Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 29
RÓmantískustu
plöturnar
Loci Bergmann Eiðsson
FRÉTTAMAÐUR
Distant Lover - Marvin Gaye
I heard it trough the grapevine. Stór-
kostlegt lag. Fullt af öðrum á disknum.
Let’s get it on og fleiri. Hrikalega flott
lög.
Dzej - Dzej
Júgóslavneskur sígauni. Afskaplega
tregablandið eins og margt annað frá
Júgóslavíu. Skemmtilegur sígaunataktur í
lögunum. Mæli sérstaklega með Ged du
sad moja Ruzo (hvar ertu rósin mín).
Sarah MacLachlan - Live
Afskaplega rólegt og rómantfskt. Live-diskurinn eiginlega bestur og heil-
mikil tilfinning í lögunum.
U2 - Best ballads
Diskur sem sennilega fæst ekki hvar sem er enda keyptur á útimarkaði í
Bosníu. Aðallega útaf One sem er frábært lag. Kannske ekkert brjálæðislega
rómantískt en mikil stemning í laginu.
Van Morrison - Best of
Algjör snillingur. Moondance, Hatfe I told you lately, Someone like you.
Snilld.
Sjóræningjadiskur
Eg myndi blanda f einn disk með því að stela músík af Netinu. Mæli sér-
staklega með audiogálaxy.com. Það væri mjög undarleg blanda á disknum:
Clapton, smá kántrí fflingur, Ray Charles, Sigurrós, Moby, Alison Krauss,
Aretha Franklin, Chris Isaak, David Gray, Jackie .Wilson, Dr. Hook, Jude
og að sjálfsögðu Rakkauslaulu með Rasmus.
Diddaskáldkona
Night Nurse - Gregory Isaacs
Bara mest sexí karlarödd að hjala við
eyrun á manni í
sængurfylli af kynóra-
legu bassaplokki herra
robbie shakespear og
rétt takföstu tromm-
eríi séra Sly Dunbar.
Ef mjaðmirnar þfnar
fara ekki að hreyfast í
hringi við þessa plötu
þá ertu dáinn.
Indverska prinsessan Leoncie var að gefa út plöt-
una Love Messages from Overseas á dögunum.
Platan fæst að sjálfsögðu í Hljómalind og var
prinsessan meira en til í að koma í smáspjal! af
þessu tilefni.
Leoncie
Nýja platan þih, Love Messa-
ges from Overseast fæst nú loks-
ins í Hljómalind. I hvaða stúdíói
tókstu þlötuna upp?
„Þau voru nú ansi mörg. Ég
tók hana meðal annars upp í
Bretlandi, Indlandi, Kanada,
Islandi, Tékklandi og Dan-
mörku.“
Það eru 17 lögá plötunni. Það
hlýtur að hafa kostað þigfúlgu fjár
að gefa þetta út. Fékkstu ríkis'
styrk eða hvað?
„Rfkisstyrk? Nei, elskumar
mínar. Ég fór til útlanda að
syngja og hafði það mjög gott.
Ég tók líka bankalán og borgaði
þau upp sjálf. Ríkisstuðningur er aðeins fyrir
innfædda íslendinga. Þetta er kölluð íslensk
menning. Danskir tónlistarmenn í KODA
hlustuðu á tónlistina mína sem ég sendi inn til
þeirra og buðu mér fjárhagsaðstoð til að klára
plötuna. Ég var þá búin að fjárfesta í henni sjálf.
Ég er mjög sjálfstæð kjamakona oglíka bylting-
arkona þegar ég er f miklu stuði. Ég er óstöðv-
andi þegar ég fer af stað.“
Hvemig tónlist semur þú?
„Popp' og danstónlist sem fólk elskar.
Beautiful Melodies.“
Hvar getum við náð í þig ef við viljum bóka þig
til að syngja?
„í síma 691-8123 eða í gegnum tölvupóst á
indianprincess@simnet. is.“
Hvemig hefurðu haldið þér svona kynþokka-
fullri ogfallegri?
„Ég grenja ofsalega mikið og
hlæ ennþá meira og hærra. Ha,
ha. Nei, nú var ég að plata
ykkur. Ég stunda jóga, hef minn
eigin æfingasal og bið mikið til
Jesú Krists.“
Hvemig var að skemmta með
Stuðmönnum?
„Það var alveg frábært. Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem við
skemmtum á sama stað. Tómas
Tómasson blandaði fyrir mig tit-
illagið á nýju plötunni og ég er
hæstánægð með hann. Pétur
Hjaltested blandaði lagið Hold
Me In Your Arms og lagið
hljómar frábærlega vel. Þessir
gæjar em ffnir og Palli líka. Ég vildi gjaman
heyra lögin mín spiluð meira á útvarpsstöðvum
á Islandi, án þess að fá blammeringar frá þeim.“
Þú ert komin með heimasíðu, hver er slóðin?
„Hún er www.simnet.is/leoncie. Svo er ég
líka meðlimur í Worldwide Bandname.com.
Fólk getur skoðað mig þar.“
Hvað ertu að gera núna?
„Ég er að gera dreifingarsamning erlendis.
Svo er ég líka að skrifa texta í hindí sem ég ætla
að taka upp fljótlega. Og ég er að fara að flytja
aftur út.“
A/ hverju Islartd, Leoncie? Og af hverju
Reykjanesbær?
„ísland er kalt og svalandi. Ég hef búið hér f
16 ár og elska ísland. Sandgerði er svo nálægt
flugvellinum og það er ungt og hresst fólk sem
býr í Sandgerði."
Between The Sheets - Millie Jackson
Þessi kona er svo frábær, hún er svona kona sem tal-
ar á meðan hún gerir það! Og trúir svo staðfastlega á ást-
ina að það hvarflar ekki að henni að ljúga að sér eða öðr-
um útá hvað þessir blossar ganga. Fallega kjaftfor og
kynþokkafull.
Dub From The Roots - King Tubby
Það gerist alltaf eitthvað stórkostlegt fyrir líkamsbú-
skapinn hjá mér þegar reggae er úðað inn í eyrun á mér,
og dub, vá! Þá erum við að tala um orðalaus samskipti,
líkamlegan gjörning með manni sem kann allar réttu
hreyfingamar.
Family Man In Dub - Aston Familyman Barrett
Familyman er sá sem bassaði hjá b.marley og er fræn-
di hans krumma míns, og þessi maður kann alveg eins
og king tubby, að rata réttar leiðir um leyndustu afkima
líkamans.
Promised Land - Elvis Presley
Þegar þig langar að standa fyrir neðan gluggann hjá
einhverjum eða einhverri og mæra viðkomandi í
armana á þér, þá er næstum því sama hvaða lag af þess-
ari plötu þú ákveður að gaula, það virkar, Elvis virkar
alltaf.
The Best of Chet Baker - Chet Baker
Chet! Maðurinn sem syngur þannig að þér finnst þú
geta þetta allt, og ef þú verður ekki rómó af honum, þá
er ekkert hægt að gera fyrir þig, ekkert.
Safnplatan Rómantískur ruðningur:
1. African Roots - King Tubby
2. Night Nurse - Gregory Isaacs
3. Seeing Is Believing - Itals
4. Dubbing Naturally - Aston Familyman
5. Capo - Hippy Boys
6. Mellow Mood - Bob Marley
7. Liquid Homs - Vin Gordon
8. The Great Pablo - Augustus Pablo
9. I’ve Never Had It So Good - Bunny Scott
10. Black Organ - Jackie Mittoo
11. Indra - Thiévery Corporation
12. Congoman - Congos
13. Do Your Thing - Isaac Hayes
14. All The Way Lover - Millie Jackson
15. Missippi - Bob Dylan
16. Love Minus Zero (no limit) - Bob Dylan
17. Lay Lady Lay - Bob Dylan
18. Crazy Love - Van Morrison
19. Lets Get Lost - Chet Baker
ifÓ k U S kynnir
Vetrardagskrá
Hljómalindar 2001
e uismemberment
Plan & The Aoes
* |
Engin forsala! Fyrstir koma fyrstir fá!
20. október á Vídalín við Ingólfstorg.
Miðaverð: 1200 kr.
Húsið opnar kl. 11.
Sjá nánar á www.hljomalind.is
(hugsanlega verður uppákoma
Vídalín eftir miðnætti á föstudag)
19. október200i