Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 10
10 MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 Utlönd r>v Kenneth Clarke Er sagöur of mikill evrusinni til þess aö leiöa íhaldsflokkinn óskiptan. Michael Ancram: Ken Clarke myndi sundra flokknum Michael Ancram, fyrrverandi for- maður breska íhaldsflokksins, segir að flokkurinn muni sundrast ef Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra, verður kosinn leið- togi. Clarke berst nú við Iain Dunc- an Smith um leiðtogasætið en Ancram féll úr baráttunni fyrir nokkru. Tveggja vikna vopnahlé í kosningabaráttunni rann út í dag. Ancram lýsir yfir opinberum stuðn- ingi sínum við Duncan Smith. Ástæðan er Evrópustefna Clarkes, en hann er fylgjandi því að Bretar taki upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil ESB. Ancram segir íhaldsfiokkinn í heild vera á móti evrunni og því muni Clarke alger- lega mistakast að sameina hann undir sér. Kynlífsflug endar með ósköpum Bandaríska alríkislögreglan leit- ar til almennings með að útskýra hverra manna hjónin Juan og Rosa eru, en þau eru talin hafa látist í flugslysi eftir að hafa reynt að ræna flugvél sem þau leigðu fyrir kynlíf. Flugfélag í Flórída býður upp á svo- kallað kynlífsflug, en þar býðst við- skiptavinum að stunda samfarir í háloftunum. Juan og Rosu er lýst sem þéttvöxnum og hjónum á sjö- tugsaldri sem klæddust litríkum sumarklæðnaði. Þau reyndu að ræna flugvélinni, eftir að kynlífs- flug þeirra hófst, og fara til Kúbu. Þau otuðu hnifi að flugmanninum sem flaug vélinni i hafið. Flugmað- urinn slapp lifandi úr flugslysinu en segir hjónin hafa látist í slysinu. Junichiro Koizumi Wð minnismerki um fallna hermenn íTokyo ígær. Koizumi reynir að ná sáttum Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, reynir nú hvað hann getur að ná sáttum við þjóðernissinn- aða Japana og asísk nágrannaríki. Heimsókn hans að helgidómi til- einkuðum föllnum japönskum her- mönnum féll í slæman jarðveg hjá báðum þessum hópum. Þjóðernissinn- ar voru reiðir yfir því að hann heim- sótti helgidóminn á röngum degi, en Asíumenn eru ósáttir við heimsókn- ina yfirhöfuð. Koizumi fór í gær að öðru minnis- merki og sagði að hann bæri í brjósti djúpa eftirsjá og mikla samúð í garð nágrannarikjanna vegna gjörða Jap- ana í síðari heimsstyrjöldinni. Auðveldara að klóna menn en dýr Hópur vísindamanna við Dukehá- skólann í Norður-Karólinufylki í Bandaríkjunum segja að niðurstöð- ur rannsóknar sem þeir gerðu sýni að auðveldara sé að klóna mannfólk en dýr. Þessi yfirlýsing kemur stuttu eftir að þrír vísindamenn, Panayiotis Michael Zavos, Severino Antinori og Brigitte Boisselier, til- kynntu á ráðstefnu í síðustu viku að þau ætluðu öll að hefja klónun á mönnum. Skoðanir á klónun á mannfólki eru afar skiptar og er hægt að segja að mun fieiri séu þar á móti en með enda siðferðilegar spurningar um slíka klónun nokkuð margar og stórar. Ein af þeim spurningum er hvort rétt sé að taka áhættuna. Klónun dýra sýni að misheppnaðar klónanir séu langt yfir þeim mörk- um að ásættanlegt sé að búa til klónuð börn sem fæst munu lifa af fyrstu æviárin. Samkvæmt hinni nýju rannsókn Antinori og Zavos Vilja hefja klónun svo hægt veröi að aöstoöa barnlaus hjón. er hins vegar minni hætta á gölluð- um klónum. Það kemur til vegna ákveðins gens. Genið stjórnar því hvernig frumur vaxa og ef það virk- ar ekki sem skyldi geta þær vaxið stjórnlaust sem getur m.a. leitt til krabbameins. Afkvæmi fá sitt genið frá hvoru foreldra sinna. ísumum tegundum dýra, eins og kindum og músum, slekkur annað genið á sér, sem þýðir að klónunum er hætt við offitu og krabbameinum ef þau lifa af fram yfir fæðingu. Þetta þýðir m.a. að færri en eitt af hverjum 300 klónuðum fóstrum af kindum er heilbrigt. í mönnum eru bæði genin hins vegar virk sem þá myndi þýða að minni hætta væri á gölluðum fóstrum og börnum. Þrátt fyrir þessar nýju niðurstöð- ur þá er nokkuð víst að deilan um klónun á eftir að verða jafn hörð og fyrr. Enda er hætta á göllum í fóstr- um langt í frá eina deiluefnið í kringum klónun á mannfólki. Forsetinn leggur hönd á plóg George Walker Bush Bandaríkjaforseti fann i sér umhverfisvininn ígær þegar hann sagaöi greinar af trjám í friölandi í Colorado. Þaö ergert til þess aö forðast ab skógareldar nái sér á strik. Bush er nú í mánaöarfríi og nýtir tímann til í>ess að heimsækja fy'arta Bandaríkjanna og láta gott af sér leiöa meö smáum gjörningum. Milingo erkibiskup: Afneitar eiginkonunni og biðlar til páfans Sambíski erkibiskupinn Emmanuel Milingo hefur skrifað bréf til Jóhannesar Páls páfa annars og heitið því að snúa baki við lífi sínu með suður-kóreskri eiginkonu sinni. Milingo olli uppnámi í kaþ- ólsku kirkjunni þegar hann kvænt- ist hinni 43 ára gömlu Maríu Sung í fjöldabrúðkaupi undir handleiðslu sértrúarleiðtogans Sun Myung Moon. 71 árs gamli erkibiskupinn segist í bréfinu til páfa tileinka sjálf- an sig kaþólsku kirkjunni á ný og afneita bæði Maríu Sung og Sun Moon. Eiginkonan neitar hins vegar að trúa þessu. Hún sagöist í fyrradag líklega vera ólétt eftir erkibisk- upinn. Milingo hefur ekki sést síðan síðasta miðvikudag, þegar hann var María Sung Leiötogi sértrúarsafnaöar valdi hana til aö giftast kaþólska erkibiskupn- um Milingo. Hún leitar hans í Róm. í Róm að leita sátta við kirkjuna. María fór á eftir eiginmanni sínum til Rómar og vildi fá skýringar. Hún er þar enn og segir að bréf eigin- mannsins hennar til páfa sé fölsun og að hann sé i fangelsi kaþólsku kirkjunnar í Vatíkaninu. „Jafnvel þótt hann hringi í mig og segist vilja yfirgefa mig mun ég ekki trúa honum. Ég yrði viss um að honum hefði verið byrluð ólyfjan," segir María. Talsmaður sértrúarsafhaðar- ins, Sameiningarkirkjunnar, fór til Róm með Sung. Hann segist óttast um líf Milingos. Eiginkona erki- biskupsins er ekki síður óttaslegin. . „Ég hef reynt að höfða til sam- visku þeirra sem halda honum. Nú er kominn tími til þess að fara til lögreglunnar," segir hún. Stuttar fréttír Yfir gagnrýni hafinn Kínversk yfir- völd hafa stöðvað útgáfu kínverska blaðsins Zhenli de Zhuiqui um óákveð- inn tíma eftir að blaðið gagnrýndi ákvörðun Jiang Zemin um að hleypa aðilum úr viðskiptalifinu í kinverska kommúnistaflokkinn. Kosningar í Pakistan Pervez Musharraf, forsetí Pakist- ans, tilkynnti í gær að héraðs- og þingkosningar yrðu haldnar í land- inu 1. október á næsta ári. Það var alltaf yfirlýst stefna Musharraf og herforingjastjórnar hans, sem tók völd árið 1999, að halda kosningar. Yfirlýsingunni hefur verið fagnað af leiðtogum víða um heim en þó er henni tekið með fyrirvara, sérstak- lega af stjórnarandstæðingum í Pakistan. IRA-menn yfirheyrðir Kólumbískir saksóknarar hafa nú hafið yfirheyrslur yfir Norður-írun- um þrem sem taldir eru tilheyra írska lýðveldishernum. Yfirheyrsl- urnar eru taldar standa yfir i viku. Leikarar lausir Dómsyfirvöld í Italíu leystu í gær úr haldi og felldu niður kærur gegn 19 leikurum úr austurrískum götu- leikhópi sem handteknir voru eftir G8-fundinn í Genúa. Viðgerð í háloftunum Ævintýramaður- inn Steve Fossett þufrti í gær að fara út úr hylki sínu í 9 kílómetra hæð til að laga gasleiðslu. Viðgerðin tókst en Fossett þjáðist, átti erfitt með andar- drátt sökum súrefnisleysis auk þess sem ískalt er í þessari hæð. Fossett er nú staddur undan ströndum Suð- ur-Ameríkuríkisins Chile. Concorde aftur á loft Búist er við því að Concordeþot- urnar muni innan fárra vikna hefja farþegaflug ef talið er að öryggismál hafi verið löguð. Öllu slíku flugi var hætt eftir að ein þeirra hrapaði í París. Mugabe í vanda Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, missti embætti sitt sem formaður nefndar um varnar- mál ríkja i suður- hluta Afríku. Á leiðtogafundi ríkj- BtaiaHB anna lýstu leiðtogar aðildarríkjanna áhyggjum yfir framferði Mugabe gagnvart hvítum bændum auk áhrifa bágs efnahags Zimbabwe á nágrannaríkin. Fleiri fíkniefnadauösföll Fjölgun of stórra skammta af fíkniefnum er mikil í Bandaríkjun- um frá í fyrra. Um helgina dóu 18 í Houston-borg einni. Þjóðhátíð í Indlandi Indverjar halda þjóðhátíðardag landsins hátíðlegan i dag. í ræðu í tilefhi dagsins gagnrýndi Vajpayee, forsætisráðherra landsins, Pakistan fyrir ósveigjanleika i Kasmírdeilu landanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.