Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 6
Lotið fitla f friði Hrafnkell skrifar: Eg veit að það er aðeins að núa salt í sárin með að fara rifja upp háðu- lega útreið þá er íslenska landsliðið í fótbolta fékk f tveim seinustu leikj- um sfnum í undankeppni heims- meistaramótsins í fótbolta. En ég get hreinlega ekki orða bundist. I seinasta tölublaði Fókuss var í dálk- inum I og úr fókus Atli Eðvaldsson settur úr fókus. Einhver bitur ein- staklingur í ritstjórn blaðsins tók sig þar til og dró hæfileika Atla sem fótboltaþjálfara f efa, þrátt fyrir einstaklega farsælan feril á því sviði, og heimtaði afsögn hans. Þar gæti ég ekki verið meira ósamála. Ég tel hann hvergi eiga sök. Það er kannski hans helstu mistök ef ein- hver eru að hreinlega skipta ekki út leikmönnum. Margir ofaldir at- vinnumenn landsliðsins erlendis, eins og fram kom í opnugrein sein- asta blaðs, hafa greinilega ekki metnað í sér til að spila fyrir lítilfjör- legt land sitt sem þeir hafa nú yfir- gefið. Þeim á því að skipta út og í staðinn á nota þá hæfileikaríku og metnaðarfullu drengi er tuðruspark stunda enn í heimahögum. Þótt möguleiki á árangri væri kannski snöggtum minni þá gæfu þeir sig alla vega alla í verkefnið. Atli áfram, oföldu kálfana út. Lesendum Fókuss gefsc nú kostur á að senda inn hugleiðingar sínar, hrós og kvartanir á netfangið fokus@fokus.is. Besta bréfið í viku hverri birtist svo á siðum blaðsins. whitetrash .com „Ert þú manneskjan sem móðir þín varaði þig við? Er andfélagsleg hegðun það sem þér finnst skemmtilegast? Þá ert þú á réttum stað.“ Þetta eru skila- boðin sem að lesa má á upphafsfðu whitetrash.com en þetta er sérlega áhugaverð síða sem inniheldur allt sem að vekur lukku hjá Bandaríkja- mönnum sem búsettir eru í Suðurríkj- unum. Kjörorð síðunnar er einmitt „Breakin' the Law!“ eða „Brjótandi lög!“ Aðstandendur síðunnar hafa að mestu lagt hana undir mótorhjól, mótorhjólagellur og alls konar efhi tengt því. Þar er einnig að finna „The School of Bad ldeas“ sem kennir fólki að hegða sér eins og alvöru mótor- hjólatöffara sæmir. NetÖolleríið Dauðasveitir öfgasinnaðra byssumanna eru nú á vappi um hálendið í þeim tilgangi að stráfella blásaklausar og forviða rjúpur. Ákveðinn hluti þess- ara dauðasveita virðist álíka vitgrannur og fiðurféð sem ofsótt er og gerir sig að fíflum í fréttum íslenskra fjölmiðla ár eftir ár sökum illa skipulagðr- ar helfarar og áttavillu í kjölfar þess. Fókus vill ólmur hjálpa þessum mönnum til að líða sem best meðan beðið er eftir björgun. LÍfsnauSsynjar rjúpnaskyttu rammvilltrar Vasareiknir Fyrir samviskusama rjúpnarata sem vilja gera kostnaðaráætlun um hvernig þeir ætla að greiða kostnað við björgun til baka. Eldavél Hentug ef björgun er lengi á leiðinni og rjúpan (ef einhver fæst) orðin nógu hangin til að matreiðslu. JÖKLATJALD OC SVEFNPOKI Þak yfir höfuðið og einangrun um kropp- inn fyrir rammvillta. Skófla Góð til að grafa sig í fönn ef tjaldið gleymist. CÚMMÍDÚKKA Kynþörfin spyr ekki um stað og stund og fátt um gleðihús á há- lendinu. Annar valkostur er hreinlega að taka konuna með í ógöngurnar. Biblían Einhvem tímann fær fólk nóg og hættir að bjarga rjúpnarötum. Þá er gott að hafa hið helga orð til að hugga sig við hina hinstu stund. Rjúpnarops-orðabók Því verðandi fómarlömb skyttunnar eru kannski þau einu sem hægt er að tala við svo dögum skiptir. Spóla með umferðargný Fjallakyrrðin verður yfirþyrmandi eftir langa villigöngu, sama hversu mikið náttúrubarn skyttan er. Tarotspil Óvissan um björgun getur verið óbæri- leg og því ekki óvitlaust að gá hvað æðri máttarvöld hafa um málið að segja. Brennivín ... og nóg af því. Vel hífaður maður tekur minna eftir því þegar líkam- inn dofnar upp í kuldanum og vosbúðinni. You couid use the Lavatory Diease. Þú gætir notað klósettið... Þarna eru ágengir framleiðendur og sölumenn á ferð. Til að fara á klósettið þarftu að fara aftur í átt að afturendanum á þér. f ó k u s Þetta er víst nestisbox. Framleiðendurnir Neyðargildra. Trap þýðir vfst geta varla verið alveg heilir. tröppur á hollensku en hver veit það svo sem. 6 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.