Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 14
Sigtryggur Magnason ræðir við ömmu Rauðhettu um ástina, kynlífið og örlög Rauðhettu litlu: Líf í skugga Rauöhettu Allir þekkja gamla ævintýrið um Rauðhettu litlu. Þessi litla stúlka fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar þegar hún ætl- aði í góðmennsku sinni að færa sjúkri ömmu sinni blóm, kökur og vín. Færri vita að skógurinn sem amma bjó í var alls ekki skógur heldur var þetta myndhverfing fyrir vafasamt hverfi. Þýskur sagnaþulur kunni ekki við að láta ömmu gömlu í sögunni búa á sama stað og hún bjó á í raunveruleikan- um. Eg hitti ömmu gömlu um dag- inn þar sem hún var á ferð með þýskum eldriborgurum við Gulb foss. Gamla konan var nokkuð við var öðruvísi þenkjandi en hennar heimska móðir. Hún vildi halda sambandinu við mig og móðir hennar gat ekki staðið gegn því, sérstaklega ekki þar sem faðir Rauðhettu hafði verið ástmaður minn í fjölda ára. Rauðhetta fór því ein til að hitta mig.“ Þótti þér vænt um dótturdóttur þínal „Já, nema hvað helvítið átti að koma við í apóteki á leiðinni til mín, en það er nú önnur saga,“ seg- ir frk. Rotmúnster og hrindir eldri manni frá Bæjaralandi svo hann fellur við. skál og tilbúin að ræða hluti sem aldrei hefúr verið ljóstrað upp, til dæmis um afdrif Rauðhettu, vafa- sama fortíð og samband sitt við veiðimanninn. Dóttirin flosnaði upp „Ég bjó á hinni frægu götu, Her- bertstrahe í Hamborg," segir amma Rauðhettu sem á mikið not- uðu vegabréfi ber nafnið Heidi Rotmúnster. „Ég var umsvifamikil í kynlífsiðnaði á þessum tíma, rak umboðsskrifstofu fyrir vændiskon- ur og karla, auk þess sem ég var frumkvöðull í útgáfumálum, tengdum kynlífi. Mörgum hefur þótt grunsamlegt af hverju dóttir mfn, móðir Rauðhettu, vildi ekki heimsækja mig heldur sendi dótt- ur sína eina til mín um hættulega stigu. Ástæðan er einföld. Dóttir mín var það helvítis fífl að vilja slfta öllu sambandi við móður sína.“ Af hverju vildi hún slíta samband- inu? „Æi, hún vildi ekki halda áfram að halda upp nafni Rotmúnster í kynlífsiðnaðinum, kláraði ekki einu sinni sveininn f vændi þar sem hún flosnaði upp úr áfanganum BLO 101. Það gerði útslagið." ÁSTMAÐUR TIL MARGRA ÁRA „En leyfðu mér að tala, íslenski fáviti. Ég var að reyna að tala um bamabarnið mitt. Hún Rauðhetta Úlli kynvera Mörgum hefur þótt grunsamlegt samband þitt við úlfinn. I ævintýrinu segir frá þvi' að úlfurinn kemur í hús~ ið þitt, étur þig og er svo allt í einu kominn í nærfötin þi'n. Hvemiggerð- ist þetta eiginlega? „Æi, Ulli var svo mikil kynvera, en hann fór stundum fram úr sjálf- um sér, blessaður," segir frk. Rotmúnster. „Hann var framúr- stefnuklæðskiptingur, með áhuga á gömlum konum. En þeir sem halda því fram að einhver innlim- un hafi farið fram þar á milli hafa algjörlega rangt fyrir sér. Hann klæddi mig bara úr fötunum, klæddi sig í þau og át mig svo [frk. Rotmúnster flissar].“ En hvar er Rauðhetta í dag? „Rauðhetta mín var alltaf góð stúlka. Hún var samt ekki mikið fyrir bókina og almennan fróðleik. Þetta áhugaleysi náði líka yfir sjúk- dómavamir. Hún fékk einhverja kynsjúkdóma og þeir drógu hana til dauða ásamt eiturlyfjaneyslu og þvf að hún datt af hestbaki og háls- brotnaði. En hún var alltaf góð stúlka, mjög góð. Raunar einhver besti starfskraftur sem ég hef haft.“ En veiðimaðurinn? „Hann var aumingi." Nú? „Já, hann var alltaf í þessu dýra- veseni.“ Þorfinnur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs. Michael Rapaport leikari. Það verður ekki hjá því komist að bera þessa tvo herramenn saman. Ekki einasta eru þeir nákvæmlega eins heldur starfa þeir í sama geira, kvik- myndabransanum. Eftir að hafa getið sér ágætt orð í sjónvarpi skellti Þor- finnur sér út í kvikmyndabransann og hefur síðan haft nokkuð um það að segja hvaða bíómyndir eru gerðar hérlendis. Michael Rapaport hefur reyndar lítið um það að segja hvaða myndir eru gerðar en á hinn bóginn hefur hann bjargað þeim nokkrum frá glötun. Rapaport er nefnilega einn skemmtilegasti lúði sem Hollywood á og lífgar oftar en ekki upp á mynd- ir sínar. Þeir félagar eru því ómissandi, lúðinn f Hollywood og maðurinn sem kemur fslenskum myndum á kortið. í kvöld verður kvikmyndin America’s Sweetheart frum- sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Regnboganum og Borgar- bíói Akureyri. Þetta er rómantísk gamanmynd sem leik- stýrt er af Joe Roth en með aðalhlutverk fara Julia Ro- berts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack. FrægS, fjölskylda og fjandskapur Kiki Harrison starfar sem aðstoðamaður ofur- stjömunnar Gwen Harrison. Kiki sinnir starfi sínu af mikilli alúð en það fer þó eitthvað í taugarnar á henni hversu falleg og sjálfumglöð ofurstjarnan Gwen er. Það vill lfka þannig til að Gwen er systir hennar en Kiki hefur þurft að lifa í skugga systur sinnar frá því að hún man eftir sér. Kiki er svo falið það verkefni að koma þeim Gwen og eiginmanni hennar til margra ára, leikaranum Eddie Thomas, aftur saman til þess að koma fram opinberlega í síð- asta sinn til að kynna nýjustu bíómynd þeirra hjóna áður en þau skilja hvort við annað. Hún fær til liðs við sig gamla blaðamanninn Lee Phillips sem er gamall í hettunni og hann hefur einnig ákveð- inna hagsmuna að gæta f þessu sambandi. Saman þurfa þau að koma hjónunum saman á ný og sjá til þess að þau haldi friðinn a.m.k. þessa einu helgi sem þau þurfa að umgangast hvort annað. Það er þó hægara sagt en gert en gamlir eldar taka að loga á ný, en það sem veldur Kiki kannski enn meiri vandræðum er þegar vinskapur hennar og Eddies fer að taka óvænta stefnu. Rómantíkin er aldrei langt undan í þessari annars ágætu kvikmynd og að sjálfsögðu fléttast alls kyns grín inn í þetta allt sam- an til þess að áhorfandinn hafi eitthvað til þess að hlæja að. Með hlutverk Kiki Harrison fer óskarsverðlauna- hafinn Julia Roberts en systur hennar, Gwen Harri- son, leikur Catherine Zeta-Jones. Eddie Thomas, eiginmaður Gwen, er svo leikinn af John Cusack en með hlutverk blaðamannsins Lee Phillips fer Billy Crystal. Aðrir sem leika í myndinni eru Hank Az- aria, Stanley Tucci, Christpher Walken, Alan Ark- in og Seth Green. Höfundur er Billy Crystal sjálfur en hann er einhver ástsælasti grínisti Bandaríkja- manna en honum til trausts og halds er Peter Tol- an. Leikstjóm er svo í höndum Joe Roth sem hefur áður gert garðinn frægan með vinnslu sinni á mörg- um af eftirminnilegustu Disneyteiknimyndunum. Kvikmyndin America’s Sweetheart verður frum- sýnd í kvöld kl. 20 í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Nafnið „Osmosis Jones" virkar ekki þjált á frummálinu, en það er jafnvel verra á íslensku. Osmósa er fyrirbæri sem einhverjir kannast kannski við úr líffræðinni en það ku þýða „flutningur vatns yfir valgegndræpa himnu“. Myndin Osmosis Jones er þó ekki það leiðinleg enda er hún frá sömu aðilum og gerðu hinar stórfyndnu „Dumb 8t Dumber" og “There’s something about Mary". Osmósu-Jonas kemst íhann krappan Frank Detomello vinnur í byggingarvinnu og er í alla staði hinn dæmigerði meðaljón. Þvf kippir fólk sér ekkert sérstak- lega upp við það þegar kallinn fær kvef og slappast aðeins nið- ur. En þá víkur sögunni suðureftir djúpt í innviði Franks. Hið nýfengna kvef hans skapar gífurleg vandamál innvortis í honum þar sem örverur, frumur og sitt lítið fleira smálegt hefst við. Innan í Frank er nefnilega til staðar hin svonefnda „Frank-borg“ og steðjar mikil vá að henni vegna kvefveirunn- ar. A endanum kemur það í hlut hvíta blóðkomsins Osmosis Jones, sem starfar sem lögregluþjónn f Frank-borg, að hrinda árásinni ásamt félaga sínum Drixorial sem er kveftafla sem Frank innbyrðir. Saman berjast þeir félagar hetjulega og láta enga veiruna óáreitta ... Myndin er eftir hið kynngimagnaða tvíeyki Bobby og Pet- er Farrely sem hafa skilið eftir sig fleiri en eina klassa-grín- mynd um ævina og er þessi mynd engin undantekning. Þó sker hún sig úr að því leytinu til að sá hluti hennar sem gerist innan 1' Frank er teiknimynd. Þetta hlýtur að teljast mikil himnasending fyrir aðdáendur mynda á borð við „Who framed Roger Rabbit“ og „Cool World“, enda alltaf gaman að verða vitni að samruna ólíkra listmiðla, nema þá kannski samruna myndlistar og gjörningarlistar (hrollur). Með aðal- hlutverk fara valinkunn fyrirmenni, þ. á m. Bill Murray, sem lék ógleymanlegan skíthæl í „Kingpin" þeirra bræðra hér um árið og hinn ískurmælti Chris Rock sem reyndar kemur ein- ungis fram sem rödd hetjunnar Osmosis. Svo er þarna inn á milli ágætis fólk eins og Laurence Fishburne, William Shatner, Chris Elliott, og rapparadjöfullinn Kid Rock kem- ur einnig fram sem rödd nýrnasteinsins „Kidney Rock“. Hversu fyndið er það? Myndin verður frumsýnd í kvöld. f ó k u s 14 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.