Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 7
Jón Atli Jónasfon er að gefa út sína fyrstu bók, smásagnasafnið Brotinn takt, um næstu mánaða- mót. Bókin tekur á málefnum unga fólksins og er skrifuð á tungumáli þess. Jón Atli segist einfald- lega skrifa um það sem hann þekkir enda hefur hann lengi verið flæktur í net þessa kúltúrs. Hann ræðir hér upphaf rithöfundaferilsins, íslenskar bíómyndir, starfsmannafundi á X-inu og hallæris- lega unglingamenningu. Ég hef aldrei ótt Kraft-galla „Ég lagði bara upp með að ég vildi að bók- in hefði stórt hjarta. Það er ekkert vit í því að vera að skrifa um fólk ( samtímanum og setja sig í einhverjar kaldar stellingar. Eg get alveg verið ljótur í munninum, á Kaffibarn- um eða bara þegar það á við. Ég held að fólk fatti það alveg þegar þú ert ekki trúr sjálfum þér. Það er auðvelt að lesa út ástríðuna þegar skrifað er af virðingu við viðfangsefnið," segir Jón Atli Jónasson um smásagnasafríið Brot- inn taktur sem kemur út um næstu mán- aðamót. Laxness oc Ísfólkið Með útgáfu smásagnasafrísins ryður Jón Atli sér til rúms á enn einum starfsvett- vanginum. fdann hefur fram að þessu getið sér gott orð sem útvarpsmaður til fjölda ára, hann hefúr skrifað greinar í blöð og kvik- myndahandrit auk þess að hafa fengist nokkuð við gerð auglýsinga. Jón Atli er nokkuð ánægður með bókina en hvemig horfir það við honum að henda sér út á þennan markað? „Þetta er náttúrlega tvíeggjað sverð, mað- ur þarf annars vegar að díla við bók- menntakreðsuna og hins vegar hinn al- menna lesanda," segir hann og talið berst að algengri sjálfsrýni Islendinga um að þeir lesi mikið en séu ekki mjög bókmenntalega þenkjandi. „Já, ég sá í Mogganum um daginn að það var talað við nokkrar manneskjur um hvaða bækur væm í uppáhaldi hjá þeim. Það nefrídu allir einhveijar sjálfshjálparbækur nema ráðherrann sem nefndi Brennu Njáls-sögu. Ekki hefði ég valið hana enda er það alveg fatal bók. Fyrir mér er þetta ekki spuming um ein- hveija skiptingu. Bestu höfundamir em þeir sem ná til fólks. Þetta em álíka staðhæf- ingar og að þú vitir ekki neitt um klassíska tónlist bara af því að þú hlustar mest á Oas- is. Menn hafa misjafnan smekk og margir geta lesið Laxness til jafrís við James Ellroy eða Isfólkið. Smekkurinn þroskast líka hægt og hægt.“ Þriller um deCODE Brotinn taktur samanstendur af 11 sög- um sem flestar eiga það sameiginlegt að ger- ast í Reykjavík. Augljóst er að höfundurinn hefur lifað og hrærst í heimi unga fólksins því sögumar fjalla undantekningarlítið um ungt fólk í borginni eða hugarheim þeirra. Jón Atli segir þetta hafá legið beint við fyrir sig. _ „Ég skrifa náttúrlega bara um það sem ég þekki. Það er auðvitað fyrsta reglan, að skrifa um eitthvað sem þú þekk- ir. Þá er meiri séns að þú náir því. Það er ástæða fyrir þvf að ég er ekki að skrifa einhvem þriller um íslenska erfða- greiningu." Og rithöfúndurinn er einarður í því að skrifa bara um hlutina eins og þeir em. „Það er ekkert vit í því að meðhöndla samtímann með því að leggja út í kant og benda fingri. Ég hef aldrei litið á það sem hlutverk höfúnda að setjast í eitthvert dómara- sæti. Það var eiginlega það eina sem ég gerði meðvitað með þessa bók, að passa mig á þessu. Ann- ars gerir maður bara það sem maður gerir. Það er eins og með myndlist. Það er eins og það sé einhver bylgja í gangi þar um að allt þurfi að vera svo sniðugt, það þarfríast allt ofsalegrar útskýringar. Mér finnst vanta að hún orki huglægt á þig eins og góðar bíómyndir gera.“ Það mðist emmitt vera að margt sem þú skrifar um gæti átt sér stoð í raunveruleikanum. 1 einni sög- unni segir meðal annars frá úúhátxðarferð þar sem allir Idæðast Kraft'göllum. Er þetta byggt á eigin Íífs- reynslu? „Nei, ég hef aldrei átt Kraft-galla,“ segir hann og glottir við tilhugsunina. Dadaradada Við lestur bókarinnar eru litlir brandarar, svokallaðir one'linerar, frekar áberandi. Þú hefur unnið nokkuð við gerð auglýsinga. Er þetta þér í blóð borið? „Þetta er bara X-húmorinn, hann gengur út á one-linera. Þú ættir að prófa að sitja starfs- mannafúndi á X-inu. Þeir em besta þjálfunin í one-linemm sem maður fær. Nei, auglýsingagerð er mjög skrýtinn bransi. Ég hef náð að búa til eitt stef sem hefur náð vinsældum [Dadaradada- stefið fyrir Dagskrá vikunnar]. Þorvaldur Þorsteinsson á Mjólk er góð og ég held að Hallgrím- ur Helgason eigi Sumarflöskur Coca Cola. Ég hef hann alla vega sterklega grunaðan um það. En þetta er vel þekkt meðal rithöfunda, Elmore Leonard samdi til dæmis auglýsingar fyrir Chrysler." Hvemig byrjaði þá rithöfundarferillinn? „Ég byrjaði á því að skrifa kvikmyndahandrit^fyrst upp úr bókinni Falskur fúgl sem einn af mínum bestu vinum, Mikael Torfason, samdi. Ég lærði mikið af því. Svo vann ég í nokkmm auglýsingum með Reyni Lyngdal sem hefúr verið minn helsti samstarísaðili. Okkur bauðst það tækifæri að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason. Okkur hafði lengi langað að gera eitthvað svona saman og bauðst að gera þetta fyrir Baltasar Kormák og Blueyes Productions. Staðan á því verkefríi er þannig að myndin er upp á^ náð og miskunn Kvikmyndasjóðs komin. Ég held að þessi mynd gæti markað skemmtileg þáttaskil í íslenskri kvikmynda- gerð ef hún verður gerð. Það vantar að við ger- um spennumyndir. Áherslan hefúr ein- hvem veginn verið á listrænar myndir, myndir með þessum listrænu gæsalöppum eins og ég kýs að kalla það. Mér finnst til dæmis The Getaway og Godfather vera listaverk, sem listaverk höfða þær til miklu stærri hóps en margar aðrar myndir. Island hefur þroskast mikið sem þjóðfélag og ég held að það sé loksins pláss fyrir svona mynd.“ Sjálfshjálparbók fyrir alla fjöl- SKYLDUNA „Ég var búinn að vera með þetta smá- sagnasafrí lengi í burðarliðnum. Mér var bent á að tala við Kristján B. Jónasson hjá Forlaginu og gerði það og hann var geim í að gefa þetta út. Þá var ég með beinagrind að titilsögunni, Brotinn taktur, sem er að ein- hverju leyti sjálfsævisöguleg, þ.e. ef eitthvað er hægt að kalla sjálfsævisögulegt. Vinnan við þetta tók ekki svo langan tíma, þetta vom um það bil tveir mánuðir sem aðalvimt- an tók og svo þurfti að fínisera þetta eitt- hvað. Kristján var ritstjórinn minn og við ákváðum að fara amerísku leiðina í því, þar sem ritstjórinn vinnur mjög náið með höf- undinum. Við ræddum um sögumar og hann hjálpaði mér að skerpa á því sem ég var að leita eftir. Bókin nýtur góðs af því. Þetta gæti að vfeu hljómað þannig að bókin hafi verið algjör drulla og fólk má alveg skil- ja það þannig ef það vill.“ Ef þú ættir að lýsa bókinni... „Þetta er sjálfshjálparbók fyrir alla fjöl- skylduna,“ segir Jón Atli brosandi og gefúr greinilega ekki mikið fyrir spuminguna. „Nei, nei. Ég er mjög ánægður með hana og finnst hún ansi vel heppnuð. Maður hafði auðvitað nokkuð fyrir þessu og þetta var erf- ið fæðing...“ Hann ætlar greinilega ekki að láta teyma sig inn á hefðbundnar klisjur. „Þessi bók hefur verið sögð svolítið „urban“. Hún gerist mest f Reykjavík, eða alla vega hugarheimurinn. Það vill svo skemmtilega til að meðan ég legg mikla áherslu á þessa höfúðborgarstemningu er annar höfundur að gefa út hjá Forlaginu sem er í algjörri andstöðu við mig. Þetta er Stefán Máni með bókina Hót- el Kalifomia sem gerist í litlu þorpi úti á landi. Hún er eiginlega svar dreifbýlisins við 101 Reykjavík. Stefán Máni er einn mest spennandi höfúndur sem ég hef lesið lengi, bókin er algjör snilld. Ég og Stefán Máni erum ein- mitt að vinna að verkefríi með Reyni Lyngdal. Ég bjó til handrit að stuttmynd upp úr einni sögunni rninni og Stef- án gerði það sama og Reynir ætlar að gera stuttmyndir upp úr sögunum. Ég kýs að kalla okkur Nýja skólann...." Tala ekki nema fá borgað fyrir það í bókinni er oft vitnað í orð frægra manna og ein petsónan í sögunni virðist vita allt um John F. Kennedy. Jón Atli viðurkennir fúslega að þessi árátta sé komin beint frá honum. , Já, þetta er frá mér komið. Þetta snýst mikið um að hafa áhuga á fólki. Jú, það er rétt að ég veit allt um JFK. Ég veit líka allt um J.D. Salinger og hann er geðsjúkur. Ég kann meira að segja fleiri sögur af rokktónlistarmönnum en ég kæri mig um að muna.“ Og talandi um rokktónlist þá heyrist enn í Jóni Atla í útvarpinu en það eru komin tíu ár síðan hann reyndi sig þar fyrst. ,Já, ef mig vantar peninga þá er ég stundum í útvarpinu, hleyp í skarðið á ef það vantar. Þetta er huggulegasta innivinna. Það er ffnt að geta gripið í eitthvað, ég meina Willem Dafoe vann við það að plasta Hustler áður en hann gat unnið við það sem hann gerir í dag. Það er bara svo mis- jöfrí tónlistin í dag, ffá Bandaríkjunum kemur til dæmis annað hvort frábært underground eða algjör drulla.“ Já, það segja sumir að þú sért ekkert allt ofáhugasamur um suma tónlistina sem þú þaift að kynna. ,Ja, ég er enginn tónlistargagnrýnandi, ég er enginn Oli Palli. En talandi um Óla Palla, það besta sem hann hefúr sagt var að danstónlistin væri bara della sem myndi ganga yfir. Hann er samt frábær og hefur breyst í þessu.“ Jón Atli kveður hálfstoltur í huga þegar hann lýsir tengslunum við útvarpið sem hann hefur ekki mikinn tíma fyrir lengur. „Ég er þriðja kynslóð útvarpsmanna í minni fjölskyldu, byrjaði að afgreiða í lítilli sjoppu í Ut- varpshúsinu sem seldi bara sígarettur, c.a. 50 tegundir af þeim. Svo var ég fyrsti útvarpsmaður- inn í fjölskyldunni til að vinna á frjálsri útvarpsstöð, þetta er eitthvað í fjölskyldunni — við töl- um helst ekki nema að fá borgað fyrir það.“ „Djassinn er fínn fyrir þá sem nenna ekki að fylgjast með. Núna er tónlist bara hávaði og músíkvídeóin yfirlýsing um minnimáttarkennd tónlistarmanna. Risaegófliþþ. Eg er orð- inn of þreyttur til að nenna að fliþþa með. Mér er skítsama hver draþ Notorius B.I.Q. en ég vona að hann stúti líka Brit- ney Sþears. Eina krafan sem ég set er að hún deyi hœgt.“ Ur Brotinn taktur texti: Höskuldur Daði Magnússon fókusmynd: Hari 19. október 2001 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.