Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 30
Það eru liðin um það bil 20 ár síðan Touch and Go var stofnuð og öll þessi ár hefur hún verið hugarfóstur eins manns, Coreys Rusks. Það sem Touch and Go gengur út á er, fyrir utan að gefa út endaiausa eðaitónlist, heiðarleg samskipti við hljómsveitirnar og að pressa plötur og gefa þær út eins lengi og mögulegt er. Þetta er aðall útgáfunnar, enda hefur hún ásamt systurútgáfunni, Ouarterstick, gefið út um það bil 300 titla sem enn eru fáanlegir, að undan- skildum skífum Butthole Surfers sem þeir misstu vegna málaferla. Vegna heiðarleikans hefur Touch and Go haft víðtæk áhrif sem og hljómsveitirnar The Jesus Lizard, Big Black, Shellac, Slint, Rapeman, Girls Against Boys, Rodan, June of ‘44, Urge Overkill, Blonde Redhead, Dirty Three, Seam og ótal fleiri sem hafa gefið út undir þeirra hatti. Þar sem Corey er oftast mjög önnum kafinn bauðst Scott Giampino, sem er einn af þeim ellefu sem vinna hjá útgáfunni, til að svara öllu sem okkur langaði að vita. Touch and Go Touch and Go er með elstu starfandi óháðu plötuútgáfum. Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir því að útgáfan er ennþá staif- andi og ennþá eins stöðug og hún er? „Sú staðreynd að við erum ekki of óraunsæ hefur eitthvað með það að segja. Við erum ekkert að eyða heilu bátsförmun- um af peningum ( kynningar og auglýsingar. Við vitum að unnendur MTV eru ekkert endilega að fíla The Delta 72 og The Jesus Lizard eða hinar hljómsveitimar okkar í botn. Þau myndu ef til vill gera það en þar koma bátsfarmar af pening- um til sögunnar. Við þyrftum hundruð þúsunda dollara til að koma þeim þangað og auðvitað höfum við þau ekki til reiðu. Eg held líka að það hafi eitthvað með heppni að gera að við erum þar sem við erum í dag og það að við reynum að ná hljómsveitum sem við fílum og sem eru samþenkjandi (þó ekki samhljóma) þannig að við höíúm gott úrval af mismun- andi hljómsveitum sem höfða til fólks sem hefúr mismun- andi tónlistarsmekk." Hefur Touch and Go eitthvað breyst hugarfars- eða siðferðilega séð frá þu í byrjun? „Nei, það hefúr hún ekki gert. Hún hefúr alltaf verið rek- in algjörlega fyrir utan mörk hinnar venjubundnu starfsemi tónlistarbransans. Stóru plötufyrirtækin gætu þess vegna verið að selja skó eða diskastell. Viðreynum að halda persónu- legum samskiptum við sem og að hafa töluvert jákvætt við- horf. Eg held að upphaflega viðhorfið sem Corey hafði til hlutartna sé ennþá mjög svo lifandi og ... „ Áður fyrr var Touch and Go þekkt sem útgáfu- merki hávaða- samra og þungra pönksveita eins og Big Black, Jesus Lizard, Killdozer, Rapeman og fleiri en í dag virðist ekki vera neinn ákveðinn þráður í gegnum það sem Touch and Go og Quarter- stick hafa gefið út síðustu ár. Þið gefið ennþá út nokkuð harða tán- list en það eru einnig mismunandi stefnur í gangi eins og hangs- tónlist (lounge), allt að þw' klassísk tánlist og þjóðlagatónlist. Er Touch and Go að stefna í einhverja sérstaka átt? „Ég myndi ekki segja að við stefnum í einhverja sérstaka átt, þetta er frekar eins konar hugarástand. Við stefnum ffek- ar á að vinna með hljómsveitum sem hafa svipaðan hugsun- arhátt og við gagnstætt því að þær hljómi eins. Ég er nokk- uð viss um að á níunda áratugnum hafi Corey Rusk ekki leit- að eftir hljómsveitum sem höfðu svipaðan hljóm, það bara gerðist á einhvem hátt. Neðanjaiðartónlistarheimurinn var miklu meira neðanjarðar þá heldur en hann er í dag. Nú er ekkert mál fyrir hvaða dela sem er að brenna diska og gefa þá út. Hljómsveitir sem við störfúm með, nefnum Calexico og Blonde Redhead sem dæmi, hljóma mjög svo ólíkt hvor annarri en hafa svipað hugsjon og em mjög vel aðlagaðar því að starfa fyrir utan hinu venjulegu athafnasemi tónlistar- bransans. Þess vegna elskum við þessar hljómsveitir svona mikið, það og þeirra tónlist snertir okkur mjög djúpt. Vð erum stöðugt að reyna að finna hljómsveitir sem höfða jafnt til heymar og hjartans, það gemr oft reynst erfitt. I Chicago er haugur af hörðum hljómsveitum sem hljóma svipað, eins og t.d. Shellac og The Jesus Lizard og þær myndu margar vilja vinna með Touch and Go en í mínum huga höfúm við slíkar hljómsveitir nú þegar og af hverju ætmm við að end- urtaka sama hlutinn aftur og aftur?“ Hvemig hefur Intemetið og Napster haft áhrifá ykkur, finrdð þið miklar breytingar? „Ekki of mikið, þá er ég að tala um Napster. Ég held að for- ritið hafi bara hjálpað okkur. Þetta er bara eins og þegar vin- ir em að taka upp kassettur hver fyrir annan, þó er þetta í margfalt stærri mæli. Ég held að þetta hafi ekki skaðað okk- ur neitt. Þegar maður talar almennt um Intemetið þá hefúr það hjálpað okkur mjög mikið, með tilkomu Netsins er orðið svo auðvelt að nálgast tónlist og upplýsingar um hljómsveit- imar sem við gefum. Þegar þú ferð ( einhverja leitarvél og stimplar inn „Cash Audio“ þá finnur þú jafnvel hundrað síð- ur sem eitthvað er hægt að finna um þá, þú veist hvað ég meina. Þetta er hálfklikkað allt saman. En auðvitað erTouch and Go ekki ennþá komin með sína eigin heimasíðu. Vð höfum náttúrlega vefsetur hjá southem.com en þó eru ekki allar hljómsveitimar þar, það mun samt gerast einhvem daginn... Elestar hljómsveitimar em líka með sínar eigin síð- ur. Það er nokkuð víst að það væri mjög handhægt fyrir upp- lýsingar og fleira slíkt.“ Af hverju heldur þú að svona margt fólk og aðrar minrii óháð- ar útgáfur beri mikla virðingu fyrir Touch and Go? „Ég get eiginlega ekki svarað fyrir annað fólk en ég veit að ég gerði það af þeirri staðreynd að Touch and Go hefirr alltaf staðið við sín orð og ávallt haldið sínu markmiði til streitu sem er að gefa út gæðahljómsveitir sem skipta máli og gera áhugaverða tónlist sem þrýstir á flest landamæri tónlistar- flórunnar fra degi eitt. Einnig í viðskiptum reynum við eins mikið og við getum að vera heiðarleg, koma hreint ffam og ekki að vera of kvikindislega-tónlistarbransa-hei-hvemig hefur þú það-leg, o.s.ffv., þú veist? Það er mikill heiður fyrir okkur að fólki hugsi þetta um okkur. Bara það að fólki finnst að það sem við gemm sé virðingarvert kitlar mig allan.“ Er einhver teljandi munur á því hvemig Touch and Go og Quarterstick eru reknar og af hverju var Quarterstick sett á fót n'l að byrja með? „Quarterstick var upphaflega uppfundin af Corey vegna þess að hann vildi gefa út plötur og vinna með hljómsveit- um sem honum lrkaði og hann virti en á þeim tíma pössuðu þær ekki inn í þann hljóm sem var í gangi hjá Touch and Go. Hann var einnig kvænmr á þessum tímapunkti og konan hans fyrrverandi, Lisa Pfahler, gat ekki stutt þessar hljómsveitir hundrað prósent. Það em sömu ellefú hræðum- ar sem vinna hjá báðum útgáfúnum en Quarterstick er mun fágaðra en Touch and Go, þó hefúr munurinn á þessum út- gáfúm minnkað sfðusm ár.“ Hvemig er það með hljómsveitimar og tónlistarmennina sem eru á „samningi“ hjá ykkur, gefið þið þeim allt það frelsi sem þær þarfnast, eins og hvar þær taka upp plötumar og með hverjum, í hvemig mynd plötur þeirra koma út (vínil, geisladiskur eða bæði) og hvemig umslögin líta út? Eins og til dæmis umslagið á „1000 Hurts“ með Shellac semmérfinnst alveg undurfagurt. „Venjulega gefum við hljómsveimm allt það frelsi sem þær þurfa og einnig mega þær alveg ráða því hvemig um- slög þeirra líta út. Viðreynum að láta hljómsveitimar fá svig- rúm til þess að gera sína hluti en þó innan ákveðins fjárhags- ramma. Hljómsveitimar ákveða allar hvemig plötuumslög- in eiga að líta út en við sjáum um að gera þau tilbúin fyrir prentun. Sumar hljómsveitanna hafa nokkrar hugmyndir í gangi um hvemig þetta á að vera en aðrar vita alveg ná- kvæmlega hvað þær vilja. Shellac er ein af þeim hljómsveit- um, þeir félagar vissu alveg ffá degi eitt hvemig þeir vildu hafa umslagið og það eina sem við þurftum að gera var að redda öllu fyrir þá.“ Hver er ykkar stefna í sambartdi við demó, fáið þið mikið sent af þeim? ,Jú, við fáum sendan slatta af þeim. Viðreynum að hlusta á þau öll en það tekur oftast langan tíma. Persónulega fæ ég helling af þeim sendan, ég reyni að hlusta á þau um leið og ég fæ þau og reyni að flokka þau svo að ég get flett í þeim ef þess þarf. Fólk getur sent allt sem þeim dettur í hug, við hlustum með opnum eyrum.“ Hefur einhver hljómsveit komist á „samnmg“ hjá ykkur í gegnum demó? „Eins skrýtið og það er þá er eina hljómsveitin sem það hefur gerst hjá hljómsveitin Killdozer fyrir löngu síðan. Þetta demó var það fyrsta sem kom út með þeim. Það var engin endurupptaka gerð.“ Eru einhverjar plötur sem Tpuch and Go hefur ekki gefið út en þið vilduð að þið hefðuð gert? Eg held að alhr eigi sér dagdrauma eins og til dæmis: „Ég vildi að Touch and Go hefði gefið út Powerage með AC/DC“. „Ótrúlegt, maður! Ég elska þessa plötu! En svona í alvöru, þá er ég ekki viss. Ég fíla Zen Guerilla og vildi hafa gefið gömlu plötumar þeirra en Sub Pop varð fyrri til. Ég veit ekki hvaða aðrar plötur, auðvitað plötur eins og „Pink Flag“ með Wire, „Exile on Main Street" með Rolling Stones og „Physical Graffitti" með Led Zeppelin. Ég held samt að þú sért að tala um nýrri hljómsveitir, ekki rétt? Þannig að við getum oftast gefið út þær hljómsveitir sem við reynum.“ Hver er hin eiginlega ástæða fyrir tilvist Touch and Go og Quarterstick? „Hún er sú að gefa út ffamúrstefhulega tónlist sem samin er af tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma hvaðanæva að. Við viljum einnig gefa þeim færi á að stjóma hlutunum sjálf. Við erum fyrst aðdáendur góðrar tónlistar!" IflNMflCKRYE lan MacKaye er löngu orðinn godsögn t Bandarísku neðanjarðarrokki. Hann hefur spilað f hljómsveitum á borð við Slinkees, Teen Idles, Minor Threat, Pailhead og Fugazi. Hann rekur einnig Dischord-hljómplötuútgáfuna ásamt Jeff Nelson, æskuvini sínum og fyrrum trymbli Teen Idles, Minor Threat meðal annara. Þeir stofnuðu út- gáfuna árið 1980 þegar þeir voru saman íTeen Idles. Mark- mið þeirra var að gefa út sína eigin tónlist og vina sinna sem voru hljómsveitum í Washington DC og nágrenni. Þeim hefur alla tíð tekist þetta, útgáfan hefur alltaf hald- ið sínu striki og tekist að forðast ríkjandi tískustrauma. Samfara rekstrinum á hljómplötuútgáfunni spilar lan á gítar og syngur í Fugazi, hljómsveitinni sem hann hefur verið í f rá árinu 1986. Fugazi hef ur gef ið út fimm breiðskíf- ur, tvær tólftommur, sem sfðar komu út á einum geisla- disk, tvær sjötommur, eina heimildarmynd og meðfylgj- andi sándtrakk. Dischord-merkið er með eldri óháðu hljómplötuútgáf- um sem eru starfandi. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir þessari athafnasemi og velgengni í gegnum árin? „Ég held að sú staðreynd að okkar einstaka áætlunar- verk byggir á heimildum en ekki á væntingum um gróða hafi leyft okkur að sigrast á erfiðleikum og þeim tísku- stefnum sem hafa rfkt í gegnum tíðina. „Velgengni" þarf ekki að hafa sömu merkingu hjá öllum.“ Guy segir í„lnstrumentu, heimildarmyndinni um Fug- azi, að ef hljómsveitin eigi að vera eitthvað sem á að fylgja manni alla ævi þá þurfi maður alltaf að sýna einhverjar framfarir. Sem aðdáandi Fugazi þá veitégað hljómsveitin hefur alltaf verið íþróun, en heldur þú að hún eigi eftir að fylgja þérævllangt? „Ég held að það sem hann eigi við sé skuldbinding og sköpunargleði og á þvístigi hefur Fugazi sýnt fram á þess- ar tvær meginreglur. Ég lít á hljómsveitina tvímælalaust sem eitthvað sem ég verð viðloðinn alla mína ævi.“ Hefur pönk sömu merkingu fyrir þér og það gerði fyrir um tíu eða tuttugu árum? „Já, en sem hugmynd hefur það elst með manni?“ Hefur verið erfitt að vera óháður tónlistariðnaðinum allan þann tíma sem þú hefurspilað íhljómsveitum og rek- ið hljómplötuútgáfu? „Nei.“ Hvaða tónlistarmenn/hljómsveitir/listamenn hafa haft mest áhrifá þig? „Ég hef hlustað á Bftlana, Jimi Hendrix og Janis Joplin eins lengi og ég man eftir mér, þannig að það mætti segja að þau hafi haft mikil áhrif á mig. Hljómsveitirnar Bad Brains og Black Flag sýndu mér fram á það að spila skap andi og frumlega tónlist getur líka gerst í nútímanum af því að ég var á staðnum og varð vitni af því.“ Hverjar eru þínar uppáhalds hljómsveitir og -plötur í augnablikinu? „Lungfish ríkir alltaf fremst sem ein af mínum uppá- haldshljómsveitum, ég sá þá spila lög af „Orthrelm“ um daginn og þau hrifu mig gjörsamlega.“ Heldurðu að þið eigið eftirað koma aftur til íslands? „Ég vona það.“ Benedikt Reynisson vetrardagskrá hljómalindar 19.október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.