Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 9
-\ I MIÐVIKUDAGUR 29. AGUST 2001 I>V Fréttir Samið við íslenska aðalverktaka um byggingu f jölnota íþróttahús á Akureyri: Ofbýður framkvæmdagleðin - segir Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna „Ég verð að segja að mér ofbýður hreinlega hvað menn eru fam- kvæmdaglaðir og ég horfi til þess áhyggjufullur hversu mikil skulda- söfnun bæjarins hefur orðið á þessu ári. Ég hefði frestað þessari fram- kvæmd ef ég réði ferðinni þótt ég sé alls ekki á móti íþróitahúsinu sem sliku," segir Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna, sem eru í minni- hluta bæjarstjórnar Akureyrar. Matsnefnd vegna byggingu fjöl- nota íþróttahúss á Akureyri hefur samþykkt að gengið verði til við- ræðna við íslenska aðal- verktaka um byggingu hússíns en tilboð fyrirtæk- isins nam 449 milljónum króna og fyrirtækið hefur lýst sig reiðubúið að ljúka verkinu 1. desember á næsta ári. Út úr tilboði ís- lenskra aðalverktaka á hins vegar að taka gervigrasið og ýmsan útbúnað í húsið og freista þess að fá þessa hluti á hagstæðara verði annars staðar. Jakob Bjönsson ,,Hvað ætla menn að gera ef talan á enn eftir aö hækka?" Jakob segist óttast það að bæjaryfirvöld hafi spennt bogann of hátt i ýmsum fjárfestingum og útlátum að undanfórnu. „Ég vil benda á að í upphafi var talað um 200 milhónir þegar farið var að ræða um að fjölnota íþróttahús yrði byggt í bæn- um sem var á fyrra kjör- tímabili en nú er þessi tala nær 500 milljónum. Hvað ætla menn svo að gera ef talan á enn eftir að hækka? Andstaða mín við byggingu þessa húss nú snýst eingöngu um kostn- aðinn, bærinn hefur nýlagt í mik- inn kostnað vegna skíðalyftunnar í Hlíðarfjalli og beina fjárhagsaðstoð við íþróttafélögin í bænum. Mér fmnst að þegar þetta er allt tekið saman sé fullmikið í lagt, bremsuklossarnir hjá meirihlutan- um séu orðnir ansi slakir og ég hefði kosið að fresta byggingu fjöl- nota íþróttahússins þótt ég sé alls ekki á móti því," segir Jakob. -gk ^Aflaheimildir: ÚA og Sam- herji fá mest Akureyrarfyrirtækin Útgerðarfé- lag Akureyringa og Samherji eru þau einstök fyrirtæki sem fá mestan kvóta á næsta fiskveiðiári sem hefst nú um mánaðamótin. Alls úthlutar Fiskistofa 183 þús- und tonnum af kvóta, og 322 þúsund tonnum sé allur afli umreiknaður í svokölluð þorskígildistonn. Útgerð- arfélag Akureyringa fær 18.700 þorskígildistonn og þar af eru 8.700 tonn þorskur. Samherji fær 18 þús- und þorskígildistonn og þar af eru 7.700 tonn þorskur. í þriðja sæti kemur Þorbjörn Fiskanes sem fær 16.900 þorskígildistonn en 7.500 tonn eru þorskur. -gk I Ný Norðf jarðarbrú fyrir áramót: Kostnaður um 100 milljónir króna Umferð um brúna yfir Norðfjarð- ará hefur verið takmörkuð við 3 tonn síðan áin skekkti undirstöður hennar i miklu flóði í kjölfar úr- hellisrigningar í síðustu viku. Vega- gerðin stefnir að því að hleypa allri umferð á brúna í næstu viku. Þung- ir bílar fara yfir bráðabirgðaveg sem er aðeins neðar í ánni yfir stál- hólka sem settir voru í ána. Áin fer í gegnum stálhólkanna meðan litið er í henni, en vegurinn getur rofnað þar ef vex í ánni að nýju. Einar Þorvarðarson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi, segir að byrjað verði á byggingu nýrrar brúar í næstu viku, sem verður 35 metrum ofan við gömlu brúna og verður 36 metra löng. Áætlaður kostnaður við brúar- smíðina er um 60 milljónir króna auk þess sem breyta þarf vegastæð- inu beggja vegna hennar, og er kostnaður vegna byggingar 1,5 km langs vegar áætlaður 40 milljónir króna, svo heildarkostnaður nemur um 100 milljónum króna. Framkvæmdum lýkur samkvæmt áætlun í desember þannig að hægt verði að taka brúna i notkun, en Gamla Noröfjarðarbrúin Sú gamla þykir ekki á vetur setjandi og verður nú brú byggö nokkru ofan við þá hefur þjónað sinni tíð. slitlag og lokaframkvæmd er á framkvæmdaáætlun vorið 2002. Norðfjarðarbrú var á áætlun og stóð til að bjóða hana út núna og ljúka smíði hennar næsta vor en fram- kvæmdinni er nú flýtt og mun brú- arvinnuflokkur frá Vegagerðinni byggja brúna. Vegalagningin verður boðin út og birtist auglýsing þar að lútandi um næstu helgi. -GG Ríkisstjórnin greiðir niður loðdýrafóður: Vaxtastefnan að sliga þrátt fýrir góðæri - skuldamál bænda rædd í Byggðastofnun á fimmtudag Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL) var haldinn að Hólum í Hjaltadal um helgina. Skinnaverð er gott um þessar mundir og mikil eftirspurn á mörk- uðum. Á meðalbúum hér á landi eru um 1000 læður, eða svipað og hjá Dönum, þ.e. búum fækkar og þau stækka. Á fundinum var loðdýrabændum kynnt ákvörðun rikisstjórnarinnar að halda áfram niðurgreiðslum á loðdýrafóðri, og er til þess varið 45 milljónum króna á þessu ári. Meðal- verð fóðurs er um 21 kr/kg frá fóð- urstöð, og gæti niðurgreiðslan numið um 5 kr/kg, en það liggur þó ekki fyrir fyrr en fjöldi hvolpa er kunnur. Þorbjörn Sigurðsson rekur minkabú í Hrunamannahreppi. Hann segir reksturinn hafa verið ágætan siðasta ár og fengist hafi þolanlegt verð fyrir skinnin. „Verð- ið hefur verið svo lélegt lengi að maður er mjög ánægður með þetta eins og það er nú. Gengishækkunin hefur hjálpað okkur töluvert, en gengisskráningin hefur verið okkur óhagstæð undanfarin ár, svo þetta er viss sárabót fyrir það. Við erum Islensk loðdýrabú eru að rétta úr kútnum, ekki síst vegna hækkandi gengis íslensku krónunnar. nú að fá sannvirði fyrir skinnin, það höfum við ekki fengið undanfar- in ár. Pelsun hefst í kringum 10. nóvember, en ég held að ásetningur verði ekki minni í ár en í fyrra. Þeir sem eru í þessum atvinnurekstri eru með allt fullt svo þeir geta ekki aukið ásetninginn nema byggja nýja skála," segir Þorbjörn Sigurðsson. Björn Halldórsson á Vopnafirði, formaður SÍL, segist búast við að í haust verði pelsaðir um 160.000 minkar og um 18.000 refir. Loðdýra- bændur hafa verið að fá 6.500 til 7.000 krónur fyrir refaskinnið af framleiðslu síðasta árs en reiknað er með að það verð geti farið upp í allt að 10.000 krónur. Fyrir minka- skinnin fengust 1.800 til 2.400 krón- ur en reiknað er með að meðalverð þessa hausts geti verið um 2.300 krónur. Verðmæti skinnana gæti því numið allt að 500 milljónum króna. Vaxandi eftirspurn er eftir hvitum skinnum og safir erlendis þar sem hægt er að lita þau í hvað sem er, t.d. græn eða bleik eins og nú er í tísku, eða allt að 4.000 krón- ur, svo loðdýrabændur geta verið að fá 2,5 til 3-falt verö fyrir þau skinn miðað við brún skinn. Björn segir hins vegar að vaxtastefna ríkis- stjórnarinnar sé að ganga af þessari atvinnugrein dauðri, þvi bændur greiði allt að 20% til baka í vöxtum. Slíkt gangi ekki til langframa. Á fimmtudag verður hugmyndafræði Byggðastofnunar hvað varðar skuldamál loðdýrabænda rædd á stjómarfundi stofnunarinnar. Fagráði hefur verið falið að gera áætlun um ræktun og innflutning á erfðaefni til næstu 7 ára og er það i fyrsta sinn sem hugsað er svo langt fram í tímann. Það mun auðvelda alla áætlunargerð loðdýrabænda og samtakanna til frambúðar. -GG 130 milljónir komnar í fiskeldisbryggjuna: Höfn orðin til í Gleoivík PV. DJUPAVOGI: Framkvæmdum við fyrsta áfanga hafnargerðar i Innri-Gleðivík við Djúpa- vog lauk 9. ágúst. Þarna verður i framtíðinni mikið fiskeldi til útflutnings. Um er að ræða viðlegukant, 75 metra langan með 9 metra dýpi. Verktaki við hafnarframkvæmd- irnar var S.G. vélar á Djúpavogi en DV-MYND JÚLlA IMSUND Míkið mannvirki Höfnin í Innr'hGleðivík varð til á stuttum tima undirverktaki við gerð stál- þils var Guðlaugur Einars- son ehf. Sæþór ehf sá um að grafa skurð og dýpka fyrir stálþili. Framkvæmdum við höfhína verður lokið á næsta ári en þá verður steypt þekja og lokið við raf- magn og lýsingu á svæðið. Kostnaður við fyrsta áfanga nam nærri 130 milljónum króna. -JI. Helgartilboð til London í september frá 19.720,- Heimsferðir bjóða nú einstök helgartilboð til London í september. Komið til London á föstudegi og flug til baka á mánudagi og í London bjóðum við þér úrval hótela á frábæru verði. 7. sept. 14. sept. 21. sept. 28. sept. Kr. 19.720 Kr. 29.990 M.v. hjón með 2 böra. 2-11 ára. Flug og skintar. Flug og Bayswater Inn hótelið, í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi, skattar innifaldir. Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.