull-
trúi þar, sá um vikulegan útvarps-
þátt, Daglegt líf, 1969-71, var um-
sjónarmaður Kastljóss í sjónvarp-
inu 1973-75, rak eigin fataverslanir
og stundaði innflutning og heild-
verslun 1971-80, stofnaði ásamt öðr-
um og veitti forstöðu sælgætisgerð-
inni Marklandi hf., var sölustjóri
Vísis 1980 og fram að sameiningu
DB og Vísis, annaðist happdrætti
Ólympíunefndar íslands 1982, ‘84 og
‘91 og gjafasöfnun SÁÁ 1983. Hann
stofnaði með öörum veitingahúsið
Duus 1984 en seldi sinn hlut 1985. Þá
veitti hann forstöðu Alþýðublaðinu
og prentsmiðjunni Alprenti á árun-
um 1985-88.
Hann stýrði og annaðist fjáröflun
og kynningu fyrir Landgræðslu-
skóga-Átak 1990 á árunum 1989-90.
Annaðist söfnunarátak fyrir HSÍ
(gullboltann) 1991. Ritstýrði og gaf
út afmælisbók fyrir Fák (Á FÁKI
FRÁUM) 1992
Valdimar stýrði og var aðal-
hvatamaður að átakinu Stöðvum
unglingadrykkju 1994-96 og upp-
hafsmaður að stofnun og fyrsti
framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir
fólk f landnámi Ingólfs árið 1997.
Hann stofnaði Samtök um þjóðar-
eign 1997 í tengslum við málarekst-
ur gegn ríkisvaldinu vegna kvóta-
laganna. Flutti sjálfur málið og
vann það fyrir Hæstarétti í ilesem-
ber 1998. I dóminum, sem hefur
fengið nafniö Valdimarsdómurinn,
féllst Hæstiréttur á að fiskveiði-
stjórnunarlögin væru i andstöðu
við stjórnarskrána.
Valdimar skipaði efsta sæti í
framboði fyrir Frjálslynda flokkinn
í Reykjanesi 1999. Hann er stofnandi
og aðaleigandi Corbon ehf. Valdi-
mar hefur veriö með eigin rekstur
frá 1971
Valdimar var í stjórn Blaða-
mannafélags íslands, var formaður
launamálanefndar BÍ, formaður
skipulagsnefndar Fáks, formaður
foreldrafélags Ártúnsskóla, í for-
eldraráði Varmárskóla, í fram-
kvæmdastjóm Vímulausrar æsku, í
miðstjóm Frjálslynda flokksins.
Fjölskylda
Maki I: Fanný Jónmundsdóttir, f.
21. apríl 1945. Þeirra börn eru Jó-
hannes Hergils f. 18. ágúst 1966,
tæknifræðingur, Guðrún Hergils f.
23. febrúar 1973, hagfræðingur, og
Gréta Hergils f. 14. desember 1976,
skrifstofumaður. Fanný átti síðar
Sigrúnu Fannýju Jónsdóttur, f. 13.
febrúar 1985.
Maki II: Margrét Gústafsdóttir f.
29. mars 1949. Þeirra börn eru Mar-
ín Hergils, f. 12. mars 1986, og Kara
Hergils, f. 25. nóvember 1987. Mar-
grét átti fyrir Davíð T. Davíðsson, f.
14. febr. 1971, flugmann hjá Flugleið-
um.
Systkini Valdimars eru Björn
Hergils Jóhannesson, f. 18.9. 1942,
arkitekt í Reykjavík, og Hildur Her-
gils, f. 17.12. 1946, kennari í Kaup-
mannahöfn.
Stjúpbræður Valdimars eru Odd-
ur Bjarnason, f. 10.4. 1935, geðlækn-
ir; Örn Bjarnason, f. 13.11. 1937, rit-
höfundur; Halldór Bjarnason, f.
15.11. 1940, framkvæmdastjóri;
Gunnar Bjarnason, f. 13.12. 1951,
jarðfræðingur.
Foreldrar Valdimars eru dr. med.
Jóhannes Björnsson, f. 7.7. 1907, d.
7.9. 1966, læknir, í Reykjavík, og
Guðrún N. Holm, f. Erlendsson, f.
13.11. 1917, húsmóðir í Danmörku.
Ætt
Jóhannes er sonur Bjöms, prests
í Laufási, Bjömssonar, „sterka“ á
Breiðabólstað á Álftanesi, Björns-
sonar, b. á Tungufelli í Lundar-
reykjadal, Ólafssonar. Móðir Björns
í Laufási var Oddný Hjörleifsdóttir,
prests á Skinnastað, Guttormssonar
en frá honum eru m.a komnir dr.
Kristján Eldjárn forseti og Hjörleif-
ur Guttormsson ráðherra.
Meðal barna föðurbræðra Valdi-
mars má nefna Magnús Jónsson óp-
erusöngvara, Björn Björnsson, póst-
meistara í Reykjavík, Hafstein Stef-
ánsson skólameistara og Magnús
Theodór Magnússon (Tedda) mynd-
höggvara.
Móðir Jóhannesar var Ingibjörg
dóttir Magnúsar Jónssonar, prests á
Hofi á Skagaströnd, Skorrastað í
Norðfirði, Grenjaðarstað og í Lauf-
ási við Eyjafjörð, og Vilborgar Sig-
urðardóttur frá Hóli í Kelduhverfi.
Bræður Ingibjargar voru Jón Magn-
ússon forsætisráðherra og Sigurð-
ur, yfirlæknir á Vífilsstöðum. Séra
Magnús var mikill baráttumaður
gegn áfengisdrykkju. Hann var m.a.
forystumaður í stofnun 65 bindind-
isfélaga um land allt seint á 19. öld-
inni og skrifaði bókina Bindindis-
fræði handa íslendingum, sem kom
út með 412 síðum 1884
Bróðir Guðrúnar er Finnur Er-
lendsson, læknir, alþingismaður og
íslenskur konsúll í Danmörku. Guð-
rún er dóttir Valdimars, læknis í
Frederikshavn, bróður Stefáns á
Grásíðu, föður Þórarins, bóksala á
Húsavík, föður Stefáns iðnrekanda
og Ingvars, bóksala á Húsavík. Stef-
án var einnig faðir Boga á Kópa-
skeri, föður Stefáns, læknis hjá
Tryggingastofnuninni. Valdimar
var einnig bróðir Jóns Eldons, rit-
stjóra Heimskringlu, foður Hlínar
er bjó í Herdísarvík með Einari
Benediktssyni og ömmu Eyjólfs
Kjalars Emilssonar heimspekings.
Valdimar var sonur Erlends, skálds,
hreppstjóra, oddvita og alþingis-
manns í Garði og í Ási i Keldu-
hverfi, bróður Magnúsar, afa Bene-
dikts Sveinssonar alþingisforseta,
föður Bjarna forsætisráðherra og
systkina hans. Erlendur var einnig
bróðir Guðmundar, afa Jóns
Trausta. Erlendur var sonur Gott-
skálks, b. í Nýjabæ og á Fjöllum í
Kelduhverfi, Pálssonar, ættföður
Gottskálksættarinnar.
Móðir Guðrúnar var Ellen
Margrethe Heegaard-Jensen, dóttir
Ludvigs Jensens kaupmannsgarðs-
eiganda og Juttu Henriette Höyer
Heegaard sem var dóttir Pouls Hen-
riks Heegaards, herragarðseiganda
á Sjálandi.
Valdimar hélt upp á tímamótin í
gærkvöld við Einhyrning í leitar-
skála Fljótshlíðinga með nánustu
ættingjum og vinum.
GuJlhrú&Kaup
Aðalbjörg
Jónsdóttir og
Sigtryggur
Árnason
Á morgun, sunnudaginn 29. júlí,
eiga gullbrúðkaup hjónin Aðalbjörg
Jónsdóttir og Sigtryggur Árnason á
Litlu-Reykjum í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Þau verða að heiman.
Qnwur íifmsbU&fwrn heJ^arinoar
Jón Arnar Magn-
ússon tugþrautar-
kappi er 32 ára í dag.
Jón Arnar hefur verið
einn af okkar bestu
frjálsíþróttamönnum
síðustu ár og undirbýr
sig nú að kappi fyrir tugþrautar-
keppnina á heimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum sem fram fer í
Edmonton í Kanada í ágúst næst-
komandi. Jón Amar hefur aldrei
náð að klára tugþraut á heims-
meistaramótum en hafnaði í öðru
sæti á HM innanhúss í sjöþraut í
vetur og er því til alls líklegur í Ed-
monton. Besti árangur hans í ár í
tugþraut er 7.938 stig.
— ^ | Ragnheiður Davíðs-
I dóttir, forvarnarfull-
irui hja \'IS. i-r -17 ára
í dag. Hún stundaði
J. V- / meðal annars nám í
lögregluskólanum og
var lögregluþjónn í
Reykjavík í niu ár. Ragnheiður hef-
ur einnig starfað mikið á íjölmiðl-
um, bæði sem dagskrárgerðarmað-
ur og blaðamaður. Síðustu ár hefur
hún starfað að forvörnum í um-
ferðarmálum hjá VÍS en fyrirtækið
hefur nú hafið herferð gegn bættri
umferðar-menningu þar sem fólk
er hvatt til að þess að skrifa undir
tíu heit sem það ætlar að fara eftir
í umferðinni.
Sigurður Örlygs-
son myndlistarmaður
**■ er 55 ára í dag. Sigurð-
-Jk ur stundaði myndlist-
M arnám við Det Konge-
'■ lige Akademi í Kaup-
mannahöfn í eitt ár og
við Art Students League of New
York í þrjú ár. Sigurður hefur
haldið fjölda myndlistarsýninga,
bæði hér á landi og í útlöndum.
Hann hefur auk þess starfað við að
kenna myndlist. Sigurður hefur
fengið viðurkenningar fyrir störf
sín. Til að mynda fékk hann Menn-
ingarverðlaun DV í myndlist árið
1989.
cc
c
(ö
550 5000
@
vísir.is
u
3
CU
é=£l
550 5727
'CB
Þverholt 11,
105 Reykjavík
t/>