Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Page 11
11 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 DV Utlönd SKOTMÖRK I AFGANISTAN Bandarískar flugvélar og skip gerðu árásir á Kabúl og aðrar afganskar borgir í gærkvöld og skutu allt að 50 flugskeytum X "S’i! USBEKISTAN Li Hverjir ráða hvar I • I talibanar I I andstæðingar I I umdeilt Sprengjum og mat varpað á Afganistan REUTERS#, Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lýsti í gær á blaðamannafundi i Hvita húsinu hvaða vopnum væri beitt í árásum á Afganistan til að byrja með. Fyrstu árásirnar í gær voru gerðar með sprengjuflugvélum, langdrægum eldflaugum og árásarflugvélum. Sprengjuflugvélarnar eru fimmtán og af gerðinni B-l, B-2 og B-52. B-2 flug- vélarnar eru afar langdrægar og hófu sínar ferðir frá Whiteman-flughers- stöðinni í Missouriríki í Bandaríkj- unum. Eldflaugum, sem eru af Toma- hawkgerð, er skotið frá herskipum á Rússneski herinn í uppskerustörfum Rússneskir hermenn eru hér aö taka upp gulrætur á rússneskum sveitabæ. Á hverju ári tekur rússneski herinn þátt í upp- skerustörfum með bændum landsins. í staöinn fær herinn hlut í uppskerunni sem léttir aðeins á fjársvelti hans. Indlandsflóa, auk þess sem breskir kafbátar taka þátt í að skjóta Toma- hawkflaugum. Alls var um 50 Toma- hawkflaugum skotið í gærdag og í nótt. Hver flaug kostar litlar 100 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Rums- felds hafa skotmörkin verið valin með það í huga að veikja hernaðar- lega stöðu talihananna og samtaka bin Ladens. Þetta þýðir að hernaðar- lega mannvirki eins og vopnageymsl- ur, flugvellir og loftvarnabyssur eru skotmörk. Einnig eru opinberar byggingar skotmörk og síðast en ekki sist búðir bin Ladens og fylgismanna hans. Samkvæmt erlendum frétta- miðlum eru fámennar sveitir banda- rískra hermanna í Afganistan. Þeirra hlutverk er til að byrja með aðeins að merkja byggingar og önnur skotmörk svo hægt sé að stýra eldflaugum og stýrðum sprengjum i rétta átt. End- anleg markmið með fyrstu árásunum sagði Rumsfeld vera að eyða ógnum gegn bandaríska hernum þegar til frekari aðgerða verður gripið. Einnig er verið að laga hernaðarlega stöðu andstæðinga talibana. Rumsfeld sagði einnig frá því að meira en sprengjum væri nú varpað á Afganistan. Flutningavélar vörp- uðu mat og lyfjum yfir stöðum þar sem afganskir fióttamenn halda til. Mikil neyð ríkir meðal þessa fólks sem hefur flúið borgirnar og haldið til í óbyggðum eða við landamæri nágrannaríkjanna. 37.000 skömmtum var varpað niður í gær. REUTER-MYND Chirac ávarpar þjóö sína Jacques Chirac Frakkiandsforseti kom fram í sjónvarpi í gærkvöid og sagði að Frakkaryrðu með í hernað- inum gegn Afganistan. Frakkar ætla að taka þátt í hern- aðaraðgerðunum Franskar hersveitir munu taka þátt hernaðaraðgerðunum í Afgan- istan með Bandaríkjamönnum og Bretum, að því er Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í gærkvöld. Frakkar hafa þegar opnað loft- helgi sína fyrir bandarískum her- flugvélum og Chirac benti á að frönsk skip veittu bandaríska flot- anum á Indlandshafi aðstoð. í sjónvarpsávarpi til frönsku þjóðarinnar gaf Chirac hins vegar til kynna að þáttur Frakka í aðgerð- unum yrði meiri. Alain Richard, landvarnaráð- herra Frakklands, sagði í gær að á næstu dögum yrði ákveðið með hvaða hætti Frakkar tækju þátt í hernaðaraðgerðunum. Frakkar hafa ekki farið leynt með þá ósk sína að losna við talibana- stjórnina í Afganistan, sem hefur skotið skjólshúsi yfir sádi-arabíska hryðjuverkamanninn Osama bin Laden undanfarin ár. Rover Musso Isuzu ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 V/SA >■' ■ heimasíða: www.simnet.is/aplast Framleiðum brettakanta, sólskygnl og boddíhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddíhluti í vörubíla og vanbila. Sérsmiði og viðgerðir. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. Straumur FJÁRFESTiNGARFÉLAG Kirkjusandi 2,155 Reykjavík, s. 560 8900 Mánudaginn 15. október 2001 veróa hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórn- ar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. þar að lútandi. Þar af leióandi verða engin vióskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrir- tækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í félaginu sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fjárfestingarfélagsins Straums hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Fjár- festingarfélagsins Straums hf., Kirkjusandi 2,155 Reykjavík eða f síma 560 8900. Komi í Ijós við slfka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönn- ur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð rétt- indi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skrán- ingardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikn- ingsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikn- ingsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni við- komandi hluthafa. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.