Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Side 23
35
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001
I>V Tilvera
i&u
ælisbarnið
Jesse Jackson
sextugur
Blökkumannaleiðtoginn
Jesse Jackson verður sex-
tugur í dag. Hann er sá leið-
togi blökkumanna sem nýtur mestrar
virðingar i Bandaríkjunum. Jackson er
prestlærður og strax að loknu námi fór
hann að vinna að réttindamálum
svartra og eitt af því fyrsta sem hann
gerði var að fá atvinnurekendur til að
ráða svarta í vinnu á sama grundvelli og
hvíta. Hann reyndi fyrst að fá kosningu
sem frambjóðandi demókrata árið 1984.
Jackson hefur verið margheiðraður fyr-
ir störf sín og er oftar en ekki leitað til
hans þegar þarf á sáttum að halda í erf-
iðum málum.
Gildir fyrir þriöjudaginn 9. október
Vatnsberinn (?Q. ian.-.18. fehr.i:
I k Óvæntir atburðir eiga
sér stað í dag. Þú færð
§ einhverja ósk þína
* uppfyllta, verið getur
að gamall draumur sé loks
að rætast.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Þér finnst þú hafa mikið
W^^Mað gera og verður þvi að
vera afar skipulagður.
\ Þú þarft líka að læra að
segja nei við verkefnum sem einhver
er að reyna að koma á þig.
Hrúturinn (21. mars-19. aoríH:
Það verða miklar
* framfarir á einhverj-
um vettvangi í dag.
Peningamálin valda
þér samt einhverjum áhyggjum og
erfiðleikum.
Nautið 120. aaril-20. maí>:
l Morgunninn verður
frekar rólegur og þú
eyðir honum í ánægju-
\ilegar hugleiðingar.
Vertu óhræddur við að láta skoð-
anir þínar í ljós.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúnít:
Fjðlskyldan þarf að
//mr' taka ákvörðun og mik-
il samstaða ríkir um
ákveðið málefni.
Félagslífið tekur mikið af tíma
þínum á næstunni.
Krabbinn (22. iúní-22. iúin:
Varastu að sýna fólki
| tortryggni og van-
treystu því. Þér gengur
betur í dag ef þú vinn-
ur með fólki heldur en að vinna
einn.
Liónið (23. iúlí- 22. ágústl:
Þú þarft að gæta þag-
mælsku varöandi
verkefni sem þú vinn-
m- að. Annars er
hætt við að minni árangur náist
en ella.
IVIevian (23. áeúst-22. sept.t:
Þú hefur f mörgu að
'Vvtt snúast í dag. Þú færð
y»hjálp frá ástvinum og
' það léttir þér daginn.
Viðskipti ganga vel seinni hluta
dagsins.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
Þú sýnir mikinn dugn-
að í dag. Þér verður
mest úr verki fyrri
*g hluta dagsins,
sérstaklega ef þú ert að fást við
erfitt verkefni.
Sporðdrekinn i?4. okt.-2i. nóv.t:
IÞú átt erfitt með að
taka ákvörðun í sam-
bandi við mikilvægt
I mál. Einhver bíður
þess að þú ákveðir þig. Hugsaðu
málið vel og anaðu ekki að neinu.
Bogamaðurinn (22. nóv.-21. ries.l:
.Þér finnst ekki rétti
rtíminn núna til að
taka erfiðar ákvarðan-
ir. Ekki gera neitt að
óhugsuðu máli og þiggðu aðstoð
frá þínum nánustu.
Steingeitin (22. des.-!9. ian.):
^ Fólk treystir á þig
og leitar ráða hjá
“þér í dag. Þú þarft
að sýna skilning
og þolinmæði.
Happatölur þínar eru 7,11 og 24.
Gallerí opnað
í Skuggahverfi
Þó að sölugallerí séu fjölmörg í
Reykjavík hafa góð og metnaðar-
full sýningargallerí því miður ver-
ið teljandi á fingrum annarrar
handar. Eitt slíkt var opnað um
helgina í Skuggahverfinu og hlaut
það nafnið Gallerí Skuggi. Hið
nýja gallerí mun einbeita sér að
sýningarhaldi á verkum innlendra
sem erlendra listamanna auk þess
að standa fyrir ýmsum uppákom-
um. Opnunarsýning gallerísins
ber yfirskriftina Hver með sínu
nefi en þar getur að líta verk lista-
mannanna Guðmundar Odds,
Lilju Bjarkar Egilsdóttur, Birgis
Andréssonar og tvíeykisins
AKUSA.
DV-MYNDIR EINAR J.
Með glott á vör
Hallgrímur Helgason, myndlistar-
maður og rithöfundur, og Friðrik
Weisshappel sjónvarpsmaður voru
meðal gesta í nýja galleríinu.
Systur spjalla
Hanna Gunnarsdóttir, einn að-
standenda Gallerís Skugga, ræðir
við systur sína Bergljótu Gunnars-
dóttur.
Fleiri myndlistarmenn
Myndlistarmennirnir Kristinn
Hrafnsson og Guðmundur Oddur
stinga saman nefjum.
Umsjónarmennirnir
Það lá vel á umsjónarmönnum Gallerís Skugga, þeim Heiðu Jóhannsdótt-
ur og Önnu Jóa, á opnunardaginn.
Birgir og Húbert
Birgir Andrésson er einn þeirra sem eiga verk á sýningunni. Hér er hann ásamt Húbert Nóa myndlistarmanni.
Britney vill eiga
æskuástina sína
Táningastjarn-
an Britney Spears
hefur örugglega
valdið mörgum
ungum mannin-
um vonbrigðum
þegar hún lýsti yf-
ir því um daginn
að ef einhver fengi
að leiða hana að altarinu yrði það
æskuástin Justin Timberlake. Brit-
ney og Justin eru kærustupar og
hafa þekkst frá því þau voru tólf
ára.
„Orð fá ekki lýst sambandi okkar
og því sem við erum hvort öðru.
Það sem Justin deilum er svo sér-
stakt og heilagt," segir poppstjarnan
í viðtali við dagblaðið Daily Record.
Britney segir að hún sé gagntekin
af eilífri ást og að hún muni elska
Justin sinn til æviloka.
HÁRTOPPAR
Frál BHRGMANN?
og HERKULES
Margir
verðflokkar
5513010
Rakarastofan
Klapparstíg
Kynningar-
fundur
og sýning
.... . |
Tillaqa að svæðisskipulaqi höfuðborqarsvæðisins
verður til sýnis oq kynninqar í Ráðhúsi Reykjavíkur
á morqun, þriðjudaqinn 9. október frá kl. 16:00-21:00.
• Skipulagssérfræðingar kynna svæðisskipulagstillöguna og sitja fyrir
svörum kl. 16:30-17:30.
• Forsvarsmenn skipulagsmála sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
svara fyrirspurnum ki. 18:00-19:00.
• Skipulagstillagan verður áfram til sýnis íTjarnarsal Ráðhússins
miðvikudaginn 10. október og fimmtudaginn 11. október.
Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér framtíðarsýn sveitarféiaganna á
höfuðborgarsvæðinu á uppbyggingu og þróun byggðar næsta aidarfjórðunginn.
5
Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. %