Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001
I>V
7
Fréttir
Flóð á Grænanesvelli þegar Norðfjarðará flæddi yfir bakka sína:
Leir og drulla þek-
ur golfvöllinn
Fengu glerskál, unna af glerlista-
manninum Jónasi Braga Jónassyni.
Reglugerð um smábáta:
Eina leiðin í stöðunni
- segir Halldór Jónsson, fiskverkandi og smábátakarl
„Það er ljóst að menn voru bún-
ir að sækja þetta mál lengi og af
miklu kappi og það var einfald-
lega greinilegt að ekki yrði komist
neitt lengra með það,“ segir Hall-
dór Jónsson sem rekur fiskverk-
unina ísfirðing á ísafirði og stend-
ur að útgerð þriggja smábáta.
Halldór er einn þeirra sem tóku
þátt i að senda sjávarútvegsráð-
herra áskorun um að hann færi
svokallaða miðlunarleið sem
ákveðið var að fara í gær. Halldór
segir að það hafi verið farið að
styttast í 1. september og því
brýnt að þessi mál kæmust á ein-
hverja hreyfingu. „Að óbreyttu
hefðu afleiðingarnar einfaldlega
orðið skelfilegar en .þessi aðgerð
mun hins vegar milda höggið.
Vissulega hefðum við kosið að
hægt væri að ganga lengra og
færa meiri heimildir til smábáta
en málinu er ekki lokið því þetta
á eftir að fara í þingið og þá trúi
ég að sá meðbyr sem smábátaút-
gerðin hefur í landinu skili sér í
meðferð málsins," segir Halldór.
-BG
UV'IVITINU taUUrilNINUK rilNINDUUMOUIN.
Upplýsa feröamenn
Þetta eru starfsstúlkur Upplýsingamiðstöðvar feröamála á Hólmavík, þær
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Hildur Pálsdóttir. Árangur af miðstöðinni virð-
ist góður því ferðamannastraumur liggur þetta sumarið norður um Strandir.
DV, NESKAUPSTAÐ:__________________
1 gífurlegu úrfelli, sem gekk yfir
Austfirði í síðustu viku, flæddi
Norðfjarðará yfir bakka sína með
þeim afleiðingum meðal annars að
golfVöllur Golfklúbbs Norðfjarðar er
nú óleikhæfur vegna aur- og malar-
burðar úr ánni. Ljóst er að tjón golf-
klúbbsins er talsvert og skoða menn
nú stöðu sína í tryggingakerfinu og
hvort hugsanlegt er að fá tjónið
bætt.
„Það var strax farið í að hreinsa
grínin og finna leiðir til að hreinsa
völlinn," sagði Hjörvar Ó. Jensson,
formaður GN, í gær. Hann var þá á
leiðinni heim til Norðfjarðar og
hafði ekki skoðað skemmdirnar.
Áin ruddi yfir völlinn hluta efnis-
hauga sem biðu flutnings burt úr
ánni og er áttunda braut vallarins
líklega stórskemmd af þessum sök-
um, enda mikið af stóreflis grjóti
sem þekur völlinn á parti. Þá er
völlurinn að stærstum hluta þakinn
leirdrullu sem reyndar er ekki mjög
hættuleg en gerir hann óleikfæran
þar sem mest er af henni.
Allnokkuð hefur grafist úr bökk-
um árinnar að sunnan- og vestan-
verðu sem áréttar þá skoðun golfara
að nauðsynlegt sé að gera ráðstafan-
ir til að verja völlinn frekari ágangi
árinnar í framtíðinni. Það er hugg-
un harmi gegn að flatirnar hafa
■fm
DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Vatnagolf.
Teigur 6. brautar golfvallarins rís grænn og fagur upp úr flóðinu en 8. brautin sést baka til og er gjörsamlega á kafi í
vatninu. Flatir vallarins, grínin svokölluðu, sluppu nokkuö vel.
sloppið nánast óskemmdar úr þess-
um hamforum.
Það er því mjög mikið starf sem
býður félaga í GN við að lagfæra og
snyrta það sem nú hefur miður far-
ið en í sumar hefur völlurinn verið
í toppástandi og staðist samjöfnuð
við það sem best gerist annars stað-
ar. -Eg
Mikill og vaxandi ferðamannastraumur um Strandir:
Náttúrufegurð og galdrar laða að
DV. HÓLMAVÍK:
Mikil aukning hefur orðið á við-
komu ferðamanna, bæði innlendra og
erlendra, í Strandasýslu á þessu sumri
og má segja að hún hafi verið stöðug
allt ffá því sett var á stofn upplýsinga-
miðstöð ferðamála á Hólmavík fyrir
fimm árum. Að sögn Hrafnhildar Guð-
björnsdóttur, sem veitt hefúr henni
forstöðu öll árin, má merkja verulega
aukningu erlendra ferðamanna, eink-
um Þjóðverja, ítala og Breta.
Hrafnhildur segir að skilja megi á
hinum erlendu gestum að það sem
helst dragi þá hingað sé hin víðfræga
náttúrufegurð þessa svæðis. Það sé þó
engu að síður staðreynd að ýmislegt
það sem gert hefur verið á undanfóm-
um árum til að laða að gesti sé svo
greinilega að skila árangri. Þar skuli
helst nefna opnun galdraminjasafnsins
á Hólmavík á miðju síðasta ári sem
dregið hefur að mikinn fjölda gesta.
Með fjölgun ferðamanna hefur hag-
ur handverksfólks batnað til muna en
það hefúr undanfarin ár verið með
framleiðslu sína til sýnis og sölu í and-
dyri upplýsingamiðstöðvarinnar, sem
er til húsa í félagsheimilinu á staðn-
um. -GF
Norsku brúöhjónin:
Forseti gaf
glerskál
Hákon, krónprins Noregs, og
Mette-Marit krónprinsessa fengu
glerskál, sem unnin var af glerl-
istamanninum Jónasi Braga
Jónassyni, að gjöf frá Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, forseta íslands, sem
viðstaddur var brúðkaup þeirra
ásamt heitkonu sinni, Dorrit
Moussaieff. Að sögn Örnólfs Thors-
sonar, starfsmanns forsetaembætt-
isins, var skálin með litbrigðum
sem eiga að kallast á við íslenskt
hraun, eld og náttúru. Hann segir
að venja sé að forsetinn gefi gjafir
sem unnar séu af íslenskum lista-
mönnum. Ólafur Ragnar og Dorrit
komu til baka til íslands á sunnu-
dagskvöld. -MA
Kolmunnabræðsla:
Engin peninga-
lykt á Seyðisfirði
1 DV. SEYÐISFIROI:
42 þúsund tonnum af kolmunna
hefur verið landað hjá SR-Mjöli á
Seyðisfirði í sumar. Þá hefur
j samtals verið landað þar 53 Þúsund
tonnum á vertíðinni.
Vinnslan gengur mjög vel en bæj-
arbúar verða hennar ekki eins mik-
ið varir og fyrrum þar sem allt er
framleitt án þess að reykinn leggi
yfir bæinn. Peningalyktin sem svo
var kölluð er horfin og af sem áður
var þegar blámóða huldi bæinn og
húsmæður áttu erfitt með að þurrka
þvottinn sinn á snúrum. -Karólína
U
fulninga
■■Ílií:5li
■■ '■'■■■■■*■.;■ .V..,y.
Sænsk úrvalsfura A
hagstœðu verði
Síöumúla 34, Follsmúlamegin
Sími 588 7332
"www.h0ilds0luverslunin.is
OPK>:
Monud. - ÍSitud. kl. 9-la,
laugarJ. kl. 10 14