Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 6
MIDVIKUDAGUR 8. ÁGUST 2001 Fréttir :ov Sjómannafélag íhugar kæru á lögregluna vegna Panamaskips: Friðlaust skip - á svörtum lista, segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur „Við erum aö íhuga kæru á lögregl- una vegna ofbeldis," segir Jónas Garð- arsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, einn þriggja sem hand- teknir voru á Ægísgarði þar sem þeír vildu kynna farþegum skemmtiferða- skipsins Clipper Adventurer að áhöfh skipsins væri ekki ráðin samkvæmt kjarasamningum Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins, ITF. Þetta mun vera eina skemmtiferðaskipið sem hingað kemur sem heldur ekki í heiðri kjarasamninga ITF. Jónas segir að skipið hafi komið hingað undanfarin ár og þá hafi Sjó- mannafélagið reynt með „kurteisleg- um hætti" að leiða útgerðinni fyrir sjónir að hún væri á glapstigum en það hafl engan árangur borið. í fyrra- kvöld setti sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á aðgerðir sjómanna sem hugðust mótmæla við skipshlið. Eigi að síður mætti nokkur fjöldi forsvars- manna sjómanna og annarra verka- lýðsfélaga á kajann klukkan 6 i gær- morgun. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn, sem reyndar er að hluta í eigu verkalýðsfélaganna, sá við sjómönnum og skipið umdeilda lagðist ekki að bryggju heldur voru farþegarnir ferjaðir á gúmbátum til lands. Þegar fyrsti báturinn kom að Ægisgarði voru mótmælendur mættir þar en lögreglan var einnig til staðar. Brutust úr pústrar og voru Jónas og tveir félaga hans handteknir. Annar þeirra var Árni Konráðsson sjómaður Kl. 10.35: Lögregluaögerö Árni Konráösson, tæplega áttræður sjómaður, tekinn fangbrögðum. Hann leitaði á slysadeild eftir atburðinn og hyggst kæra. mutö mGiJiji/ DV-MYNDIR HILMAR ÞOR Kl. 6.15: Skipiö komiö Lögreglumenn og verkalýðsleíðtogar biðu þess spenntir að Panamaskipið legðist að bryggju. \u --------^^J.^ ,--------------------------—----------------------¦. ------------------------------1--------------------- Ri % - T J » \ - m m Pl 1' < V 1 \& 1 p «^ Kl. 9.20: Talsmaður mætir Reynt að fá mótmælendur til að __ hætta aögerðum en án árangurs. Á myndinni er talsmaöur skipshafnar- innar að ræða við sjómennina Birgi Björgvinsson og Jóhann Pál Simon- arson. sem kominn er fast að áttræðu. Hann leitaði á slysadeild eftir fangbrögð lög- reglunnar. „Lögreglan sveifst einskis og þarna lögðu þeir hendur á aldraðan mann sem ekkert hafði til saka unnið. Slíkt verður ekki liðið enda ætluðum við aðeins að hafa tal af farþegunum og afhenda þeim dreifirit. Þeir hafa hing- að til sýnt okkur meiri virðingu en þarna fóru ungir lögreglumenn offari," segir Jónas. Hann segir að nokkrir farþeganna hafi fengið dreifirit og afskiptum sín- um og félaga sinna af skipinu sé nú lokið. En í öðrum höfnum megi út- gerðin búast við aðgerðum. „Skipið er hér með komið á svartan lista alls staðar og hvar sem þaö kem- ur er aðgerða að vænta. Þeir verða friðlausir," segir Jónas. -rt Kl. 7.20: Sklpslns enn beöiö Verkalýðsforkólfarnir bíða enn. Frá vinstri: Sævar Gunnarsson, forseti Sjó- mannasambands íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Borgþór Kjærnested, starfsmaður ITF, og Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaöur BSRB. Kl. 10.30. Farþegar í land Lögreglan í Reykjavík fylgir farþegum upp flotbryggjuna. Kl. 8.45: Farþegar í land Útgerð skemmtiferðaskipsins og íslenska ferðaskrifstofan gripu til þess ráðs að senda farþegana í land með gúmbátum til að komast hjá átökum við mót- mælendur. Bátunum lagt að flotbryggju. Kl. 10.45: Formaour handtekinn Lögreglumenn reyna að koma Jónasi Garðarssyni inn i lögreglubíl en illa gengur. Heiti potturinn Umsjón; Birgir Guðmundsson Ein meö.... í heita pottinum hafa menn ver- ið að ræða um útihátíðir helgar- innar og sýnist sitt hverjum. Heiti hátíðanna hefur breyst nokkuð í samræð- um manna á i milli og hafa þær fengið nöfn sem | talin eru ! meira l lýsandi I fyrir það sem þar var að gerast. Dæmi um þetta er að Eldborgar- hátíðin gengur nú undir heitinu Eldvatnshátíðin mikla sem á að gefa til kynna mikla áfengisneyslu mótsgesta. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri hefur hins vegar fengið viðurnefnið Ein með engu sem á að gefa til kynna hve fáir mættu á svæðið ... Bók frá Svavari í pottinn hefur spurst að Svavar Gestsson sendiherra hyggist skrifa endurminningar sínar fyrr en síð- ar, þó ekki sé raunar búist við því fyrir jólin næstu. Svavar gaf þetta til kynna í DV- viötali í vor og nú heyrist að hann telji talsveröa þörf á að gera upp sinn pólitíska feril. I pottin- um segja menn að þessi skoðun Svavars sé ekki síst til komin vegna þess aö hann sé mjög ósáttur við það hvernig Steingrímur Hermannsson fjall- aði um hann og hans pólitisku að- komu í sinni síðustu bók ... Álftagerðisbræöur á bók En talandi um ævisögur þá hefur frést í heita pottinn að von sé á sérstakri ævisögu eða frásögn af lífi þeirra Álftagerðisbræðra fyrir jólin. Þessir, söngelsku skagfirsku bræður hafa fyrir löngu brætt hjörtu tónelskra sam- landa sinna og eflaust langar marga til að kynnast betur högum. þeirra. Sá sem færa mun þessa bók í letur er Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, en Björn er einmitt ættaður úr Skaga- firði og þekkir vel til þeirra bræðra. Björn hefur áður fjallað um Álftagerðisbræður og skrifað við þá viðtöl, m.a. í DV fyrir nokkrum árum... Framboosmál R-lista í pottinum hafa menn verið að ræða um framboðsmál Reykjavík- urlistans. Eitt af því sem þegar er farið að heyrast og kemur m.a. lika fram á press- unni hjá Hrafni Jök- ulssyni í gær er að flokk- arnir þrír muni skipta 8 efstu sætunum á milli sín þannig að Sam- fylking fái 3 sæti, VG fái 3 sæti, en Framsókn fái hins vegar 2 sæti mjög ofarlega á listanum. Til að auðvelda framsóknarmönnum að sætta sig við færri sæti er sagt að þeim hafi verið boðin staða varaborgarstjóra eða staðgengils borgarstjóra. Það yrði þá til þess ef Ingibjörg Sólrún hætti á miðju kjörtímabili til aö leiða Samfylk- inguna í næstu þingkosningum að þá kæmi borgarstjórastóllinn í hlut framsóknarmanna...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.