Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 8
Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir, annar umsjónarmanna @ Efnið Ég er búin að eiga fartölvuna mfna f rúmt ár og finnst hún hið mesta þarfaþing. Það er svo auka- bónus að amma og afi gáfu mér hana sem gefur henni tilfinningalegt gildi. Rúmið mitt held ég sé númer tvö í röðinni en góður svefn er lykilat- riði í þeirri áætlun minni að halda geðheilsunni sem lengst. Ég keypti mér nýtt, amerískt king size-rúm fyrir mánuði sem leysti fermingarbedd- ann af hólmi. Hann var reyndar ágætur og stóð vel fyrir sínu. Andinn Þar neyðist ég til að nefna vinnuna fyrst og fremst, sorglegt en satt. Ég hef lengi ætlað að finna mér eitthvað til þess að rækta andann, fara í jóga, göngutúra, Smáralind, eða eitthvað, en ekkert stenst samanburðinn við vinnuna. Ég hef reyndar verið svo heppin í gegnum árin að vinna vinnur sem mér finnst skemmtilegar og gefandi. Þegar ég er í frfi fær kærastinn sinn skammt af tfma og ég reyni að gera mitt besta til þess að berja fjölskylduna augum svona endrum og eins. Andlega hliðin er greinilega ekki mín sterkasta. Leyndardómar sígarettunnar Þeir sem eiga leið fram hjá Tjörninni um þessar mundir hafa vafa- lítið barið þar augum torkennilegt listaverk sem stendur upp úr litlu eyjunni nær Ráðhúsinu. Verkið hefur hlotið mikið umtal og sýnist sitt hverjum um hvað það á að túlka og einnig hverju það á að líkjast. Fókus hitti því fyrir myndlistarmanninn Magnús Sigurðs- son, sem ber ábyrgð á verkinu, og tók hann á beinið. 2001 hjó öndunum „Þetta er tilvísun í kvikmyndina „2001: A Space Odyssey" eftir Stanley Kubrick, þ.e.a.s. atriðið með öpunum. Nema ég set það hjá öndunum,“ segir Magnús Sigurðsson þegar hann er krafinn svara vegna verksins og end- ar þar með allar mögulegar pælingar sem hefðu getað sprottið upp í leitinni að merkingu þessa litla svarta kassa. Verk Magnúsar er eitt af mörgum í röð útilistaverka sem bera heitið „Listamaðurinn á horninu" sem er verkefni sem þau Gabríela Friðriksdóttir og Asmund- ur Ásmundsson myndlistarmenn standa fyrir í samvinnu við Reykjavíkurborg. Tímabundin geðveiki „Það er svo sem hægt að leika sér að því að sjá ýmislegt út úr þessu verki, sumir vilja meina að þetta sé legsteinn, aðrir að þetta sé tilvfsun í Vietnam-minnismerkið í Washington þannig að þrátt fyrir að pælingin á bak við verkið sé ákveðin af mér þá er engu að síður hægt að leika sér að því að túlka það eins og maður vill.“ Magnús er ekkert fyrir það að liggja á skoðun- um sínum þegar list er til umræðu. „Þetta er svona viðleitni til að sýna að útilistaverk þurfa ekki alltaf að vera úr bronsi, marmara eða steinsteypu. Það þarf ekki alltaf að reikna með þvf að verkið eigi eftir að koma til með að stan- da á sama staðnum í marga áratugi. Enda er það svo bindandi. Maður kemst upp með miklu meiri geðveiki og tilraunastarfsemi ef maður getur „tekið verkið niður" að ákveðnum tíma liðnum, eins og á t.d. málverkasýningum. Þannig að þetta verk verður þarna einungis um stundarsakir.*1 Brautryðjendastarf í myndlist? Það er ekki laust við að manni verði hugsað til útilistaverksins Hafmeyj- unnar eftir Nínu Sæmundsson sem var sprengt í loft upp áramótin ‘59—60 þegar maður sér verk Magn- úsar enda er það staðsett á svipuðum slóðum. Magnús kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af þvf að verkið hans hljóti sömu örlög. „Nei, ætli það. Þetta verður bara þarna í tvær vikur og svo er þetta bara kassi úr spóna- plötum með smá málningarslettu á þannig að skaðinn yrði ekki mikill. Annars er þetta kannski bara ágætis nútímaútgáfa af Hafmeyjunni þegar maður pælir í því, með nútfma stíláherslum að sjálfsögðu.“ Magnús skellir upp úr þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem brautryðj- anda í íslenskri myndlist. „Tvímæla- laust, það mætti eiginlega segja að með þessu verki sé ég að taka fyrsta skrefið í að færa íslenska myndlist inn í 21. öldina." OI I RIIÉTJI R IIVlíllSD HiSIXS Ég er alltaf dálítið köld til að byrja með... ... en það þegar velskapaðir fingur fitla við mig og mjúkar varir gæla við toppstykkið... ... kveikir alltaf í mér. 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.