Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001
I>V
Fréttir
Fólk farið að streyma yfir
landamærin til Pakistans
- segir Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossi íslands
„Eg geri ráð fyrir I
að landamærin milli
Afganistans og
Pakistans séu enn
lokuð. Það kemur í
ljós í fyrramálið
hvort fólk fer að
streyma yfir, menn
ferðast ekki mikið í
myrkri á þessum þorir
slóðum,“ sagði Þórir Guðmundsson.
Guðmundsson hjá
Rauða krossi íslands en hann var á
leið heim frá Pakistan þegar DV náði
tali af honum í gær. Þórir er búinn að
vera í Pakistan í tvær vikur ásamt
hópi manna sem unnið hefur að því
að setja upp flóttamannabúðir.
Þrýstíngur á landamærin
„Það má búast við talsverðum
þrýstingi á landamærin við Pakistan.
Mér skilst að það hafi verið gerðar
loftárásir á Jalalabad og Kandahar en
Rauði krossinn hefur verið að búa sig
undir að taka á móti fólki á þeim
slóðum. Við höfum verið að flytja
neyðargögn á þessa staði til að vera
viðbúnir ef fólk fer að steyma yfir.“
Þórir segir að menn hafi verið að
bíða eftir loftárásunum og vitað sé til
þess að fólk hafi flúið borgirnar í
stórum stíl undanfarna daga. „Margir
flúðu i þorpin í kring og núna má
gera ráð fyrir að fólk fari að leita yfir
landamærin. Á þessu stigi málsins er
ekki ljóst hvort þau verða opnuð en
ég veit að nokkur þúsund manns hafa
farið ólöglega yfir landamærin á
hverjum degi undanfarið." Að sögn
Þóris hefur fólkið leitað til ættingja í
Pakistan og horflð, þannig að það hef-
ur ekki gefið sig fram við Rauða
krossinn.
Skortur á vatni
Þórir segir að Rauði krossinn sé
tilbúinn til að taka á móti tugum þús-
unda flóttamanna. „Ef þeir verða aft-
ur á mót hundruð þúsunda verður
það mjög erfltt. Stjórnvöld í Pakistan
eru að leita að heppilegum svæðum
fyrir flóttamannabúðir nálægt landa-
mærunum og það gerir okkur erfið-
ara fyrir. Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna gaf út yfirlýsingu í
gær þar sem hún telur að það taki að
minnsta kosti tíu daga í viðbót að
koma upp búðum. Það hafa verið
þurrkar á þessum slóðum í þrjú ár
þannig að það verður mjög erfitt að
sjá flóttafólkinu fyrir vatni."
Kongófarsótt
Síðustu daga hafa heyrst sögur um
að Kongófarsótt sé farin að herja í
Flóttamannabúðir settar upp
Þórir Guömundsson hjá Rauöa krossi Islands segir aö þaö hafi veriö þurrkar
í Pakistan í þrjú ár og aö vatnsskortur eigi eftir aö hamia hjálparstarfi.
Afganistan en farsóttin er talin álíka
hættuleg og ebóla. Þórir segir að allar
sögur um farsóttina séu orðum aukn-
ar og það hafi enginn látist úr henni
nema í fjölmiðlum. „Eins og er hafa
fjórir menn verið settir í einangrun
vegna gruns um sjúkdóminn. Tekin
hafa verið sýni en þau eru enn i rann-
sókn.
Undanfarnar tvær vikur höfum við
verið að gera klárt og núna er komið
að því að taka á móti fólki ef það fer
að steyma yfir landamærin." -Kip
Dregur úr
ferðahug
„Það er of snemmt að I
geta sér til um hvað
þessar aðgerðir í
Afganistan munu hafa |
á rekstur flugfélaga al-
mennt og sama er um |
Flugleiðir að segja,“
sagði Guðjón Amgríms-
son, blaðafúlltrúi Flug- .
leiða, í gærkvöld. „Eitt- Amgnmsson-
hvað þessu likt hefur verið yflrvofandi
eins og allir vita og það eitt og sér hefur
skapað óöryggi og dregið úr ferðahug
fólks. Ekki er hægt að spá neinu um fram-
haldið fyrr en menn sjá hvaða stefnu þetta
tekur á næstu dögum." -JBP
Keflavíkurflugvöllur:
Svipaður
viðbúnaður
Jóhann Bene-
diktsson, sýslumað-
ur á Keflavíkurflug-
velli, segir að við-
búnaðurinn á Kefla-
víkurflugvelli hafi
verið mjög mikill frá
árásunum 11. sept-
ember og að svo
verði áfram. „Það
verður svo sem engin breyting þar
á. Við höfum ekkert slakað á þeim
mikla viðbúnaði sem hefur verið
undanfarið og komum ekki til með
að gera það á næstu mánuðum. Ég
reikna ekki með að það verði nein
röskun á flugi um völlinn í kjölfar
árásanna á Afganistan.“ -Kip
Ofriðurinn fjarri
okkar rekstri
„Auðvitað höfum við
öll áhyggjur af þróun-
inni en viö erum ekki
með rekstur nálægt
þessum ófriöarslóðum,
við erum í Sádi-Arabíu
sem er í álíka íjarlægð
og Mið-Evrópa frá Is-
landi,“ sagði Amgrim-
ur Jóhannsson, eigandi
flugfélagsins Atlanta, í gærkvöld. Atlanta
verður með pílagrímailug sem hefst und-
ir árslok í arabalöndum. „Við höfúm ver-
ið með allt að þrettán vélar í pílagríma-
fluginu, nærri 'fjögur hundruð manns.
Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað
núna,“ sagði Amgrímur. -JBP
Árásirnar á Afganistan mikið í f jölmiðlum í Bandaríkjunum:
Líka áróðursstríð
- segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington
Jóhann
Benediktsson.
Arngrímur
Jóhannsson.
„Þetta eru ekki bara hernaðarað-
gerðir, sem við höfum óljósar hug-
myndir hvernig eru, heldur er þetta
líka áróðursstrið. Það snýst fyrst og
fremst um það hvort Bandaríkja-
mönnum tekst að útskýra fyrir hug-
um og hjörtum múslíma hverjar eru
raunverulegar ástæður og ásetning-
ur loftárásanna," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, sendiherra íslands í
Washington, í samtali við DV frá
Bandaríkjunum í gærkvöld.
Sjónvarpað var vestra bæði frá
ávarpi Bush forseta og einnig frá
blaðamannafundi Rumsfelds varn-
armálaráðherra þar sem hann
greindi frá því hvemig staðið væri
að loftárásunum. „í ávarpi Bush
kom fram að bæði af hálfu Banda-
ríkjanna og bandalagsþjóða þeirra
séu þetta ekki aðgerðir gegn
Afganistan heldur gegn talibönum -
og ekki aðgerðir gegn mú-
hameðstrúarheiminum heldur gegn
hryðjuverkamönnum. Jafnframt
hefur oft verið útvarpað ávarpi
Osama bin Ladens, þar sem hann
segir þvert á móti að þetta sé stríð
vestursins gegn veröld íslams og
henni verði ekki lokið fyrr en trú-
leysingjarnir verða reknir frá Sádi-
Arabíu og Mið-Austurlöndum. Er
hann þar að vísa til herstöðva
Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu og
styrjaldarinnar milli ísraelsmanna
og Palestínumanna.“
Jón Baldvin sagðist telja að stríðið
i Afganistan yrði langvinnt. Hernað-
araðgerðirnar sem nú væru hafnar
hefðu ekki eitt einstakt markmið eða
lyki með skilgreindum sigri. „Þetta
mun taka langan tíma.“
Bandaríkjamenn tóku sér tæplega
mánaðar umþóttunartíma til að
undirbúa þær hernaðaraðgerðir
sem hófust í gær, eða allt frá því
hryðjuverkin í Washington og New
York voru framin þann 11. septem-
ber. „Ein ástæða þess að Bandarík-
in hafa tekið sér þennan rúma und-
irbúningstíma er sú að verið var að
reyna að byggja upp bandalag þjóða.
Það er kannski ólíku saman að
jafna; bandalagsþjóðum sem fyrir
voru í skipulegu varnarsamstarfi
eins og til dæmis innan Atlantshafs-
bandalagsins og hins vegar þjóðum
sem áður til-
heyrðu Sovétríkj-
unum. Og síðan
auðvitað ríkis-
stjórnum sem
sitja meira og
minna ólýðræðis-
lega í ríkjum
araba. Þar er al-
menningsálitið
er mjög sterkt Jón Baldvin
eða andvígt Hannibalsson.
Bandarikjunum og ríkisstjórnir
landanna taka því áhættu af því að
vera sýnilega í bandalagi við Banda-
rikin og gegn trúbræðrum," sagði
Jón og sagði að stuðningur araba-
þjóðanna væri einmitt mikið rædd-
ur í fjölmiðlum vestanhafs. Kæmi
þar fram í máli ýmissa sérfróðra
manna að óttast mætti að banda-
lagsþátttaka þessara þjóða kynni í
sumum tilvikum að vera meira til
sýnis en í reynd. -sbs
DV-MYND PJETUR
Engin bein ógnun
Aö sögn David Mees^ uþplýsingafulltrúa hjá sendiráöi Bandaríkjanna, eru
bandarískir borgarar á íslandi beönir um aö hafa hægt um sig. „ Viö viljum aö
fólk fari gætilega og haldi sambandi viö okkur ef þaö getur. Hernaöurinn í
Afganistan hefur engin bein áhrif á starfsemi sendiráösins né varnarliösins í
Keflavík og þaö er engin þein ógnun viö bandaríska borgara á íslandi, en þeir
eiga aö fara aö öllu meö gát, “ sagöi Mees í gærkvötd.
Náttúruverndarráð á fund
Umhverfisráð-
herra, Siv Friðleifs-
dóttir, hefur boðað
Náttúruverndarráð
til fimdar á morg-
un. Umræðuefni
fundarins verður
nýtt frumvarp um
að leggja Náttúru-
verndarráð niður. Frá þessu var
sagt í Ríkisútvarpinu.
Kennarar fá fartölvur
1 vikunni afhenti Guðmundur
Birkir Þorkelsson, skólameistari
Framhaldsskólans á Húsavík, kenn-
urum skólans fartölvur til afnota
við kennslu og kennslutengd störf.
Skólinn verður þar með hinn fyrsti
á landinu sem nær þessum áfanga í
þróun skólastarfs. Skólinn tók til-
boði Aco-Tæknivals um kaup á tölv-
um af gerðunum Toshiba Satellite
og Macintosh Power Book og iBook.
Gagnrýnir Ríkisútvarpið
Halldór Blöndal,
forseti Alþingis,
gagnrýndi Ríkisút-
varpið í þættinum
Vikulokin á laugar-
dag. Halldór sagði
meðal annars að
stofnunin hefði
ekki gert umræðum
um stefnuræðu forsætisráðherra
þau skil sem henni væri skylt.
Vatnselgur
Mikil úrkoma austan- og norðan-
lands olli því að loka þurfti götum
vegna vatnselgs. Þannig var lokað
fyrir umferð norðanmegin á Seyðis-
firði á laugardag og ekki opnað aft-
ur fyrr en í gærmorgun. Á Akureyri
var miðbænum lokað fyrir umferð
aðfaranótt sunnudagsins vegna
vatnsflóðs. Þar i bæ var slökkvilið
kallað nokkrum sinnum út vegna
leka í húsum.
Fór ekki að lögum
imú
þingis. Umboðsmaðurinn beinir
þeim tilmælum til ráðuneytisins að
það taki málið til endurskoðunar
óski félagið eftir því.
Víll kaupa mjólkurbú
Mjólkurbú Flóamanna hefur sýnt
áhuga á að kaupa Mjólkursamlag
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um. Viðræður um kaupin hafa stað-
ið yfir að undanfórnu. Mjólkurbú
Flóamanna greiðir sínum innleggj-
endum tveimur krónum hærra verð
á mjólkurlítrann en mjólkursamlag-
ið fyrir austan. Rúv sagði frá
Fundust eftir 9 tíma leit
Tveir sextán ára piltar villtust af
leið og týndust í Þórsmörk á laugar-
dagskvöld. Ferð þeirra var heitið í
Langadal en þegar þeir skiluðu sér
ekki á tilætluðum tíma var kallað á
björgunarsveitir til leitar. Alls
leituðu rúmlega fimmtíu manns að
drengjunum ásamt sporhundi.
Skömmu fyrir klukkan sex í
gærmorgun fundust drengirnir,
ágætlega á sig komnir miðað við
aðstæður.
Tveir teknir ölvaðir
Lögreglan í Kópavogi þurfti að
hafa afskipti af tveimur ökumönn-
um vegna gruns um ölvun við akst-
ur á sunnudagsmorgun. Talsverður
fjöldi fólks var saman kominn í mið-
bænum aðfaranótt sunnudags.
-AB/sbs/aþ