Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Side 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001_______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Marita Petersen lést á sunnudag Marita Petersen, fyrrum lögmað- ur Færeyja, er látin aðeins 60 ára að aldri. Hún greindist með krabba- mein í sumar og lést sl. sunnudag eftir stutta legu á Landssjúkrahús- inu í Þórshöfn. Marita tók við af Atla Dam sem lögmaður Færeyja árið 1993 og var fyrsta konan til að gegna því emb- ætti sem hún gegndi fram í septem- ber árið 1994. Þá gerðist hún forseti lögþingsins og gegndi þeirri stöðu til ársins 1995 en var eftir það al- mennur þingmaður til ársins 1998. Marita var fyrst kjörin á þing fyr- ir Jafnaðarmannaflokkinn árið 1988 og fór með mennta- og dómsmál í stjórnartíð flokksins með Fólka- flokknum í byrjun níunda áratugar- ins. Hún tók við formennsku í Jafn- aðarmannaflokknum af Atla Dam árið 1993 og gengdi formennsku til ársins 1996. Marita var kennari að mennt og stundaði kennslu fyrst i Danmörku á árunum 1964-67 og síðan heima í Færeyjum í 22 ár. Onnur kosning hjá Eistum Eistneska þingið kemur aftur sam- an í dag þar sem gerð verður önnur tiiraun til að kjósa forseta landsins sem fær það erfiða hlutverk að leiða þjóðina inn í ESB og hugsanlega einnig í NATO. Kosið var á milli þeirra Andresar Tarnad, fyrrum forsætisráðherra landsins, og þingmannsins Peeter Kreitzberg í fyrstu umferð sem fram fór í gær en hvorugur þeirra náði 68 atkvæðum sem til þurfti. Búist er við að Kreitzberg haldi slagnum áfram í annarri umferðinni og muni þar mæta háskólaborgaran- um Peeter Tulviste sem meirihluta- flokkarnir í þinginu höfðu heitið stuðningi ef ekki næðist að klára kosninguna í fyrri umferðinni. Áfram er búist við spennandi kosn- ingu i dag og ef til þriðju umferðar kemur fer hún fram síðdegis. Þingið í Perú á einu máli: Fujimori lýstur ábyrgur fyrir 2 fjöldamorðum Colin Powell Bandaríska utanríkisráðherranum hugnast ekki kröfur arabaríkja á ráð- stefnu SÞ um kynþáttahyggju. Powell mætir ekki á ráðstefnu SÞ um rasisma Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að sækja ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem hefst i Suður- Afríku í þessari viku vegna gagnrýni á ísrael í ráðstefnugögnunum. Þar er því haldið fram að ísrael láti kyn- þáttafordóma ráða ferðinni í sam- skiptum sinum við Palestínumenn. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði fréttamönnum í gær að ekki lægi ljóst fyrir hver yrði fulltrú Bandarikjanna á ráðstefnunni. Hugsanlega færi enginn. Arabaríkin hafa krafist þess að í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar verði sérstaklega vikið að ísrael. Bondevik telur allgóðar líkur á stjórnarskiptum Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs, telur helmingslíkur á að hann komist aft- ur til valda eftir kosningarnar í næsta mánuði. Helsta baráttumál kosninganna er hvernig megi end- urskipuleggja velferðarkerfið. Stjómmálaskýrendur segja að svo kunni að fara að Bondevik verði í lykilstöðu, enda þótt þriggja flokka bandalagi hans takist ekki að fella minnihlutastjóm Jens Stoltenbergs. „Ég myndi segja aö það væru helmingslíkur,“ sagði Bondevik í gær í viðtali við Reuters fréttastof- una. „Líkumar á að skipt verði um ríkisstjóm eru jafnvel enn meiri. Kosið verður 10. september. Þingið í Perú var á einu máli í gær um að ákæra Alberto Fujimori, fyrr- um forseta landsins, fyrir að bera ábyrgð á tveimur fiöldamorðum sem dauðasveit hersins framdi. Stjórn- völd sögðu að ákvörðun þingsins yki líkurnar á því að Fujimori yrði þvingaður til að snúa heim frá Japan til að svara til saka fyrir meinta glæpi sína gegn mannkyninu. Þingheimur lýsti stuðningi sínum við rannsókn þingsins þar sem Fu- jimori er sakaður um að hafa haft vitneskju um morð á fimmtán manns árið 1991 og um drápin á níu háskólastúdentum og einum pró- fessor árið 1992. Þingmenn ræddu ákærurnar á hendur Fujimori í margar klukku- stundir í gær og þegar kom að al- varlegustu ákæruatriðunum greiddu menn atkvæði þvert á flokkslínur. Fujimori var forseti Perús á árunum 1990 til 2000 og stjórnaði landinu með harðri hendi. Alberto Fujimori segist saklaus Fyrrum forseti Perús, sem hér sést ræða við fréttamenn í Tokyo, segist sak- laus af ákærum um aö bera ábyrgð á tveimur fjöldamorðum á tíu ára valda- tíma sínum. Þing Perús lýsti hann ábyrgan í gær. Fujimori flúði til Japans í nóvem- ber á síðasta ári þegar hneykslismál sem kennt er við Vladimiro Montesinos, fyrrum yfirmann leyni- þjónustunnar, var í hámarki. Fu- jimori hefur notið verndar jap- anskra stjórnvalda sem líta á hann sem japanskan þegn, auk þess sem ekki er í gildi framsalssamningur milli Japans og Perús. Saksóknari í Perú hefur þegar lagt fram ákærur á hendur Fujimori fyrir fiöldamorðin 1991, eitthvert mesta grimmdarverkið á tíu ára valdaferli Fujimoris. Fujimori segist saklaus og hann heldur því fram að réttarhöld yfir honum heima í Perú yrðu ekki sanngjörn. Vladimoro Montesinos dúsir í fangelsi þar sem hann bíður þess að réttað verði yfir honum fyrir stjóm dauðasveita og fíkniefnasmygl, svo fátt eitt sé nefnt. Kjötkveðjuhátíðin í Notting Hiil Nei, þetta er ekki geimvera heldur prúöbúin ung stúlka sem tók þátt í kjötkveöjuhátíöinni í Notting Hill hverfinu í Lund- únum i gær. Talið er að hátt í tvær milljónir manna hafí tekið þátt í hátíðahöldunum sem eru þau mestu sinnar teg- undar í gjörvallri Evrópu. Nokkrir tugir manna voru handteknir fyrir minniháttar yfirsjónir, að sögn lögreglu. Lennart Meri Lennart Meri, fráfarandi forseti Eistlands, bíður spenntur eftir úrslitum í kosningum eistneska þingsins um það hver muni leiða þjóðina inn í Evrópusambandið. I kosningaham Frelsishetja Austur-Timora, Xanana Gusmao, tók þessa mynd af landa sínum í kosningaham. Kosningabaráttan á Austur-Tímor á lokasprettinum: SÞ vara við tilraunum til að spilla kosningunum Sameinuðu þjóðirnar vömðu við því í morgun að friðarspillar gætu reynt að eyðileggja fyrstu lýðræðis- legu kosningamar í sögu Austur- Timors. Fulltrúar SÞ sögðust þó fullvissir um að ekki myndi koma til meiriháttar átaka þegar lands- menn ganga að kjörborðinu á fimmtudag. Mikið var um dýrðir í Dili, höfuð- borg Austur-Tímors, í morgun, á lokastundum kosningabaráttunnar. Kjósendur flykktust í miðborgina í morgun, margir hverjir með andlit- ið málað í litum flokka sinna, og veifuðu kosningaborðum. Kosningabaráttan hefur farið friðsamlega fram þrátt fyrir ótta manna um að stuðningsmenn indónesiskra stjórnvalda, sem halda til á Vestur-Tímor, kynnu að efna til blóðbaðs. Grjótkast aö bíl er það al- varlegasta sem upp á hefur komið. Xanana Gusmao, sjálfstæðishetja Austur-Tímora og frambjóðandi til forsetaembættisins, og fulltrúi SÞ, Sergio Vieira de Mello, hvöttu landsmenn til aö tryggja að ekki kæmi til ofbeldisverka. Kosið verð- ur um 88 þingsæti. Hí- SUZUKI BILAR Skeifunni 17. Sfmi 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.