Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Page 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Tilvera I>V 1 í f i A Glúntarnir aftur í Salnum í kvöld verða söngtónleikar í Salnum í Kópavogi. Glúntarnir eftir Gunnar Wennerberg verða endurfluttir og sem fyrr syngja Bergþór Pálsson baríton og Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson baríton við píanóundirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20. Popp ________________________ STEFNUMÓT I kvöld verður eins og venjulega Stefnumót á Gauki á Stöng. Klassík SINFONIUHUOMSVEIT ÍSLANDS LEIKUR A EGILSSTOÐUM Sinfón- íuhljómsveit Islands leggur land undir fót um þessar mundír og heim- sækir Austurland. I dag verða tvenn- ir tónleikar í íþróttahúsinu á Egils- stööum. Eru þeir fyrri skólatónleikar sem hefjast kl. 14 og hinir seinni eru síöan almennir tónleikar og hefj- ast kl. 20. Fundir og fyrirlestrar FORSPA UM ENPURTEKIN AFBROT Fvrsta málstofa, sálfræðiskorar í Háskóla íslands á haustönn verður á morgun, miövikudag, kl. 12-13 i Odda, stofu 201. Þar mun Maríus Peersen, Chand. Psych, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, flytja erindið: Forspá um endurtekin afbrot íslenskra fanga. Málstofan er öilum opin. KRATAFUNDUR í RUGBRAUÐSGEROINNI Aðalfundur Alþýöuflokksfélags Reykjavikur verður haldinn kl. 18 í dag í Rúgbrauösgeröinni viö Borgartún. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf. Sýningar SÝNING TENGD EINARI LAXNESS I ÞJOÐSKJALASAFNI Nvleea var opnuð sýning í Þjóöskjalasafni Islands að Laugavegi 162, tileinkuð Einari Laxness sem er sjötugur um þessar mundir. Sýnd eru skjol sem snerta nokkrar af ritgerðum hans, m.a. um sjálfstæðisbaráttu íslendinga og Skaftárelda. LINDA í CAFÉ PRESTO Linda Oddsdóttir opnaöi sína fyrstu einkasýningu á Café Presto í Hlíöasmára 15 nýlega. Þar eru eingöngu olíumálverk sem hún hefur málað á þessu ári. Myndefniö sækir hún aðallega í náttúru landsins. FRUMHERJAR í ÍSLENSKRI MYNDUST I LISTASAFNI AKUREYRAR I Llstasafni Akureyrar stendur yfir sýningin Frumherjar í íslenskri myndlist. Þar eru meðal annars verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrim Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Guömund Thorstelnsson, Guömund Einarsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Þorlelfsson og Rnn Jónsson. SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Maður l'rfandi Stórafmæli stofnana Styrktarfélags vangefinna: Pakka blöðum, kortum og kryddi Stofnanir Styrktarfélags vangef- inna, Lyngás, Bjarkarás, Lækjarás og Ás, eiga allar stórafmæli á þessu ári. Lyngás 40 ára, Bjarkarás 30 og Lækjarás og Ás 20 ára. Af því tilefni var haldinn fagnaður í Bjarkarási og Lækjarási nýlega þar sem mættu um 300 manns. Að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Laufeyjar Gissurar- dóttur, forstöðuþroskaþjálfa í Bjark- arási og Lækjarási, heppnaðist af- mælið mjög vel. „Þetta var dagur endurfunda því margir voru að hittast eftir nokk- urra ára aðskilnaö. Allir í góðu skapi og mikil gleði ríkjandi," segir Guðrún. Sameinast í sorg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Dagvist fyrir 150 manns Guðrún og Laufey sitja í notalegri setustofu Bjarkaráss og saman lýsa þær því hvað fram fer á þessum stofnunum dags daglega, þegar ekki eru afmælisveislur. „Hjá Styrktarfé- laginu eru um 150 manns i dagvist á íjórum stöðum," byrjar Laufey og skilgreinir síðan þá staði nánar: „Lyngás er fyrir börnin. Lækjarás er þjálfunarstöð, Bjarkarás hæflng- arstöð og Ás er verndaður vinnu- staður. Síðan erum við með öldrun- ardagvist í Blesugrófinni sem er ein deild út frá Lækjarási." Guðrún segir um 42 manns koma daglega til starfa í Bjarkarási frá kl. 9-4. Verkefnin eru af ýmsu tagi og flest unnin fyrir fyrirtæki úti í bæ. Að hennar sögn er pökkun stór hluti af vinnunni, pökkun á blöð- um, kortum og kryddi, svo dæmi séu tekin. Auk þess nefnir hún nýja deild i Bjarkarási sem heiti Smiðj- an. „í Smiðjunni erum við að vinna með tré og leir. Það er nokkurs kon- ar afþreying frá hinum daglegu við- fangsefnum og við erum aðeins byrjuð að selja framleiðslu þaðan.“ Guðrún segir daginn í Bjarkarási ganga mest út á vinnuna en stund- um bregði fólk á leik og jafnvel sé slegið upp böllum. Karlarnir að veiða Bjarkarás og Lækjarás standa næstum hlið viö hlið. í Lækjarási eru 32 einstaklingar sem nýta þjón- ustuna þar. Meginmarkmið er að veita þjálfun og umönnun sem mið- í vlnnustofu Bjarkaráss Laufey Gissurardóttir og Guörún Eyjólfsdóttir, yfirþroskaþjálfar Lækjaráss og Bjarkaráss, í forgrunni. DV-MYND HILMAR ÞÓR ar að því að efla alhliða þroska og sjálfstæði. Sjúkraþjálfarar eru með aðstöðu í Lækjarási og sinna fólki af báðum stofnununum. Stuðningsfull- trúar og þroskaþjálfar starfa á þess- um stöðum. I Lækjarási er ýmiss konar hópstarf í gangi. Laufey nefn- ir til dæmis dekurklúbb, leikræna tjáningu og skapandi starf. „Okkur fannst konurnar virkari í félags- starfinu og stofnuðum sérstakan klúbb þar sem karlarnir fengju not- ið sín. Hann hittist einu sinni í viku. Karlarnir fara í veiðiferðir saman, stundum er lesið eitthvað sem höfðar til þeirra eða þeir fara að heimsækja herramenn á öðrum heimilum," segir hún. Selja grænmeti í nágrenninu Fyrir utan Bjarkarás er sundlaug og þær stöllur segja hana nýtta á hverjum degi á sumrin. Á góðviðris- dögum sé lika farið með vinnuna út á pall. Á lóðinni er gróðurhús sem Bjarkarás rekur og Guðrún segir þaö afar vinsælan vinnustað. Þar er grænmeti af ýmsum tegundum, gul- rætur, tómatar, paprika, agúrkur, kartöflur, blómkál - allt lífrænt ræktað. „Bæði er þetta til eigin nota og svo fer fólkið hér í söluferðir um nágrennið," segir Guðrún og bætir við að ef verkefnastaðan leyfi á heimilinu sé fariö út að ganga. Ekki skorti góðar gönguleiðir í nágrenn- inu, bæði í Elliðaár- og Fossvogsdal. -Gun. Áhrifarík minningarathöfn um þá sem fórust í árásinni á Amer- iku var á Yankee Stadium í New York síðastliðinn sunnudag. Ég sá hana í beinni útsendingu á Sky. í sorg leitar fólk huggunar i trúnni og það gerðu þúsundirnar sem sameinuðust í bæn. Ræður voru haldnar og vitanlega tók Rudolph Giuliani borgarstjóri til máls. Giuliani hefur staðið sig frábær- lega á erfiðum tímum og kann að tala til fólks og hjálpar því þannig að vinna úr sorginni. Hann hét því að endurbyggja borgina og gera hana að betri staö. Vonandi fær hann tækifæri til þess. Við þessa athöfn var mikið sungið og þá kom svo berlega í ljós það sem maður veit innra með sér: að tónlistin sameinar fólk. Placido Domingo söng Ave Maria svo sérlega faUega að maður stað- festist í trúnni á almættiö. Blökku- maöur og kór sungu We Shall Overcome og fólk hélst í hendur undir söngnum. Bette Midler söng Wind Beneath My Wings, lag þar sem manneskja segir vini sínum að í hennar augum sé hann hetja. Midler hefur sjálfsagt aldrei sung- ið þetta lag af meiri tilfinningu og á leikvanginum hágrét fólk meðan það lyfti upp myndum af látnum ástvinum. Maður varð þátttakandi i þessum miklum tilfinningum og táraðist. Það er ekki rétt að því fleiri myndir sem maður sjái af „Giuliani hefur staðið sig frdbœrlega á erfiðum tím- um og kann að tala til fólks og hjálpar því þannig að vinna úr sorginni. Hann hét því að endurbyggja borg- ina og gera hana að betri stað. Vonandi fœr hann tœkifœri til þess. “ árásinni eða syrgjandi aðstand- endum því kaldlyndari verði maö- ur gagnvart atburðunum. Maður finnur enn til. Til er fólk sem segir að nú eigi Bandaríkjamenn að líta í eigin barm og íhuga af hverju þessi árás var gerð. Ég get ekki tekið undir þetta sjónarmið. Það er ekki hægt að snúa glæpnum upp á fórnar- lambið. Vissulega hefur þessu stórveldi orðið ýmislegt á, bæði í innan- og utanrikispólitík en ekkert, aUs ekkert afsakar þessa viðbjóðslegu árás. Hefur virkilega einhver áhuga á að hlusta á réttlætingar Osama bin Ladens eða annarra sem stóðu að árásinni? Þeir sem skipulögðu árásina, og enn eru lif- andi, eiga að taka út sina refsingu. Ég hef hitt fólk sem virðist telja að samningaviðræður við ill- menni heims muni færa okkur frið á jörð. Þvi miður er það þannig að Ulskan verður sjaldnast kjöftuð úr fólki, það þarf að upp- ræta hana. Nú vona ég aö gengið verði í það verk af einhverju viti og að Talibönum verði mætt af fullri hörku, en ekki verði farið að bombardera saklausa borgara. Maður má náttúrlega ekki tala um djöfla i mannsmynd en það ætla ég að gera þegar Talibanar og Osama bin Laden eiga í hlut. Stundum er einfaldlega ekki ástæða tfl umburðarlyndis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.