Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 32
 HUÓFIALIMD í þógu alþvjðunaor The Album Leaf One Day l'll be on Time Ljúfar gítarstrokur í bland við hnitmiðaða trommutakta og dásamlega útfærðan píanóleik gera þessa sólóplötu Jimmys Lavalles úr Tristeza. Framtíðin er svo sannarlega björt því hún er í höndum Jimmys Lavalles. The American Analog Set Know By Heart Arineldur + lopapeysa + kakóbolli + góð bók = Know By Heart með American Analog Set. Afslappað andrúmsloft, sem ber keim af Yc La Tengo, Belle & Sebastian og Stereolab, ásamt undurfögrum melódíum og allir eru ánægðir. Billy Mahonie What Comes Before Kraftmikið groddarokk af bestu gerð frá fjórum tilraunagjörnum Bretum. Á án efa eftir að breyta skilningi margra á hugtakinu síðrokk og kemur sterklega til greina sem ein af plötum ársins. @RS Bonnie Prince Billy Ease Down the Road Þjóðlagaprinsinn Will Oldham snýr aftur með Ijúfsára plötu sem laðar fram áður óþekktar tilfinningar. Hreint meistara- verk... ekki að nokkur maður hafi búist við einhverju öðru. Drag City Supersession Tramps, Traitors and Little Devils Bill Callahan, Neil Michael Hagherty, Edith Frost, Jim OíRourke og hinir töffararnir hjá Drag City leggja í púkk og sjóða saman eina svölustu plötu ársins. Sannkallaður eðal-kúreki sem kemur ríðandi inn í skammdegið og byrjar á því að hreinsa vel til í bænum. Godspeec) You Black Emperor! Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven Kanadíska stórsveitin hendir rokkinu upp til himna með gríðarlegum tilþrifum. Ofurdramatísk en umfram allt undurfögur plata sem framkallar gæsahúð í hvert sinn. Fantomas Director's Cut Mike Patton og félagar snúa aftur og búa til sínar eigin útgáfur af klassískum hrollvekjulögum. Gallsúrt tilraunaþungarokk sem nær á köflum meira að segja að hljóma eins og MúM á vodka og spítti. The Fucking Champs IV Þrumuguðinn Þór kemur svífandi yfir fjalliö, sveiflandi hamri sínum um leið og rauðir lokkarnir sveiflast til og frá í vindinum. Það er einfaldlega erfitt að verða meiri hetjur en The Fucking Champs, sem setja hér í fluggírinn og þeysast í gegnum villt gítarsóló eins og himinn og jörð séu að farast. Fugazi The Argument Ný plata frá þessum miklu snillingum á alltaf eftir að kæta marga meira en sjálf jólin. Stendur svo sannarlega undir væntingum og sýnir að Fugazi hafa engu gleymt. Fugazi Furniture Flestar hljómsveitir mundu láta eina plötu nægja en Fugazi er engin venjuleg hljómsveit. Þessi smáskífa inniheldur þrjú áður óútgefin lög, þar á meðal einn helsta tónleikaslagara sveitarinnar í gegnum tíðina, og er því kærkomin viðbót i Howe Gelb Confluence Maðurinn á bak við Giant Sand er enn í sama gamla kántrí- fílingnum og ríður inn í sólarlagið vopnaður frábærum laglínum. Ida The Braille Night Litla prinsessan í lágstemmda geiranum gefur Low lítið eftir og er tilbúin að taka við krúnunni. Einlægnin og fíngerðar laglínurnar er helsti styrkur Ida, sem styrkir enn stöðu sína innan lo-fi geirans með þessari hjartnæmu plötu. k. IMew Problems Karla Schickele úr Ida sýndi á smáskífunni Those Girls' að hún er enginn eftirbátur Low og mætir hér með eina afar Ijúfa og fallega. Les Savy Fav Go Forth Eitt heitasta rokkbandið í dag með enn eina plötuna, sem hækkar hljómsveitina enn í áliti. Hreinræktað rokk fyrir alla sem kunna gott að meta. Low Things We Lost in the Rre Ein lágstemmdasta hljómsveit síðara tíma tekst enn einu sinni að bæta sig. Það ætti í raun ekki að vera hægt og því hljóta hjónin Alan Sparhawk og Mimi Parker að vera rammgöldrótt eins og töfrandi laglínurnar gefa einnig til kynna. Mouse on Mars Idiology Þó enginn viti nákvæmlega hvað tónlist Mouse on Mars skuli kallast eru flestir sammála um að hún sé frábær. Stórfurðulegar rafmelódíur sem ramba á barmi popps og tilraunatónlistar. Silver Mt. Zion Born Into Trouble as the Sparks Fly Upward Heimurinn fórst og meðlimir the Silver Mt. Zion Memorial Orchestra & Tra-la-la band voru fengnir til að syngja við jarðarförina. Enn meiri dramtík og enn meiri tregi frá mjúku hliðinni á Godspeed You Black Emperor. The Dismemberment Plan Change Hinir nýbökuðu íslandsvinir kanna nýjar víddir og koma um leið með meiri drunga inn í lagasmíðarnar. Án efa besta og heilsteyptasta plata Dismemberment Plan og þá er nú mikið sagt. Tara Jane O'Neil In the Sun Lines Þjóðlagatónlist fyrir neðanjarðarbyrgin. Allir þurfa smáfegurð í lífið og Tara Jane O'Neil færir hlustendum hana á silfurfati. Trans Champs Double Exposure Rokkið lifir nema að það sé fyrst verið að finna það upp núna. Tvær mestu töffarasveitir sameina krafta sína og sprengjur springa með meiri hvellum en nokkru sinni fyrr. Tortoise Standards Ástæðan fyrir mikilvægi Tortoise er sú staðreynd að hljómsveitin hefur aldrei óttast að fara ótroðnar slóðir. Hér sýnir hún öllum þeim sem bjuggust viö annarri TNT fingurinn og skapar ólýsanlega stemmningu sem líður seint úr minni. The New Year Newness Ends Hversu oft er hægt að hlusta á eina plötu? Níu billjón sinnum ef hún heitir Newness Ends og er með hljómsveitinni The New Year. Kadane bræðurnir úr Bedhead snúa aftur og sýna enn einu sinni snilli sína sem lagasmiðir. Blonde Redhead Melody of Certain Damaged Lemons Nýjasta afurð þríeykisins sem brátt mun herja á ísland. Fugazi, Sonic Youth og meira að segja Bítlarnir í einum hráum hrærigraut sem er bæði hnausþykkur og bragðgóður. The Castle WOLF COLONEL «|Wl Wolf Colonel The Castle Einherjinn Jason Anderson úr Yume Bitsu sýnir á sér nýjar hliðar og matreiðir melódískt kassagítarspönk að hætti hússins. Hljómar á köflum eins og Dinosaur Jr. að taka vel valda slagara eftir Elvis Costello, Teenage Fanclub og sjálfa Fuck Cupid's Cactus Rokk og þjóðlagatónlist mætast úti í miðri eyðimörkinni og renna saman í frábæra blöndu. Þessi yndislega hljómsveit hefur heimsótt ísland tvisvar og vekur mikla athygli hvert sem hún fer. Pár Lindh Project Veni Vidi Vici Kynngimagnað sinfóníurokk frá hinum sænska Pár Lindh og félögum. Framúrstefnurokk fyrir alla sem fíluðu Emerson Lake & Palmer, King Crimson og fleiri hljómsveitir í þeim dúr. Modest Mouse Sad Sappy Sucker Afar einlæg og lágstemmd rokkplata sem átti upphaflega aldrei að koma út. Aðdáendur Modest Mouse kvarta þó ekki því það virðist enginn geta fengið nóg af þessari frábæru sveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.