Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 24
Nyjar plötur í október og m nóvember Október: * Fugazi - The Argument = Attunda plata þessarar frábæru rokksveitar. * Fugazi - Furniture = Þrjú lög sem komust ekki á Argu- ment en eru engu að síður afbragð. * The Silver Mt. Zion Memorial Orchestra & Tra- la-la Band - Born Into Trouble = Nýtt nafn, þrír nýir meðlimir... sama snilldin. * Billy Mahonie What Comes Before = Enginn söngur en þeim mun meiri kraftur á einni þéttustu rokkplötu ársins. * Les Savy Fav - Go Forth = Þessi hljómsveit getur ein- faldlega ekki hætt að dæla frá sér gæðarokki. * Atombombpocetknife - God Save the ABPK = Hljómsveit sem valdið hefur miklum heilabrotum enda síður en svo í hefðbundnari kantinum. Fréttir * Godspeed You Black Emperor! og Steve Albini eru eitthvað að rugla saman reitum þessa dagana þannig að það er vissara fyrir alla að halda niðrí sér andanum. * Steve Albini sá einmitt um upptökur á nýju EP plötu Mogwai, ‘My Father, My King’, sem inniheldur eitt 20 mínútna stykki í magnaðri kantinum. Þetta þýðir hins vegar að Albini hefur ekki tíma til að sinna vinum sínum í Dianogah og lét því John McEntire úr Tortoise það eftir að taka upp næstu plötu. * Eins og flestir ættu að vita sameina Trans Am og The Fucking Champs krafta sína á EP plötunni ‘Double Exposure’, sem kemur út hjá Thrill Jockey innan skamms. Til að kynna skífuna hafa sveitirnar lagt upp í tón- leikaferð saman og koma að sjálfsögðu við á Is- landi. * Low eru enn við sama heygarðshornið og dæla hreinlega frá sér efni. Næsta plata frá þeim er sjö tomman ‘Last Night I Dreamt Somebody Loved Me’ og mun hún koma út skömmu áður en sveitin leikur hér á landi í nóvember. * Forsprakki Low, Alan Sparhawk, er einnig búinn áð stofna útgáfufyrirtæki, sem gaman verður að fylgjast með. Hann og Mimi, konan hans, eru annars upptekin við að sinna foreldrahlutverkinu en þess má einnig geta að vinir þeirra, þau Liz og Dan úr Ida voru að eignast sitt fyrsta barn á dögunum. * Fleiri eru að fjölga mannkyninu á næst- unni, í desember munu Joe Lally bassaleikari Fugazi og kona hans eignast sitt fyrsta barn. * Beat Happening - Crashing Through = 7 geisladiskar f einum pakka, sem lýsir Beat Happening í hnotskurn. * Stars of the Lid - The Tired Sounds of Stars of the Lid = Ambient vögguvísur að hætti hinna hæglátu meistara. * Trans Champs - Double Exposure = Sex manna súpergrúppa Trans Am og The Fucking Champs. * Low - Last Night I Dreamt Somebody Loved Me = Sjö'tomma sem er jafnframt fjórða skífa hinnar mögnuðu Low á þessu ári. z * Mogwai - My Father My King = Eitt lag sem er rúmar 20 mínutur og tekið upp af Steve Albini. * Aerogramme - A Story in White = Nýja bandið hans Craig úr Ganger með sína fyrstu breiðskífu hjá Matador. * Aphex Twin - Drukqs = Orð eru óþörf. * Vincent Gallo - When = Eitt af nýju nöfnunum hjá Warp, sem bundnar eru miklar vonir við. * Flanger - Inner Spacesuit = Forsmekkurinn af væntanlegri plötu snillinganna f Flanger. * Cinematic Orchestra - (ekki búið að staðfesta titil) = Það er jafn erfitt að skilgreina tónlist Jason Swinscoe og félaga eins og það er gaman að hlusta á hana. * Lali Puna - Scary World Theory = Ljúf blanda popps og raftónlistar frá gæðamerkinu Morr Music. * Pan American - (ekki búið að staðfesta titil) = Mark Nelson úr Labradford flýgur með Pan American á vit nýrra dub-ævintýra. * Funkstorung - Viceversa = Endurhljóðblandanir á lögum Speedy J, Jean'MichelI Jarre, Notwist, Faust o.fl. Nóvember: * Dismemberment Plan - Change = Sveitin hefur skipt um ham og hefur líklega aldrei verið betri. * Tomahawk - (ekki búið að staðfesta titil) = Er Mike Patton geðveikur? Já, en hann finnur samt alltaf tíma fyrir tónlistarsköpun. * Papa M - Whatever, Mortal = Ný breiðskífa frá hinum guðumlíka Dave Pajo. * Belle & Sebastian ' The Season Has Arrived = Önnur stuttskífa Skotanna yndislegu á skömmum tíma. * Flanger - Outer Space, Inner Space = Nýtt meistarastykki frá einu magnaðasta raf'tvíeyki allra tíma. * Funki Porcini - Fast Asleep = Einn af þeim sem komu Ninja Tune á kortið sýnir af hverju hann kom Ninja Tune á kortið * Phonem - Ilisu = Morr fjölskyldan er full af ást og einlægni þessa mánuðina. * Von er á nýrri remix'plötu frá Tristeza innan skamms en einnig er búist við að félag- ar þeirra hjá Tiger Style, The Mercury Program og áðurnefnd Ida byrji að taka upp nýjar plötur áður en langt um líður. * Mike Patton virðist endanlega vera bú- inn að fara yfirum og gefur nú út sem mest hann má. Nýjasta bandið hans nefnist Toma- hawk og telur einnig meðlimi úr Jesus Lizard, Melvins og Helmet en eins og það sé ekki nóg er blessaður karlinn kominn í sömu sæng og einhverjir meðlima Prodigy og Massive Attack (??!!). Fantomas hyggjast annars taka upp nýja plötu áður en langt um líður og sömu sögu er að segja af Melvins, Kid 606 og Lucky Stars, sem allar gefa út hjá Ipecac. * Hin elskulega Mirah vonast til að senda frá sér tvöfaldan skammt af krúttrokki á næsta ári, annars vegar EP plötu og hins veg' ar breiðskífu til að fylgja á eft ir frumraun sinni sem kom út í fyrra. * Geoff Farina hefur verið beðinn um að gera smáskífu í samstarfi við Mark Eitzel og ætlar einnig að taka upp nýtt efni áður en langt um líður. Reikna má með smáskífu frá honum á árinu og einnig Karate, sem ætlar að skella sér í hljóðver eftir vel heppnaða tón- leikaferð um Bandaríkin og Evrópu. * Ef frá er talin hin dularfulla ‘Papa M Sings’ hefur David Pajo að mestu haldið sig til hlés undanfarin misseri en rýfur loks þögn- ina í nóvember eða desember með nýrri breið- skífu er hlotið hefur titilinn ‘Whatever, Mortal’. Ny safnplata ó leiðinni Ut er að koma safhskífa með hljómsveitunum Sofandi, Suð, Fork, Graveslime, Kusu, Örkuml, Fidel o.fl. í október eða nóvember. Nánar verður auglýst um þetta síð- ar á heimasíðu Hljómalindar og víðar. Nyjar harSkjarna- plötur ó leiðinni Hljómsveitin Changer gaf út plötu fyrir stuttu og hægt er að nálgast hana í gegn- um www.dordingull.com. Einnig er væntanlegur diskur frá I Adapt. etrardagskrá hljómalindar 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.