Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 Skoðun I>V Spurning dagsíns Trúirðu á drauga? Vignir Már Eiðsson nemi: Nei, ég trúi ekki á drauga. Una Dögg Evudóttir nemi: Já, ég myndi segja það. Stefán Þór Hannesson nemi: Nei, ég trúi ekki á drauga. Kristín Helen nemi: Já, eða kannski frekar á einhvers konar anda. Kristín María Ingvadóttir nemi: Já, ég trúi að það sé fólk í kringum okkur. Sonja Leifsdóttir nemi: Nei, alls ekki. Auðlindir og óréttlæti Burt meö gjafakvótann. Samfylkingin vill afnema gjafakvótann og opna fyrir nýliðun í greininni með þvi að fyrna ákveðið magn aflaheimilda á ári. Kvótakerfið er smánarblettur á íslensku samfé- lagi, þar átti sér stað mesta eigna- tilfærsla íslenskr- ar stjórnmála- sögu. Þjóðin missti lögsögu yfir fjöreggi sínu; sam- eiginlegri auðlind fiskimiðanna. Um þetta makalausa óréttlæti stendur forysta Sjálfstæðis- flokksins dyggan vörð, en yfirskinið um sáttina er nú úti í veðri og vindi eftir að endurskoðunarnefndin um stjórnkerfi fiskveiða margklofnaði í afstöðu sinni. Sjávarútvegsráðherra mistókst að ná sátt um réttlæti í stjórnun fiskveiða. Á því prófi kolféll ráðherrann. Samfylkingin vill afnema gjafa- kvótann og opna fyrir nýliðun í greininni með því að fyrna ákveðið magn aflaheimilda á ári. Veiðiheim- ildirnar verða síðan leigðar út á markaði þannig að dugmiklir menn geti haslað sér völl í útgerð með eðli- legum hætti. Þannig hættir braskið með veiðiheimildir manna í millum og þjóðin fær greitt sanngjarnt og hóf- legt gjald fyrir afnot af auðlindinni. Sama á að sjálfsögðu að gilda um aðrar auðlindir íslensku þjóðarinn- ar. Hóflegt gjald skal innheimt fyrir afnotin um leið og eignarhald rétt- mætra eigenda er tryggt. Með þessu móti er komið á réttlæti í umgengni við auðlindir landsins. Upptaka auðlindagjalds og fullt aðhald í rík- isfjármálum hefði einnig i fór með sér að unnt yrði að lækka skatta og álögur á almenning. „Með þessu móti er komið á réttlœti í umgengtii við auðlindir landsins. Upp- taka auðlindagjalds og fullt aðhald í rikisfjármálum hefði einnig í för með sér að unnt yrði að lœkka skatta og álögur á almenning. “ Samfylkingin er eini stjórnmála- flokkurinn sem hefur sett fram full- mótaðar tillögur um s'tjórnkerfi fiskveiða. Þær veita öllum íslend- ingum sömu tækifæri til að hasla sér völl í sjávarútvegi; strandbyggð- irnar fá að njóta nálægðar sinnar við miðin; og tekið er á vanda byggðarlaga sem eiga við atvinnu- vanda að etja vegna skorts á hrá- efni; þá tryggja þær smábátaútgerð- inni sérstaka möguleika. Auk þess tryggja þær að þeir sem fá að nýta auðlindina greiða samfélaginu gjald fyrir afnotin. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var fulltrúi flokksins í endurskoðunamefnd- inni. Kjarninn í tillögum hans og flokksins er að til nýtingar á tima- bili fiskveiðiáranna 2002-2003 til og með 2007-2008 verði gefnir út og seldir á opnum almennum markaði samningar um aflahlutdeild sem svarar 5% allra aflahlutdeilda hvert ár. Sá grundvöllur sátta sem Jó- hann leggur til er að á fyrrnefndu tímabiii fái handhafar þeirra afla- hlutdeilda sem ekki hafa áður verið gerðir samningar um til sín and- virði samninganna en andvirði end- urseldra samninga falli til ríkis- sjóðs. Með þessu móti og með aðferð jafnaðarmanna yrði komið á rétt- læti í stjórnun fiskveiða og nýtingu annarra auðlinda. R-listinn á kafi í rusli: Flosi flúði borgina Það kom hér um daginn góður gestur til bæjarins, hann á heima uppi í Reyk- holtsdal í Borgar- flrði. Hann er fæddur og upp alinn í Kvos- inni í Reykjavík, eng- inn þekkir bæinn sinn betur, enginn hefur lofað Kvosina oftar en hann, enginn hefur skrifað meira um Kvos- ina, meira að segja gefið út hljóð- snældur um herlegheitin. Allt sem kemur frá honum á prenti og tali er drepfyndið, þetta er að sjálfsögðu Flosi Ólafsson, leikari með meiru. En nú var Bleik brugðið: Sic transit gloria mundi. Þegar Flosi hafði ráfað um bæinn sinn gamla gat hann ekkert sagt annað og kom ekkert annað i hug „Um Austurstrœti segir Flosi: „Austurstrœti er hreint út sagt alveg viðbjóðslegt, ég flúði úr bænum upp í sveit, Borgarfjörð. “ en að segja: allur miðbærinn er orð- inn eins og einn allsherjar sorp- haugur, (Fréttablaðið þann 25. sept.). Flosi er alltaf sami vinstri- maðurinn þó hann segist ekkert vita hvað hann er, hann viðurkenn- ir ekki alveg af hverju bærinn er svona en segir að þetta hafi stór- versnað undanfarin ár. Um Austurstræti segir Flosi: „Austurstræti er hreint út sagt al- veg viðbjóðslegt, ég flúði úr bænum upp í sveit, Borgarfjörð.“ Þetta er þungur áfellisdómur yfir R-listanum og hans liði. Ég held að R-listinn sé farinn að horfa á þetta sem eitthvert náttúrulögmál að þurfa aö hafa þetta svona. En Flosi gleymdi að nefna allan þann viðbjóð sem rekstur á annaö hundrað bjór- búllna veldur í bænum og allt sem þeim fylgir, jafnvel fólk sem hent hefur verið út á götu og á hvergi höfði sinu að að halla. Alltaf er þeim að fjölga sem blöskrar stjórnleysi R-listans jafn- vel þótt þeir sömu hafi komið þess- ari óværu til valda í borginni vorið 1994. Það er svo sannarlega kominn tími til að koma þessu fólki frá völd- um svo hægt sé að koma skikk á borgina, laga og fegra það sem R- listinn hefur af sér gert í nær átta ár. Látum ekki erlenda fréttamenn og ferðafólk koma hingað til að sjá þetta fyrirbæri og hlæja að okkur lengur. Karl Ormsson skrifar: Stjáni blái Garri hefur verið að dást að kjarki Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri en fyrir helgina hrinti hann úr vör heilmikilli auglýsingaherferð um ágæti Akureyrar sem bæjarfélags. Kristján er slíkt kjarkmenni að það minnir einna helst á pólitískan Stjána bláa, enda hafa útilegur og skútuhark vissulega sett á Kristján mark. Eftir því sem skilja mátti á fréttum DV af málinu verður þessi herferð öll á jákvæðu nótunum og til þess fallin að sýna höfuðborgarbúum og öllu hinu landsbyggðarliðinu að Akureyri sé nútíma- bær þar sem allt sé í fullum gangi. Enda munu auglýsingamar vera fullar af fallegu fólki við leik og störf þar sem nokkrum vel völdum slag- orðum um ágæti bæjarfélagsins og bæjarstjórn- arinnar er bætt inn á myndina. Mikilvægast af öllu er þó að auglýsingarnar verða sýndar á Ak- ureyri líka - m.a. í bæjarsjónvarpinu sem hvergi sést nema í bænum. Rökin fyrir því - sem í sjálfu sér eru ekki verri en hver önnur - eru að það þurfi ekki hvað sist að sannfæra þá sem séu að hugsa um að flytja úr bænum um að þeir eigi að vera um kyrrt. Mikill fögnuður Allt þetta ætla skattborgarar á Akureyri að borga og samkvæmt fréttum munu herrlegheitin kosta um 6 milljónir í þess- um áfanga. Garri fagnar þvi að sjálfsögðu ef þetta verður til þess að opna augu einhverra fyrir því að á Akureyri og víðar á landsbyggðinni er lífið ekki endilega einhæfur saltfisk- ur, ekki slor og svefn, eins og svo margir virðast halda. Ekki veitir nú af að leiðrétta ranghugmyndir í hvaða formi sem þær birt- ast. En fógnuðurinn yfir þeirri sannleiksopinberun er þó ekki nema smámunir hjá fógnuði Garra yfir því að hafa loksins fundið ís- lenskan stjórnmálamann, Sjána bláa, sem fær djarfar hugmyndir og þorir að framkvæma þær. Kristján Þór eða Stjáni blái er maður Garra eftir þessa uppákomu. Fram að kosningum í staðinn fyrir endalaust væl stjórnmálamanna um hvað það sé dýrt að standa í kosningabaráttu er hér nú kominn maður sem finnur nýjar leiðir. Stjáni blái lætur auðvitað skattborgarana sjá um að kosta sína kosningabar- áttu með því að auglýsa þann glæsilega bæ sem hann hefur skapað síðast- liðin fjögur ár. Enda stend- ur til að sýna auglýsing- arnar í allan vetur og fram í mars á næsta ári. Þetta mætti náttúrlega orða með þeim hætti að það á að sýna þessar aug- lýsingar nánast fram að kosningum. Svona eiga menn að tækla hlutina og slá margar flugur í einu höggi - spara sér kosn- ingabaráttu og verða vin- sæll frumkvöðull í byggða- stefnu í leiðinni! Það verð- ur svo alltaf tími til að leysa leiðindasmámál sem upp kynnu að koma eftir kosningarnar ef auglýs- ingarnar virka vel. Smámál eins og það hvar nýja fólkið sem vill koma og lifa i þessum fallega framúrstefnubæ á að búa og við hvað það á að fá vinnu. Stjáni reddar þvi bara þegar þar að kemur. GðlTI Hvers vegna? Ég var að horfa á Akureyrarsjón- varpið þar sem sýnt var frá kynn- ingarfundi á Ak- ureyri þar sem kynnt var sala á Landssímanum. Þegar ég var að hlusta á Hrein Loftsson og Þórar- in Viðar lýsa ágæti Landssímans sem fyrirtækis þá varð mér á að hugsa hvers vegna ríkissjóður mætti ekki eiga þetta ágæta fyrirtæki áfram og hafa af því tekjur sem væri hægt að nota til þess að greiða niður skuldir rikis- sjóðs. Einmitt það virðist vera gul- rótin sem er lögð fyrir almenning til að fá hann til þess að samþykkja söluna á þessu ágæta fyrirtæki sínu. Ég skil ekki þessa pólitík að rétta þessi fyrirtæki til manna sem virðast eiga nóga peninga fyrir. Skiptu um flokk, Einar Oddur!! Áfram, áfram, Einar Oddur, ílyttu þig um flokk. Farðu í Framsókn og fylgdu eftir þinni skoðun á sparnaði í ríkisrekstri, að- allega í ríkisveisl- um og utanlands- ferðum ríkisstarfs- manna sem við al- mennir borgarar erum oft að hneykslast á. Allur sá fjáraustur sem fer í þetta bruðl sem við, óbreyttir borgarar, þurfum að borga úr eigin vasa, er til háborinnar skammar. Sæktu þvi fram, Einar Oddur. Og við aðra þingmenn vil ég segja: Fylgiði Einari Oddi eftir, sjá- ið til þess að veislu- og ferðaglaðir ráðherrar og þingmenn opni veskin sín og borgi sjálfir fyrir skemmtan- ina eins og aðrir gera. íslensk leyniþjón- usta Sjgþrúöur^Friöriksdóttir hringdb Nú er komið í ljós að hryðju- verkamenn fara um allan heim, setj- ast að i löndum og undirbúa illvirki sín. Hér á landi þarf að fylgjast náið með fólki sem hingað kemur og sest að á íslandi, ekki síst úr arabaheim- inum. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég hafi horn í síðu erlends fólks sem sest hérna að. Ég segi þetta að gefnu tilefni og vegna þess að vitað er að lögreglan leitar að tengslum hryðjuverkamanna við erlent fólk sem hér býr. íslendingar eiga víst enga leyniþjónustu, aðeins illa mannaða lögreglu, en vissulega er þörf á því að fylgjast vel með þeim sem hér vilja búa og lifa. Kannski þurfum við að stofna vísi að leyni- þjónustu. Aldrei er að vita hvernig fólk slæðist með annars ágætu fólki sem hér hefur sest að. Bin Laden og Bush Sigurjón Jónsson skrifar: Ragnar Stefáns- son skrifaði nýlega blaðagrein þar sem hann fjallaði meðal annars um hryðju- verk. í greininni leggur hann að jöfnu bin Laden annars vegar og forseta Bandaríkjanna hins vegar. Sá samanburður er væg- ast sagt kyndugur. Enn eru til menn sem eru svipaðs sinnis og þeir voru fyrir fall járntjalds og Berlínar- múrs. RS verður tíðrætt um sprengjur, stórar og smáar, og er ég sammála því að varlega beri að fara með sprengiefni sem finnst á ólík- legustu stöðum. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Kristjana Vagnsdöttir hringdi: Brynjóifur Brynjölfsson skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.