Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 23
27 Bíógagnrýni Ast, svik og lygar Bíóborgin - Tailor of Panama: ic'jr-k Sif Gunnarsdóttir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. F ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 DV Tilvera Paul leikur og syngur í NY Liónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Einhverjar hindranir sem verið hafa á vegi þínum varðandi fram- kvæmdir virðast nú horfnar. Ný og betri þróun í per- sónulegum málum þínum er hafin. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Ekki borgar sig að reyna að ráða í hegðun \X^ik.kunningja sem kemur ^ f stöðugt á óvart. Betra er að snúa sér að öðru fólki í dag. Háppatölur þínar eru 1, 8 og 12. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Dagurinn byrjar vel og Oy þú ert bjartsýnni en V f þú hefur verið lengi. r f Ekki láta neitt uppi um áætlanir þínar fyrr en þær eru komnar í höfn. <T\ hlustao á þi Frumkvæðið er hjá 'öðrum í dag en þú leggur sitthvað til mál- anna og það verður iþig- Happatölur þínar eru 6, 16 og 33. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Þó að þessi vika hafi ) ekki byrjað vel verður ’ þér samt vel ágengt og árangurinn verður Isverður í vikulok. Þér gengur vel í ástarmálunum. Paul McCartney, fyrrum Bítill, ætl- ar að halda tónleika til styrktar slökkviliðsmönnum í New York, sem misstu marga starfsfélaga sína þegar World Trade Center turnarnir hrundu í kjölfar hryðjuverkaárásanna. „Ég ætla að halda tónleika hér í New York í næsta mánuði eða svo til styrktar öllum slökkviliðsmönnum," sagði Palli Bítill í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á dögunum. Hann minnti jafnframt á að málið væri hon- um ekki alveg óskylt þar sem faðir hans hefði verið slökkviliðsmaður í Liverpool í heimsstyrjöldinni síðari. Kylie tók krydd- píuna í nefið Ástralski smásöngfuglinn Kylie Minogue tók kryddpíuna Victoriu Ad- ams og Beckham í nefið um helgina, ef svo má að orði komast. Stúlkurnar gáfu út smáskifu í Bret- landi á sama tíma og er skemmst frá því að segja að skífa Kylie þaut upp í efsta sæti vinsældalistanna en Victor- ia greyið varð að láta sér lynda sjötta sætið. „Ég er svo spennt að ég er að springa,“ sagði Kylie um velgengni plötunnar. Fjölmiðlar höfðu fyrir fram gert mikið úr væntanlegri bar- áttu stúlknanna tveggja. Sporðdreki (?4. nkt.-21. nóv.l: SÞér miðar vel áfram á eigin spýtur og virðist lítið hafa til annarra að sækja. Vertu viðbú- ínn oinoi a milli ástvina. Happatölur þínar eru 9, 17 og 26. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: heldur fast við þina skoðun og kemur það sér vel í vinnunni. Það er bjart fram undan í Happatölur þínar eru 2,14 og 29. Steingeitin (22. des.-l9. ianö: ^ ^ Þú ert ekki alveg örugg- ur um stöðu þína á * Jr\ vinnustaðnum og getur ekki leyft þér að slaka þar á. Kvöldið bætir þér það upp enda verður þú alveg dauðuppgefinn. Fyrst fáein varúðarorð: Skraddar- inn í Panama er ekki James Bond- mynd þótt hún fjalli um njósnara og Pierce Brosnan sé í aöalhlutverki. Þar eru engar sprengingar, engir æsilegir eltingaleikir og nánast ekk- ert deyr, nema þá kannski mannorð - og hvers virði er það á stað sem er lýst sem hetjulausu Casablanca? Skraddarinn í Panama, Harry Pendel (Rush), er mjúkur maður, giftur glæsilegri konu (Curtis) og á með henni tvö yndisleg börn en hann á líka ljótt leyndarmál í fortíð sinni og stóra skuld í banka sem gerir hann tilvalið fórnarlamb fyrir njósnarann Andy Osnard (Brosn- an), skithæl sem er nýkominn til Panama til að hafa auga með stjórn Panamaskurðarins. Osnard ákveð- ur að koma sér út úr Panama aftur með því að koma upp um einhver bragðmikil svik og þvingar Pendel til að hjálpa sér. Pendel lætur und- an og fer að spinna upp ótrúlegustu lygasögur fyrir Osnard gegn vænum greiðslum, lygasögur sem setja allt á annan endann bæði í London og Washington. Það var snilld að fá Brosnan í hlutverk Osnards. Alveg frá fyrstu mínútu, þegar Osnard er að fá fyrir- mælin hjá yfirmanni sínum í MI6, sér maður á augnaráðinu, líkams- beitingu og heyrir það á röddinni að hér er enginn heiðursmaður á ferð. Njósnarinn Pierce Brosnan í hlutvérki Andy Osnards sem er enginn breskur heiðursmaöur. En vegna þess hve vel Brosnan hef- ur fyllt út I Bondbúninginn býst maður við hinum hæðna séntil- manni og þess vegna er það enn meira áfall hvað hann er algjörlega sjálfselskur, svikull og samvisku- laus. Geoffrey Rush hefur réttilega hlotið frægð fyrir að leika sérkenni- lega menn, eins og Helfgott í Shine og Markgreifann de Sade í Quills, en hér er hann hlédrægur maður sem hefur byggt sér upp mannorð og gott líf úr engu. Viðskiptavinir hans virða hann fyrir yfirburða hæfni hans og konan hans elskar hann heitt. Til að bjarga þessu draumalífi þarf hann að ljúga en málin vandast þegar lygarnar læð- ast inn í raunveruleikann. Þeir sem hafa lesið hina frábæru Our Man in Havana eftir Graham Greene eiga eftir að sjá að miðplott- ið er það sama: Stórveldi láta ginn- ast af ótrúverðugum lygasögum ein- faldlega vegna þess að þau vilja ekk- ert frekar en að fara í strið. Skradd- arinn í Panama er vel ofin saga þar sem áhorfandinn er lengi í vafa um hver sé i raun og veru að nota hvern. Hún sjokkerar ekki með sprengingum, morðum og eltinga- leikjum heldur græögi, yfirhylming- um og svikum því að hér er hver sjálfum sér næstur. Boorman er í flnu formi og hefur gert stemningsríka svarta kvik- mynd um „alvöru njósnir" í stað „kvikmyndanjósna"; það bjargar enginn heiminum hér, honum er ekki við bjargandi. Helst get ég kvartað yfir hversu lítið hin ágæta leikkona, Jamie Lee Curtis, er not- uð og hlutverk hennar marklaust þó að það hljóti að eiga aö vera eins konar mórölsk miðja myndarinnar. Góða skemmtun. Leikstjóri og framlei&andi: John Boor- man. Handrit: Andrew Davies, John Le Carré og John Boorman, eftir samnefndri skáldsögu John Le Carré. Kvikmynda- taka: Philippe Rousselot. Tónlist: Shaun Davey. A&alleikarar: Pierce Brosnan, Geoffrey Rush, Jamie Lee Curtis o.fl. Barbara Walters sjötug Ein kunnasta frétta- kona Bandaríkjanna, Barbara Walters, á stórafmæli í dag. Þrátt fyrir sjötugsaldurinn er hún enn á fullu og er með sína eigin við- talsþætti sem eru mikilsvirtir og þyk- ir mjög eftirsótt að komast í viðtöl hjá Walters. Meðal afreka hennar má nefna að hún var fyrst kvenna til að stjórna fréttatímum á stóru sjónvarps- stöðvunum og þá hefur hún tekið við- töl við alla forseta Bandaríkjanna frá því Richard Nixon var við völd. Walt- ers á þrjú hjónabönd að baki og eina dóttur, Jacqueline, sem er kjörbarn. Gildir fyrir miövikudaginn 26. september DV-MYNDIR EINAR J. Váleg veður Ef til vill var þaö táknrænt að þaö skuii hafa hellirignt á friöarsinna á iaugardaginn. Þeir létu þaö ekki á sig fá heldur drógu hetturyfir höfuö eöa spenntu upp regnhlífarnar. Bænastund Á Ingólfstorgi fór fram helgistund þar sem fuiitrúar ólíkra trúarbragöa fóru meö bænir eöa áheit fyrir friði og kærleika í mannheimum. Gengið í þágu friðar Samkoman hófst meö friöargöngu frá Hallgrímskirkju niöur á Ingólfstorg. Þar fóru þessar hnátur fremstar í flokki. Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.L Þú færð fréttir sem koma róti á huga þinn. Ekki er þó ástæða til að hafa áhyggjur. Ást- hjá þér. Happatölur þínar eru 3, 22 og 25. Fiskamlrnð. fehr.-?0. marsl: Gerðu eins og þér Ifinnst réttast í máli sem þú þarft að taka ákvörðun í. Þú ættir ékki einu sinni að leita ráða, málið er þess eðlis. Hrúturinn (21. mars-19. anríh: Þér gengur vel að ná sambandi við einhvem sem hefur verið fjar- lægur undanfarið og gætuð þið komist að gagnlegri niðurstöðu. Nautið (20. aoril-20. mah: Þú gerir þér miklar vonir í ákveðnu máh og þú gætir þurft að fóma einhverju til að ná settu marki. Vertu varkár ef þú skipuleggur eitthvað með öðram. Tvíburarnir (2i. maí-?i. iúníi: Friðarganga í Reykjavík: Beðið fyrir friði Váleg veður hafa geisað um heimsbyggðina eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og er ekki laust við að margir kvíði frekari átökum. Af því tilefni var haldin samkoma á Ingólfstorgi á laugardaginn þar sem saman komu fulltrúar ólíkra trúarbragða og kynþátta og báðu fyrir friði og sátt í heiminum. Fjölmargir tóku þátt í sam- komunni og lét fólk ekki úrhellisrigningu og rok buga sig heldur klæddi sig eftir veðri eða spennti upp regnhlíf- arnar. Ýmsir tónlistarmenn lögðu málefninu lið og má þar nefna hljómsveitirnar Lúnu, Vígspá og Pollock-bræð- ur. Þá var enn fremur fluttur seiðmagnaður tónlistar- spuni á didjeridoo-pipur og djembee-trommu sem veitti köldum og blautum friðarsinnum yl í kroppinn og efldi andann. Kynngimagnaöir tónar Hópur tónlistarmanna flutti tónlistarspuna á ástralskar didjeridoo-pípur og senegalska djembee-trommu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.