Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti________________________________ Umsjón: Víðskiptablaðiö Skipulagsbreyt- ingar hjá Össuri - gjaldfæra 93 milljónir vegna starfslokasamnings í tengslum við skipulagsbreyting- ar hjá Össuri hf. hefur verið ákveð- ið að Maynard Carkhuff, fram- kvæmdastjóri stoðtækjasviðs, láti af störfum hjá félaginu. Uppgjör starfs- samnings, sem gerður var við Maynard Carkhuff í tengslum við kaup Össurar hf. á Flex-Foot, er áætlað 93 milljónir króna og hefur verið ákveðið að gjaldfæra hann að fullu á yfirstandandi ársfjórðungi. í frétt frá Össuri hf. segir að í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hef- ur í rekstri Össurar hf. eftir sam- runaferlið við Flex-Foot og Century II Innovations hafl verið tekin ákvörðun um skipulagsbreytingar. Þessar breytingar miða að því að stytta boðleiðir og gera ákvarðana- töku í fyrirtækinu skilvirkari. Jafn- framt mun skipulag sölu- og mark- aðsstarfs verða aðlagað enn frekar breytingum á sölukerfi félagsins í Bandaríkjunum og Evrópu. Hluti af skipulagsbreytingunum felst í því að Maynard Carkhuff, Skipulagsbreytingar Þessar breytingar miöa aö því að stytta boöleiöir og gera ákvaröanatöku i fyr- irtækinu skilvirkari. framkvæmdastjóri stoðtækjasviðs, mun láta af störfum hjá fyrirtæk- inu. I kjölfar þessarar breytingar hefur verið ákveðið að sölu- og markaðssvið, vörustjórnunarsvið og framleiðslusvið heyri beint und- ir forstjóra Össurar hf. Fjármála- stjóri Össurar USA (áður Flex-Foot) mun eftir sem áður stjórna fjármál- um og skrifstofurekstri fyrirtækis- ins f Kaliforníu sem eftir breyting- arnar heyra undir fjármálasviö á ís- landi. Fram kemur í frétt frá Össuri hf. að uppgjör starfssamnings sem geröur var við Maynard Carkhuff í tengslum við kaup Össurar hf. á Flex-Foot er áætlað 93 milljónir króna og fellur sá kostnaður til á næstu þremur og hálfu ári. Ákveðið hefur verið að gjaldfæra allan kostnaöinn á yfirstandandi ársfjórð- ungi og lækka því áætlanir félags- ins á 3. ársfjórðungi um sömu upp- hæð. Hraöfrystihús Eskifjarðar með 171 milljónar tap - þrátt fyrir 35,9% framlegð Tap af rekstri Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. á fyrstu sex mánuðum ársins var 171 milljón króna. Fyrir- tækið skilaði riflega 645 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA). Afskriftir voru 189 milljónir og fjármagnsgjöld rúmar 696 milljónir. 35,89% fram- legð var af rekstri félagsins á tíma- bilinu, samanborið við 21,09% á sama tímabili árið áöur. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkar úr 19,91% í 16,86%, miðað við sama tíma á síðasta ári, en veltufjárhlut- fall eykst úr 0,83 í 1,02 milli tímabil- anna. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar forstjóra, hefur rekstur félagsins verið með ágætum síðustu mánuði, þrátt fyrir sex vikna verkfall sjó- manna. Góð aflabrögð eftir verkfall, ásamt jákvæðri verðþróun á afurð- um félagsins, skapi jákvætt rekstr- arumhverfi. Hann segir að breyting- 5BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSÉNDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Hraunbær, (Hraunbær, Bæjarháls, Bæjarbraut) breyting á deiliskipulagi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hraunbæ í suður, Bæjarbraut í vestur, Bæjarhálsi í norður (lóðir á móts við Hraunbæ 102-120). Tillagan varðar eingöngu lóð C (þ.e. lóð vestan við lóð Skátanna) og gerir ráð fyrir að í stað þess að heimilt verði að reisa heilsugæslu á lóðinni verði heimilt að reisa þar hús undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Tillagan felur ekki í sér neina breytingu á byggingarmagni eða lóðarfyrirkomulagi. Til upplýsingar skal þess getið að ný lóð fyrir heilsugæslustöð verður að öllum líkindum afmörkuð vestan Bæjarbrautar. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipuiags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 8. ágúst til 5. september 2001 Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 12. september 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 8. ágúst 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur ar á rekstri félagsins séu að skila sér í þessu uppgjöri þótt hann telji áhrif þeirra ekki að fullu komin fram. Enn sé verið að endurskipu- leggja starfsemi ákveðinna deilda og muni þeirri vinnu ljúka á næstu mánuðum. „Gengisfall íslensku krónunnar hefur aukið á tekjur félagsins, likt og annarra sjávarútvegsfyrirtækja, en reiknuð fjármagnsgjöld á fyrri helmingi ársins vega þungt á móti. Þess ber þó að geta að undanfarin ár hefur síðari árshlutinn ekki ver- ið jafn hagstæður í rekstri félagsins og sá fyrri. Útlitið fyrir árið í heild sinni er viðunandi nú, sérstaklega ef uppsjávarfiskur heldur áfram að veiðast eins vel og undanfarið," seg- ir Elfar að lokum. Hraðfrystihús Eskifjaröar hf. Útlitið fyrír áriö í heild sinni er viöunandi nú, sérstaklega ef uppsjávarfiskur heldur áfram aö veiöast eins vel og undanfariö. Kassagerðarnafnið í endurnýjun lífdaga Um síðastliðin áramót sameinuð- ust Kassagerð Reykjavíkur hf. og Umbúðamiðstöðin hf. í nýtt um- búðafyrirtæki sem fékk heitið NPS Umbúðalausnir hf. Nú hefur verið ákveðið að taka aftur upp gamla Kassagerðarnafnið og framvegis mun fyrirtækið heita Kassagerðin hf. í frétt frá Kassagerðinni hf. segir að með samrunanum hafi orðið töluverðar breytingar á rekstrarfyr- irkomulagi til að auka fjölbreytni í framleiðslu og mæta kröfum við- skiptavina. Ástæða nafnbreytingar- innar nú er sú að núverandi nafn hefur ekki fengið góðan hljómgrunn i hópi viðskiptavina félagsins og hafa margir þeirra einnig látið i ljós þá skoðun að nafnið Kassagerðin standi mjög ofarlega í þeirra huga fyrir gæðaframleiðslu umbúða á ís- landi. Það er vilji hins nýja félags að byggja á þessum grunni, horfa jafnframt til framtíðar og er von stjómenda þess að nafnið Kassa- gerðin varði þá leið, eins og segir í frétt fyrirtækisins. MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 I>V wmm HEILDARVIÐSKIPTI 2740 m.kr. Hlutabréf 38 m.kr. Spariskírteini 421 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Islandsbanki 10 m.kr. Bakkavör Group 9 m.kr. i:: Össur 4 m.kr. MESTA HÆKKUN i Qíslandssími 5,8% : Q MP-Bio 4,4% 1 Q Bakkavör Group 3,4% MESTA LÆKKUN :0ísienski hugbúnaðarsjóö. 8,6% QLandsbankinn 3,0% Q Össur 2,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1041 stig - Breyting o 0.54 % ! Framleiðni tekur kipp í Bandaríkjunum Framleiðni vinnuafls í Bandaríkj- unum tók kipp á öðrum ársfjórð- ungi og gefur þetta til kynna að starfsmenn framleiði meira við nú- verandi niðursveiflu í Bandaríkjun- um en áður var talið. Starfsmannaráðuneytið sagði að framleiðni, sem er mælikvarði á framleitt magn af vörum og þjón- ustu á tímaeiningu, hafi aukist um 2,5% sem er öllu meiri aukning en sérfræðipgar á Wall Street höfðu gert sér vonir um en þær hljóðuðu upp á 1,6%. Aukningin var sú mesta í eitt ár. Þessar tölur koma í kjölfar talna fyrir fyrsta ársíjórðung sem voru 0,1% samdráttur. „Starfsmenn framleiddu meira en við héldum á fyrsta ársfjórðungi. Venjulega fellur framleiðsla i niður- sveiflu af því að fyrirtæki segja upp starfsmönnum með semingi en mun fleiri uppsagnir komu til að þessu sinni,“ sagði Peter Hooper, aðalhag- fræðingur hjá Deutsche Bank Alex Brown. BMW með hagnað eftir væntingum Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur í dag tilkynnt um hagnað á öðrum ársfjórðungi sem er í góðu samræmi við bjartsýnustu spár markaðsaðila. Samfara þessu til- kynnti fyrirtækið um að það sæi fyrir „töluverða bætingu" rekstrar- ins á þessu ári. Fyrirtækið, sem er í Múnchen, sagði að nettóhagnaðar á ársfjórð- ungnum hefði numið 525 evrum, miðað við 232 á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta jókst um 60% milli þessara sömu tíma- bila. Fyrir mánuði tilkynnti fyrirtækið uin metsölu á fyrri helmingi ársins. Sala BMW jókst um 9% í 459.800 far- artæki á fyrstu sex mánuðum árs- ins, þrátt fyrir miður góð skilyrði á þýska markaðnum sem hefur dregið úr kaupum sinum um 3,5% á fyrri árshelmingi vegna minnkandi hag- vaxtar í landinu. 08.08.2001 kl. 9.15 KAUP SALA [ifjDolIar 98,420 98,920 þjQPund 139,430 140,140 Ikan. dollar 64,090 64,490 S SiÍDönsk kr. 11,5780 11,6420 r4—^Norsk kr 10,8290 10,8890 EflSænsk kr. 9,4230 9,4750 900. mark 14,4881 14,5752 _jFra. franki 13,1323 13,2113 iBelg. franki 2,1354 2,1482 ~~1 Sviss. ffanki 57,2400 57,5500 ^Holl. gyilini 39,0898 39,3247 HÞýskt mark 44,0440 44,3086 rih. líra 0,04449 0,04476 i ',Aust. sch. 6,2602 6,2978 E Port. escurio 0,4297 0,4323 E.~!1Spá. peseti 0,5177 0,5208 1 | ® jjap. yen 0,79710 0,80190 B iírskt pund 109,378 110,035 SDR 123,8900 124,6400 Hecu 86,1425 86,6601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.