Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Hagkaup hefur þróast upp í risaverslun í Smáralind: Skrefið stigið til fulls - segir verslunarstjórinn og telur stutt í afnám ríkiseinokunar á áfengissölu Tilbúinn í slaginn Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, hefur sannarlega látiö hendur standa fram úr ermum aö undanförnu viö aö koma nýju risaversluninni í gang. Stórverslun Hagkaups í Smáralind í Kópavogi er nú tilbúin fyrir opnunina á miðvikudaginn. Að undanfórnu hafa iðnaðarmenn og starfsfólk unnið baki brotnu við að ganga frá innréttingum og koma á annað hundrað milljóna króna vörulager fyrir í hillum þessarar tiu þúsund fermetra risaverslunar. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir allt til reiðu og nú sé bara unnið að því að finpússa alla þætti áður en viðskiptavinir fara að streyma inn um dyr verslunarinnar. Hagkaup í Smáralind er mun stærri verslun en áður hefur þekkst í þessum geira hér á landi. Hún er einn hektari að stærð, eða eins og góð sumarbústað- arlóð. Að flatarmáli er hún því álika og sex Laugardalshallir eða 14 handbolta- vellir í fullri stærð. Það er því drjúgur göngutúr fyrir fólk að rölta á milli allra deilda verslunarinnar. Finnur segir að með tilkomu þessarar nýju verslunar sé verið að gera aðgengi fyrir fólk auð- veldara til að versla, auk þess sem vöruflokkum er fjölgað til muna. Skrefiö stigið til fulls „Það má segja að fyrsta skrefið í þessari þróun hafi verið Hagkaups- verslunin á Smáratorgi. Hún er 20 til 30% stærri en verslunin í Skeifunni. Þar voru teknar inn nýjar deildir sem ekki voru í Skeifunni. Þessi nýja verslun er hönnuð af bandarískum arkitekt og fyrirmyndin er stærri verslanir erlendis. Verslunin hér í Smáralind er í raun beint fram- hald af Smáratorgi og nú stígum við skreflð til fulls. Við erum með fyrir- myndir að þessari blönduðu verslun víða í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem seld er matvara og sérvara. Hér styrkjum við fatadeildir okkar verulega, sérstaklega i barnafatnaði þar sem staða okkar er orðin mjög sterk. Einnig styrkjum við umsvif okk- ar í dömu- og herrafatnaði. Þar fyrir utan held ég að leikfóngin og raftækin séu þeir þættir sem sýna að þetta eru yfirburðadeildir, miðað við það sem viö sjáum hér á höfuðborgarsvæðinu." - Munuð þið áfram keppa á fullu á lágu verði? „Já, að sjálfsögðu. Við erum að styrkja kjamadeildir okkar sem eru fatnaður og matvara. Verslunin keppir í öðrum vöruflokkum líka. Hagkaup er t.d. að bjóða lægsta verð á leikfóngum á íslandi í dag og það stendur ekki til að gefa þar neitt eftir. Þá koma raftæk- in og tölvur þar til viðbótar." Öflugri bókaverslun -- Munuð þið líka auka umsvifm í bókaverslun? „Undanfarin jól hefur Hagkaup blandað sér í baráttuna um að bjóða lægsta verðið á bókum. Við munum gera það áfram. Þá er það nýjung að við komum til með að selja bækur allt árið. Þar er Edda-Miðlun að vinna með okk- ur og við verðum með meiri fjölbreytni en áður. Við gerum ráð fyrir að vera með tilboð í hverjum einasta mánuði á bókum.“ - Hvaða væntingar gera menn sér um afkomu? „Það má segja að umsvifm i svona verslun séu veruleg þótt ég vilji ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Væntingar okkar taka mið af þessum umsvifúm." - Eru menn ekkert hræddir við efna- hagslægð? „Við höfum verið að reka stóra versl- un hér hinum megin við götuna, um 5000 fermetra búð. Við höfum góða reynslu af því. Sennilega myndu margir fremur segja að okkar áætlanir varð- andi þessa nýju verslun væru mjög hóg- værar. Ég held að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Ég hef því góða tilfinningu fyrir framhaldinu, miðað við hvemig búðin er upp sett.“ Það verður grísjun - Er þá enginn ótti við að verið sé að ofgera markaðnum? „Ég er ekki tilbúinn að segja að ein- hver ákveðinn verslunarkjami, hvort heldur er við Laugaveg, í Kringlunni eða í Smáralind, standi uppi sem sig- urvegari. Ég held miklu frekar að ákveðnar einingar, þ.e. einstök fyrir- tæki innan þessara kjama, standi sig og bjóði upp á vörur á því verði sem fólk vill kaupa. Þá em það þær eining- ar sem munu standa upp úr. Það verð- ur grisjun en hún verður ekki bara á einum stað. Það má alveg reikna með að það taki tvö til þrjú ár fyrir mark- aðinn að jafna sig á tilkomu Smára- lindar. Til lengri tíma litið er þessi aukning hins vegar bara eðlilegin- þátt- ur í þróuninni." Afnám einkasölu áfengis - Nú erað þið að Cölga vöruflokkum til muna. Maður veltir þvl fyrir sér stórri ríkisverslun hér hinum megin við ganginn sem verslar með áfengi. Erað þið í stakk búnir að bæta áfengi við ykkar vörulínu ef smásala á því yrði gefin frjáls? „Við teljum okkur vera það og eram tilbúnir í það. Við munum því taka upp sölu á áfengi samkvæmt þeim skil- yrðum sem sett verða." - Áttu von á að það gerist innan tíð- ar? „Ég hef trú á að það gerist fyrr en síðar. Ég tel ekki eðlilegt að ÁTVR sé að reka smásöluverslanir. Það hefur komið fram í reikningum hennar að hagnaður hennar er af sölu tóbaks en ekki af áfengissölu. Það styður þá stað- reynd að það er kostnaðarsamt að reka þessar ríkisverslanir. Ég held að kraf- an um að geta keypt t.d. léttvín og bjór í matvöruverslum sé að verða sterkari. Það er mjög eðlilegt. Við ættum vel að geta uppfyllt þau skilyrði sem sett yrðu.“ Engin rök fyrir ÁTVR - Era þá engin rök í þínum huga fyrir því að ríkið standi í smásölu á áfengi? „Ég er ekki viss um að þau rök hafi nokkurn tímann verið til staðar. Menn geta sett allar þær reglur sem þurfa þykir til að sátt sé um sölu á áfengi í matvöruverslunum. Ég held þvi að það sé algjör tímaskekkja hjá hinu opin- bera að vera að fjárfesta í verslunar- húsnæði undir áfengissölu eins og hér í Smáralind." Aflétt innan þriggja ára - Hvað telur þú að verði langt í að einkaleyfi á smásölu ÁTVR verði afnumið? „Ég tel að það verði í síðasta lagi eft- ir þijú ár. Þetta er bara sjálfsögð krafa og við erum tilbúnir að taka við þessu,“ segir Finnur Ámason, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, og er meira en tObúinn í þann slag -HKr. Fjárhagserfiðleikar hrjá Leikfélag íslands: Vilja samninga við ríki og borg - að öðrum kosti stöðvast reksturinn, segir leikhússtjóri Iðnó Ekki lengur hægt aö haida starfseminni úti nema samningar náist viö opinbera aöila um aö styrkja starfsemina. Verulegir fjár- hagserfiðleikar hafa hrjáð starf- semi Leikfélags íslands undan- fama mánuði. Var svo komið að skrifstofur fyrir- tækisins voru innsiglaðar um tíma á föstudag meðan stjórnend- ur greiddu úr málum. Leikhússtjóri segir ekki lengur hægt að halda starfseminni úti nema samningar náist við opinbera aðila um að styrkja starfsemina. „Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir,“ segir Magnús Geir Þórðar- son leikhússtjóri. „Við höfum verið í miklu samstarfi við atvinnulífið þau sjö ár sem við höfum haldið úti leikhússtarfsemi. Niðursveifla i efnahagslífinu hefur því komið mjög við okkur. Fyrirtækin í land- inu eru greinilega ekki jafn aflögu- fær og áður. Á sama tíma stóð til að endurfjármagna rekst- urinn vegna skulda af sjö ára rekstrarupp- byggingu. Sú fjár- mögnun hefur ekki gengið sem skyldi og fyrirtæki hafa haldið að sér höndum. Hins vegar höfum við átt í viðræðum viö ríki og borg og farið fram á samstarfssamning. “ - Er hætta á að LÍ hætti starfsemi? „Það er alveg ljóst að á þessum erfiðu tímum mun Leikfélag íslands ekki geta haldið úti þessari starfsemi nema með tilkomu áðurnefnds samnings. Ef þessum samningum verður ekki lokið er sá möguleiki í stöðunni að leikfélagið hætti leik- hússtarfsemi." - Er útilokað að leikhús geti starf- að sjálfstætt án styrkja? „Eins og umhverfið er í dag með gríðarlega mikið styrktum stórum leikhúsum sem stýra miðaverði þá er þetta ekki hægt. Allavega ekki nema með öflugum stuðningi," seg- ir Magnús. Hann segist þó fullur bjartsýni á að samningar við ríki og borg takist. Vilja meira Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Leikfélag islands sé nú þegar styrkt af borginni. „Fyrr á árinu var gerð- ur samningur milli Reykjavíkur- borgar og Leikfélags íslands um fjárstuðning til þriggja ára.“ Að sögn borgarstjóra hefur Leik- félagið leigulaus afnot af Iðnó og er sá stuðningur metinn á um fjörutíu milljónir króna. „Það er búið að fara yfir málin með forsvarsmönn- um leikhússins og fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu og við vit- um að reksturinn er mjög erfiður. Eftir þá yfirferð sjáum við hjá borg- inni ekki forsendur fyrir því að borgin setji meiri peninga í félagið að svo komnu máli. í dag er um ein- hliða samning að ræða miili Reykja- víkurborgar og Leikfélags íslands. Ég get aftur á móti vel hugsað mér þríhliöa samning þar sem ríkið kæmi inn og legði félaginu lið.“ Ingibjörg segir að borgin leggi fé- laginu til talsverða peninga nú þeg- ar en Leikfélag íslands vilji meira. „Ef það getur komiö meö peninga annars staðar frá höldum við stuðn- ingi okkar áfram. -HKr/Kip. Magnús Geir Þóróarson. Umsjón: Birgír Guömumlsson netfang: biggi@dv.is Kristján í innheimtuna Eins og fram kom í heita pottin- um fyrir nokkru er Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, kominn í ársleyfi til að fara að vinna sem markaðsstjóri hjá öðru fyrirtæki. Pottverjar hafa nú fregnað að fyrir- tækið sem Krist- ján er að fara að vinna hjá heiti Premium innheimtulausnir og muni sérhæfa sig i nútímalegri innheimtu sem i þessum bransa er sögð vera andstæðan við hand- rukkun. Með Kristjáni í þessu nýja fyrirtæki eru kunn nöfn úr við- skiptalífinu og má þar nefna að framkvæmdastjórinn er Páll Þór Jónsson og stjómarformaðurinn er Sveinn Guðmundsson ... Styrkir bæjarins Á fjölmiðlakynningu fyrir nýja auglýsingaherferð Akureyrarbæjar fyrir helgina flutti Kristján Þór Júliusson bæjar- stjóri inngangser- indi þar sem hann fór yfir að- komu bæjarins að þessu kynningar- verkefni. Eitt af því sem bæjar- stjórinn fjallaði um í erindi sínu var stuðningur bæjarins við at- vinnulífið og nefndi hann m.a. að bærinn væri aðili að Atvinnuþró- unarfélagi Eyjafjarðar og fjárfest- ingarsjóðnum Tækifæri. Síðan sagði hann að aðrir styrkir til at- vinnumála væru umtalsverðir og nefndi sérstaklega Glerártorg, Skinnaiðnað, Ako Plastos og skipa- smíðar. Af þessari upptalningu er það einungis Glerártorg sem ekki er í bullandi vandræðum og í pott- inum töldu menn að þessi upptaln- ing hlyti að þjóna þeim tilgangi einum að fæla fyrirtæki frá að sækjast eftir styrkjum frá bænum. Slík fyrirtæki rúlluðu augljóslega frekar en önnur ... Óbreytt bæjarstjórn? í pottinum er fullyrt að sérstak- lega skemmtilegt sé að sitja í bæj- arstjórninni á Selfossi. Það er haft til sann- indamerk- is um þetta að nú er útlit fyrir að allir bæj- arfulltrúarnir í bænum muni sitja áfram og freista þess að ná endur- kjöri. Ein undantekning mun þó vera á þessu en hún er sú að Sig- ríður Ólafsdóttir, sem var oddviti A-listans á því kjörtímabili sem brátt lýkur, hefur sagst ekki ætla í framboð í kosningunum í vor ... Vinsæll skemmtikraftur Þótt sól Áma Johnsens sem al- þingismanns hafi hnigið um mitt sumar, og það nokkuð hressilega, virðist hann þó enn vinsæll sem skemmtikraftur. Þannig átti hann eftirminnilegt „come back“ á þjóðhátíð og hann hefur verið að troða upp vítt og breitt um Suður- land við góðar undirtektir. Nú hef- ur frést af því að hann muni verða einn skemmtikrafta á sérstakri vetrarhátíð sem halda á á Glerár- torgi á Akureyri fyrsta vetrardag. Er frægðarsól Árna þá farin að skína í fleiri fjórðungum en Sunn- lendingafjórðungi sem rímar raun- ar við þann þráláta orðróm að Árni hugsi sér að taka fullan og virkan þátt í landsfundi sjálfstæðis- manna um næstu helgi og stefna síðan lóðbeint i prófkjör á Suður- landi að því loknu ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.