Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 10
3. til 8. október sí. héldu hljómsveitirnar Ensími og Úlpa í stutt tónleikaferðalag um austur-
strönd Bandaríkjanna undir merkjum lceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hófst í gær.
Var meiningin að kynna Kananum hljómsveitirnar og hátíðina. Finnur Vilhjálmsson var með í för
og gefur hér lesendum fágæta innsýn í rokklífernið. Eða eitthvað í þá áttina.
Innrásin á austurstr
Þegar lent var á JFK'flugvellinum í New York miðviku-
dagskvöldið 3. október var fyrsti tónn ferðarinnar gefinn
og það með fremur óvæntum hætti. I hátalarakerfi þot-
unnar flutti ómþýð rödd flugfreyju tilkynningu um að áríð-
andi skilaboð biðu Hrafns Thoroddsen og Franz Gunnars-
sonar inni í flugstöðinni. Ekki var laust við að viss óhugur
kviknaði í mannskapnum við þessi tíðindi og þeir svart-
sýnustu sáu fyrir sér skemmdir á hljóðfærum eða vandræði
við að komast inn í Bandaríkin eftir stórhert eftirlit með
ferðamönnum síðustu vikur.
Fyrstu skrefin á bandarískri grund voru því kvíðabland-
in en ekki reyndust menn sannspáir um efni skilaboðanna
og hanskar tollvarðanna reyndust úr silki en ekki gúmmíi
eins og sumir bjuggust kannski við.
I ljós kom hins vegar að sérútbúin hljómsveitarrúta með
svefnplássi fyrir allan hópinn, tíu manns, og farangurs-
rými fyrir allan útbúnað hljómsveitanna hafði bilað rétt
áður en hún átti að halda til móts við okkur á flugvöllinn
og hafði í snarhasti verið bókað fyrir hópinn á hóteli í mið-
borg New York að nafni White House.
At least they didim't blow up the bar
Meðan farangrinum var safhað saman varð skyndilega
vart við einkennisbúinn mann sem gekk ákveðnum skref-
um í átt til hópsins. Aður en nokkrum gafst tóm til að
setja afskipti hans í eitthvert óæskilegt samhengi sveif
hann skælbrosandi á Jonna, trommara Ensími, og heils-
aði honum með virktum. Jonni tók heils hugar undir
kveðjuna og fljótlega kom í ljós að hér var á ferðinni Ben
nokkur, starfsmaður bandaríska landbúnaðarráðuneytisins,
sem hafði hitt strákana f Ensfmi er þeir fóru til New York
áriðáður. Urðu fagnaðarfundir með íslensku hljómsveitinni
og Ben, sem var lágvaxinn, feitlaginn, kragasköllóttur
múlatti með ósvikinn NY-framburð. Ben kaffærði um-
svifalaust hópinn í faðmlögum, bakslætti og glaðværum
orðaflaumi, bauð hverjum sem vildi inn á skrifstofu til sín
og sagðist eiga þar vodka.
„Eg skal búsa ykkur upp,“ sagði karlinn og stóð við orð
sín því þeir hljómsveitarmeðlimir sem þágu gengu út af
skrifstofu hans með troðna vasa af miniature-vínflöskum
sem innihéldu hinar fjölbreyttustu tegundir áfengis. Að-
spurður neitaði Ben því að þetta væru birgðir sem hann og
félagar hans hefðu hirt af óprúttnum flugfarþegum og
sagði þetta vera eigið „stash“ sem ætlað væri fyrir sérstök
tækifæri og heiðursgesti eins og Olpu og Ensími.
„Að minnsta kosti sprengdu þeir ekki barinn," sagði
hann, alvarlegur í bragði, en þó með blik í augum og þarf
sennilega ekki að útskýra þau ummæli neitt frekar.
Þetta voru ekki beinlínis móttökurnar sem undirritaður
að minnsta kosti hafði átt von á hjá bandarískum tollvörð-
um. Eins og lög gera ráð fyrir létu hljómsveitirnar Ben fá
eitthvað fyrir sinn snúð og gáfu honum áritaða geisladiska
sína.
Ben vildi bókstaflega allt fyrir hópinn gera og þegar
meðlimir Ensími voru spurðir nánar út í kynni þeirra af
manninum sögðu þeir að nánast um leið og þeir löbbuðu
inn á flugvöllinn með hljóðfæratöskurnar árið áður hefði
Ben stokkið á þá. I ljós kom að Ben var mikill tónlistará-
hugamaður og sérstaklega ástríðufullur áhugamaður um
fræga tónlistarmenn. í tilfelli Ensími hafði hann látið þá
njóta vafans.
„Ég er í besta starfi í heimi til að hitta rokkstjörnur,"
sagði Ben og taldi því næst upp nokkrar slíkar og aðrar
frægar persónur sem hann hafði hitt á leið þeirra gegnum
tollinn á JFK.
„Ég á vídeómyndir af mér með Metallicu, Keith Ric-
hards, Alice Cooper og Magnúsi Ver Magnússyni,
sterkasta manni í heimi,“ sagði Ben og vildi ógjarnan
sleppa hendinni af hópnum. Það síðasta sem við sáum af
honum var þegar hann kom hlaupandi út á gangstétt með
eina flösku af Pepsi, sennilega viljað skaffa blandið lfka.
Stakur heiðursmaður, þessi Ben.
Kakkalakkar oc sírenuvæl
Víkur nú sögunni að gististað okkar fyrstu nóttina í
New York, áðurnefndu White House hóteli. Það var í
Bowery stræti f svokölluðu East Village, spottakorn frá
hinu alkunna Greenwich Village sem þekkt er fyrir lista-
og bóhemstemningu. Eiginlega er strax rétt að setja
spurningarmerki við nafngiftina hótel því nær væri að
tala um gistiskýli í þessu tilfelli. Anddyrið gaf strax vís-
bendingu um hvað við var að búast. Sæt hlandlykt f loft-
inu, borð og stólar sfn úr hverri áttinni og allt eins og hul-
ið nettri drullublæju: gólf, veggir, gluggar og starfsmenn-
irnir tveir sem tóku á móti okkur. Þeir voru svona týpur
sem maður ætti frekar von á að sjá bak við gægjugat á
strippbúllu, luralegir, klæddir pólóbolum eða skyrtum
óræðum að lit, fráhneppt niður á bringu, gljáskítugt hár,
þykk og kámug gleraugu, berfættir í gúmmítöfflum og svo
framvegis. Þeir vissu líka vel hvar þeir höfðu okkur, fá-
kunnuga útlendingana, og tóku öllum óskum um nettan
magnafslátt með því að yppa öxlum, segjandi mæðulega:
„Sextíu dollara fyrir tveggja manna herbergi. Take it or
leave it.“
Og auðvitað var því tekið, þetta var tiltölulega ódýrt
gistipláss og ekki vildum við nýta okkur pappakassastafl-
ann sem stóð úti á gangstétt og eyða fyrstu nóttinni, New
York-style, eins og sumir kalla það.
„Herbergin" á White House reyndust að vísu vera litlu
stærri en pappakassar eða um 6 fermetrar samkvæmt
mæiingum. Gólfþlássið á hæðunum var hólfað af með gróf-
um tréveggjum sem náðu ekki alla leið upp f loft og skip-
tu því niður í bása. Innan í þeim voru svo tveir trébeddar
sinn hvorum megin. Basta. Kakkalakkar og sírenuvæl
kepptust um athygli okkar þar til svefninn fór á okkur og
sváfu flestir vært enda mannskapurinn þreyttur.
Það skal tekið fram að þó ætla megi af lýsingunni á gisti-
stað okkar að menn hafi barmað sér og haft uppi kveinstafi
var svo ekki enda tóku menn þessu fremur sem kröftugu
kryddi í ferðina og voru ekkert að velta sér upp úr aðstæð-
unum. Það eina sem kenna mætti við raunahljóð þetta
fyrsta kvöld okkar í New York var umsögnin sem Franz,
gítarleikari Ensími, gaf ommelettu er hann snæddi á veit-
ingastað í nágrenni hótelsins.
„Þarna var illa farið með gott egg,“ sagði hann hugsi
meðan hann stangaði úr tönnunum eftir matinn.
Öryggið á oddinn
Á töflu við „innritunarborðið“ á hinu magnaða hóteli
var tilkynning þar sem gestir voru boðnir velkomnir og
farið um það nokkrum orðum. I hinum stutta texta kom
orðið „safe“ fyrir alls 11 sinnum í ýmsu samhengi enda
ekki vanþörf á að fullvissa gesti um öryggi þeirra miðað við
það sem fyrir augu bar. Þar kom einnig fram skýring á tötr-
um klædda fólkinu í misannarlegu ástandi sem var á
vakki inn og út af hótelinu meðan innritun okkar fór
fram. Nokkrir af ógæfusamari íbúum New York höfðu
nefnilega tekið upp fasta búsetu á hótelinu og var neðsta
hæðin öll tekin undir þá. Með nokkru stolti var einnig til-
kynnt að hinn þekkti málari Jean Michel Basquiat hefði
búið á White House um skeið í byrjun níunda áratugarins.
Var samdóma álit hópsins að það segði meira um nægju-
semi eða erfiðar aðstæður listamannsins en hótelið sjálft.
Við létum okkur nægja eina nótt enda minni menn en
Basquiat, blessaður.
Reyndar átti málaralistin enn fulltrúa sinn á hótelinu
því húsvörðurinn Lincoln, ungur og hraustlegur blökku-
maður, var með trönurnar sínar í einu horninu og afurðirn-
ar héngu á veggjum anddyrisins. Myndirnar voru í sterk-
um litum og einna helst hægt að líkja þeim við plötu-
umslög frá sjöunda áratugnum, „psychcdelic" stemningar
áberandi.
Með einni undantekningu þó. A meðan á stuttri dvöl
okkar á White House stóð valdi Lincoln sér viðfangsefni
sem réttast væri sennilega að kalla ofurraunsæi: Tvo
grímuklædda menn í flugstjórnarklefa að skera flugmenn-
ina á háls.
Blæbrigði Mcmállýskunnar
Daginn eftir var skipt um hótel og reyndist það hið
prýðilegasta þó ekki kostaði það meira en gistingin nótt-
ina áður. Það segir kannski sitt að rúmin þar voru ámóta
stór og herbergin á White House. Ykjulaust, það munaði
metra á breiddina.
Ulpumenn og undirritaður deildu þriggja rúma herbergi
og var tvímennt í fletin. Gættu menn þess vel, er gengið
var til náða á fimmtudagskvöldið, að renna svefnpokunum
upp í háls þvf ástæðulaust var að taka óþarfa áhættu á því
að svefndrukknir rekkjunautar tækju feil um nóttina.
Ulpa er að vísu afar náin hljómsveit en öllu má nú ofgera.
Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru haldnir á Brownies
klúbbnum í New York fimmtudagskvöldið 4- október.
Ulpa og Ensími stigu fyrst á svið af fjórum hljómsveitum
sem spila áttu um kvöldið eða upp úr klukkan sjö. Áhorf-
endur voru ekki margir en fjölgaði ekki þegar leið á kvöld-
ið svo ekki var við áhugaleysi á fslensku hljómsveitunum
sérstaklega að sakast.
Báðar hljómsveitir keyrðu gegnum dagskrár sínar af ör-
yggi og seldu slatta af geisladiskum hvor. Tvær stúlkur
sem mættu á tónleikana komu að máli við meðlimi Ens-
ími að þeim loknum og sögðu þá vera númer tvö í röð upp-
áhaldshljómsveitanna sinna, á eftir Sigur Rós. Kom það
nokkuð flatt upp á piltana sem þótti tíðindin ánægjuleg.
Eftir tónleikana hélt hluti hópsins í pílagrímsferð á
Times Square sem reyndist, jújú, sannarlega fullt af ljósa-
19. október 2001
í I
il