Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 15
föstudagu*
• Popp
■ AIRWAVES Á GAUKNUM Þaö er rokk og aft-
ur rokk á Gauki á Stöng í boði Airwaves tón-
leikahátíðarinnar. Þar spila Svanur, Eliza, Silt
aka Botnleðja, Laces, Tweeterfriendly Music,
Ný dönsk, Tvö dónaleg haust og botninn í
þetta slær svo Sóldögg.
■ AIRWAVES Á SPOTLIGHT Afkvæmi guð-
anna, Kritikal Mazz, Battery, Antlew & Max-
imum
X Rotweiler, Tommi White og Gus Gus Dj,-
settið hipphoppast á Spotlight.
■ AIRWAVES Á THOMSEN Prince Valium,
The Worm Is Green, Ampop og Skurken blása
Iffi í Kaffi Thomsen frá 21. til miðnættis. Eftir
það taka Dj. Grétar, Dj Balli og Jamie Cruisey
& Alex Knight frá Fat Cat Records við.
■ AIRWAVES í HAFNARHÚSINU Hljómsveit
irnar Singapore Sling, Trabant, Atingere og
Apparat Organ Quartet spila i Llstasafni
Reykjavikur frá kl. 20.
■ AIRWAVES I KJALLARANUM Hljómsveitirn-
ar Kuai, Sofandi, Náttfari, Lúna og Úlpa spila í
Leikhúskjallaranum áöur en Magga Stína og
Hringir klára kvöldið með pomp og prakt.
•K 1 úbbar
■ CESAR Á SPOTLIGHT Dj. Cesar verður í
búrinu á gleðistaðnum Spotlight og alveg ör-
ugglega í sínu massíva stuði eins og venjulega.
■ DODDI Á 22 Doddi litli er í búrinu á Ciub 22.
Frítt inn til 2 og frítt alla nóttina fyrir handhafa
stúdentaskírteina.
■ HEITT Á SKUGGABAR Dj. Gunther Gregers
sér um að heitasta tónlistin flæði um sali
Skuggabarsins. Húsið verður opnaö á mið-
nætti og 22 ár inn.
•Krár
■ ANPREA Á DILLON Dj. Andrea Jónsdóttir
heldur uppi fjörinu á Dillon.
■ CORY LOVE Á 101 Dj. Cory Love snýr skíf-
um á Bar 101 í tengslum við Airwaveshátíðina.
■ DJ ANDREA JÓNS Á CAFÉ DILLON í kvöld
leikur DJ Andrea Jóns vel valda tóna úr slnu
víðfræga plötusafni og er það vel. Opið á báð-
um hæðum.
■ DJ GÚNTHER GREGERS Á SKUGGABAR í
kvöld leikur DJ Gúnther Gregers á Skuggabarn-
um og verður hann með allt það heitasta frá
Evrópu og einnig allt þetta gamla góða. Staður-
inn opnar klukkan 23:59 í kvöld og er 22 ára
aldurstakmark og 500 kall inn.
■ DJ SKUGGABALDUR SPILAR Á H-BARN-
UM. AKRANESI í kvöld leikur hinn ómótstæði-
legi DJ Skuggabaldur á H-Barnum á Akranesi.
Miðaverð er 500 krónur frá miönætti.
■ DODDI LITLI Á CLUB 22 Doddi litli veröur í
búrinu á Club 22 í nótt og er staðráðinn í að
halda uppi fjörinu frá miðnætti til morguns.
Hjálpum honum! Frítt inn til klukkan 02, hand-
hafar stúdentaskírteina fá frítt inn alla nóttina.
■ FJÓR Á NELLYS Dj. Páll Óskar þeytir skífun-
um á Nellys fram eftir nóttu. Allt öl á hálfvirði.
■ KRÁARSTEMNING Á GRANP ROKK Hin sí-
gilda kráarstemning ræður ríkjum á Grand
rokk. Tilboð á barnum ásamt ýmsum óvæntum
uppákomum og boltinn á breiðtjaldi.
■ MAD ERB Á PRIKINU Dj. Mad Erb sér um
tónaflóðið á Prikinu.
■ MR. BROWN Á KAFFIBARNUM Mr. Brown
steikir skífur á Kaffibarnum í tengslum við
Airwaveshátíöina.
■ PAPAR Á PLAYERS Sprellikallarnir í Pöpum
halda uppi rokna fjöri á Players í Kópavogi.
■ ROBBI RAPP Á VEGAMÓTUM Einn frum
herja hiphop-menningarinnar á íslandi, Robbi
Rapp, sér um tónlistina á Vegamótum.
■ RÚNAR ÞÓR Á RAUÐA UÓNINU Trúbbinn
Rúnar Þór leikur og syngur á Rauða Ijóninu.
■ RÚNAR ÞÓR Á RAUÐA UÓNINU í kvöld
leikur Rúnar Þór á Rauða Ijóninu og því ættu
aðdáendur kappans að fjölmenna á staðinn.
■ S&H Á GULLÖLPINNI Gleðidúettinn Sven-
Næstkomandi fimmtudag verður Sinfóníuhljómsveit íslands með tónleika ásamt
hljómsveitunum Ouarashi og Botnleðju. Til flutnings verða lög eftir hljómsveitirnar
sjálfar en útsetningar hafa verið gerðar sérstaklega fyrir Sinfóníuna og verður ef-
laust mjög áhugavert að sjá hvernig þessi samvinna kemur út.
Sebastian Botnleðja og
Wolfgang fimadeus Quarashi
Heyrst hefur að tónleikarnir muni hefjast með hinu
þekkta upphafsstefi úr kvikmyndinni Star Wars og ein-
nig verður flutt stutt verk eftir bandarískan tónsmið að
nafni Aaron Jay Kernis. Það verk kallast The New Era
Öance og segja tónleikahaldarar að það muni vafalítið
koma fólki skemmtilegá á óvart en að því loknu hefjast
svo tónleikarnir sjálfir. Markmiðið með tónleikunum er
að brúa bilið á milli sígildrar tónlistar, rapps og rokktón-
listarinnar og vonast aðstandendur tónleikanna til þess
að það verði gert með eftirminnilegum hætti.
Ekki daglegt brauð
Báðar hljómsveitirnar, Quarashi og Botnleðja, flytja
eigin lög ásamt Sinfóníuhljómsveitinni en útsetningar
fyrir Sinfónfuna eru unnar af tveimur ungum íslenskum
tónskáldum, þeim Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Ein-
ari Jónssyni. Þorvaldur mun hafa einbeitt sér að því að
útsetja lög Quarashi en Einar sá um að útsetja lög Botn-
leðju. Utkoman ætti því að verða mjög svo spennandi og
áhugaverð enda á sér þarna stað sjaldséð samvinna sem
ekki gerist á hverjum degi - að tvær af vinsælli hljóm-
sveitum landsins taka lagið með rúmlega 80 manna sin-
fóníu. Hljómsveitarstjóri verður einnig af yngri kynslóð-
inni en hann kemur frá Þýskalandi og ber heitið Her-
mann Báumer og mun hann stjórna tónleikunum eins
og herforingi. Víst er að mikill áhugi verður fyrir þessum
tónleikunum enda hefur miðasala farið vel af stað og víst
er að uppselt verður en því miður verða aðeins þessir einu
tónleikar haldnir.
Kann núna á blokkflautu
Sölvi Blöndal, ein forsprakka Quarashi, sagði að þeir
hefðu verið önnum kafhir við að kynna sér lífsstíl sinfón-
íunnar en eiginlegar æfingar væru ekki hafnar. „Vð
erum búnir að vera að mæta f partí hjá fólkinu í Sinfón-
íunni og svoleiðis. Þetta fólk lifir allt öðruvísi lífi en við
og við höfum verið að kynna okkur það auk þess erum við
búnir að læra margt af þeim t.d. er ég búinn að læra á
blokkflautu og hef aðeins verið að fikkta við hornið. En
þetta er bara eitthvað sem við höfúm þurft að gera til þess
þetta gæti átt sér stað,“ segir Sölvi, trommari sveitarinn-
ar. Hann sagði enn fremur að æfingar með Sinfónfunni
hæfust ekki af alvöru fyrr en eftir helgi. „Meðal þeirra
laga sem við tökum eru Mr. Jinx, Baseline, Dive in,
Stick’em up og Copycat." Eins og áður sagði verða tón-
leikarnir næstkomandi fimmtudag f Háskólabíói og
hefjast þeir kl. 19:30.
sen&Hallfunkel skemmtir gestum Gullaldar-
innar.
■ SKYTTURNAR Á DUBLINER Gleðisveitin
Skytturnar sér um að hafa hátt á efri hæð
Dubliner.
■ SPILAFÍKLAR Á CELTIC Hljómsveitin
Spilafíklar spilar á Celtic Cross.
■ STUÐ Á KRINGLUKRÁNNI Hljómsveitin
Léttir sprettir sér um stuöið á Kringlukránni.
■ ÁRNI E. Á HVERFISBARNUM Árni E. sér
um skífuþeytingar á Hverfisbarnum i tengslum
við Airwaveshátíðina.
• Böl 1
■ ROLLING STONES SÝNINGIN Um er að
ræða tónlistarsýningu þar sem farið verður í
gegnum mörg af helstu lögum Rolling Stones,
en ferill hljómsveitarinnar spannar næstum
fjóra áratugi. Það er enginn annar en Helgi
Björnsson, söngvari og leikari, sem stekkur á
sviðið sem Mick Jagge.r. Tónlistarstjórn er í
höndum Gunnars Þórðarsonar.
•S veitin
■ FJÓR Á KRISTJÁNI X Matti og Áslaug úr
hljómsveitinni Kalk sjá um að gestir Kjartans
verts og Kollu á Kristjáni X, Hellu, skemmti
sér fram eftir nóttu.
■ HÓRÐUR TORFA Á ÍSAFIRÐI Hörður Torfa
heldur tónleika í Sjallanum á Isafirði þar sem
hann kynnir m.a. efni af nýjum disk sínum
Lauf. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
■ INGIMAR Á DÚSSA-BAR Fjörkálfurinn og
harmonikuleikarinn Ingimar heldur uppi stuð-
inu á Dússa-bar, Borgarnesi.
■ KOLBEINN í BÚÐARKLETTI Kolbeinn Þor-
steinsson leikur fyrir gesti Búðarkletts, Borgar-
nesi.
■ LEIKFÉLAG AKUREYRAR í kvöld frumsýnir
Leikfélag Akureyrar leikritið Blessað barnalán
eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningin hefst kl.
20.
■ UÓSBRÁ Á VIP POLLINN Hljómsveitin
Ljösbrá skemmtir gestum á Við pollinn, Akur-
eyri.
■ LÍNUDANSLEIKUR í GRINDAVÍK Gestir
Sjávarperlunnar fá útrás á línudansleik frá kl.
22. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir.
■ SIXTIES Á DALVÍK Rokkararnir í Sixties sjá
um stuöið á Café Menningu, Dalvík.
■ SKUGGABALPUR Á AKRANESI Dlskórokk-
tekið Skuggabaldur sér um stuöiö á H-Bar,
Akranesi. 500 kall inn eftir miðnætti.
•Leikhús
■ KRISTNIHALP Leikrit Halldórs Laxness,
Kristnihald undir Jökli, verður sýnt t kvöld kl.
20. Meö aðalhlutverk fara Árni Tryggvason
og Gísli Örn Garöarsson en tónlist er eftir
Sölva Blöndal.
■ LEIKFÉLAG MOSFELLSSVEITAR í kvöld
frumsýnir Leikfélag Mosfellssveitar leikritiö
Brúðkaup Tony og Tinu í Bæjarleikhúsinu
Mosfellsbæ og hefst sýningin kl. 20.
■ PÍKUSÖGUR Kl. 20 í kvöld sýnir Borgar-
leikhúsið á þriðju hæöinni leikritiö Píkusögur
eftir Evu Ensler.
■ SKUGGALEIKUR Barnaleikritið Skugga-
leikur eftir Guðrúnu Helgadóttur verður sýnt í
dag kl. 11 á vegum Möguleikhússins en það
er til húsa á Laugavegi 105.
■ SYNGJANPI í RIGNINGUNNI Leikverkið
margfræga Syngjandi í rigningunni veröur
sýnt í kvöld f Þjóðleikhúsinu. Sýningin fer
fram á stóra sviöinu og hefst hún kl. 20.
•Opnanir
■ SYNING í MÍR í MÍR-salnum, Vatnsstíg
10, stendur nú yfir sýning á myndverkum eft-
ir hvítrússnesku hjónin Ljúdmílu og Arlen
Kashkúrevits. Um er að ræöa teikningar,
ætingar og myndir, unnar meö blandaðri
tækni. Sýningin er opin alla sunnudaga,
þriöjudaga og miövikudaga frá 14-17. Aö-
gangur er ókeypis.
■ REYKINGAÁRÓÐUR l' HAFNARBORG Á
miðvikudaginn var opnuð í Hafnarborg.
menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
myndlistarsýning á vegum WHO, Evrópudeild-
ar Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar. Sýning
þessi hefur fariö vfða en 20 af framsækn-
ustu listamönnum Evrópu hafa verið fengnir
til starfa I því augnamiöi aö hvetja fólk til að
leita sér aöstoðar við að hætta reykingum.
Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:
Stefano Arienti, Miroslaw Balka, Heike
Baranowsky, Pedro Barbeito, Jean-Marc
Bustamante, Wim Delvoye, Milena
Dopitova, Dominique Gonzalez-Foerster og
Ange Leccia, Zuzanna Janin, Olav
Christopher Jenssen, Komar og Melamid,
Zofia Kulik, Lisa Milroy, Nakis Panayotidis,
Thomas Ruff, Sarah Staton, Gavin Turk, Not
Vital, Julian Walker og Chen Zhen. Þessir
listamenn hafa hver sinn hátt á þvf hvernig
þeir takst á við verkefniö og vinna í ýmsa
miöla, s.s. höggmyndir, myndbönd, málverk
og Ijósmyndir. I verkunum takast þeir á viö
þann heilsuskaða sem reykingar valda en
einnig þaö hvernig tískuheimurinn hefur
fegraö ímynd reykingamannsins og hvern-
igauglýsingaherferðir tóbaksframleiöenda
reyna að rugla fólk í ríminu. Margir hafa lista-
mennirnir einnig fjallað um áhrif reykinga á
líkamann, sumir meö þvf aö undirstrika feg-
urö heilbrigöra líkama en aörir meö þvf að
skoöa þann skaða semtóbakið veldur á líf-
færum okkar. Margir fjalla Ifka um ánetjunina
sjálfa og þaö hugarangur sem hún veldur
reykingamönnum en Ifka um þaö hvernig sigr-
ast má á henni. Sýningin er opin alla daga
nema þriöjudaga frá kl 11 til 17 og henni lýk-
ur 12. nóvember.
19. október 2001 fókus
15