Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Síða 13
13 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 S> V Fortíðarrómantík Hávar Sigurjónsson benti á þá staðreynd í úttekt á nokkrum nýleg- um íslenskum leikritum í Morgun- blaðsgrein að íslenskir höfundar grípi gjarnan til þess ráðs að láta einhvern sem hefur verið lengi í burtu koma til baka inn í það samfé- lag sem verið er að lýsa i verkinu og koma þannig atburðarásinni af stað. Þetta gerir einmitt Benóný Ægisson í Vatni lifsins, og þar er raunar heilmargt sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. Leikurinn gerist um aldamótin nítján hundruð og sögu- sviðið er ónefnt íslenskt þorp sem minnir um margt á Reykjavík á þeim tíma. Illugi, sem hefur dvalið í Bandaríkjunum í áratug, snýr til baka á ættaróðalið í útjaðri bæjarins með ferskar framfarahugmyndir í farteskinu. Hann vill leiða vatn inn í hvert hús, virkja vatnsfoll og fram- leiða rafmagn, en mætir takmörkuð- um skilningi meðal ráðamanna. Hann fær reyndar dyggan stuðning hjá nágranna sínum og lækninum en það dugir skammt. Þegar við bæt- ist óregla og þunglyndi er ósköp skiljanlegt að framtíðardraumarnir verði að engu. Áhorfendum er látið eftir að geta sér til um örlög Illuga og Ástu, niðursetningsins sem reyn- ist hans besti vinur í raun. Það er mikið lagt í þessa sýningu hjá Þjóðleikhúsinu því í henni leika nítján leikarar auk þriggja barna. Persónur eru af ólíkum stéttum og stigum, allt frá aumum vatnsberum og niðursetningum til kaupmanna og bæjarstjórnarfulltrúa. Persónu- sköpun er losaraleg og kannski nær að tala um dálítið klisjukenndar týp- ur en fullmótaðar persónur. Túlkunarmöguleik- ar eru því takmarkaðir þó leikarar reyni að gera sitt besta. Þeim tekst líka mörgum að skila skýrt mótuðum karakterum og nægir þar að nefna Þab tók tímann sinn í þá daga aö fylla baökeriö Nanna Kristín Magnúsdóttir og Margrét Guömundsdóttir. DV-MYNO BRINK auðvelt með að samsama sig niðursetningnum forsmáða. Atli Rafn Sigurðarson fann sig ekki jafn vel í hlutverki þumbarans Sigurðar en bagalegust er þó túlkun Stefáns Karls Stefánsson- ar á aðalpersónu verksins. Þar er reyndar ekki við hann einan að sakast því breytingin sem verður á Illuga er lítt undir- byggð af höfundarins hálfu. Ýjað er að vafasamri fortíð en hún ein og sér skýrir ekki þung- lyndið og drykkjusýkina. Stefán Karl komst ágætlega frá fyrri hlutanum en dettur niður í ótrú- legt melódrama í þeim síðari. Vatn lífsins er samsett úr tuttugu og tveimur stuttum at- riðum og söguþráðurinn verður álíka losaralegur og persónu- sköpunin. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönn- uður hafa valið þá leið að hafa umgjörðina abstrakt og lausa við beinar tengingar í sögutíma verksins. Sjónrænt séð er leik- myndin mikið listaverk og sama má segja um lýsingu Páls Ragn- arssonar. Vilhjálmur Guðjóns- son hefur samið undurfallega tónlist og búningar Filippíu I. Elísdóttur voru í flestum tilvik- um ágætlega heppnaðir. En þrátt fyrir glæsilega umgjörð og fagleg vinnubrögð allra sem að sýningunni koma nær hún ekki flugi. Innihaldið er einfaldlega of rýrt og í slíkum tilvikum gild- ir einu hvaða brellum leikhúss- ins er beitt. Halldóra Friðjónsdóttir Þröst Leó Gunnarsson í hlutverki Jóa skó og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem lék Árnínu kaup- mannsfrú. Sömuleiðis stóðu börnin þrjú sig mjög vel og Nanna Kristín Magnúsdóttir átti Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöinu: Vatn lífsins eftir Benóný Ægisson. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Fil- ippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Þórunn Sigríöur Þorgríms- dóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist í svarthvítu ir sérkennilegan groddahátt var flutningurinn skemmtilegur. Spilarar voru greinilega í feiknastuði, pizzicato hjá strengjum aldrei ver- ið öruggara, blástur oft alveg frábær og heildin mjög sterk. Romanul kom þegar á heildina er litið sterkt út, stýrði af öryggi og svo hrífandi krafti. Hins vegar má deila um hve áhugavert væri að heyra mikið af túlkun sem þessari. Það sem rif- ur fólk upp og getur virkað ferskt fyrstu skipt- in missir oft þann sjarma við endurtekningar og þá stendur eftir gróf nálgun og lítt spenn- andi. Ekki skal þó fullyrt hér hvort Romanul fengi þann dóm, til þess höfum við heyrt of lít- ið. Sigfríður Björnsdóttir mannsgaman DV-MYND BRINK Japanski fiöluleikarinn Akiko Suwanai Mjög góður leikur hennar gaf verkinu líf en gaidur þess leystist ekki úr læöingi nema á nokkrum augna- blikum. Að síga í brjóst Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands síð- astliðið föstudagskvöld voru helgaðir tónlist eftir Pjotr Ilitsj Tsjajkovskí. Salurinn var troð- fullur og nokkuð um yngri áheyrendur, senni- lega vegna þess að þarna fóru saman tónskáld og einleikari sem foreldrar vildu ekki að börn þeirra misstu af. Verkin á efnisskránni voru tvö, fiðlukonsert í D-dúr op. 35 og sinfónían nr. 4 í f-moll op. 36. Verkin eru samin á svipuðum tíma, áttunda áratug 19. aldar. Skin og skúrir í lífi skáldsins á þessum tíma verða ekki tíundaðar hér, en vist að maðurinn lifði ekki í neinni lognmollu. Einleikarinn, Akiko Suwanai, er japönsk og hefur unriið til fjölda verðlauna. Stjórnandinn var hins vegar frá Bandarríkjunum, Myron Romanul. Þeir hófust á svarta reitnum þessir tónleik- ar. Skýringar eru nokkrar hugsanlegar. Stjóm- andinn kom hingað víst með litlum fyrirvara og vegna hátíðahalda í Háskólabíói voru æfing- ar eitthvað öðruvísi en vant er. Fiðlukonsert- inn gekk allavega ekki nógu vel. Mjög góður fiðluleikur Suwanai gaf verkinu líf en galdur þess leystist ekki úr læðingi nema á nokkrum augnablikum, en þau voru þá líka sérstaklega töfrandi; upphaf annars kafla var til dæmis fag- urt, mjúk tök hennar og fallegur tónn skiluðu töfrum sem nærðu hjartarætur. Hljómsveitin fékk ekki nógu vel unna stjórn. Romanul keyrði þetta í gegn, takt fyrir takt, og sá til þess að ekkert bæri út af. Túlkunin hjá hljómsveit- inni var því flöt og óinnblásin og þræðir verks- ins ekki fléttaðir áfram af skilningi. En það sem gerði þennan flutning einstæðan var að fá að hlusta á svona ótrúlega fallegt hljóðfæri. Hin rétt tæplega þrjú hundruð ára gamla fiðla sem Suwanai hafði í höndum hljómaði hreint unaðslega. Tónninn er tær, hógvær en litfagur á öllu tónsviðinu. Væntingarnar voru í ljósi þessa ekki miklar þegar Romanul steig á pall eftir hlé. En nú höfðu heldur betur orðið umskipti. Á pallinum stóð maður sem kunni sinfóníuna aftur á bak og áfram og hafði greinilega gaman af að draga fram á nánast grófan hátt kraft hennar og gald- ur. Þessi áhugi hans var smitandi og þrátt fyr- Undarleg ósköp eru það í lífinu þegar svefn- inn heimsækir mann á viðkvæmum stundum. Ekki svo að svefninn sé ekki aufúsugestur í lífi manns, heldur hitt - og það er staðreynd - að stundum kemur hann í opna skjöldu og birtist óforvarendis, eins og maður standi frammi fyrir honum nakinn á tröppunum. Svefninn er nefnilega furðulegur gestur. Af og til bankar hann upp á þegar brýnast er að vaka, en þess á milli lætur hann bíða eftir sér þegar hugurinn grætur af þreytu. Svefninn er að þessu leyti eins og drykkfelldur furðufugl sem kemur til manns úr gamalli æsku og biður um greiða, en er víðs fjarri þegar greitt skal til baka. Svona er þetta. Dottaði í leikhúsi um daginn. Það hendir. Hélt í fyrstu að þetta væri saklaust dott, svona síg- andi haka sem kippist við á sekúndu. Það var öðru nær. Á mig seig þessi líka höfgi að engu var líkara en ég væri að skilja við. Hafði reynd- ar vaknað til vinnu mjög snemma um morgun- inn og tekið rækilega til hendinni, en taldi mig á betra aldri en svo að ég lyti í stól um kvöldið. í fyrstu voru þetta dæmigerð sekúndudott. Hökudott. Þau eru vanaleg. Reyndar telur mað- ur alltaf að enginn í kringum mann taki eftir þessu, en það er misskilningur. Ekkert er jafn áberandi í kyrrum sal af starandi andlitum en stöku haus að detta fram á bringuna. í hléi hafði konan mín á orði hvort við ættum ekki bara að fara heim. Ég hryti. Vissulega brá mér við þessi tíðindi og horfði eymdarlega í kringum mig, en taldi samt að ég hefði þrótt i seinni hlutann. Skálaði við næsta mann og gekk ákveðinn í salinn. Fann níðingslegt höggið ganga inn á milli sjötta og sjöunda rifbeins í hægri siðu þegar leikverkið var aftur að ná sér á flug. Tók bakfall í miðri hryglunni og kastaði forviða sjónum á betri helminginn við hlið mér. Vakti það sem eftir lifði leiks, kvalinn í síð- unni. En svona er þetta. Menning Umsjón: S»Ija Aðalsteinsdóttir Anna Líndal fyrirles Anna Líndal myndlistarmaður heldur opinn fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024, í dag kl. 12.30. Fyrirlesturinn fjallar um tvíær- inginn í Istanbul í Tyrklandi 1997, „On life, beauty, translations and other difficulties“, og Kwangju tvíæringinn í Suður-Kóreu árið 2000 sem hafði að þema „Man + Space“. Tvíæringar þess- ir eru í flokki þeirra umfangsmiklu, Qöl- þjóðlegu sýninga sem eru áhrifamikill þáttur i myndlist samtímans. í fyrir- lestrinum sýnir Anna myndbandsupp- tökur af verkum og bregður upp svip- myndum frá báðum stöðum. Þjóö eöa óþjóðalýður? A morgun kl. 12.05 heldur Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur fyrir- lestur í Norræna húsinu í hádegisfunda- röð Sagnfræðingafélags íslands sem hann nefnir „Þjóð eða óþjóðalýður? Tog- streitan um Kelta og norræna menn um 1800“. Til þess að greina milli þjóða og óþjóðalýðs þurftu menn að skilgreina í hverju munurinn fólst, ekki sist þegar um var að ræða hópa sem bjuggu langt hver frá öðrum. í erindinu verður litið á mótun þjóðernislegrar orðræðu við upphaf þjóðernishyggju á 18. öld, hvern- ig þjóðir - raunverulegar eða ímyndað- ar - tóku að skilgreina sig sem einingar með fagurfræðilegum og mannfræðileg- um meðulum og þýða þá orðræðu inn í bókmenntir sínar sem við það verða sérstæðar og einstakar. Dæmi eru tekin af Keltum og „norrænum" Bretum sem á síðari hluta 18. aldar beittu þessum meðulum af miklu kappi til að átta sig á því hverjir þeir væru og hverjir ekki. Tony Harrison á íslandi Von er á Tony Harrison, einu virtasta ljóðskáldi Breta, til íslands á morgun í boði Breska sendiráðsins. Auk ijóða- gerðar hefur hann unnið mikið í leik- húsi, bæði sem höfundur og leikstjóri. Helgileikir hans, Fæðing Krists, Píslar- sagan og Hinn efsti dagur, vöktu mikla athygli þegar þeir voru færðir upp af Breska þjóðleikhúsinu á miðjum 9. ára- tugnum og enduruppfærðir í fyrra í til- efni af aldamótunum. 1998 leikstýrði hann kvikmyndinni Prometheus eftir eigin handriti. Tony Harrison les upp ljóð sín í Há- tíðasal Háskóla íslands kl. 10 að morgni miðvikudagsins. Kl. 16.30 þann dag verður fyrirlestur um helgileikina á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Á fimmtudaginn verður hann á Akureyri og les upp ljóð í Húsi skáldsins kl. 17. Kl. 18 áritar hann bækur i Bókvali. Á laugardaginn 13.10 les hann upp og árit- ar bækur í Súfistanum i bókabúð Máls og menningar kl. 14. Allir velkomnir á alla dagskrárliði. Myndvinnsla og rýmisverk I kvöld hefst námskeið við Opna lista- háskólann í myndvinnslu, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á Photoshop. Kennt verður að setja saman myndir i tölvu og unnið með breytingar á litum og tónum í ljósmyndum. Markmiðið er að nemendur kynnist forritinu og geti nýtt sér það á skapandi hátt. Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari kennir í tölyuveri LHÍ, Skipholti 1. Á flmmtudaginn hefst á sama stað námskeið um rýmisverk og blandaða tækni. Notuð verða vírnet og trefjar sem grind og byggt utan á hana með gifsi, grisju og pappír. Kennari er Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistar- maður. 15. október hefst námskeið í textíl- prentun þar sem kynntar verða nýjustu aðferðir við yfirfærslu mynd- og ritefnis á ofln eða prjónuð efni. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir, textílkennari og hönnuð- ur. -SER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.