Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 Viðskipti I>V Umsjón: Viðskiptablaðið Hagnaður Simans 390 milljónir - gert er ráð fyrir um 1.100 milljóna króna hagnaði á árinu öllu Hagnaður Landssíma íslands hf. á fyrri helmingi ársins var 390 millj- ónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 3.551 milljón króna en var 3.337 milljónir fyrir sama tima- bil í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 2.638 milljónum króna, en 2.734 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Meginbreytingin frá fyrra ári liggur í hækkun fjármagnsliða um 663 milljónir, úr 227 milljónum í 890 milljónir. Rekstrartekjur félagsins voru 8.670 milljónir króna og hækkuðu um tæp 10% frá fyrra ári. Tekjur af almennri talsímaþjónustu hækkuðu um tæp 6% eða úr 7.137 milljónum króna í 7.540 milljónir króna. Tekj- ur af farsímaþjónustu hækkuðu mun meira eða um 19%, úr 2.833 milljónum króna í 3.358 milljónir króna. Tekjur af gagnaflutnings- þjónustu hækkuðu um 17% eöa úr 486 milljónum í 569 milljónir króna. í frétt frá Símanum kemur fram að tekjuáætlanir félagsins gengu að mestu eftir en þó urðu umferðar- tekjur í almenna símkerfinu nokkru minni en vænst var. Gætir þar annars vegar meiri útbreiðslu ADSL-sítenginga við Netið og enn vaxandi notkunar á GSM-símum. Markaðshlutdeild Símans hefur ver- ið í góðu samræmi við áætlanir fé- lagsins. Rekstrargjöld félagsins voru 5.119 milljónir króna og hækkuðu um tæp 12% frá fyrra ári. Af einstökum gjaldaliðum hækkuðu uppgjörsgjöld til annarra símafélaga mest eða um 19% og komu þar allt í senn til auk- in hludeild annarra símafélaga á innlendum markaði, hækkun á upp- gjörsgjöldum erlendis og áhrif geng- isbreytinga. Kostnaður við fjar- skiptaþjónustuna er einnig töluvert háður gengissveiflum og hækkaði sá liður einnig um 19%. Umtalsverð lækkun var hins vegar á markaðs- kostnaði, ferðakostnaði og óðrum skrifstofukostnaði, eða samtals um 14%. Landssími Islands / frétt frá Símanum kemur fram aö tekjuáætlanir félagsins gengu aö mestu eftir en þó uröu umferöartekjur í almenna símkerfinu nokkru minni en vænst var. Hagnaöur fyrir afskriftir 41% af veltu Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 3.551 milljón króna og hækkaði um tæp 7% milli ára. Sem hlutfall af rekstrartekjum var hagnaður fyrir afskriftir 41% en var 42% á sama tímabili sl. árs. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var 1.701 milljón króna en 1.254 milljónir króna árið áður. Athygli er vakin á því að með- al tekjuþátta er söluhagnaður aö fjárhæð 383 milljónir sem stafar að stærstum hluta af sölu fasteigna fé- lagsins við Austurvöll í lok júní- mánaðar. Stefnt er að flutningi á allri starfsemi félagsins úr miðbæn- um inn að Suðurlandsbraut á síð- asta ársfjórðungi næsta árs og er þess vænst að af því verði nokkurt kostnaðarlegt hagræði í framtíð- inni. Hreinn fjármagnskostnaður fé- lagsins hækkaði um 663 milljónir milli ára. Munar þar mest um 702 milljón króna gengistap á erlendum lánum félagsins og um verðbætur á rúmlega 8 milljarða innlendar lang- tímaskuldir félagsins. Þunginn af þessum skuldum varð til þegar hlutafélag var stofnað um rekstur Símans og félagið gerði upp ára- tugagamlar lífeyrisskuldbindingar með útgáfu skuldabréfa gagnvart LSR, svo og við endurmat á stofn- verðmæti Símans á árinu 2000 sem leiddi til þess að félagið greiddi rík- issjóöi um 5 milljarða sem talið var vanmat á verðmæti félagsins við stofnun þess. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 564 milljónum króna miðað við 687 milljónir á sl. ári. Hlutdeild í af- komu dóttur- og hlutdeildarfélaga var neikvæð og kemur fram sem 174 milljón króna gjaldfærsla í reikningnum. Þá var gjaldfært yfir- verð á keyptum hlutum í félógum um 30 milljónir og afskriftir á eign- arhlutum um 28 milljónir. Siminn á nú hluti í 19 innlendum félögum og 6 erlendum og er bókfært verðmæti þessara hluta 963 milljónir. Áætlað markaðsverð er töluvert miklu meira, að því er segir í frétt Símans. Mestur hagnaður af GSM Sem fyrr varð mestur hagnaður af GSM-þjónustu Símans en hann nam 543 milljónum króna. í endurskoðaðri áætlun félagsins fyrir árið er gert ráð fyrir því að fé- lagið skili um 1.100 milljóna króna hagnaði á árinu öllu. Þar er gert ráð fyrir því að félagið skili rekstrar- hagnaði fyrir afskriftir yfir 6.700 milljónum króna eða að 40% hlut- falli. „Þegar á heildina er litið hljótum viö að vera sátt við uppgjörið eins og það liggur fyrir, en auðvitað eru í því einstaka liðir sem við hefðum viijað sjá með öðrum hætti. Félagið er enn í breytingaham og við erum stöðugt að leggja á ráðin um nýj- ungar í þjónustu og breytingar á starfsháttum og skipulagi sem eiga aö geta lækkað kostnað. Það verða höfuðviðfangsefnin á næstunni. Kostnaður hefur hækkað mikið við fjarskiptaþjónustu og við því höfum við þegar brugðist, m.a. með hag- ræðingaraðgerðum og óhjákvæmi- legum verðbreytingum. Áhrif þess- ara aðgerða koma fram í reikning- um á síðari hluta ársins. Megin- áherslur í rekstrinum hafa gengið eftir og viö sjáum að viðskiptavinir Símans taka vel breytingum á þjón- ustu og starfsháttum og markaðs- hlutdeildin er mjög ásættanleg. Okkur finnst allt þetta gefa til kynna að Síminn sé að gera rétta hluti á markaðinum," segir Þórar- inn V. Þórarinsson, forstjóri Sím- ans. Olís tapar 197 milljónum á fyrri helmingi ársins - mikil aukning EBITDA-hagnaðar Tap samstæðu Olíuverzlunar ís- lands nam 197 milljónum króna, mið- að við 119 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Olíu- verzlunar íslands hf. og dótturfélaga, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, fyrstu sex mánuði þessa árs nam 534 mUljón- um króna, samanborið við 378 millj- ónir árið áður en það er 156 milljóna króna hækkun, eða 41%. Óha^tæð gengisþróun á tímabilinu veldur því hins vegar að hrein fjármagnsgjöld fé- lagsins hækka um 640 miHjónir frá sama tímabili á fyrra ári, eða úr 64 milljónum í 704 milljónir króna. Nam gengistap samstæðunnar á tímabilinu 756 milljónum króna, samanboriö við 85 milljónir fyrri hluta síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 13% en 8,2% árið áður. Hrelnar rekstrartekjur hækka umfram rekstrargjöld Rekstrartekjur Olís og dótturfélaga námu á tímabilinu 5.941 milljón króna, samanborið við 5.575 milljónir á sama tíma síðastliðið ár og hafa því hækkað um 366 milljónir króna, eða 7%. Rekstrartekjur hækka einkum vegna hækkunar á heimsmarkaðs- verði eldsneytis, þrátt fyrir 7% minni sölu eldsneytis, sem rekja má til minni sölu til útgerða vegna sjö vikna stöðvunar fiskiskipaflotans í verkfalli sjómanna í vor. Hreinar rekstrartekjur voru 1.597 milljónir en 1.395 miUjónir á sama tímabili í fyrra, sem er 202 milljóna króna hækkun, eða 14%. Á sama tíma hækkuðu rekstrargjöld samstæðunn- ar um 46 milljónir króna, eða um 5%, úr 1.017 milljónum i 1.063. Sérstakar aðhaldsaðgerðir leiddu til þess að rekstrargjöld móðurfélagsins hækk- uðu hins vegar aðeins um 23 milljón- ir, eða 2%. Bókfært verð eignarhluta félagsins í óðrum félögum var í lok júní 1.387 milljónir króna. Þar af var eignarhlut- ur í félögum á hlutabréfamarkaði bók- færður á 892 milljónir króna en mark- aðsverð sömu hluta var 915 milljónir Olíuverslun íslands Rekstrartekjur hækka einkum vegna hækkunar á heimsmarkaösveröi eldsneytis, þrátt fyrir 7% minni sölu eldsneytis. króna eða 23 milljónum hærra en bók- fært verð og hafði lækkað um 126 milljónir króna á árinu. Gripiö hefur verio tll aöhaldsaogerða Veiking íslensku krónunnar, hækk- andi eldsneytisverð á heimsmarkaði og stöðvun fiskiskipaflotans vegna verkfalls sjómanna setti verulega mark sitt á rekstur og afkomu Olíu- verzlunar íslands hf. fyrstu sex mán- uði þessa ár. Vegna ofangreindra breytinga á ytra umhverfi og versnandi afkomu hafa stjórnendur félagsins þegar grip- ið til aðhaldsaðgerða, sem hafa skilaö nokkrum árangri, svo sem breyting á rekstrargjöldum félagsins ber með sér. Standa vonir til að áframhaldandi aðhaldsaðgerðir muni skila félaginu enn frekari árangri á næstu misser- um. Með hliðsjón af ofanrituðu og ef ekki koma til frekari óvæntar breyt- ingar á ytri aðstæðum það sem eftir lifir ársins gera áætlanir félagsins ráð fyrir batnandi afkomu og að hagnaður verði af rekstri félagsins á árinu í heild. Þetta helst pn?!5!?mOTCTð!5tK "3 1 HEILDARVIÐSKIPTI 4300 m.kr. 1 i - Hlutabréf 560 m.kr. ; ! - Húsbréf 2000 m.kr. ; i MEST VIÐSKIPTI ! 0 íslandsbanki 217 m.kr. ] 1 0 Samherji 104 m.kr. i ; © Össur 65 m.kr. i i MESTA HÆKKUN : © Össur 8,8% ; i Q Búnaöarbankinn 5,1% ' j O Olíufélagio 1,9% i MESTA LÆKKUN O Húsasmiojan 6,9% ; i O íslandssími 6,7 % ; ©SH 4,8% ; ÚRVALSVÍSITALAN ; - Breyting 1007 stig O 1%; Gjaldeyrismál spá 0,6% verðbólgu í september Gjaldeyrismál, fréttabréf Ráðgjafar og efnahagsspáa, gerir ráð fyrir að hækkun neysluverðsvisitölunnar í september muni verða á bilinu 0,4 til 0,8%. Frá upphafi til loka þessa árs er gert ráð fyrir 7,9% verðbólgu. Eins og undanfarna mánuði eru margir óvissuþættir í verðlagsmálum bæði um hækkanir og tímasetningar. Þar standa upp úr þróun olíuverðs og gengis og staða kjaramála. Spáin gerir ekki ráð fyrir umtalsverðu sigi krón- unnar umfram það sem orðið er. ISAL skoðar 200.000 tonna stækkun Verið er að kanna hagkvæmni þess að stækka verksmiðju ISALs í Straumsvík og auka framleiðsluget- una í áföngum um allt að 200 þúsund tonn á ári. Undirbúningsvinna vegna málsins er hafin en ótalmargt þarf að kanna svo taka megi upplýsta ákvörð- un um framhaldið. í grófum dráttum eru forsendur fyr- ir stækkun fjórar segir i fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Nægt landrými þarf að vera til staðar, orka á viðun- andi verði, starfsleyfi og síðast en ekki síst vilji eigenda til stækkunar i ljósi stöðu á heimsmarkaði. Landrými er nægilegt sunnan kerskálanna, svo fremi að Reykjanes- brautin verði færð til suðurs eins og hugmyndir að breyttu skipulagi svæð- isins gera ráð fyrir. Landið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og þreifingar um kaup á landinu hafa átt sér stað. Þá verður að taka tillit til kapellu heOagr- ar Barböru en hún er friðlýst svæði rétt handan núverandi Reykjanes- brautar, til móts við miðjan kerskála 3. Ekki er enn ljóst hvaða leið yrði far- in en líklega yrði kapellan áfram á nú- verandi stað og hugsanlega þannig inni á verksmiðjulóðinni. I23E3L 29.09.2001 kl. 9.15 KAUP SALA 99,160 144,090 JEjpollar 98,650 jSQPund 143,360 l*llfam. dollar 64,000 64,400 iCBIPönskkr. 12,1040 12,1710 ¦JNonkkr 11,1630 11,2240 SiSænskkr. 9,5530 9,6060 ifrtHFI. mark 15,1475 15,2386 IJÍFra. franki 13,7300 13,8125 IjBalg. frankl | Q Svtos. frankl 2,2326 59,3800 2,2460 59,7100 ÍQhoII. gyllini "™" jÞýstrtmark 40,8689 46,0486 41,1145 46,3253 0,04679 i Jh.Bra 0,04651 QQAust. sch. 6,5451 6,5845 BPort. escudo 0,4492 0,4519 "j~~jSpá. peseti 0,5413 0,5445 ;| S ||jap. yon 0,82200 0,82690 ; 115,043 jlHírsktpund 114,356 SDR 126,5000 127,2600 90,6044 | i HJECU 90,0632

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.